Þveræingur - 27.01.1945, Blaðsíða 1

Þveræingur - 27.01.1945, Blaðsíða 1
Fr| álsir menn í Irjálsu Lög eða ólög. landi? Um það er tíðum rætt, þegar löggjöf er sett, hvort til bóta sé fyrir þegna þjóðfélagsins eður ei, og þá hvort af lögunum leiði hagræ8i og frelsi eða óþægindi og ófrelsi. Þegnar hverrar þjóð- ar sem er, eiga enga óskoraðri kröfu til löggjafarvaldsins en þá, að lög þau er það setur, séu þeim til hagsbóta, efli mannrétt- indin og stuðli að því að frjáls- ræði heiðarlegra manna fái að njóta sín, en kúgun og rang- sleitni verði fyrir borð' borin. Því aðeins fá lög bezt notið sín, að þau séu þannig úr garði gerð og þannig sett, að þegnarn- ir, sem við þau eiga að búa, geti fallist á réttlæti þeirra, og yfir- leitt fellt sig við, framkvæmdir þeirra. En lög, sem brjóta í bág við þessa sjálfsögðu kröfu þegn- anna, telja þeir bein ólög, og hafa fullt vald til. Varla munu nokkur lög, sem sett hafa verið á seinni árum eins illræmd og illa þokkuð og hin svonefndu húsaleigulög, og þeir, sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á þeim, munu sjaldan eða aldrei hafa átt við aðra eins örðugleika að stríða og gildir það jafnt um húseig- endur og ieigjendur. . Á nokkur atriði þessa máls skal bent í fáum orðum. Húsaleigunefnd hefir verið skipuð, til þess, að framkvæma lög þessi og jafna misklíð manna milli. Hennar verk er, að gefa úrskurði þegar aðiljar leita til hennau. En „erfitt er tveimur herrum að þjóna“ í senn, og fer þá vénjulega svo að annar hvor aðili fer halloka, ekki beinlínis vegna dómgreindarleysis nefnd- armanna, heldur vegna þess, að málin snúast oftast um það, að leigusali vill losa íbúð í húsi sínu, en þá kemur til þeirra kásta hvor á að hafa réttinn, leigusalinn eða leigjandinn. Og lendír þá oftar en hitt þannig, að leigusali verður að lúta í lægra haldi og tapa þeim rétti, sem hann að réttu lagi á, en lög- in bera fyrir borð. Þannig eru málalok húsa- leigunefndar oftast á þann veg, að þar næst verður fólkið að leita til lögfræðinganna og biðja þá ásjár. Þeir eru fúsir til þess að taka málið að sér. Þannig byrja málaferlin og standa oft- ast mánuðum og árum saman, með frestum og flækjum húsa- leigulaganna. Og alltaf vex ill- lyndið á milli leigusala og leigj- anda. Lögfræðingarnir hafa nóg að gera og meira en það, (eins og húsaíeigulögin væri að ein- hverju leyti vatn á þeirra myllu). En það er viðkvæðið hjá húsaíeigunefnd, þegar hún hefir gefið sinn úrskurð og fólkið kvartar yfir hennar gerð- um, að þá vísar hún til æðri dómstóla. En til allra slíkra að- gerða þarf vitanlega lögfræð- inga. Og vitanlega er vanda- laust fyrir húsaleigunefnd að vísa frá sér málunum með ábyrgðaríaiismn úrskurði! Húsaleigulögin eru þannig úr garði gerð, að ekki er hægt að byggja á ákvæðum þeirra, enda eru lögfræðingarnir all-lengi að afgreiða málin. Einn segir þetta og hinn hitt. Þannig dragast öll málin á langinn. Hver málsað- ili verður að borga stórfé í kostnað til þeirra, og hafa svo ekkert annað en útlátin og hug- arangur að leikslokum. Og þetta er verk valdhafanna í þessu landi, sem staðið hafa að þess- ari dæmafáu lágasmíð. Sem dæmi má nefna það, að einn húseigandi hefir sýnt mér fram á, að fjögurra ára húsa- ÞVERÆÍNGUR Sízt hœfir langur for- máli litlu blaði. En það skal sagt um Þveræing, að hvort sem honum verður langra eða skammra lífdaga auðið, mun hann ávalt halda þeim málstað fram, er hann telur réttastan í hverju máli. t þetta sinn tekur hann eingöngu til meðferða húsaleigulögin, og mun eklzi skiljast við það mál fyrr en á því hafa fengist þœr umbœtur, er sjálf- sagðar eru og krefjast verður. ■ Otg. leiga af allstórri íbúð, hvarf al- geriega í málskostnað og opin- ber gjöld, er hann hafði fengið íbúðina loksins lausa, og gat þess um leið, að ekki undir neinum kringumstæðum myndi hann leigja íbúðina aftur, með- an lög þau, sem hér urn ræðir, standa. Svona mætti telja ótal dæmi. En margir hafa kostað ærnu fé til þess að koma leigu- liðum út úr íbúðum í húsum sín- um, en fá engu um þokað þótt gildar brottrekstrarsakir liggi fyrir hendi, aðrar en leiguvan- skil, og eiga sumir þessara manna húseignir, sem þeir leigja svo öðrum fyrir okur verð. Eru þetta lög eða ólög?

x

Þveræingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þveræingur
https://timarit.is/publication/1924

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.