Þveræingur - 27.01.1945, Qupperneq 2

Þveræingur - 27.01.1945, Qupperneq 2
2 ÞVERÆINGUR Siðspilling húsaleigulaganna. Lagaákvæði 18. aldar. Á 18. öld var verzlunarhátt- um þannig varið hér á íslandi, að landinu var skipt í verzlun- arumdæmi. Enginn bóndi mátti fara út fyrir umdæmi sitt með vöru sína, þó að ekki væri nema um örfáa fiska að ræða, og selja hana þarverandi kaup- manni, þó að hún væri þar betur borguð. Kæmi fyrir að einhver brygði út af þessu, var hann vægðarlaust tekinn fastur, bundinn við staur og húðstrýkt- ur. Eigur hans gerðar upptæk- ar og hann síðan sendur á Brimarhólm í Kaupmannahöfn til þrælkunar. Taxti — sem nú væri kallað hámarksverð, var settur á allar íslenzkar vörur. Urðu allir* að hlíta honum. En það var ekki hið versta. Hitt var óþolandi að nálega dauðarefsing lá við, ef varan var seld, hverjum sem hafa vildi og hvar sem var á landinu. Hliðstæð þessum tilskipunum yfirvaldanna á 18. öld eru hin svo kölluðu húsaleigulög. Þau eru að ýmsu leyti svo keimlík, að vel mú jafna þeim saman. Að undanskyldum verzlunar- ákvæðum 18. aldar, sem áður er getið, mun það vera eins dæmi í islenzkri löggjöf, að húseigend- ur í kaupstöðum skuli valdir úr þjóðfélaginu og settir undir sér- stök lög og yfir þá skipuð nefnd, í því skyni að svifta þá umráða- rétti yfir húseignum sínum, eins og þeir væru ómyndugir ung- lingar eða stórglæpamenn, sem þyrfti að hafa undir eftirliti hins opinbera. Húseigandi þarf jafnvel ekki að brjóta lögin til þess að honvun verði refsað með f járútlátum. Það er nóg, ef hann fer fram á að fá hlut sinn bætt- an að einhverju leyti. Enginn mun hafa skeytt um það á 18. öld þó að bændur, eða aðrir, töl- uðu um eða færu fram á, að verzlunarfyrirkomulaginu yrði breytt þeim í hag, ef ekki var meira gert. En nú á dögum er öðru máli að gegna, hvað snert- ir húsaleigulögin. Vafalaust mundi almenningur UÚ á dögum dázt að djörfung og frelsisþrá 18. aldar bænda, ef þeir hefðu gert með sér almenn- samtök tii að eyða verzlunar- ánauðinni og virða hana að vettugi. Eins mundi næsta kyn- slóð líta á húseigendur nú á dög- um, ef þeir mynduðu samtök til að hrynda af sér oki húsaleigu- laganna og því ofbeldi, sem þau beita. Húseigendur hafa hingað til verið seinþreyttari til vand- ræða en þeir, sem beita við þá ofbeldi húsaleigulaganna. En svo má brýna deygt járn að bíti. Húseigendur munu þegar neyðast til að mynda samtök sér til varnar. Á 18. öld var verzlunarréttur- inn tekinn af framleiðendum og fenginn í hendur kaupmönnun- um, sem notuðu hann síðan á bert bak bændanna, ef á þurfti að halda. Húseigendur eru sviptir réttinum til að ráða eign sinni og hann fenginn í hendur leigjendum húsanna, sem síðan geta notað hann til að sekta eigendur húsanna, ef þeim býð- ur svo við að horfa. Sumar greinar í húsaleigulög- unum minna á ákvæði í hand- bók rannsóknarréttarins á mið- öldunum, í Suður-Evrópu. Þar stendur: „Loforð, sem gefin eru villutrúarmönnum skulu ógild og allar skuldir við þá réttlaus- ar.“ I húsaleigulögunum stend- ur: „Uppsagnir á íbúðarhús- næði . .. skulu Vera ógildar“ og „leigusamningar ... eru ógild- ir.“ Þetta virðist eiga að skilja svo, að aðilar að húsaleigusamn- ingi, sem hvor um sig hefir lof- að að halda undir eiðstilboð, skuli einkisvirtur. íbúðarleigj- andi má þannig, undir rós lag- anna, að engu meta orð og eiða og ganga í berhögg við almenn- ingsálitið og réttarmeðvitund fólksins. Það má mikið vera ef svik, prettir og hvers konar sið- spilling festir ekki rætur hjá fólkinu, með slíkri fyrirmynd, sem húsaleigulögin gefa. Hvernig mundu útgerðar- mönnum og skipaeigendum lít- ast á, ef yfir þá væri dembt skipaleigulögum, eða einhverju þvílíku, á borð við húsaleigulög- in? Og að þeir væru settir undir sérstaka nefnd, sem bannaði þeim að skipta um háseta og gerði ógilda samninga við þá o. s. frv.? Það erenginfjarstæða að hugsa sér að slík þvingunar- lög eigi eftir að koma, í nafni mannúðar og manngæzku, eins og upphaflega var stofnað til húsaleigulaganna, sem þó frek- ar mætti nefna hegningarlög- gjöf húseigenda. Atvinnusviftmg. Húseigendum er oft lífsnauð- syn að breyta íbúðarherbergj- um í húsum sínum á þann veg, að þeir geti stundað þar at- vinnu, svo sem smíðar, af- greiðslu, eða því um líkt. Eink- um eiga hér í hlut aldraðir menn, sem ekki eru færir um að leggja á sig erfiðisvinnu og eru hættir henni, en vilja reyna að hafa ofan af fyrir sér í lengstu lög og komast hjá að verða öðrum til byrði. Þetta banna húsaleigulögin, hafi ein- hver sofið eða matast í her- bergjunum, sem um er að ræða. Húseigendur, sem hér eiga hlut að máli, verða heldur að sækja um sveitarstyrk en fá að vinna fyrir sér á þennan hátt. En þeg- ar húsaleigunefndir eru búnar að lækka svo leigugjöldin að þau nægja ekki til að halda íbúðunum við, er augljóst hvert stefnir. Húseigendum, sem er meinað, samkvæmt húsaleigulögunum, að hafa ofan af fyrir sér með sjálfstæðri atvinnu, framar öðr- um þegnum þjóðfélagsins, mun hafa komið til hugar, hvort hér væri ekki um stjórnarskrárbrot að ræða og að hægt yrði að gera kröfu á rikið fyrir atvinnu- svifting og eignatjón. Ef hús- eigendum eru lagðar skyldur á herðar framar öðrum mönnum, leiðir af sjálfu sér, að þeim ber aukin réttindi að sama skapi. En í staðinn fyrir þau hefur húsaleigulagasmiðnum hug- kvæmst að ógna húseigendum með 200,00 kr. dagsektum, ef þeir dirfast að taka upp at- vinnu, sér til lífsviðurværis í herbergjum í húsum sínum, sem áður hafa verið notuð til íbúðar. Sá, sem kaupir íbúðarhús í kaupstað, sem húsaleigulögin gilda, er bannað að flytja í það, ef þar eru leigjendur fyrir. Þá er húseigendum í Reykjavík bannað að leigja aðkomufólki, úr sveit eða annars staðar frá, íbúðir í húsum sínum, þó að um vinafólk, eða skyldmenni hús- eiganda sé að ræða og þurfi að dvelja í bænum undir læknis- hendi um lengri tíma. Sagt er t. d. að kona nokkur á Norður- landi hafi flutt sig til Reykja- víkur með veikt barn og ætlaði að setjast að í húsi, sem hún átti þar. Var henni meinað það samkvæmt húsaleigulögunum. Hliðstæð dæmi mætti mörg nefna. Þrátt fyrir ýmis misjöfn laga- fyrirmæli frá 17. og 18. öld, voru þó engin ákvæði, svo vitað sé, sem bönnuðu fólki að nota hús sín og bæi fyrir sjálfa sig. En 20. öldin átti eftir að bera slík lög í skauti sínu — hún gerir meira, hún refsar mönn- um fyrir að eiga hús. Nú er vitanlegt að margt vinnandi lausafólk, aðkomið úr sveit, eða annars staðar frá, flytur umvörpum inn á það svæði, sem húsaleigulögin ná útyfir, til að leita sér að atvinnu. Á þessu bar mikið þegar hita- veitan var á döfinni í Reykja- vík. Ráðandi mönnum bæjarins og öðrum þótti vænt um að fá þennan aðkomna vinnukraft, meðan ekki var öðrum á að skipa. En samkvæmt ákvæðum húsaleigulaganna var þetta óheimilt. Ef aðkomufólk gat holað sér einhvers staðar niður í trássi við lögin, mátti það eiga von á að vera borið út þá og þegár. Því var heimilt að vinna 1 þarfir bæjarfélagsins, en það mátti ekki sofa í bænum. Þannig var þetta hvað á móti öðru. Hér á við skopsagan um rakarann. Hann komst í ónáð hjá húsbónda sínum og var rek- inn burfu úr húsinu og bannað að koma þar inn fyrir dyr. En húsbóndinn gat þó ekki án hans verið, og lét reisa stiga upp að glugga á húsi sínu, lét rakarann standa í honum, en sjálfur rak hann höfuðið út um gluggann til að láta rakarann skafa af sér skeggið. Fólkinu fjölgar hér árlega, en flatarmál landsins er vitan- lega hið sama eftir sem áður. Ef fólkinu er meinað að setjast að á landinu, þar sem það vill vera, getur skapað sér atvinnu, lifað sjálfstæðu og heiðarlegu lífi og er engum til ama, hvað á þá að gera af því? Hér verður ekki höfð sama aðferð við fækkun fólksins, ef það þykir of margt, eins og ófriðarþjóðirnar. Ekki samir að reka það af landi burt. En þó er gerð tilraun til þess með óskynsamlegum lagaboð- um. Sagt var að fyrir 70 árum hafi fólkið flúið land til Ame- ríku undan „óáran, dýrtíð, at- vinnubresti, en þó einkum vegna illra laga, eða venja í heima- landinu." Sé það talinn þjóðar- hagur að fæðingar séu fleiri en dauðsföll ættu ráðandi menn í þjóðfélaginu að varast að gera það að ógæfumerki með óskyn- samlegum lagaboðum. Hefndargjöf. Áreiðanlega hafa húsaleigu- lögin ekki náð tilgangi sínum og ráðið bót á húsnæðisvand- ræðunum. En það var þó til- gangur þeirra upphaflega. Húsaleiguöngþveitið hefir aldrei verið meira en síðan lögin voru sett. En þau hafa gert annað. Þau hafa skapað úlfúð, hatur, óánægju og ósamlyndi milli hús- eigenda og leigjenda, þar sem áður ríkti friður og eining. Hús- eigendum er gert ókleift að los- ast við laklega leigjendur. Og tilraunir í þá átt kosta oft mála- ferli og þrætur og sektir. Leigj- endur geta heldur ekki fært sig úr einni íbúð í aðra, hve fegnir sem vildu. Húsaleigulögin ríg- binda hvern á sama stað, hvort sem honum er ljúft eða leitt. Verði þetta ekki lagað og húsa- leigulögin ekki afnumin gæti vel farið svo, að fólkið sjálft sliti af sér ófrelsisfjötra, sem það er reyrt í með lögum þessum. Væri þá ver farið en heima set- ið fyrir alla aðila.

x

Þveræingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þveræingur
https://timarit.is/publication/1924

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.