Landvörn - 06.04.1946, Page 4

Landvörn - 06.04.1946, Page 4
4 LANDVÖRN að kúga og féfletta þjóðina, en gera landið að meginvirki gegn öndvegisþjóðum frelsisins. Afstaða Rússa tii íslendinga. Hér á landi er stjórnmála- flokkur, sem hlýðir boði og banni valdaklíku í Rússlandi. Islenzki kommúnistaflokkurinn telur sig deild í allsherjar- bandalagi með núverandi vald- höfum Rússlands. Þetta sam- band er svo náið, að frá Rúss- landi voru fyrir nokkrum ár- um greiddar 160 þús. kr. til fræðslustarfsemi kommúnista hér á landi. Tókst mér að sanna þetta svo, að ekki varð um deilt, með opinberum skjölum. Engin verzlunarviðskipti tók- ust við Rússland, ef frá er tek- in misheppnuð tilraun með saltsíld, sem Einar Olgeirsson reyndi að koma í austur veg. Rússar höfðu ekki þörf fyrir íslenzka vöru, og um innflutn- ing á rússneskum varningi var ekki að tala. Einar Olgeirsson fór í austur veg í haust í því skyni að opna markaði, en kom aftur „fölur og fár“, vildi tala um rústirnar af Varsjá og Berlín, en frá Rússlandi hafði hann ekkert að segja og hafði sýnilega orðið fyrir vonbrigð- um, fyrst og fremst um verzl- unarmálin, en að líkindum engu síður um hið pólitíska ástand í landinum. Leið ekki heldur á löngu, þar til Brynjólfur Bjarnason setti hann frá rit- stjórn Þjóðviljans fyrir vant- andi trú á hið austræna skipu- lag. Á miðjum stríðsárunum fór stjórn Rússa að sækja á að fá að senda hingað fulltrúa. Ját- aði þingið því og samþykkti auk þess að láta sendiherra fara til Rússlands. Var hér sýnilega um óþarfa ráðstöfun að ræða, og það jafnt á báðar hendur. Engin viðskipti voru milli landanna, saga og stjórn- arfar allt svo fjarlægt sem verða mátti. Engin þjóð hafði áður haft hér fulltrúa nema í sambandi við verzlun og við- skipti. Fyrir stríð voru hér fulltrúar frá Dönum, Norð- rnönnum, Svíum, Bretum, Þjóð- verjum og Frökkum. Banda- ríkin höfðu ekki sent ræðis- menn hingað, af því að stjórn- in í Washington taldi hér engin verzlunarviðskipti. Hins vegar var verzlun mikil eftir fólks- fjölda við þessi lönd, og auk þess við Ítalíu og Spán, sem ekki höfðu hér ræðismenn. Rússar byrjuðu hér með sendiherra án viðskipta- eða tilgreindra erinda. Höfðu þeir frá upphafi fjölmennari sendi- sveit en nokkurt annað ríki. Vissu menn varla, hvað þessi áhugi fyrir íslandi átti að þýða eða hinn mikli liðskostur. Ekki tókust upp nein viðskipti við Rússland með komu sendiherra og 17. júní 1944 lét Stalin sinn sendiherra ekki bera fram við- urkenningu á þjóðveldinu. Mundi seint hafa sótzt frelsis- baráttan, ef Roosevelt og Churchill hefðu ekki sýnt meiri skilning en Stalin um frelsis- málið. Mjög fundu kommún- istar sárt til vanrækslu Rússa- stjórnar, en fyrirgáfu þó sín- um húsbændum. Sendisveit Rússa fylgdist eins og slíkar stofnanir með gangi mála í landinu. En mest- an áhuga höfðu starfsmenn í þessu sendiráði fyrir því, hvað liði burtför Breta og Ameríku- manna af flugvöllunum. Atti Áki Jakobsson þá að stýra þeim fyrirtækjum. Þegar komið var fram á vet- ur kom í ljós, að ísland vantaði bæði dollara og sænskar krón- ur, og var varla um annað að gera en að ganga á innstæður, sem átti að nota til framleiðslu- bóta. Þá kom skyndilega sú fregn, að Rússar vildu kaupa hér nokkuð af saltsíld og lýsi, en láta í staðinn timbur tunn- ur og bandaríska dollara. Kom mikill kunnugleiki fram á því að bjóða það, sem mest vantaði, eins og tunnur og doll- ara. Viðskiptaforkólfar munu fara til Rússlands og athuga, hvað verður úr þessari verzlun, en ef dæma má eftir fyrri reynslu, verða viðskiptin tak- mörkuð og dutlungakennd. Það kom fram skynsamlegur kunn- ugleiki á því að hugsa með svo mikilli fyrirhyggju um ís- lendinga að bjóða það, sem mjög vanhagaði um, tunnur og dollara. Sjálfsagt er fyrir íslendinga að reka verzlunarviðskipti við allar þær þjóðir, sem bjóða heppileg kjör, ef enginn „hæng- ur“ fylgir. Hitt er vitað mál, að frjáls þjóð getur ekki haft megin viðskipti nema við frjálsar þjóðir. Skipti við ein- ræðisríkin eru álíka ótrygg og heyþurrkun á Kolviðarhóli. íslenzkt herlið? Skyldi „lærdómsmaðurinn" í barnaskólaportinu, sem vildi efla íslenzkan herflokk til varn- ar flugvöllum hafa vitað, að kaupkröfulið landsins hefur ár- um saman hindrað að skipshafn Kenning Ólafs Lárussonar Prófessor Ólafur Lárusson talaði snemma í vetur til nem- enda Háskólans um landvarna- mál íslendinga og lét síðan prenta ræðuna í blaði stúdenta. Hann hélt því fram að þjóðar- voði og þjóðarniðurlæging myndi leiða af því, ef íslend- ingar gerðu sáttmála um her- vernd við Bandríkin. Hann taldi tækni nútímans svo mikla, að allar varnjr væru gagns- lausar. Eldflaugar og kjarn- orkusprengjan hefðu gert varn- arstríð óþörf. Þess vegna væri meira en gagnslaust fyrir Is- lendinga að treysta á hervernd Bandarí kj amanna. En þjóðirnar líta ekki á mál- in eins og próf. Ó. L. Norðmenn eyða 500 miljónum króna nú í ár í hervarnir, en það er fjórði hluti ríkisteknanna. Svíar hafa enn meiri viðbúnað. Rússar víggirða hálfan hnöttinn og leggja undir sig lönd og þjóðir í tylftatali til þess, eins og þeir segja sjálfir, að tryggja varnaraðstöðu sína móti gagn- árásum annara þjóða. Bretar halda við meiri herafla en nokkru sinni fyr, og Banda- ríkin hafa mesta her- og flug- flota sem til er í veröldinni og landher í stærsta lagi. Ef próf. Ólafur Lárusson hefði á réttu að standa, þá myndu stóru og litlu þjóðirnar hætta öllum herbúnaði, af því að hann væri meira en til- gangslaus. En svo er ekki, held- ur vígbúast allar frjálsar þjóð- ir með meiri ákafa en nokkru sinni fyr. Próf. Ó. L. hefir í þessu efni vonlausan málstað. Allar þjóðir, sem mega vopnum valda, breyta þveröfugt við kenningu hans. Veröldin er öll grá fyrir járnum, og þjóðirnar flokkaðar í tvenn bandalög. Annars vegar er austræn kúg- un. Hinsvegar vestrænt frelsi. En jafnvel þó að Ó. L. hefði á réttu að standa, sem ekki er, þá gat engu að síður verið hin mesta nauðsyn að semja um hervernd íslandi til handa. Eft- ir ósigur Napoleons við Water- ir varðskipanna væru lögreglu- menn ríkisins. Þeir hafa ekki viljað hafa neitt vald í landinu. Hvað myndi margur mótmæla, ef lögleiða ætti herskyldu á Is- landi? Þeir sem vilja láta íslenzkt herlið verja flugvellina fyrir á- Landvörn telur það sitt verkefni að endurbæta kom- múnistana, þar á meðal orð- bragð þeirra. í því skyni mun blaðið gefa dómstólun- um tækifæri til að ógilda rajög mikið af efni Þjóð- viljans, m. a. dylgjur blaðs- ins um þá flokksmenn sína, sem stutt hafa leikvanginn á Þingvöllum með f járfram- lögum. loo 1815, var oftast friður í Evrópu í heila öld eða til 1914. Segjum að nú kæmi friður í heila öld, en þá brytist út ný heimsstyrjöld, með ógurlegri morðtækni. Ef Island lægi varnar og verndarlaust frá því í vordögum 1946, gæti útlent hernámslið tekið landið, og kúgað þjóðina að vild í heila öld. Engum kæmi ólán okkar við, nema okkur sjálfum og landræningjunum. Ef Engil- saxar kærðu árásarþjóðina fyr- ir öryggisráðinu, gæti hinn seki notað neitúnarvald sitt, og þar með væri því máli lokið. Með því að neita hervernd 1946 hefði þjóðin trygt sér kúgun og algert réttleysi allan þann tíma sem heimsfriðurinn stendur. Kenning próf. Ó. L. er þess vegna alröng, hvernig sem á hana er litið. Hver einasta þjóð, með lífsblóð í æðum, reyn- ir til hins ýtrasta að tryggja sig gegn innrásarhættu. Það er gífurlegur ábyrgðarhluti fyrir rektor íslenzka háskólans að bera á borð fyrir lærisveina sína kenningu, sem er hrakin * með öllum staðreyndum hins daglega lífs. rás stórveldis eru búnir að gleyma því að þjóðverjar her- tóku Krít með loftliði og var þó til varnar mikið lið, bæði frá Grikklandi og Englandi. Myndi lítill vandi fyrir herþjóð að senda 20 þús. hermenn loft- leiðis, á einni nóttu, austan um haf til Keflavíkur og hafa nægi- legan útbúnað til að herja það- an á landið og um Atlantshaf norðanvert. Herlið Islendinga eru fáeinir lögreglumenn í Reykjavík, sem gæta vel daglegra skyldustarfa, en að tilhlutun kommúnista hafa þeif verið sviftir fastri forystu. Til að gera einu varn- arsveit landsins veikbyggðari en skyldi, voru fyrir skömmu sett sérstök lög um að víkja mætti úr sæti lögreglustjóranum í Reykjavík, hvenær sem ríkis- stjórninni þóknast. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson frá Hriflu.

x

Landvörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landvörn
https://timarit.is/publication/1926

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.