Landvörn - 01.05.1948, Blaðsíða 4
4
LANDVÖRN
Hér á landi kemur komm-
únisminn fram í mörgum
myndum; Húsnæðismál kaup-
staðanna eru synd á hans
baki. Lögþvinguð sambúð
tveggja eða fleiri fjölskyldna
í sama húsi hefur um mörg
undanfarin ár verið upp-
spretta ófriðar og illinda, þar
sem átti að geta ríkt friður
o g ánægja. Löggjöfin um
þetta efni virðist byggð á
þeim skoðunarhætti að mann-
fólkið hafi enga sál, heldur
megi raða því að vild stjórn-
arvaldanna, eins og stokkum
og steinum. Húsaleigulög-
gjöfin var flýtisverk og mál-
ið hefur aldrei verið rætt
fyrir opnum tjöldum. Tvær
meginkórvillur eru í þessari
löggjöf. Stjórnarskráin, með
ákvæðunum um helgi eignar-
réttarins er lögð á hilluna
og fjölskyldulíf í þúsund
heimilum eitrað með því að
fastskorða innan sömu
veggja fólk, sem vill ekki
sjást og enn síður talast við.
Ef löggjöfin um nauðungar-
sambúð hefðu verið rædd
opinberlega, á viðeigandi
hátt, mundu bændur, og eig-
endur skipa, báta og vinnu-
stöðva hafa skilið, að ef eign-
ar og umráðarétturinn var
tekinn af húseigendum, þá
var jafnauðvelt að taka af
þeim jarðir, báta, skip og
verkstæði. Vegna ófullkom-
ins málflutnings hafa hús-
eigendur í kaupstöðum verið
sviftir sínum náttúrlegu
bandamönnum í baráttu
þeirra fyrir eignar og at-
vinnurétti og heimilisfriði.
Málið snertir jöfnum hönd-
um einstaklingana og mann-
félagið. Á stríðsárunum hafa
allar aðrar eignir margfald-
azt í verði, en kaupgreiðslur
hækkað að sama skapi. Hins
vegar hafa peningar, sökum
dýrtíðar stórfallið í gildi og
verðfallið hefur gert hlut
þeirra, sem taka á móti leigu.
af húseignum verri með
hverju ári sem líður. En með-
an allt annað en húsaleiga
hækkaði voru eigendur húsa
í kaupstöðum bundnir á hönd-
um og fótum. Gamalt fólk
sem ætlaði að hafa leigu af
húsum sem ellilaun, varð oft
beinlínis fyrir skaða af því
að eiga hús í nauðungarleigu.
Þrásinnis hefur komið fyrir
að foreldrar hafa ekki fengið
að nota sitt eigið húsnæði
fyrir sig eða börn sín. Sam-
hliða þessari hastarlegu
skerðingu á persónufrelsi og
eignarrétti kemur böl þjóð-
félagsins. Menn kvarta rétti-
lega undan vaxandi skemdar
og glæpafýsn hjá nokkrum
hluta ungu kynslóðarinnar.
Þess mátti vænta af því að
menn hafa sál, sem er vand-
meðfarin. Þegar börn og
unglingar alast upp í and-
rúmslofti haturs og illinda
er ekki beinlínis furðulegt þó
að slíkir unglingar komi út
í lífið með frosna siðferðis-
vitund. Hér er um að ræða
stærstu yfirsjón löggjafans.
Ef þéttbýli bæjanna á ekki
að grafa sér sjálfu gröf mun
rétt að nota fyrsta tækifæri
til að nema úr gildi alla lög-
gjöfina um nauðungarsam-
býli og það sem fyrst.
J. J.
Bóknám á sumrin
Til skamms tíma var sú skoðun
útbreidd hér á landi, að afköst
sjómanna færu eingöngu eftir því,
hversu marga klukkutíma á sól-
arhring var hægt að þræla þeim
út og í sveitum landsins var lengi
vel talið sjálfsagt að strita sem
flesta tíma sólarhringsins. Hvíld-
in var talin aukaatriði. Á þessu
hefur nú orðið gagnger breyting
og menn skilja nú, að ending get-
unnar er stórt atriði, sem taka
verður til greina, þegar afköst
manna eru skipulögð.
Þess vegna gegnir það furðu,
að Alþingi skuli nú nýlega hafa
lengt skólatíma barna í kaupstöð-
um landsins þannig, að auk 7
mánaðanna, — sem flestum þótti
nógu langur tími áður, þegar 6
til 10 vikur voru yfirleitt látnar
duga börnum í sveitum landsins,
— á nú að skylda þau til þess
að húka á skólabekkjunum í maí
og september, oft sólríkustu mán-
uði okkar stutta sumars, og nota
auk þess hinn bjartasta til prófs.
Þessi ráðstöfun er varla gerð af
umhyggju fyrir börnunum, því
þau munu sízt læra meira á 9
mánuðum en 7, heldur sennileg-
ast þvert á móti. Lenging skóla-
setu barna er eflaust gerð til þess
að kennararnir fái sem stytztan
tíma kaup fyrir ekki neitt. En
það minnir óneitanlega á mann-
inn, sem keypti sér alltof stóran
hatt, því hann kostaði ekki meira
en sá sem minni var og mátu-
legur.
Öllu má ofgera. Jafnt elju-
manninum, sem mest yndi hefur
af sjálfri vinnunni, sem hinu nám-
fúsasta barni, þannig að óbeit
komi í áhuga stað. En á því er
mikil hætta, þegar boginn er
spenntur um of.
Hér er sumarið stutt og sólin
stopul. Við höfum lítt efni á því
að flytja inn ávexti nema af
skornum skammti og förum þar
á mis við bætiefni, sem aðrar þjóð-
ir hafa í ríkum mæli. Þess vegna
er það skylda okkar, að láta börn-
in njóta sólar og sumars eins
lengi og hægt er.
Ljúkið öllum prófum barnaskól-
anna og unglingaskólanna fyrir
apríllok. Notið maí-mánuð til úti-
náms eftir því sem hægt er. Kenn-
ið börnunum átthagafræði og um-
ferðareglur. Kennið þeim eðlilega
og frjálsa framkomu en um fram
allt prúða framkomu. Kennið þeim
garðrækt og skógrækt. Kennið
þeim að læra og meta starfið. Bú-
ið börnin undir það að vera frjáls-
ir og starfsamir borgarar með
hrausta sál í hraustum líkama.
Gleymum því um fram allt ekki,
að skólarnir eru vegna barnanna
en börnin ekki vegna skólanna.
Og gleymum því heldur ekki, að
á sama hátt og enginn hefur gott
af því að éta yfir sig hefur held-
ur enginn gott af því að læra yfir
sig — og bíða við það tjón á sálu
sinni og heilsu. J. H.
Úr heimahöeum
Vegir og vegleysor
Múlakvíslabrú.
Engin sýsla á íslandi á eins
langa aðdrætti, frá og til hafnar,
eins og Vestur-Skaftafellssýslan
og vestasta sveit Austur-Skafta-
fellssýslu, Öræfin. Til Reykjavík-
ur verða íbúar þessara sveita að
sækja, 200—420 km. hvora leið,
oft illfæra og torsótta vegi og
vegleysur.
Vissulega þarf víða í landinu
nýjar vegalagnir og nýjar brýr
og endurbætur á þeim sem fyrir
eru, en óvíða mun meiri þörf til
skjótra endurbóta, en gjörbreyt-
ing á leiðinni frá Vík í Mýrdal,
austur yfir Mýrdalssand, í Skaft-
ártungu. Áður lá leið þessi á
sléttlendinu sunnan Höfðabrekku-
fjalls, yfir Kerlingardalsá og
Múlakvísl óbrúaðar. Fyrir nokk-
uð mörgum árum var breytt um
þjóðleið þessa og farið með veg-
inn, skáhalt og sums staðar nær
þvert úr leið, af sléttlendinu og
upp til fjalla, efst upp á Höfða-
brekkuheiði í stefnu norður til
Mýrdalsjökuls. Þarna liggur svo
„vegurinn" í ótal krókum og bugð-
um, milli skerja og skorninga,
um brattar brekkur, ofan í gilj-
um og skávönkum, sem allt fyllist
af snjó í fyrstu éljum á haustin
og oftast ófært til umferðar alla
vetra, fram á vor. Hér er fyrir-
mynd á vegarstæði og vegalagn-
ingu, eins og hún á ekki að vera.
Aðal ástæðan fyrir því, að verið
var að brjótast þessa illfæru leið,
mun hafa verið sú, að það mun
hafa þótt tiltækilegast, að brúa
Múlakvísl þarna norður frá, milli
Léreftshöfða að vestan og mó-
bergsáss, sem Selfjall heitir, að
austan. Þarna var kvíslin brúuð,
með miklum erfiðismunum.
Brú þessi hvílir á miklum tré-
stólpum, sem reknir voru niður í
kvíslarbotninn. Á síðari árum,
hefur safnast svo mikill Kötlu-
sandur og jökulleðja í kvíslarfar-
veginn, að vatnsrúmið undir
brúnni hefur minkað svo mikið,
að stundum hefur kvíslin náð til,
að belja með töluverðu afli á
brúna og stundum yfir hana, svo
ekki var annað hægt að sjá, en
að brúin færi annað hvort í kaf
af sandburði og jökulleðju, eða
vatnsþunginn tæki hana með sér.
Brúin er því í mikilli hættu, þeg-
ar sumarvöxturinn er í kvíslinni.
Hér má því ekki tefla á það tæpa
vað, að bíða með endurbætur,
þangað til brúin er með öllu úr
sögunni. Það, sem nú þarf að fram
kvæmast, er að færa þjóðveginn
aftur suður fyrir Höfðabrekku-
fjall, brúa Kerlingardalsá og
Múlalcvísl á þeim gamla þjóðvegi
og leggja síðan veg yfir Mýrdals-
sand syðra, sem næst Álftavers-
leið, í beinni línu frá væntanlegri
Múlakvíslarbrú, að brúnni sem nú
er yfir ána Skálm fyrir ofan
Álftaver. Hér er um mjög nauð-
synlegt og aðkallandi mál að ræða,
til þess að sveitirnar austan Mýr-
dalssands verði áfram byggilegar.
H. L.
Hugmyndin um æskulýðshöll er
mjög rædd. Bolsivikar hugsa gott
til glóðarinnar að ná fótfestu í
slíku samkomuhúsi. Leiðtogar
þjóðkirkjunnar treysta sér til að
hafa undirtök í því sambýli. Það
fer vel á að kirkjan leggi sem
víðast sitt lið í uppeldismálun-
um, enda er þess sízt vanþörf.
En tvær endurbætur ættu kirkju-
leiðtogarnir að gera á sínum ráða-
gerðum í þessu efni: Að kasta
byltingarliðinu út fyrir dyr og
að vekja starfshug unglinganna
úr heimilum borgarafólksins í
Reeykjavík, svo að það fari að
dæmi ungmennafélaganna gömlu
og leggi fram næga vinnu til að
koma húsinu upp. í slíku húsi
mundi þá verða heppilegt sam-
býli með æsku og kirkju.
Blað í Reykjavík hefur nýlega
skýrt frá því, að 48% af karl-
mönnum í Bandaríkjunum hafi
reynst ófærir til herþjónustu í
byrjun síðasta stríðs, af því að
þeir hafi verið vanskapaðir og
fávitar. Þessi helmingur Banda-
ríkjakarlmanna á þó sína merki-
legu sögu. Þeir unnu heima og
framleiddu vopn, samgöngutæki
og mat handa hálfum heiminum
og gera það enn. Þeir lögðu 600
milljónir í lófa íslendinga. Sem
allra flest lönd þyrftu að hafa
mikið af svona fábjánum.
*
Guðbrandur Jónsson hefur með
heimildarlausum burtflutningi á
jarðneskum leyfum Jóns Arason-
ar og sona hans, lagt tvær spum-
ingar fyrir Skagfirðinga: Eruð
þið á allt annari skoðun um gildi
þeirra feðga heldur en forfeður
ykkar, sem sóttu líkin suður yfir
fjöll, um vetur, fyrir fjórum öld-
um? Getið þið reist hinn volduga
minningarturn um þá feðga á
Hólum 1950, ef bein þeirra eru
víðs fjarri?
*
Seint í vetur réðust tveir ungir
menn á stúlku í Reykjavík, sem
var að koma heim, eftir að dimmt
var orðið. Þeir beittu hana mikilli
grimd, börðu hana til óbóta svo
að hún bíður þess aldrei bætur.
Maður sem heyrði angistaróp kon-
unnar inn um glugga stökk út
og bjargaði stúlkunni, sem lá ó-
sjálfbjarga á götunni. Glæpa-
mennirnir náðust. Þeir voru
dæmdir í smásektir fyrir lim-
lesting konunnar og í 5 mánaða
fangelsi, að frádregnum gæzlu-
varðhaldstímanum. Sakadómari
var erlendis þegar einhver við-
vaningur á skrifstofu hans út-
mældi hegningu fyrir verstu teg-
und stigamennsku inn í miðri höf-
uðborginni. Mannfélagið ætti að
geyma ungmenni af þessu tægi
sem lengst undir lás og loku.
*
Nýlega var í Reykjavík góð-
gerðasýning, þar sem fengin voru
að láni nokkur mjög góð málverk
eftir meistara eins og Kjarval,
Ásgrím og Jón Stefánsson, en við
hlið þeirra hengd á veggina mjög
slæmar klessur eftir mestu klunna
myndiðjunnar. Mjög fátt fólk kom
inn á þessa sýningu. Allur al-
menningur býr að kynningu við
gamlar og góðar bólonenntir og
vinnur ekki til að handleika rósir
innan um haugarfa.
*
Oddviti Húsvíkinga, Karl Krist-
jánsson ritaði fyndna grein í
tímarit í Reykjavík um vinnu-
brögð hinna 112 nefnda, sem
stýra landinu úr himinhæðum
skrifstofumennskunnar. Þau und-
ur gerðust, að tvö blöð á Akur-
eyri, sem aldrei eru sammála,
prentuðu greinina öðru sinni sam-
tímis. Þetta er átakanlegt dæmi
um álit þjóðarinnar á gagnsemi
hinna 112. Neyðin þrýstir and-
stæðingum saman. — J. J.
Mannfólkið er stundum gleym-
ið. Fyrir aldarfjórðungi var unn-
ið móti valdamönnum Reykjavíkur
að stofnun menntaskóla á Akur-
eyri. Þá máttu þröngsýnir brodd-
borgarar ekki hugsa til að s!ík
stofnun værí til, sízt utan Rvíkur,
nema fyrir þá og þeirra böm. En
sagan endurtekur sig. Nú sam-
þykkja nábúar Akureyrarslcólans
hverja ályktunina af annarri í
framhaldi af því ofríki og sér-
hyg-gju, sem fyrrum var beitt gegn
þeim og öllum dreifbýlisbúum.
*
Nemendur úr hópi kommúnista
unnu nýlega glæsilegan sigur í
háskólanum í Reykjavík. Þeir
fengu samþykkt að frelsinu í
heiminum stafaði jafnmikil hætta
frá Rússum og Bandaríkjamönn-
um. Sennilega þarf að bæta ný-
um kennurum við háskólann svo
að tilvonandi embættismenn lands-
ins fái betri almenna menntun,
heldur en þeir hafa öðlast með
undangengnu skólanámi.
*
Kommúnisti sagði í útvarps-
ræðu að ekki væri lengur hægt
að selja íslenzka þorskinn, nema
háskólaborgarar kæmu til skjal-
anna. Sennilega er einhver slíkur
maður hafður á laun í hverjum
togara og sleppt í land í Eng-
landi og Þýzkalandi til að fram-
kvæma söluna. Á sama hátt má
hafa kommúnista úr háskólanum
hjá Eggert á Nautabúi og Ólafi
í Sandgerði við söluna á frysta
fiskinum.
*
Við tvær sölur hafa mjög lærð-
ir menn starfað að verzlun með
hraðfrystan fisk. Fyrst þegar átti
að fljúga með þorskinn til Prag,
en sá grái neitaði að láta veiða
sig, meðan flugvélin beið í Vatns-
mýrinni og í öðru lagi framleiðsl-
una úr sjö milljóna fiskhúsi Áka,
sem er nú orðið gjaldþrota.
*
Eldri og yngri lagamenn í há-
skólanum telja hlutleysi bezta
vörn smáþjóða í núverandi kring-
umstæðum. Reynsla síðasta stríðs
er mjög andstæð þessum vísind-
um. Fyrir utan okkar lærðu menn
fylgja alls ekki áður þessari
kenningu en menn, sem óttast
heimsókn eins og þá sem Baltar
fengu áður en þær þjóðir létu lífið.
*
Ungur hlutleysisfræðingur vill
að fulltrúar íslands á þingi sam-
einuðu þjóðanna lesi stórveldun-
um eftir farandi texta: Við höf-
um engan her. Þið getið tekið
okkur til fyrirmyndar. Ef vam-
arvana þjóð er í andarslitrunum
í höndum landræningja, þá á síð-
asta orð hennar að vera: „Þið
verðið ykkur til ævarandi skamm-
ar að fara svona með mig“. Ríkis-
stjórnin ætti að senda þennan
lærdómsmann til Moskvu og byrja
afvopnunina með því að fá Stalín
til að fylgja okkar loflega for-
dæmi. Þar er til mikils að vinna
að fá stærsta herinn lagðan niður.
Blaðið Landvörn, Reykjavík
Hér meS óska ég eftir, að gerast áskrifandi aS blaS-
inu Landvörn. Áskriftagjald mitt frá maí til desember
19í8, kr. 20,00 legg ég hér meS í peningum — sendi
ég hér meS í ávísun — óskast innheimt meS póstkröfu
(strikiS yfir þaS sem ekki er notaS).
Nafn: ......................................
Heimili: ...................................
PóststöS: ................................