Landvörn - 11.01.1950, Blaðsíða 2
LANBVðRN
aittíoortt
Blað óháðra borgara.
Ritstjórar: Helgi Lárusson og Jónas Jónsson.
Ábyrgóarmaóur: Jónas Jónsson.
Afgreiósla: Laugavegi 7. Sími 5093.
ísaloldarprentsmiðja h.f.
Bækur og fistir
Sigurður Benediktsson blaða-
maður hefur orðið tveim sinnum
á ævinni frægur maður, fyrst
þegar hann var barn að aldri og
bjargaði með ráðsnilli móður
sinni frá að hrapa eftir svell-
búnkum niður hengiflug í Skjálf-
andafljót og í öðru sinni með því
að eignast og fá lánuð 40 mál-
verk eftir merka málara úr vest-
urlöndum Norðurálfu. Plestar eru
myndirnar eftir kunna menn, allt
frá endurreisnartímanum, eða úr
verkstæðum þeirra. Sumt eru að
líkindum vel gerðar eftirmyndir
eða stælingar. Þannig er eftir-
líking af stíl og vinnubrögðum
hins mikla listameistara Turner,
svo vel gerð, að flestir leikmenn
mundu trúa að um frummynd
væri að ræða. í hálfan mánuð
hafa höfuðstaðarbúar átt aðgang
að opnu safni með geislum af mikl-
um listaljóma síðustu fjögurra
alda. Það er þörf tilbreytni frá
hinum tíðu sýningum viðvaninga
þeirra, er temja sér klessuhand-
verk í nafni listanna.
★
Bókfellsútgáfan hefur með
aðstoð Þorkals Jóhannessonar
prófessors gefið út þrjú bindi af
ævisögum merkra íslendinga og
er síðasta bindið nýlega komið á
markaðinn. Þetta er hið þarfasta
fyrirtæki. Þjóðina vantar þessar
ævisögur og aðrar fleiri. í safni
þessu eru margar af æviminning-
um þeim, sem birtar hafa verið
í Andvara um þjóðskörunga, en
voru of lítið kunnar seinni kyn-
slóðum. Auk þess hefur útgefand-
inn viðað að sér mörgum eldri
ævisögum. Er fróðlegt að fylgj-
ast með hversu lærdómsmenn
hnignunaraldanna svignuðu und-
an þunga dönsku áhrifanna, þar
sem hið svokallaða ómenntaða
fólk varði með þrálátri kergju
arf fornaldarinnar. Söguþekk-
ingu hnignar nú svo mjög í land-
inu, að furðu gegnir. Merkir ís-
lendingar koma þar til stuðnings
þjóðlegum málstað. En þar þarf
meira við. Menntamálaráð ætti að
gefa út nýtt Safn til sögu ís-
lands til fastra viðskiptamanna.
Þar ættu að koma æviminningar
karla og kvenna beggja megin
hafsins og alveg sérstaklega frá
tímabilinu eftir að þjóðin fékk
frelsi 1874.
Sjö fallnir englar. — Nýlega
höfðu sjö klessumeistarar sýn-
ingu á verkum sínum í skála Ás-
mundar við Skólavörðutorg. Var
hver mynd þar með sama svip
og hinir frægu fætur Þórarins
Nefjúlfssonar, sem voru ljótir
með afbrigðum. Ein vökukona
var inni í stofunni er ég kom þar
og hélt vörð um tómleik hússins.
Listrænt afmæli. — Laugarvatn
þykir fagur staður, og á sextugs
afmæli Bjarna skólastjóra var
hann sóttur heim með listrænum
gjöfum. Gamlir nemendur gáfu
honum 6000 kr. gæðing, einn hinn
bezta á Suðurlandi. Bændur í
Laugardal gáfu 10.000 krónur í
Bjarna herbergi í nýja skólanum.
Samkennarar gáfu silfurlíkan af
Laugarvatnsskóla eftir Leif Kal-
dal. Vinir gáfu eins og fyrr er
frá sagt forláta málverk eftir
Ásgrím, tvö snildarverk eftir
Kjaival og prýðilega rismynd af
afmælisbaminu eftir Ríkarð. —
Hver ein af þessum fjórum mynd-
um er margfalt dýrmætara en
allar sýningarmyndir sjömenn-
inganna hjá Ásmundi. Svo miklu
munar á þeim vettvangi að hafa
fengið hinn himneska eld í vöggu-
gjöf og kunna með að fara.
J. J.
Ur heimahögum
Pinnur Jónsson ísfirðingur
hefur fallið á söguprófi út af
síldarverksmiðjunni á Siglufirði.
Hann týndi algerlega Magnúsi
Kristjánssyni og öllu starfi hans
og samherja hans fyrir þá merki-
legu framkvæmd.
Finnur Jónsson mætti samt
muna, að Magnús Kristjánsson
gekk þannig frá málinu, að þess-
ar verksmiðjur gátu aldrei verið
með reksturhalla ef ekki væri
brotið móti því að vinslan átti
að vera á ábyrgð framleiðenda.
Nú skulda verksmiðjumar 70
milljónir og í skjóli við þær
skuldir geta einkafyrirtæki, sem
eru sæmilega starfrækt safnað
stórauði við síldariðju. Finnur,
Áki og Sveinn Benediktsson hafa
gert þetta óskabarn að lang-
skuldugasta og laklegast starf-
rækta atvinnufyrirtæki í landinu.
Og svo þarf að breyta sögunni.
★
Rússar og leppríki þeirra
höfðu náð alþjóðablaðamannafé-
laginu á sitt vald, með hrekkjum
og bjuggu því heimili í Prag.
Frjálsu þjóðirnar fóru þá að týn-
ast úr sambandinu. Loks var at-
kvæðagreiðsla í íslenzka félaginu
og var úrsögn samþykkt með
nokkrum meirihluta. Þar stóðu
saman blaðamenn Morgunblaðs-
ins, Vísis, Alþýðublaðsins og tveir
frá Tímanum. Með Rússum og
leppríkjunum voru allir blaða-
menn kommúnista, nálega allir
starfsmenn útvarpsins og meiri
hlutinn af starfsliði Tímans. Á
þeim bæ eiga bolsivikar jafnan
nokkra af sínum beztu vinum.
Þarf sízt að undra þá niðurstöðu,
þar sem forráðamenn flokksins
og blaðsins hafa í sjö ár mænt
vonaraugum inn í þrældóm og
siðleysið austan við járntjaldið.
J. J.
Fjárhagur...
Frh. af 1. siOu.
kappi en forsjá. Má þar einkum
nefna síldarverksmiðjur og hrað-
frystihús. — Þá hefur skipastóll-
inn verið aukinn svo mikið, að
erfitt hefur reynzt að gera öll
fiskiskip landsmanna út vegna
manneklu. —
Mörg ný iðnfyrirtæki hafa þot-
ið upp í bæjunum og hafa þau
dregið til sín mikið af verka-
fólki.
Ein afleiðing hinnar óeðlilega
miklu fjárfestingar, er stórkost-
legur verkafólksskortur, bæði við
sjávarútveg og landbúnað. Hefur
orðið að grípa til þess ráðs að
flytja inn erlent verkafólk til að
firra þessa undirstöðu-atvinnu-
vegi landsmanna algerum vand-
ræðum. í þessu sambandi má geta
þess, að talið er að um 7000 manns
hafi flutt úr sveitum og smáþorp-
um til bæjanna, mest til Reykja-
víkur, síðan 1940.
Það er ömurlegt að hugsa til
þess, að mörg atvinnufyrirtæki,
sem fyrir 3—4 árum höfðu fullar
hendur fjár, skuli nú vera komin
í strand, í mjög mörgum tilfell-
um vegna ógætilegrar fjárfesting-
ar, þó lítt viðráðanlegur halla-
rekstur eigi einnig sinn þátt í því.
Hin geysilega skuldsöfnun und-
anfarin ár virðist hafa haft þær
afleiðingar, að skilsemi manna
hefur stórum hrakað, og eyðslu-
semi færst í vöxt, ekki sízt hjá
þeim, sem mest skulda. Eiga láns-
stofnanir sjálfsagt nokkra sök á
þessu, með slælegri innheimtu hjá
skuldunautum sínum.
Undanfarin ár hefur ríkissjóð-
ur veitt nokkrum síldarútgerðar-
mönnum lán til þess að halda á-
fram viðleitni til síldveiða til ver-
tíðarloka. Nú fara þessir menn
fram á eftirgjöf lánanna, án til-
lits til þess, hvort þeir eru borg-
unarmenn fyrir þeim, eða ekki.
— Ber þetta, ásamt mörgu öðru,
vott um aukið kæruleysi manna
um að standa í skilum.
Innlendar skuldir ríkissjóðs og
ríkisstofnana (að undanskildum
reksturslánum þeirra síðar-
nefndu) eru nú um 210 millj.
króna, og ríkisábyrgðir um 330
millj. króna. Þegar á þetta er
litið verður ekki sagt, að ráða-
menn þjóðarinnar á Alþingi og í
ríkisstjórnum, hafi gefið borgur-
unum gott fordæmi.
Það, sem hér hefur verið gert
að umtalsefni, snýr eingöngu að
innanlandsviðskiptum. Með góðum
vilja ættu landsmenn að geta ráð-
ið fram úr vandamálum innan-
landsviðskiptanna, og komið í veg
fyrir að þjóðarvoði hljótist af því
öngþveiti, sem þar ræður nú. En
öðru máli gegnir, ef misfellur
verða á viðskiptum við útlönd, en
um þau mun ég einnig fara nokkr-
um orðum:
1 árslok 1944 áttu íslenzkir
bankar á 6. hundrað millj. króna
í erlendum innstæðum. Nú er
gjaldeyriseign bankanna 13 millj.
króna. — Það er m. ö. orðum svo
komið, að bankamir eiga nú ekki
gjaldeyri fyrir meira en 14 daga
þörfum landsmanna, miðað við
gjaldeyrisnotkunina, eins og hún
hefur verið undanfarið.
Erlendar ríkisskuldir eru nú 61
millj. króna og eru þá Marshall-
lánið og togaralánið í Englandi
meðtalin. — Engar skýrslur
liggja fyrir um skuldir einka-
fyrirtækja við útlönd, en væntan-
lega eru þær ekki miklar.
Viðskiptajöfnuðurinn við út-
lönd hefur verið sem hér segir:
r'
1945 var innflutningurinn
1946 —
1947 —
1948 —
1949 verður innfl. vænt.l. 105
Alls er viðskiptahallinn við út-
lönd 604 millj., eða 120 millj. kr.
að jafnaði hvert þessara 5 ára.
Þegar litið er á þessar tölur,
verður að hafa í huga, að frá
því að Marshallhjálpin kom til
framkvæmda við byrjun 2. árs-
fjórðungs 1948, og til miðs árs
1949, höfum vér fengið 31 millj.
kr. af Marshallfé, sem lán eða
óendurkræfan styrk, auk 34 millj.
kr., sem greitt hefur verið í doll-
urum fyrir útflutningsafurðir,
sem hefðu ella verið seldar í öðr-
um gjaldeyri og fyrir allmiklu
lægra verð. Ráðgert er, að Banda-
ríkin láti Norðurálfuríkjunum í
té samskonar aðstoð fram að
miðju ári 1952.
Frá mínu sjónarmiði stafar oss
íslendingum stórhætta af erlendri
skuldasöfnun. Hvað sem öllu öðru
líður, ber oss að forðast erlendar
skuldir af fremsta megni. Vér bú-
um við ótrygga útflutningsfram-
leiðslu. Allar áætlanir um notkun
erlends gjaldeyris verða því að
vera mjög gætilegar. Þar að auki
verðum vér nú þegar að stefna
að því að eignast að minnsta kosti
6 mánaða gjaldeyrisforða, og
helzt sem svarar öllu Marshallfé
að auki. Mönnum verður að skilj-
ast það, að „svipull er sjávar-
afli“, en sem stendur — og svo
mun verða enn um nokkur ár —
flytjum við því nær ekkert til
útlanda nema sjávarafurðir. —
Ég held, að þjóðin þurfi ekki að
líða neinn skort, þó vér setjum
oss það mark nú, að hafa safnað
þriggja mánaða gjaideyrisforða
fyrir árslok 1950, og öðru eins
á árinu 1951. Og umfram allt
verður að gæta þess að nota ekki
þann gjaldeyri, sem oss berst með
Marshallhjálpinni, sem eyðslufé.
Slík hjálp hættir 1952, það verða
menn að hafa hugfast. Án gjald-
eyrisvarasjóðs, sem samsvarar a.
m. k. 6 mánaða gjaldeyrisnotkun
eða um 180 millj. kr., er ekki hægt
að forðast erlendar skuldir, þegar
illa árar, og getur þá jafnan
brugðið til beggja vona um end-
urgreiðslu, ef enginn er varasjóð-
urmn.
Það hefur verið stefna Lands-
bankastjórnarinnar, síðan gjald-
eyrisforðinn frá stríðsárunum
gekk til þurrðar, að forðast allar
erlendar lántökur, sem ekki var
algerlega víst, að hægt yrði að
greiða með andvirði útflutnings-
varnings innan skamms. Hins veg-
ar hefur bankastjórnin ekki haft
aðstöðu til þess að safna gjald-
eyrisvarasjóði, þar sem bankinn
hefur ekki átt þess neinn kost, að
hafa áhrif á ráðstöfun þess gjald-
eyris, sem til hefur fallið hverju
sinni. Maður skyldi nú reyndar
ætla, að um 400 millj. kr. inn-
flutningur á ári handa 140 þús.
manneskjum, væri það ríflegur,
að hægt væri að spara nokkuð við
sig og koma upp nauðsynlegum
gjaldeyrisforða í staðinn. En ekki
er því að heilsa, heldur er mikið
talað um skort á erlendum nauð-
synjavörum, þó að innflutnings-
magnið sé eins mikið og áður seg-
ir og bendir það ekki á mikla ráð-
deild og sparsemi, svo ekki sé
dýpra tekið í árinni.
Ég vil ljúka þessum orðum með
þvi, að brýna fyrir þjóðinni að
forðast erlenda skuldasöfnun. Ó-
frelsið siglir ekki ósjaldan í kjöl-
far skuldanna og svo getur einnig
farið hér, ef ekki er gætt hinnar
ítrustu varúðar. Að svo mæltu
óska ég öllum landsmönnum vel-
farnaðar á hinu nýbyrjaða ári.
Jón Árnason.
Leiðrétting
í greinni Illþýði, í síðasta
blaði, hefur í prentun blaðsins
fallið úr heil lína, í annarri máls-
grein. Þar átti að standa svo:
„Þeir fremja meiri og stórkost-
legri mannrán, en nokkum tíma
hefur áður þekkst í mannkyns-
sögunni, samanber allan þann
aragrúa horfinna manna frá Pól-
landi, Þýzkalandi, Lettlandi, Lit-
hauen, Eistlandi, Japan og öll
bömin frá Grikklandi o. fl. o. fl.“.
STE F
Ríkisútvarpið greiðir Jóni Leifs
og Co. 130 þús. kr. á ári, aðalega
fyrir að leika erlendar hljómplöt-
ur. Nú hefur STEF hafið fjár-
kröfur á hendur alls konar félög-
um, t. d. Ferðafélaginu, Stang-
veiðifélaginu o. s. frv. Vandséð
er, hvernig þessi félög eru orðin
skattskyld Stefsfélögum. — r.
52 millj. kr. meiri en útflutningurinn
157 — — — — ----
228 — — — — -------------------
62
Blaðið Landvörn, Reykjavík
Hér með óslca 6g eftir, a8 gerast áskrifandi að
blaSinu Landvöm. ÁskriftargjaJd mitt fyrir árgang-
tnn 19J9, kr. 30.00, legg ég hér me8 i peningum —
sendi ig hér méB i ávísun — óskast innheimt með
póstkröfu. (StrikiS yfir þa8 sem ekki er notaS).
Heimili:____________________________________
PóststCB:___________________________________