Landvörn - 20.01.1951, Síða 3
LANDVÖRN
3
ímtíuöru
Blað óháðra borgara.
Ritstjórar: Helgi Lárusson og Jónas Jónsson.
ÁbyrgOarmaöur: Jónas Jónsson.
Afgreiösla: Laugaveg 7. Sími 509S.
lsafoldarprentsmiðja h.f.
Mótmæli gegn viðskipta-
fjötrunum
FRÁ því að Landvörn hóf
göngu sína hefur blaðið beitt sér
sérstaklega fyrir tveim stórmál-
um. Annars vegar að þjóðin
tryggði sér hervernd Engilsaxa
móti fyrirsjáanlegri innrás Rússa,
ef til ófriðar kemur og í öðru
lagi, að haftakúguninni og hinni
ábyrgðarlausu stjórn nefndanna
yrði aflétt og komið á í landinu
fullkomnu vezlunar- og viðskipta-
frelsi. Hefur mikið áunnist í báð-
um málunum. Þjóðin hefur vakn-
að til meðvitunar um innrásar-
hættuna og lagt reiði sína og fylg-
istap við þingmenn og ráðherra,
ef ekki væri beðið um vernd.
Benda nú líkur til, að hingað
komi von bráðar varnarlið frá
bandalagsþjóðunum. Er þá eftir
hlutur fslendinga að taka með
manndómi þátt í þeim vörnum
eftir mannfjölda og efnum. Fram-
boð rúmlega 30 íslenzkra flug-
manna um þátttöku í fiugvörn-
unum er fyrsti vottur og mjög
ánægjulegur um þá andlegu við-
reisn, sem orðið hefur síðan komm-
únistar, háskólakennarar og stú-
dentar drógu sæmd lands og þjóð-
ar dýpst niður með portsamkom-
um sínum.
Með verzlunarfrelsið hefur róð-
urinn verið þungur. Að vísu hafa
hinar frjálsu bandalagsþjóðir ís-
lendinga, sem veitt hafa þjóðinni
margháttaðan stuðning á undan-
gengnum árum, lagt mikla stund
á að sannfæra forráðamenn þjóð-
arinnar um nauðsyn þess að af-
létta höftunum, en lítinn ávöxt
hafa þær aðvaranir borið. Stjórn-
málaflokkarnir voru búnir að
gera sér háreista haftaborg og
meinuðu öllum almenningi að ræða
haftakúgunina á sama hátt og
þeir hindruðu borgarana frá að
gera sér grein fyrir innrásar- og
eyðileggingarhættunni, ef landið
væri óvarið. Hinn 10. des. s.l. hélt
ég ræðu í Gamla Bíó og gagnrýndi
haftastefnuna. Einn af stærstu
samkomusölum bæjarins var þá
fullur af áhugasömum tilheyrend-
um, þó að veður væri vont og
seldur aðgangur.
Þessi mikli áhugi borgara í
bænum sannfærði forráðamenn
flokkanna um að nú væri í hafta-
málinu setið, meðan sætt var.
Næsta skipti þegar Morgunblaðið
kom út, fordæmdi það hafta-
stefnuna og framkvæmd hennar
með hörðum orðum og skýrum
rökum. 16. desember tilkynnti
ríkisstjórnin að hún mundi setja
nokkrar nauðsynjavörur á frílista
og gaf vonir um meira frelsi.
Tilraunir voru gerðar til að friða
allan almenning út af gömlum og
nýjum yfirtroðslum. Áður en ég
flutti bíóræðu mína voru hafin
samtök með allmörgum mönnum,
sem standa að verzlunarmálum,
um að hefja tangarsókn á höftin
samtímis frá samvinnu- og sam-
keppnismönnum og skyldi reynt
að fá úr því skorið, hvaða hug
fólkið bæri til haftanna bæði í
sveitum og kaupstöðum. Skyldi
leita til Árnesinga og Reykvík-
inga um að ganga undir frelsis-
prófið. Var safnað um a'lla Árnes-
sýslu undirskriftum, þar sem kraf-
izt var fullkomins viðskiptafrels-
is eins og hér hefði seinast ríkt
1924—1931. Er vitað, að nú hafa
á annað þúsund karla og kvenna
í Ámessýslu skrifað undir mót-
mælin og eru skjölin rétt ókom-
in til þings og stjórnar. Fundur-
inn í Listamannaskálanum 14.
janúar s.l. var framlag Reykja-
víkur í málinu. Var í fundarlok
samþykkt tillaga Árnesinga með
breyttu orðalagi, vegna þess að
hér talaði borg en ekki byggð.
Þing og stjóm geta sannfærst um
af þessum aðgerðum í Árnessýslu
og Reykjavík, hvílíka óbeit og
jafnvel hatur þjóðin hefur á höft-
unum og framkvæmd þeirra. Þrír
menn, sem reka verzlun og við-
skipti í höfuðstaðnum, fluttu ræð-
ur í Listamannaskálanum móti
höftunum. Það voru stórkaup-
mennirnir Einar Guðmundsson,
Sturlaugur Jónsson og Helgi Lár-
usson forstjóri. Auk þess talaði
ég almennt um sögu haftanna.
Pétur Sigurðsson erindreki stýrði
fundinum. Var svo mikill samhug-
ur í fundarmönnum, að þeir
fögnuðu ræðumönnum með lófa-
taki, bæði er þeir hófu mál sitt
og við ræðulok. Kemur slíkt ná-
lega aldrei fyrir á fundum á ís-
landi, nema þegar fundargestum
er mikið niðri fyrir í sambandi
við umræðuefnið. Fyrir fundarlok
benti ég á, að vel mætti búast
við, að sóknin í þessu máli leiddi
ekki til lokasigurs fyrr en eftir
nokkur ár. Á meðan yrðu áhuga-
menn að halda saman unz yfir
lyki. Þar sem mörgum af valda-
mönnum landsins er mjög illa við
þessa frelsisbaráttu, þar á meðal
sumum forráðamönnum haftanna,
líta ýmsir menn svo á að þeim
kunni að verða hált á viðskipta-
svellinu, ef þeirra gætir mikið
opinberlega í andófi gegn fjötr-
um. Fyrir þá menn er opin leið
að snúa sér bréflega til Land-
varnar og heita stuðningi, sem
getur verið með ýmsu móti: T. d.
kyrrlátri starfsemi við að fræða
samvistarmenn um höftin, eðli
þeirra og afleiðingar framhald-
Frú Elísabefi
Þorsfteinsson
ÞAÐ eru liðin nærri 20 ár síð-
an tveir ungir efnismenn, Heigi
Þorsteinsson og Runólfur Sigurðs-
son, komu á vegi Sambandsins,
annar úr austri, en hinn úr suðri,
til að búa sig undir að vinna sam-
vinnuhugsjóninni það gagn, sem
þeir mættu. Forráðamönnum Sam-
bandsins leizt vel á báða þessa
ungu menn, og settu þá að hag-
nýtum námsstörfum í skrifstofu
samvinnufélaganna í Þýzkalandi
og Englandi. Eftir nokkur ár voru
báðir þessir ungu menn fullfleyg-
ir viðskiptaforkólfar, kunnugir í
tveim helztu verzlunar- og iðnað-
arlöndum álfunnar, með fullu
valdi yfir þeim tveim stórþjóða-
tungum, sem mestu skipti fyrir
þá við dagleg störf. Runólfur
gerðist mikill sölumaður á vegum
samvinnufélaganna, en féll í val-
inn, mitt í áhrifamiklu starfi, á
skylduferð milli íslands og Eng-
lands á stríðsárunum. Helgi Þor-
steinsson lagði stund á innkaupa-
fræði og gerðist fyrst aðstoðar-
maður og síðan eftirmaður Aðal-
steins Kristinssonar framkvæmda-
stjóra Sambandsins. Á námsárun-
um ytra giftist Helgi Þorsteins-
son ágætri slcozkri stúlku, Elísa-
bet Gtegor. Hún fylgdi viturlega
heilræði ritningarinnar, yfirgaf
ættland, frændur og vini og fylgdi
eiginmanni sínum í fjarlæg lönd,
þar sem lífsstarfið beið þeirra
beggja. Snemma á stríðsárunum
varð Helgi Þorsteinsson að flytja
til Bandaríkjanna með konu og
lítinn son, yfir haf, sem geymdi
bæði kafbáta og tundurdufl. Meg-
inverzlun íslendinga var þá um
margra ára skeið vestan hafs, en
ekki í Evrópu. Helgi Þorsteinsson
og fulltrúi kaupmanna unnu sam-
andi kúgunar. Þeir, sem ekki vilja
láta nafns getið út á við, fá að-
stöðu til að vinna að áhuga-
máli sínu og þjóðarinnar, án þess
að hægt verði að koma fram við
þá refsiaðgerðum sökum skoðana
þeirra. Við sókn þvílíks stórmáls
eru mörg verkefni og breytileg.
Kringum blaðið Landvörn hafa
myndast samtök áhugamanna um
haftamálið. Starfa sumir þeirra
saman í Reykjavík og næstu
byggðum, en aðrir út um land
hver í sínum heimkynnum. Tang-
arsókn samvinnumanna í Árnes-
sýslu og samkeppnismanna í
Reylcjavík fer vel úr hlaði. Ef
borgarar í öðrum sveitum og
öðru þéttbýli leggja fram krafta
sína með jafn miklum áhuga og
festu, mun ekki líða á löngu áður
en íslendingar geta hætt að sigla
til Sviþjóðar, Danmerkur og Skot-
lands til að kaupa sér og sínum
fatnað og skó, af því að heima
í landinu var ekki völ á þessum
vörum til kaups fyrir allan al-
menning. Menn, sem hafa hags-
muni af að viðhalda haftakúgun-
inni, eru þungir á metaskálinni,
en nú er verið að skipuleggja
frjálshuga menn og konur í land-
inu til að stíga í tómu vogarskál-
ina og láta stjórnina og þingið
sjá hvort höftin eða frelsið er
raunverulega þyngra á metunum.
J. J.
an í New York alla þá stund og
keyptu mest allan þann varning,
sem fluttur var frá útlöndum í
hvert heimili í landinu. Það var
umsvifamikið og erfitt starf og
reyndi mikið á þá, sem höfðu þá
forstöðu á hendi. En heimili þeirra
Helga og Betty, eins og vanda-
menn og vinir nefndu hana, var
þar að auki eins konar miðstöð
fjölmargra af hinum athafnasömu
íslendingum, sem dvöldu þá um
lengri eða skemmri tíma í þeirri
heimsborg, þar sem hraðinn mæðir
mest á mannssálinni. Undir þeim
kringumstæðum reyndi ekki lítið
á húsmóðurina. Gerður dóttir mín
kynntist heimili þeirra hjóna á
þessum árum. Henni farast þannig
orð um þá kynningu: „Frú Betty
var fædd og uppalinn í Skotlandi.
Ef til vill hefur hún átt hægra
með að festa yndi hjá íslending-
um, því að svo margt er líkt með
þessum þjóðum. Betty var fríð-
leikskona, vel greind, djörf, hrein
og bein í lund, umhyggjusöm eig-
inkona og móðir og vinur vina
sinna reyndist jafnan bezt, þegar
mest reyndi á. Heimili þeirra
hjóna var hugðnæmt og ánægju-
legt, með merkjum um þá prýði,
sem sprettur úr íslenzkum og
enskum þjóðháttum. En þó að
Betty væri góður íslendingur,
gleymdi hún aldrei uppruna sín-
um. Engir, nema þeir sem reyna,
skilja til fulls, hvílík fórn það er
að yfirgefa til fulls ættland og
vini. Eitt sinn sagði hún við mig:
„Oft hefi ég óskað að geta haft
föður minn við borð okkar hjóna,
þó að það væri ekki nema einn
einasta dag“. Því miður þoldi fað-
ir hennar ekki langferðir, en móð-
ir hennar og systir komu til Is-
lands og skyldu vel, að Betty hafði
heillast af landinu og að hún undi
vel hag sínum. Hún var mikil
húsmóðir, umhyggjusöm, hug-
kvæm, kát, léttlynd og glettin.
Engir, sem kynntust Betty, gleyma
hennar mörgu og yndislegu eigin-
leikum. Minningin um þessa góðu
eiginkonu og móður verður mesta
hjálpin fyrir mann hennar og
drengina tvo í þeirra sáru sorg,
sem borið hefur óvænt þeim að
höndum".
Vinir og samstarfsmenn Helga
Þorsteinssonar rétta honum og
sonum hans hlýja en vanmáttuga
vinarhönd með hugheilum samúð-
aróskum yfir línuna miklu, sem
skilur líf og dauða.
Jónas Jónsson.
-----•------
málið
ÍSLENZKU þjóðinni er það æ
ljósara með hverjum deginum sem
líður, að mjög áríðandi er, að ný
stjórnarskrá verði sett hið allra
fyrsta, stjórnarskrá, sem verði
byggð á sönnum þjóðræðis-grund-
velli. Austfirðingarnir og Þing-
eyingarnir, sem riðu á vaðið með
þetta nauðsynjamál fyrir nokkrum
árum, eiga miklar þakkir skilið.
Síðan hefur málið þokast áfram
með öryggi og festu, sem hefur
skpast af markvissri og ágætri
samvinnu fjölda mætra manna,
víðsvegar af landinu. Fjórðungs-
sambönd hafa verið stofnuð um
allt landið. Tveir Þingvallafundir,
Arnesingar heimta
verzlunarfrelsi
„VIÐ undirritaðir Árnesingar
krefjumst þess af Alþingi og
ríkisstjórn, að aflétt verði nú
þegar á landi hér öllum verzl-
unarhöftum og að hér ríki verzl-
uarfrelsi eins og það, sem þjóð-
in fékk síðast að njóta á árun-
um frá 1924—1931“.
Nú þegar hafa 930 Árnes-
ingar undirritað þessa áskorun,
en ókomin eru skjöl úr nokkr-
um hreppum. Einkennileg til-
viljun að tala hinna fyrstu
undirskriftarmanna minnir á
það ártal í íslandssögu, þegar
fornmenn létu ríki rísa hér á
landi upp úr óskapnaði og
stjórnleysi.
með fulltrúum frá flestum héruð-
um landsins, hafa verið haldnir
um málið. Fundir þeir hafa mjög
eflt framgang málsins. Stjórnar-
skrárfélög hafa nú þegar verið
allvíða stofnuð í landinu og auk
þess eru þau nú víða í uppsigl-
ingu. Nauðsynlegt er, að öflugt
stjórnarskrárféiag verði stofnað
í hverri sýslu og hverju bæjar-
félagi landsins. Slík félög verða
grundvallarstoðir fyrir fjórðung-
ana eða fylkin, sem mynda síðan
kerfi, með samstiltum kröftum
allra áhugasamra kvenna og karla
þessa lands, sem vilja taka hönd-
um saman, að linna ekki látum,
fyrr en ísland hefur öðlazt fjör-
eggið sitt: Nýja stjórnarskrá.
Stjórnarskrárfélag stofnað í
V es tmannaeyjum.
Sunnudaginn 14. janúar síðast-
iiðinn, var stofnað stjórnarskrár-
félag í Vestmannaeyjum. Jón
Eiríksson skattstjóri undirbjó fé-
lagsstofnunina og boðaði til stofn-
fundarins.
Á fundinum var mætt mikið
mannval. Jón Eiríksson reifaði
stjórnarskrármálið rækilega og út-
skýrði þau störf og samþykktir,
sem þegar hafa verið gerðar ann-
ars staðar á landinu, stjórnar-
skrármálinu til framdráttar. Síð-
an fóru fram almennar umræð-
ur um málið og ríkti eining og
áhugi meðal fundarmanna. Síðan
var gengið til félagsstofnunar.
Yfir 40 manns gengu í félagið,
með því jafnframt að undirrita
yfirlýsingu um þá helztu grund-
vallarpunkta, sem tilvonandi
stjórnarskrá þarf að byggjast á.
Síðan voru samþykkt lög fyrir fé-
lagið og eru þau svipuð lögum
annarra stjórnarskrárfélaga í
landinu.
í stjórn félagsins voru þessir
menn kosnir:
Jón Eiríksson skattstjóri, var
lcosinn formaður, en með-
stjórnendur þeir:
Páll Eyjólfsson, forstjóri.
Magnús Bergsson, bæjarfulltrúi.
Halldór Guðjónsson, skóiastjóri.
Einar H. Eiríksson, kennari.
Jóhann Friðfinnsson, skrifst.m.
Gunnar E. S. Hlíðar, dýralæknir.
Landvörn óskar þessu nýstofn-
aða félagi allra heilla og blessun-
ar og býður það velkomið til
starfa í mikilvægasta nauðsynja-
máli okkar fslendinga.