Landvörn - 15.05.1951, Page 2

Landvörn - 15.05.1951, Page 2
2 LANDVÖRN Framh. af 1. bls. skipulagðan andróður og bölbænir þriggja flokka. Kjarna- fólkið í landinu var reiðubúið til að bjarga framtíð lands og þjóðar með fylgi við samningana tvo. Kommúnistar og „hinir 270“ voru á móti. Forkólfar borgaraflokkanna létu sér miklast þessa mótstöðu og fylgdu kommúnistum að verki við að skilja þjóðina eftir varnarlausa og vígða fjár- hagshruni. ★ QLAFUR THORS tók ekki stóru línuna í málinu, en hann bjargaði samt því sem bjargað varð. Kommúnistar og fylgilið þeirra í borgaraflokkunum ætlaði að kasta Banda- ríkjamönnum í sjóinn frá flugvelli þeim hjá Keflavík, sem Vestmenn höfðu byggt fyrir 150 millj. kr. og þurftu að nota vegna liðsafla í Þýzkalandi. Þingið var nálega jafn- skipt um aðalatriði Keflavíkursáttmálans. Annars vegar 20 Morgunblaðsmenn og sex kratar. Hins vegar kommún- istar, lausingjar úr Alþýðuflokknum og allur Framsókn- arflokkurinn, nema við Björn á Kópavogi. Þrír menn báru ábyrgð á niðurlægingu Framsóknar í þessu efni: Flokks- foringjarnir tveir og Páll Zóphóníasson. Meginhluti þing- flokksins hefði verið fús til að bjarga landinu með ein- dregnu fylgi við tillögur mínar. En þeir létu vanþroskaða foringja leiða sig afvega með tyllivonum um stjórnarsam- vinnu við kommúnista. Hins vegar nægði fylgi okkar Björns Kristjánssonar til að bjarga sókn Morgunblaðsmanna að réttu marki, þó að beðið væri um helzt til lítið. Þrátt fyrir hina mörgu og stóru galla á sáttmálanum um Keflavíkur- völl, hélt þingið veikum þræði til hins vestræna mann- félags óslitnum gegnum bylgjugang bolsivikaáhrifanna í landinu. ★ J^OMMÚNISTAR höfðu látið dátt við Morgunblaðsmenn meðan stjórnarsamvinnan stóð, en eftir að upp úr slitnaði vegna hinna veiku sambúðartengsla milli Islands og Ameríku, sýndi byltingarliðið hug sinn. Það braust með skrílslátum inn í flokksheimili Morgunblað'smanna með miklum ófriði og sótti fast að aðalforingjum flokksins, svo að þeir. áttu lögreglunni og góðri giftu, en ekki mildi bolsivika að þakka lengri lífdaga. Launaði Ólafur Thors gömlum stallbræðrum grálega framkomu með því að setja Stefán Jóhann í forystusæti í stjórninni. Bjarni Benedikts- son tók hins vegar upp skipulagsbundna mótstöðu gegn bolsivikum, bæði í orði og verki. Hins vegar kom nú fi’am hve gálauslega þing og stjórn hafði farið að, þegar neitað var samkomulagi við Bandaríkin um vernd og verzlun. Hrunið byrjaði með ægilegum fjárhagsóförum. Atvinnu- vegirnir urðu eins konar blóðdæla á ríkissjóð og bankana. Tapið var þjóðnýtt. Sala afurðanna var bundin við neyðar- kjör í blásnauðum löndum. Verzlunarstéttin, bæði kaup- félög og kaupmenn, var bundin á klafa og nálega svipt mannréttindum. Að lokum var hörmung verzlunarinnar, bæði kaupfélagsfylgjahda og kaupmanna, komin á það stig, að ekki fékkst gler í brotnar rúður í verzlunarhús úti á landi, hvað þá til einkanota fyrir almenning. Seinast vofði yfir landinu almennt hallæri og vöntun nauðsynlegra neyzlu- vöru, þegar Bandaríkin tóku að gefa þjóðinni framfærslu- gjafir, sem skiptu mörgum milljóna tugum. Kverkatak bolsi- vika á þjóðinni var svo sterkt, að hún var að tilefnislausu orðin þjarfi hjá framandi þjóð. Athugulir menn fóru nú að skilja hvílík geysiábyrgð hvílir á herðum þeirra manna, sem létu hjá líða, sökum vantandi stjórnmálaþroska, að tryggja þjóðinni í eihu vernd og fjárhagslegt sjálfstæði. ★ JJLUTVERK þeirra, sem stóðu að þessu blaði, var að halda stöðugt fram hættu varnarleysisins og benda á skilyrðin fyrir vörn frá hálfu Engilsaxa. Þegar Bandaríkin byrjuðu að fylkja liði um Atlantshafið, tók Sigurbjörn Einarsson, guðfræðiprófessor, hátíðasal háskólans trausta- taki og útvarpið til uppbótar og prédikaði fagnaðarerindi varnarleysisins fyrir þjóðinni, um leið og allar aðrar frels- isunnandi þjóðir fórnuðu fé og lífsafkomu til að freista áð bjarga vestrænu frelsi undan fallöxi byltingarinnar. Séra Jakob Jónsson hélt ræðu um samskonar efni í prédik- unarstól í kirkju stærsta safnaðar á íslandi. Þá svaraði ég sókn þessara manna með fyrirlestrinum „Varnarlaust land“, og fékk húsfylli í stærsta samkomuhúsi í bænum. Borgar- arnir vissu til fulls, hvað þeir vildu, en blöð borgaraflokk- anna voru lokuð fyrir öllum umræðum varðandi höfuðmál þjóðarinnar. Ekki var varnarþörf landsins heldur rædd á almennum mannfundum eða í sölum Alþingis. Eysteinn Jónsson bannaði að ræða varnarþörf fslands á flokksþingi Framsóknarflokksins af því að „málið væri of viðkvæmt“. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hafði forystu í málinu með stuðningi þingflokks síns. Að öðru leyti voru skilyrðin hin erfiðustu. Kommúnistar sóttu að ráðherran- um með vopnum, sem ekki voru með öllu óþekkt í íslenzk- um stjórnmálum, þegar stór mál eru til meðferðar. Yfir hann dundu daglega í byltingablöðunum grófustu hrakyrði málsins. Reynt var að leiða rök að því, að hann væri ættar skÖmm, ljósmyndir af honum voru falsaðar. Hann átti að vera samnefnari allra þeirra eiginleika, sem mega lýta einn mann. Eins konar rök voru leidd að því, að ráðherrann væri ekki heill á sönsum. Fáeinir kratar voru enn í banda- lagi við kommúnista og báðir formenn Framsóknar voru undir svo sterkum áhrifum frá kommúnistum, að flokkur- inn var eiginlega ekki starfhæfur í málinu. Að síðustu léði Eysteinn Jónsson, sem var þá orðinn ráðherra, máls á að samþykkja Atlantshafssáttmálann, ef tryggt væri að fs- land þyrfti engu að fórna og að hingað kæmi enginn her- maður frá bandalagsþjóðunum fyrr en landið væri komið út í stríðið, líkt og þegar enskur og franskur her kom til hjálpar Norðmönnum 1940. Fór þessi liðsoddur Framsókn- ar sérstaka ferð til Washington til að láta forráðamenn Bandaríkjanna vita um sérskoðun sína og sinna manna í þessu máli. Utanríkisráðherrann vissi, að kommúnistar mundu beita ýtrustu skrílsaðferðum til að hindra Alþingi frá að gera löglega samþykkt um þátttöku í varnarstarfi Atlantshafsþjóðanna og bjó sig undir að verja friðhelgi þingsins með öflugri lögreglu. Kommúnistar ætluðu að hræða þingið og stjórnina og beittu undir nýju for-mi svip- aðri tækni eins og Tryggvi Þórhallsson og fjölskylda hans kynntist í skrílvikunni vorið 1931. Utanríkisráðherrann komst heill á húfi gegnum þessa örðugleika, en ekki var honum greið gata næstu missiri, þegar hann varð, vegna þjóðarinnar og embættisskyldu sinnar, að koma á fundi með ráðherrum bandamanna og heyra orðræður þeirra um hinn skipulega undirbúning og hinar áður óþekktu fórnir borgara í löndum allra annarra bandalagsþjóða, en full- trúi íslands varð að endurtaka fyrir hönd sinna landa, að þeir vildu engu fórna sjálfir og ekki þola að íslendingar fengju nokkurn stuðning frá bandalagsþjóðunum meðan friður héldist. Að lokum kom ráðherranum og gifta þjóðar- innar stuðningur, sem um munaði frá Stalín sjálfum, þeg- ar hann lét gera innrás í Kórfeu vorið 1950. Þá um sumarið lágu 200 rússnesk skip norðan við land og kallað að þau væru að síldveiðum. Hver fullorðinn karlmaður í Rússlandi hefur hlotið hernaðarþjálfun. Voru allt sumarið mörg þús- und Rússar rétt við landsteina á Islandi, reiðubúnir að her- setja landið, ef styrjöldin bærist til Evrópu. íslenzkukennsla skólanna Fyrir allmörgum árum sett- ust lærðir málfræðingar á rök- stóla og bundu börnum og ung- mennurn hér á landi tvo þun'ga bagga. Annars vegar erfiða og nálega óframkvæmanlega staf- setningu og málfræðiskerfi, sem sligar þúsundir skólabarna og urtgmenna ár hvert. Vil ég fyrst víkja að stafsetningunni. í þeim efnum ríkir nú hreint og beint öngþveiti. Stafsetningin er eitt af vandamálum kennslunnar. I skólum landsins eru kennd- ar. tvær ólíkar stafsetningar- reglur, önnur í barnaskólum og neðri bekkjum gagnfræðaskóla, hin í áframhaldsskólum. Lög- boðnu stafsetninguna virðast eng'ir læra til hlýtar, ef undan eru skildir nokkrir menn í stétt vélsétjara og væntanlega all- flestir íslenzkukennarar. Jafn- vel menn, sem útskrifast úr háskólanum eftir samfellt 18 —20 ára nám, eru of oft, hvað þetta snertir, óskrifandi á sína eigin tungu. Höfundum stafsetningarinn- ar hefur tekizt óhappaverk sitt betur en almennt er vitað. Svip- mót sumra orða varð líkast því sem tíðkast í slavneskum tungumálum. Þannig var al- gengt, að fjórir eða fimm sam- hljóðar væru settir í eina bendu í endi orða. Enginn íslending- ★ gElNT.á slætti 1950 hélt ég fyrirlesturinn „Stríð og frið- ur“ við mikla aðsókn bæði í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum um landvarnarmálið og skýrði hættuna eins og hún lá fyrir. Flokksstjórnir borgaranna bönnuðu sín- um mönnum að ræða innrásarhættuna í blöðum eða á mann- fundum. Myndaðist sú skoðun hvarvetna í löndum Banda- manna, að liðsmenn Stalíns á Islandi héldu allri þjóðinni í austrænum hræðslufjötrum. En þrátt fyrir alla varasemi braust áhugi landsmanna fram eftir leyndum leiðum: Áhugamenn úr liði Framsóknar og Morgunblaðsmanna á Akureyri sendu fulltrúa á fund samherja í Reykjavík og héímtuðu að Engilsaxar væru beðnir um varnarlið á sjó, á landi og í lofti. Hver einasti þingmaður borgaraflokk- anna varð fyrir öflugum áróðri frá kjósendum sínum með kröfum um karlmannlegar athafnir í stað svefns og úr- ræðaleysis. Landvörn kom út tvisvar í mánuði og sagði í samanþrengdu máli niðurstöður þeirra umræðna, sem fóru fram í öllum blöðum hinna bandalagsþjóðanna. Áróðurs- menn allra flokkanna, jafn bolsivikar sem borgarar, gerðu allt sem þeim var unnt til að draga út áhrifum eina blaðs- ins, sem ræddi mesta lífsbjargarmál þjóðarinnar með sama hætti og gert er með öllum öðrum frjálsum og menntuð- um þjóðum. Sumstaðar var því líkast, sem blaðið nyti ekki frá sjálfu mannfélaginu venjulegra fyrirgreiðslu. Engu síður sókst að láta nokkurn veginn alla hugsandi menn í landinu vita hver aðstaða þjóðarinnar var í hættuspili heimsstjórnmálanna. Gáfuð Morgunblaðskona í Reykjavík sagði: „Ég les Landvörn á undan öðrum blöðum, en ég opna blaðið með kvíða“. Þetta var hið heilsusamlega viðhorf þroskaðra borgara. Þeir vildu vita um hættuna, en þeim stóð stuggur af þróttleysi og svefnsýki margra af trúnaðar- mönnum þjóðarinnar. ★ ur gat borið sum þessi orð fram eftir stafsetningu. Sem dæmi má nefna, að hresst átti að skrifa hresstst í miðmynd orðsins, vonskist átti að skrifa vonzkizt, hundsa varð hunza, bindist varð byndizt, og flest varð þar á sama veg. Ekki var þó látið hér við sitja. Með hverri nýrri útgáfu kennslubóka varð íslenzka mál- fræðin æ flóknari og marg- brotnari. Atvinnumálfræðing- ar börðu saman vélrænar kennslubækur og hlutuðu mál- ið í sundur í meiningarlaus flokkaslitur. Fyrir samtening- arnar einar saman, einhver ein- földustu og látlausustu orð málsins, dugði ekki minna en ellefu flokkar. Islenzkukennsla skólanna er óslitin barátta við fávíslega lega stafsetningu og hóflaust málfræðistagl. Hvorugt lærist þó að fullu gagni. Furðulega margir unglingar útskrifast úr skólum landsins, sem hafa aldrei náð því marki að verða sæmi- lega sendibréfsfærir. Foreldrar, sem eiga börn og unglinga á vegum íslenzkra skóla, geta ekki lengur látið þessi mál afskiptalaus. Þeir verða að bera fram kröfur um a- jpORKOLFAR Framsóknarflokksins bera meginþunga ; byrgðarinnar á athafnaleysi þingsins í landvarnarmál- inu, en báðir hinir flokkarnir bældu líka niður alla al- menna þátttöku landsmanna í umræðuiti og ályktunum varðandi stærsta þjóðmálið. Bjó þar lengi að fyrstu gerð. Kommúnistar höfðu í fyrstu lagt undir sig ekki aðeins há- Framh. á 3. bls. lagfæring þeirra. Þeir geta ekki sætt sig við það, að dýr- mætum námstíma barna þeirra sé eytt í þrotlaus fangbrögð við vanhugsaðar bókstafsreglur, sem éru sniðgengnar og fyrir- Framh. á 3. bls.

x

Landvörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.