Landvörn - 01.05.1952, Page 1

Landvörn - 01.05.1952, Page 1
V. árg. Maí 1952. 5. tbl. Getur þjóðveldið verndað frelsi og þjóðmenningu fslendinga eins og í fornöld? Vill þjóðin heldur gera landið að austrœnu leppfylki eða gustukabyrði vestrœnna vina? Jónas Jónsson: Jónas Jónsson: SKATTAR OG STRANDGÆZLA NÚ er til sölu í bókabúðum um allt land ritlingur um skattamál, sem ég hef samið, en Isafold gefur út. Ritling- urinn ber andríkt heiti eftir Einar Benediktsson: „Slag- brandur í flóttans dyrum“. Undirfyrirsögn ritlingsins segir til um efnið. Það er samanburður á skattamálakenningum Jóns Þorlákssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Eysteins Jóns- sonar. Jafnframt er rakin saga skattamála hér á landi síð- ustu 20 árin. Á þingi 1933 varð harður bardagi um málið milli Jóns Þorlákssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Fram að þeim tíma höfðu allir Islendingar gert ráð fyrir, að skatt- ar væru nauðsynlegir, en þeir mættu aldrei vera svo þung- ir að þeir sliguðu framleiðsluna. Ásgeir flutti nýjan boð- skap í þinginu. Það var hinn nýi fagnaðarlærdómur utan úr heimi, um að bezt væri að jafna efnamun borgaranna með sköttum, svo að ekki þyrfti byltingu eins og í Rúss- landi til að jafna metin og koma á sameignarríki. Eftir að Ásgeir lét af stjórn tók Eysteinn Jónsson upp merki hans og fylgdi skattkúguninni fram með óheilbrigðum á- huga. Nú er svo komið, að skattarnir til ríkis og bæja eru á leið með að koma öllu heilbrigðu atvinnulífi á vonarvöl. Einu mennirnir, sem sleppa sæmilega gegnum þetta skatt- ránsnet eru þeir, sem beita nógu miklum svikum við fram- tölin og við að falsa allar heimildir varðandi eignir og tekjur. Yfir þjóðinni vofir sú hætta, að skattarnir sökkvi atvinnulífinu, en hins vegar verði enginn viðbúnaður, eins og bolsivikar höfðu í Rússlandi, um að láta ríkið annast alla framleiðsluna með nægilegri hörku í framkvæmdinni. Hér blasir við upplausn og úrræðaleysi við að byggja starf- hæft skipulag. Tillögur mínar í þessum ritlingi eru miðaðar við, að tek- in sé upp skipuleg vörn gegn skattráninu og verður ekki frekar farið út í þá sálma að þessu sinni. Geta má þess, að ég byggi þar að nokkru leyti á þrjátíu ára reynslu frá því að við Hallgrímur Kristinsson fengum lögfesta nokkra tak- mörkun á sköttum samvinnufélaga. Hafa félögin getað snú- ist að ýmsum stórfelldum framkvæmdum, svo sem skipa- kaupum og verksmiðjugerð í stórum stíl af því að þau voru ekki algerlega mergsogin af skattræningjum. Nú er tilgangur minn að taka skattamálið upp til nýrrar með- ferðar og benda á öruggar leiðir til að takmarka skatta á einstaklingum og félögum á þann hátt að séreign manna sé tryggð og atvinnurekstur geti staðið straum af nauðsyn- legum útgjöldum, en samt verið lífvænn. Skattgreiðendur og svokallaðir forsvarsmenn þeirra hafa sýnt hinn mesta ó- dugnað og skammsýni í því að koma við sjálfsvörnum. I Reykjavík voru um 800 menn, sem kvaddir voru til að greiða stóra skattinn, oft eftir mjög ófullkomnum og jafn- vel röngum heimildum, en þeir reyndu ekki að beita varn- arsamtökum og alls ekki fyrr en komið var í ótíma. Frá því að Jón Þorláksson hélt varnarræðu á þingi móti skatta- lögum Ásgeirs Ásgeirssonar var ekki á opinberum vett- vangi svo mikið sem eitt orð sagt til varnar gegn skatta- ráni hér á landi fyrr en ég flutti í vetur sem leið tvær ræður um þetta efni og er kjarni þess máls nú prentaður í ofannefndum ritlingi. Þar er lagður grundvöllur, sem hægt er að byggja á, hvenær sem borgarar landsins hafa nægan þrótt til að geyma fengins fjár eftir að þess er aflað. Takist að stöðva skattránið með skynsamlegum úr- ræðum, er um leið hlaðið öflugt bólverk móti byltingar- áróðrinum í landinu. Er tilgangur þessa blaðs að halda þessu máli til streilu, sem meginþætti í vörnum gegn upp- lausn hins vestræna þjóðskipulags hér á landi. Þjóðin gengur undir landspróf ÞESSA dagana er mikill liðs- dráttur og ófriður um land allt út af því, hver vera skuli fyrsti þjónn hins íslenzka lýðveldis næstu fjögur ár og svo undarlega vill til, að þessi barátta snýst að mestu um mann, sem er friðsamur og hóglátur í hversdaglegum athöfn- um. Þessi maður er Ásgeir Ás- geirsson þingfulltrúi Vestur-ís- firðinga. Þessi friðsami maður hefur samt nokkrum sinnum fyrr á ævinni vakið öldugang í þjóðlífinu og ekki ósjaldan með furðulegum tilefnum. Fyrir 18 árum rauf hann kyrrð stjórnmálalífsins með mjög ó- venjulegum hætti. Sú saga er á þessa leið: Leynifundur á Alþingi. Nokkru eftir að Hermann Jón- asson myndaði ráðuneyti sumarið 1934 kvaddi ríkisstjórnin Alþingi til leynifundar um viðkvæmt og vandasamt mál. Á fundinum var skýrt frá því, að fyrrverandi for- sætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, hefði nokkrum mánuðum áður en hann lét af stjórn, gefið sam- þykki sitt sem ráðherra til að borga nokkrum erlendum fésýslu- mönnum milljónafjárhæð fyrir tiltekna aðstoð til framdráttar íslenzkum hagsmunum. Mikið af þessari skuld var fallið í gjald- daga. — Lögfræðingar stjórnar- ráðsins fullyrtu, að samningur þessi væri löglegur og bindandi fyrir ísland, þó að hann væri óskemmtilegur. Ríkisstjórnin varð að kalla Alþingi saman og segja þingmönnum satt frá atferli fyrr- verandi stjórnar og biðja um heimild til að leggja á nýja skatta til að standa í skilum með mútu- greiðslurnar til útlanda. Senni- lega hefur Alþingi aldrei, í tíð núlifandi manna, brugðið meir við nokkur tíðindi heldur en þessa frásögn. Mönnum varð skyndilega ljóst, að íslenzka þjóðin var óaf- vitandi orðin aðili að verknaði, sem var mjög saknæmur að lög- um og fordæmdur frá siðferði- legu sjónarmiði í öllum mennta- löndum, jafnt í einkalífi manna og við opinberar athafnir. Þegar frá var liðin sú andlega lömun, sem gegntók hugi allra þing- manna við þessi tíðindi, var for- saga málsins sögð á lokuðum þingfundi og er hún á þessa leið: / Mútusamningurinn. Á útmánuðum 1934 dvaldi þá- verandi forsætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, alllengi í Kaupmanna- höfn við ýmis konar erindis- rekstur. Hafði hann þá í þjón- ustu sinni nokkra menn til að greiða í öðrum löndum fyrir fjármálaefnum landsins. Hann fékk þá vitneskju um að landinu stæði til boða nokkur fyrir- greiðsla, fjármálalegs eðlis, ef tilteknum erlendum fésýslumönn- um væri goldin stórfelld múta af íslenzku fé. Ásgeir samþykkti þessa uppástungu, en vissi vel, að þetta var hættuleg leið, ef upp kæmist á íslandi. Hann lét meðráðherra sína ekki vita um samninginn og ekki heldur utan- ríkisnefnd. Hann tók á sitt bak alla hina lagalegu, siðferðislegu og pólitísku ábyrgð þessa máls. — Kosningar áttu fram að fara síðar um vorið. Ásgeir kom heim til að taka þátt í þeim, en enginn fékk að vita um leyndar- mál hans, nema Landsbankinn, því að erlendu kröfuhafarnir sóttu fast á hann með fjárgreiðsl- urnar, en bankinn gat ekki bætt úr þessum vanda. Upphæðin, sem mútuhafarnir fengu að lokum, var svo há,, að á þeim tíma hefði fyrir þá fjárhæð mátt full- byggja dýrustu byggingu lands- ins, Þjóðleikhúsið, en allsherjar- útgjöld við að reisa það hús urðu að lokum 20 milljónir króna. Ráð- herra bar vitaskuld strax, eftir heimkomu sína, að gefa út bráða- birgðalög til að afla ríkistekna upp í skuldina, en þetta vildi hann alls ekki gera, því að þá mundu kjósendur spyrja til hvers ætti að nota þetta mikla skatt- gjald. í stað þess brá ráðherra sér vestur í kjördæmi sitt, en ekki tók hann kjósendur í sinn trúnað. Ásgeir yfirgefur Framsókn. Rétt áður en framboðsfrest- ur var útrunninn sendi hann Framsóknarflokknum úrsögn sína, en hún var svo seint fram kom- in, að flokkurinn gat ekki komið við framboði í kjördæminu í það sinn. Bændaflokkurinn var þá ný- lega stofnsettur undir forystu Tryggva Þórhallssonar, mágs Ás- geirs. Leynisamningar voru um að Ásgeir skyldi ganga í þann flokk. Hann var í öruggu kjör- dæmi og átti að vera bjarghring- ur fyrir aðra frdmbjóðendur, sem bjuggu víða við ótryggt fylgi. En til undrunar og sorgar öll- um Bændaflokksmönnum og eink- um Tryggva Þórhallssyni, gekk Ásgeir ekki í flokkinn, heldur var utanflokka í kosningunum 1934. Ástæðan til þessara heit- brigða var einmitt mútumálið. Ásgeir þurfti að vera í meiri- hluta eftir kosningar og helzt að mynda nýja stjórn, sem gæti lokið hinum hættulegu fjárgreiðsl- um, án þess að almenningur vissi af. Þá voru fjórir flokkar í þing- inu og unnu tveir og tveir sam- an. Til hægri voru Morgunblaðs- menn og Bændaflokkurinn, en til vinstri Framsókn og Alþýðuflokk- menn. Hugur Ásgeirs var allur með hægri flokkunum og á þá setti hann allt sitt traust. En kosningarnar fóru á þann veg, að vinstri menn urðu 25, hægri menn 23 og Ásgeir utan flokka. Hann sá undir eins, að vinstri menn mundu mynnda stjórn, þótt veikur væri meirihlutinn og að honum var nauðugur einn kostur að gerast stuðningsmaður þeirrar stjórnar og fela henni til fyrir- greiðslu sitt mikla leyndarmál. Ásgeir gengur í Verkamanna- flokkinn. Ekki þótti honum álitleg land- taka hjá Framsóknarmönnum eftir hina snöggu burtför úr þeim félagsskap fyrr um vorið. I þess stað sneri hann sér til Jóns Baldvinssonar og bað um upptöku í Verkamannaflokkinn. Nýju ríkisstjórninni þótti munur að mannsliðinu, því að með til- komu Ásgeirs vinstra megin var fenginn eins konar meirihluti í báðum deildum. Ásgeir mundi Framh. á 2. bls. \

x

Landvörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.