Landvörn - 01.05.1952, Síða 3

Landvörn - 01.05.1952, Síða 3
LANDVÖRN 3 Blaö óháöra borgara. Ritstjórar: Helgi Lárusson og Jónas Jónsson. Ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson. Afgreiðsla: Laugaveg 7. Sími 5093. ísafoldarprentsmiðja h.f. Þjóðin gengur undir landspróf Framli. af 2. bls. þó uppreisnin í höfuðstaðnum móti veldi Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Fremstur í liði Ásgeirs er tengdasonur hans^ Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, sem er álitinn einn af líklegustu valdamönnum í Morgunblaðslið- inu, enda fram að þessu þriðji maður í valdastiga flokksins. -— Gunnar hafði í kyrrþey unnið að því að fá mikið af starfs- fólki bæjarins við hin mörgu þjóðnýtingarfyrirtæki til að styðja Ásgeir, hvað sem flokks- stjórnin segði. Þá fylgir Ásgeiri meginhluti heildsalanna, sem muna honum að hafa gert Ut- vegsbankann að kaupmannastofn- un. Þegar Ólafur Thors hafði fengið sannar fréttir af ástand- inu, varð honum ljóst, að í fyrsta sinn í hans stjórnartíð var hættu- leg uppreisn í flokknum, og að pólitískur fóstursonur hans, Gunn- ar borgarstjóri, var þar fremst- ur maður. Hvar sem til spurð- ist út á landsbyggðinni var ólga og ókyrrð af völdum Ásgeirs Ás- geirssonar. Liðsoddar stjórnar- flokkanna geta tekið sér í munn orð Guðmundar á Sandi um mannlíf svélræði: „Haglendið, sem framleiðir handa fénu blóm, er holurð sundurgrafin af bognum refaklóm". Ásgeir sundrar Morgunblaðs- liðinu. Fram á síðustu daga hefur það verið orðtak manna, að Ásgeir mundi aldrei bregðast Ólafi Thors. En nú stendur Ásgeir fyrir byltingartilraun í Sjálf- stæðisflokknum. Hann vill kom- ast á Bessastaði, hvað sem líður mannfalli og útlegðardómum í stjórnmálaflokkunum. — Ólafur verður að fella Ásgeir, því að annars fellur hann sjálfur. Ef Ásgeir sigi'ar eru báðir stjórn- arflokkarnir gereyðilagðir. Ríkis- stjórnin verður að biðjast lausn- ar, flokksforingjarnir að láta af völdum og draga sig í hlé, því að meirihluti kjósenda og meiri- hluti í stjórnarflokkunum hafa þá gefið þeim rökstutt vantraust. Þegar stjórnin sá hættuna ákvað hún að berjast til þrautar. Stjórn- arblöðin skjóta stórskotum. Ráð- herrarnir leggja land undir fót og halda vakningar- og hvatn- ingarfundi um land allt. Byrjað er að beita aga flokkanna. Gunn- ar borgarstjóri er látinn vita, að sæti hans sem borgarstjóra og á þingi glatast, ef tengdafaðir hans vinnur spilið. Ásgeir og Gunnar hafa nógan mannafla til að mynda ný stjórnmálasamtök. En þá vantar efnivið og andlegt veg- arnesti. Það er hægt að drepa flokk með undirróðri í sambandi við ófullnægðan metnað. En til að skapa andleg nývirki þarf trú. Einhver fegursta bygging í ver- öldinni, Markúsarkirkjan í Fen- eyjum, er byggð yfir lærlegg Markúsar postula. Dýrlingsbein geta skapað trú, sem flytur fjöll. En góðhugur tengdasonar í sam- bandi við metnaðardrauma tengda- föður, skapar ekkert nema inni- haldslausa kosningadeilu. Asgeir hefur skapað klofning í flokk- um og getur valdið mikilli upp- lausn í félagsmálunum. En hann skortir konungshugsjón umbóta- starfsins. Þess vegna gerist aldrei neitt landnám á hans vegum. Málefnahrun Ásgeirs. Sá hluti þjóðarinnar, sem hyggst að styðja Ásgeir til flutn- ings að Bessastöðum, hefur ekki athugað að hæfileikar hans njóta sín aðeins í einkalífinu. Þar hef- ur hann fyrir löngu tryggt sér mikinn fjölda silkihatta við hina síðustu göngu. En í önn dagsins villtist hann fram hjá markinu. í stað kyrrlátra heimastaírfa þráði hann að vera stjórnmála- maður, en þá biðu slysin hans á hverjum vegamótum. Frá þeim tíma er margs að minnast. Tvær stjórnarskrár, opin landhelgi, pest- ir og bitvargur í búum bænda, dýrtíð, krónufall, musteri íþrótta og lista látin bíða hálfgerð með brotna glugga, skattkúgun og þjóðfélag, sem riðar til falls. Ásgeir er hversdaglega broshýr og mildur, en flokkum þeim, sem hann gistir og stjórnmálamönn- um, sem hafa trúað á hans stjörnu, hefur orðið hált á hans mjög rómuðu sænsku háttvísi. Að því er snertir landsmálavin- áttu og eðli hennar getur Ás- geir tekið undir með Byron Breta- skáldi: „Faðmlög mín eru ban- væn“. Þrjú meginatriði. Nú hefur verið gerð grein fyrir nokkrum atriðum, sem al- menningur mun veita mesta eftirtekt í sambandi við forseta- framboð Ásgeirs Ásgeirssonar. í fyrsta lagi þeir eiginleikar, sem meðhaldsmenn hans telja honum mest til gildis. í öðru lagi stjórn- málasaga hans í rúman aldar- fjórðung og að lokum leyndarmál hans frá 1934. Því er mjög haldið á lofti, að þessi frambjóðandi sé manna fríð- astur, vel á sig kominn, vel klædd- ur og prúður í umgengi og fram- komu. Þessir menn gera ráð fyrir að forseti íslands eigi að vera önnum kafinn við að taka á móti gestum, einkum útlendingum, og veita þeim þjónustu. Vel tamdir hótelþjónar í Svíþjóð og Sviss mundu færastir til að inrra af höndum þessar skyldur. Á þenn- an hátt hugsar ekki nema það fólk, sem ekki vill nota. sína skynsemi. Aðrar þjóðir, sem búa við lýðveldisstjórn, velja í for- setasess vitra menn, lífsreynda og ráðagóða. Nálega ætíð eru for- setar frjálsra þjóða aldurhnignir menn, sem áhyggjur og erfiði hafa markað með djúpum línum í svipmóti, menn, sem lengi hafa með heiðri tekið þátt í lífsbar- áttu fólksins í landinu. Það má sennilega leita um víða veröld, utan íslands, til að finna nokkra borgara, sem eru nógu grunn- færir og nógu léttúðugir til að halda því fram, að hinn kjörni þjóðhöfðingi eigi að vera í út- liti og framkomu eins og væri hann nýklypptur út úr tízkublaði með fasi góðra gistihúsþjóna. Sú röksemd, að þjóðin eigi að velja forseta með eiginleikum, sem bezt henta í þjónustuaðstöðu við er- lenda gesti, er svo sauðarleg, að hún mun aldrei hafa verið nefnd í nokkru landi, fyrr en nú í vor, til framdráttar forsetaefni Al- þýðuflokksins. Hér á landi er gömul, góð og fögur gestrisni. Hana hafa íslendingar búið við í þúsund ár. Slíka gestrisni á að viðhafa á forsetaheimilinu, að því litla leyti, sem þar reynir á með gestkomur. En fyrst og fremst þarf forsetinn að vera í einu dyggur þjónn og leiðtogi sinnar eigin þjóðar og hafa til að bera þann þroska, sem er prýði þroskaðra forystumanna. Alger upplausn í aðsigi. Pólitísk saga Ásgeirs Ásgeirs- sonar er nokkuð óvanaleg. Þrátt fyrir liprar gáfur og mikla löng- un til að láta sín að nokkru get- ið, er nafn hans, eftir nálega 30 ára þingsetu, ekki tengt við svo mikið sem eitt einasta þjóðmál, sem hefur ánægjulega, sögulega þýðingu, líkt og vökulögin og verkamannabústaðirnir eru var- anleg minning um þingmennsku Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimarssonar, svo að nefndir séu tveir liðsoddar Verkamanna- flokksins. Ásgeir hefur þar á móti unnið meir en nokkur ann- ar núlifandi þingmaður að því að sundra og brjóta niður þing- stjórnarskipulagið og þá flokka, sem þjóðin hefur búið við síð- asta mannsaldurinn. Takist hon- um með framboði sínu og þeim áróðri, sem hann stendur fyrir, að sundra bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, þá má bú- ast við að um sinn ríki átakan- legra upplausnarástand hér á landi heldur en nokkurn tíma fyrr í tíð núlifandi manna, þegar samtök borgaranna gliðna sundur, án skynsamlegs tilefnis og án þess að nokkuð sé byggt upp í staðinn. Má furðulegt þykja, ef landslýðurinn, sem svo mjög hef- ur trúað á skipulag flokkanna á undanförnum árum og það jafn- vel við ýmis tækifæri, þegar full- komin ástæða var til að beita gagnrýni, leysir sundur forn skipulagsbönd til þess eins að styðja hégómlegan metnað manns, sem hefur með langri reynslu sannað, að honum hentar ekki að vinna fyrir mannfélagið, held- ur fyrir sjálfan sig og þrengstu fjölskyldusjónarmið. Mun það einsdæmi utan fslands, að borg- ararnir telji sér hénta til for- ystu um félagsmál sá maður, sem frekar öllum öðrum þegnum landsins hefur með augnabliks- aðgerðum gert þjóðfélagið svo veikburða, að það getur ekki stað- ið á eigin fótum, heldur verður að biðja framandi þjóð um náð- arbrauð. Kröfur menntaþjóða til stjórn- málamanna. Áður en komið er að leyndar- máli Ásgeirs Ásgeirssonar frá 1934, þykir réttað benda á hve strangar kröfur þroskaðar þing- stjórnarþjóðir gera til sinna trún- aðarmanna um pólitískt siðgæði, en allra mest í sambandi við meðferð almannafjár. — Mesti valdamaður Dana eftir síðustu aldamót, I. C. Christensen, valt úr tign forsætisráðherra af því að hann hafði lánað milljón króna milli stjórnardeilda og sá ráð- herra, sem lánið fékk, var þjóf- ur. Christensen var heiðursmaður, en hann bar aldrei eftir þetta sitt bar í dönskum stjórnmálum. Hann hafði ekkert gert rangt í málinu, nema að trúa bófa og umgangast hann eins og heiðar- legan mann. Danir létu I. C. Christensen gjalda þess að hann gerði óafvitandi óvirðulega fram- kvæmd, enda vissi hann ekki um spillingarhliðina. — Ásgeir skildi sitt glapræði frá upp- hafi. — í Englandi verða ráð- herrar þrásinnis að víkja úr sessi tafarlaust og hverfa inn í einkalífið, ef upp kemst að þeir hafi tekið á móti gjöf eða greiða, sem má telja líkur til að geti haft áhrif á framkomu eða dóm- greind ráðherrans í opinberu máli. Tiltölulega nýtt dæmi í enskri pólitík sýnir strangleik Breta í þessu efni. Einn af fremstu mönnum í verkamanna- stjórninni ensku, Dalton, fjár- málaráðherra, kom í þingið með fjármálaræðu sína fullbúna, en stundarfjórðungi áður en hann byrjaði flutning ræðunnar, svar- aði hann spurningum blaðamanna viðvíkjandi nokkrum þýðingar- litlum atriðum. Ekki voru leidd rök að því að hér hefði verið um spillingu eða misnotkun trún- aðar að ræða, heldur óvarkárni, sem ekki kom að sök efnislega, en var venjubrot í þinginu. I Englandi má engin heyra fjár- málaræðuna eða nokkurn hluta hennar á undan þingmönnum á þingfundi. Dalton varð að segja af sér ráðherradóm fyrir gáleysi, sem ekki nálgaðist spillingu. En þetta heimtaði enska þjóðin af sínum ráðherra. Með því að vei'ð- launa heiðarleik og borgaralegt öryggi sinna stjórnenda, hefur brezka þjóðin haft aðalforystu í stjórn heimsmála og heimsmenn- ingar í 400 ár. Brot Ásgeirs 1934. Sú ógætni og augnablikshyggja, Framh. á i. bls. Skattar og’ strandgæzla Framli. af 1. bls. GÓÐ tíðindi og ótíðindi höfðu samflot um landið í miðj- um maí og snertu bæði málin landhelgina. Ólafur og Bjarni virðast hafa haft í stjórnarráðinu heppilega for- ystu um að freista á grundvelli hins norska sigurs í Haag, að stækka til muna hina viðurkenndu landhelgi. Án Haag- dómstólsins mundi ísland ekki hafa haft minnstu sigur- vonir í þessu máli, því að í slíkum efnum býr valdið hjá auði og fjölmenni. Full ástæða er til að fagna þeim sigri, sem fenginn er um landhelgisstækkunina. Samt verða menn að gæta þess, að ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Að líkindum stefna Bretar málinu til dómstólins í Haag, og má ekki nema að nokkru leyti treysta á fengið fordæmi, því að aðstæður eru ekki hinar sömu í báðum löndunum, nema að nokkru leyti. Samt er enginn vafi á að landhelgin verður stækkuð að mjög verulegu leyti á þeim grundvelli, sem nú er lagður. Hitt var óskemmtilegra, að forkólfar Sjálfstæðismanna, Bjarni og Ólafur, notuðu tækifærið, um leið og þeir sögðu frá stækkun landhelginnar, að svipta Pálma Loftssyni for- ystu í landhelgisgæzlunni eftir 20 ára þjónustu. Á þeim tíma hefur Pálmi skapað hér á landi öfluga og hagnýta gæzlu, sem er treyst til dugnaðar og réttdæmis bæði af innlendum og erlendum mönnum, sem til þekkja, ef frá eru taldir sjálfir lögbrjótarnir og þeirra þjónustulið. í stað hans var settur reynslulítill viðvaningur. Hvað sem líður vilja hans, vita allir, að á stjórn gæzlunnar verður sams konar breyting eins og ef Jóhannes Elíasson tæki við ráð- herrastarfi Bjarna Benediktssonar, eða Gylfi Þ. Gíslason við forystu Morgunblaðsmanna af Ólafi Thors. Landhelgis- gæzlan bíður óbætanlegt tjón við þessa ráðsmennsku. Breyt- ingin er útskýrð með því, að brotlegir togara- og vélbáta- eigendur hafi afflutt Pálma með almennum órökstuddum rógburði við forystulið Sjálfstæðismanna, og krafizt að honum væri vikið frá stjórn gæzlumálanna. En þeir leyndu hinu sanna tilefni, að þeir þóttust þess vísir, að þeir gætu ekki fiskað til muna í hinni stóru landhelgi, ef Pálmi hefði stjórn gæzlunnar með höndum. Hinir seku landhelgisbrjót- ar hafa beitt hliðstæðum blekkingum við Bjarna og Ólaf eins og bolsivikar við Héðinn forðum daga. Ekki slapp Héðinn frá ábyrgð gerða sinna, og svo mun liðsoddum Morgunblaðsmanna reynast þessi mjög illa undirbúna og óafsakanlega ráðsmennska þeirra. — J. J.

x

Landvörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.