Landvörn - 01.05.1952, Page 4
4
LANDVÖEN
Kveðja frá Suður-Þingeyingum
MÖRG hundruð vinir og gamlir samstarfsmenn í Suður-
Þingeyjasýslu hafa nýlega sent mér í bókarformi kveðju
þá, sem hér fer á eftir:
„Fyrir meira en UO árum fluttir þú héSan úr átthög-
um þínum og geröist vökumaöur og brautryöjancli um
fjölmörg þýöingarmikil þjóömál. Viö Þingeyingar höf-
um rika ástæöu til aö þakka vinnu þína aö þjóömálum
og þá ekki síöur samstarfið um málefni héraðsins fyrr
og síðar.
Á þeim langa tíma, sem þú hefur starfað með okk-
ur, hefur fólkið í sýslunni, undir leiðsögn þinni, sótt
lengra fram til umbóta og velmegunar, heldur en á
nokkru öðru tímabili í sögu héraðsins. Ræktun byggð-
anna, endurbygging steinbæjanna, útvar^ og sveitar-
símar, brýr yfir stórar ár, lendingarbætur, samgöngur
á sjó og landi, sundlaugar og skólar, útrýming sauð-
fjársjúkdóma o. fl. o. fl. Allt eru þetta verk, sem seint
munu gleymast. Síðast, en eklci sízt, viljum við þakka
þér forystu þína á styrjaldartímanum í frelsis og land-
varnarmálum. Þegar leiðtogi Dana kannaði foringjalið
íslendinga varst þú einn um að heimta frelsi þjóðinni
til handa. Þegar fyrirbyggja mátti innrás og tryggja
þjóðinni um leið frjálsa verzlun og f járhagslegt sjálf-
stæði íslendinga varst þú lika einn á þingi þjóðarinnar
um hin réttu úrræði. En að líkindum hefur aldrei reynt
meira á þrek þitt og þor, heldur en þegar mikill fjöldi
gamalla samherja lét villa sér sýn og breytti um stefnu,
i því skyni að hafa opna leið til bandalags um stjórn
lands og þjóðar við byltingarflokk, sem stendur undir
erlendri yfirstjórn.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi, og alla stund síðan,
hafðir þú varað þjóðina alla og mest þína eigin sam-
herja við þeirri hættu. Nú fylkja sér allir frelsisunn-
andi íslendingar um þá stefnu landvarna og þjóðvarna,
sem þú hefur markað.
Við teljum þá ósk bezta fram borna í þinn garð, að
þér auðnist enn um langa stund að vinna með ráðholl-
um mönnum að sem flestum umbótamálum til bjarg-
ráða okkar landi og þjóð“.
Kveðja til Þingeyinga
Ég fékk þessa kveðju frá ykkur nú í vorharðindunum,
sem reyna svo mjög á þrek og þor allra, sem standa eins
og þið í framleiðslubaráttunni, þar sem hún er einna hörð-
ust hér á landi. Mér er kveðjan enn kærari af því, að ég
sé af henni, að þið eruð staðráðnir í að sækja djarflega
fram, þó að við mikla erfiðleika sé að etja og að þið hafið
bjargfasta trú að gæfa ykkar og barna ykkar sé tengd við
ættarbyggðina, þar sem þið og bandamenn ykkar hafa, eftir
föngum, reynt að gera lífshættina auðveldari og öruggari.
1 hinni miklu kveðjubók ykkar standa fremst þrjú nöfn:
Jón Marteinsson á Bjarnastöðum, Páll Jónsson á Stóruvöll-
um og Friðfinnur Sigurðsson í Rauðuskriðu. Þessir menn
voru stórbændur um aldamót. Einn þeirra var frægur
glímukappi fyrir 60 árum. Allir voru þeir nafnkenndir
menn í félagsmálum byggðar sinnar fyrir aldamótin. Þá
kemur mikill fjöldi karla og kvenna, sem verið hafa leik-
bræður mínir og starffélagar um langa stund. Síðast koma
þeirra börn. Víða eru þrjár kynslóðir úr þessum hópi á sama
heimili. Ég hef verið samferðamaður þessa fólks í hálfa
öld. I mínum augum er það allt ein kynslóð, aldamóta-
fólkið. Mér finnst sú kynslóð hafa mikla ástæðu til að
þakka forsjóninni fyrir að hafa mátt lifa og starfa á þeim
tíma, þegar landið var numið og byggt í annað sinn. Það
var heppileg verkskipting að sumir af þeirri kynslóð, en
ekki of margir, voru búsettir utan héraðsins. Búið þarf
margs með og dreifbýlið verður að eiga í þéttbýlinu nokkra
af sínum mönnum til að sinna þar verkum, sem einhver
þarf að gera fyrir átthagana. I meira en 40 ár hafið þið
stutt mig á ótal vegu til starfs, bæði um málefni sýslunn-
ar og landsins alls. Án þess stuðnings hefði ég verið rótar-
slitinn vísir í fjarlægri byggð. Verkefni aldamótafólksins
voru óvenjuleg í eðli sínu. Þeim varð oft að sinna með
áhlaupum, sem stóðu í áratugi. Eftir slík átök hlaut að
koma hvíld og hún var bæði réttmæt og nauðsynleg. Menn
njóta nú þessarar hvíldar með ánægju, en finna samt að
hún má ekki vara of lengi. Ég gæti trúað, að áður langt
um líður hefjist í landinu ný aldamótasókn, og að mörg af
ykkur, sem hafið sent mér hlýja kveðju, munið taka þátt
í baráttu og sigrum í þeirri sókn. Þremenningarnir, sem
eru nú á níræðisaldri og mörg af okkur, sem fetuðum í
þeirra fótspor, höfum byggt bjálkahús og rutt markir. En
þeir, sem taka við af okkur, fá miklu stærri og fjölþættara
Þjóðin gengur undir
landspróf
Framh. af 3. bls.
sem hefur einkennt starf Ásgeirs
Ásgeirssonar í stjórn, í þinginu
og vinnubrögðum flokkanna, varð
þess valdandi að hann gerði vor-
ið 1934 þá ákvörðun, ,sem mundi
í Englandi hafa leitt til þess,
að slíkur ráðherra hefði aldrei
síðar verið kosinn í sóknarnefnd,
hvað þá heldur til meiri trúnað-
ar. Ásgeir sté í embættisnafni það
spor, sem getur haft stórkost-
lega veikjandi áhrif á stjórnmála-
og siðgæðisvenjur í landinu. —-
Hann samþykkti að undirmenn
hans semdu um stórfellda mútu
til að ná árangri í fjármálum,
sem talið var að fengizt ekki á
annan hátt í það sinn. Fégjöfin
frá Islands hálfu hafði öll ein-
kenni mútunnar. Það voru stór-
miklir peningar og þeir voru
þegnir og greiddir til að breyta
niðurstöðu málsins, sem um var
deilt. Vitaskuld sögðu allir, sem
unnu að þessu verki, að mútan
hefði gert gagn öllum málsaðil-
um. En þessi skýring fullnægir
ekki vestrænu réttarfari og sið-
gæðiskennd þroskaðra manna. —
Löggjöf allra siðaðra landa legg-
ur þunga hegningu við slíkri
framkvæmd og þar eru engar
afsakanir teknar til greina. Lög
og almenningsálit sameinast um
að fordæma að bera fé í dóm-
inn. í hugum íslendinga, sem
hafa lesið Njálu, féll Eyjólfur
Bölverksson réttilega á gullhring
þeim hinum digra, sem hann
hafði eignazt sem mútufé. Eyjólf-
ur faldi hringinn. Allar mútur
eru faldar. Sektartilfinningin er
í þessu tilfelli ótvírætt dómsorð.
íslenzka þjóðin er nú á hættu-
legum vegamótum, einmitt að því
er snertir fjármálasiðgæði. Rán
og gripdeildir eru svo að segja
daglegir viðburðir í höfuðstaðn-
um. Sjóðþurrðir, mest af almanna
fé, eru svo stórfelldar, að á
nokkrum missirum hafa glatazt
á þann veg verðmæti, sem skipta
milljónum króna. Ef Ásgeir Ás-
geirsson verður með almennri
kosningu borgaranna valinn for:
seti lýðveldisins, þrátt fyrir það,
að nokkur hundruð manna vissu
um leyndarmál hans, þegar hann
bauð sig fram til forsetastarfs
og öll þjóðin þekkir það fyrir
kjördag, þá hlýtur að verða nokk-
uð erfitt fyrir lögreglu og dóm-
ara í landinu að sannfæra
menn, sem vilja breyta niður-
stöðu mála með fégjöfum um að
þeir geri rangt. Þeir, sem breyta
á þann hátt ákvörðunum vitna,
dómara, kennara, presta, lögregl-
unnar, tollmanna og hvers konar
annarra trúnaðarmanna, hljóta
að reka sig á þau svör, að þeir
hafi að vísu mútað, en það hafi
þeir eingöngu gert í góðum til-
gangi, ýmist til að bæta sinn
eiginn fjárhag, kjör fjölskyld-
unnar eða jafnvel í þágu sveit-
arfélagsins eða landsins. Vafa-
laust mundu hinir sakfelldu benda
á að þjóðfélagið hafi skipt um
skoðun síðan á tímum Eyjólfs
Bölverkssonar. — Forráðamenn
þjóðfélagsins geti nú gefið jafn-
vel milljónir króna til að breyta
niðurstöðu mála, án þess að sak-
næmt sé talið. Þvert á móti geti
því líkar framkvæmdir orðið lyfti-
stöng til meiri vegs og valda á
íslandi.
Allir fordæma mútur. Enginn
mælir þeim bót opinberlega.
Löggjöf landsins og dómur al-
mennings í landinu eru samhljóða
um að fordæma að hafa áhrif á
ákvarðanir í þjóðmálum með gjöf-
um eða mútum. Ekki er heldur
hægt að sjá nokkur merki þess,
að þessi vinnubrögð auki ham-
ingju manna eða bæti hag borg-
aranna. Þegar Ásgeir Ásgeirsson
hafði samþykkt það, sem honum
bar að neita vorið 1934, var hann
vissulega mjög óhamingjusamur,
eins og fyrr er vikið að. Vegna
þessa skjótræðis breyttist stjórn-
málaviðhorfið í landinu. Að lík-
indum hefði Bændaflokkurinn lif-
að, ef hann hefði öðlazt það ör-
ugga kjördæmi, sem floliksmynd-
unin byggðist á. Þá hefði Ás-
geir ekki gengið í Alþýðuflokk-
inn og þau samtök haldið til
langframa miklu meira af sínu
upprunalega eðli. Menn geta ver-
ið þess fullvissir, að ef féburður
fær að njóta vegs og virðingar
í landinu, er þjóðin komin á svo
lágt siðferðisstig, að hún hlýtur
að glata frelsi og sjálfstæði. —
Þjóðveldið var stofnsett á af-
mælisdag Jóns Sigurðssonar fyrir
átta árum. Menn völdu þann dag
til að helga hið nýja ríki með
Ijóma af manndómi og siðferðis-
kjarki frelsishetjunnar, sem fædd-
ist þann dag. Það getur verið
heilsusamlegt að spyrja sjálfan
sig á örlagastundu, hvað Jón
Sigurðsson mundi hafa gert þeg-
ar samskonar vanda bar að hönd-
um? Það er fullvígt, að hann
mundi hafa fordæmt mútustarf-
semi algerlega og undir öllum
kringumstæðum. Hann mundi ekki
hafa tekið til greina neinar af-
sakanir, hvorki þörf ríkis, bæjar-
félaga eða einstaklinga. Fordæmi
Jóns forseta verður að vera leið-
arljós allra, sem vilja vera for-
setar á Bessastöðum.
Landspróf um tvo forseta.
Sumir menn munu mæla á þá
leið, að þingið, sem tók við leynd-
armáli Ásgeirs sumarið 1934,
hafi brugðizt skyldu sinni með
því að krefjast ekki sektar
verkefni, en byggja þó á okkar grunni. Ég vil engu spá um
þá framtíð, nema því, að ég hygg að eftir nótt efnishyggju
og þröngrar stéttabaráttu muni koma ný aldamótabylgja,
þar sem andleg og siðferðileg verðmæti verði meir í heiðri
höfð, heldur en nú í hvíldar- og öldudal yfirstandandi tíma.
Ég vona, að þegar þið fáið frá mér þessar línur, með
þökk fyrir kveðjuna og langt og fjölþætt samstarf, þá hafi
vetur og norðangjóstur vikið fyrir blæ úr suðrinu heita,
þegar hinir björtu dagar og Ijósu vornætur endurborga
margfaldlega skammdégismyrkur vetrarmánaðanna.
JÓNAS JÓNSSON
frá Hriflu.
þá þegar. — Af ástæðum, sem
fyrr er getið, var þjóðin öll,
að því er snerti mannorð sitt,
í yfirvofandi hættu, þar til fé-
gjöldin voru imít af h^ndi, enda
var þá haldið inn á nýjar leiðir
um stjórn landsins. Þingið tók
harmþrungið og með viðbjóði við
sáttmálanum, bjargaði því, sem
bjargað varð og dæmdi Ásgeir
skilorðsbundið til vegtyllustöðvun-
ar ævilangt. Honum hefur þá
hlotið að vera ljóst, að hann var
samkvæmt réttum rnannlífslögum
varanlega úr leik. Friður einka-
lifsins opnaði hlið sín fyi'ir hon-
um, en jökultindar hefðarinnar
hlutu að vera honum lokaður
heimur. Nú er Ásgeir þó eftir
langa bið aftur á beru svæði, þar
sem vindar blása öllum áttum.
Hann er þingmaður í hinu fræga
kjördæmi Jóns Sigurðssonar. Þjóð-
in gerði Jón Sigurðsson að forseta
í andlegu ríki. Hann göfg'aði for-
setaheitið svo að það er vandmeð-
farið. Jón Sigurðsson hélt uppi
með eigin efnum í öðru landi
mestu og virðulegustu risnu, sem
sögur fara af á íslenzku heimili.
Þar var ekki viðhafður heimil-
isbragur tamdra gistihúsþjóna,
heldur íslenzk gestrisni og þjóð-
leg siðfágun. I mannsaldur varði
Jón Sigurðsson orku sinni til að
mennta, sameina og göfga þjóð-
ina. Undir forystu hans féll aldrei
blettur á skjöld íslands. Fyrir
hans aðgerðir endurheimti þjóðin
það frelsi, sem hún hafði glatað
fyrr á öldum sökum augnabliks-
kyggju og metnaðar afvegaleiddra
leiðtoga, sem ekki kunnu fótum
sínum forráð.
Innan skamms gengur öll ís-
lenzka þjóðin undir landspróf við
forsetakjörið. Þann dag verða
átök í hugum allra hugsandi
manna í landinu. Þeir eiga að
velja miili tveggja hugsjóna, sem
báðar eru tengdar við þingfull-
trúa Isfirðinga: Jón Sigurðsson
og Ásgeir Ásgeirsson. Annar
þessara manna hefur grundvallað
ailt það, sem er bezt í nútíma-
lífi þjóðarinnar. Hann byggði
framtíðarríki íslendinga með því
að gera strangar siðgæðis- og
drengskaparkröfur til sín og
annarra. Hann sameinaði alla
þjóðrækna Islendinga um hugsjón
sína og baráttu. Lífsstefna Ás-
geirs Ásgeirssonar er með allt
öðrum hætti, og svo eru vinnu-
brögð hans, risnuhæíileikar, störf
á þingi og að þjóðmálum, þrá
hans eftir hégóma fremur en
veruleika, sjálfselska hans og
augnablikshneigð, að ógleymdu
sundrungareðli og flasfengnum
aðgerðum, varðandi hin þýðingar-
mestu þjóðmál. Allt stjórnmála-
starf hans er í fyllsta ósamræmi
við vinnubrögð og áhrif fyrsta
þingfulltrúa Isfirðinga. Deilan um
næsta forseta snýst eingöngu um
stefnur og starfshætti þessara
mjög ólíku vestfirzku fulltrúa.
Skyldi hinn mikli kjósendahópur
falla á landsprófinu? Skyldi meiri-
hluti kjósenda taka vitandi vits
á sig skömm landsins frá 1934,
án þess að geta létt sektarþung-
anum af manninum, sem framdi
misgerðina? Eða hefur þjóðin
þroska, þrek og manndóm til að
halda fast við hugsjónir forset-
ans frá Rafnseyri? — J. J.