Feykir


Feykir - 15.02.2023, Page 1

Feykir - 15.02.2023, Page 1
07 TBL 15. febrúar 2023 43. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 10 BLS. 9 BLS. 6 Viðurkenningar Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2022 Byggðasaga Skaga- fjarðar tilnefnd Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur Keppir aðallega utan húss á sumrin Erlendir tuðrukastarar Það er óútskýranlega frábær stemning hérna 31 TBL 19. ágúst 2020 40. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS . 6–7 BLS. 4 Olíutankarnir á Króknum teknir niður Nýttir sem meltu- geymar á Vestfjörðum BLS. 10 Hrafnhildur Viðars hefur opnað sérhæfða naglasnyrti- stofu á Sauðárkróki Game of Nails Hera Birgisdóttir læknir segir frá degi í lífi brottflutts Saknar íslens a viðho fsi s „þetta reddast“ Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400 www.facebook.com/velavalehf www.facebook.com/velavalehf & 453 88 88 velaval@velaval.is Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga með hita upp á 20 stig og jafnvel meira og að sjálfsögðu stillu norðanlands sem er ávísun á næturdögg. Á mánu- dagsmorgun mátti sjá hvernig áfallið baðaði umhverfið a.m.k. í og við Sauðárkrók. Á Borgarsand- inum höfðu maurköngulær spunnið breiðu af fallegum vefjum svokölluðum vetrarkvíða sem Ingólfur Sveinsson, sá er tók meðfylgjandi mynd, segir sjaldgæfa sjón. Matthías Alfreðsson, skordýrafræð- ingur hjá NÍ segir vetrarkvíða vera náttúrufyrirbrigði sem voðköngulær eru þekktar fyrir að spinna og leggist eins og silki yfir gróður. Blökkuló (Erigone arctica) er dæmi um tegund sem skilur eftir sig slíka þræði. Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands kemur fram að maurkönguló sé tiltölulega sjaldgæf en fundin í öllum landshlutum, e.t.v. algengari um norðanvert landið en á landinu sunnanverðu, á miðhálendinu í Fróðárdal við Hvítárvatn. Maurkönguló finnst í runnum og trjám, einnig í klettum og skriðum, ekki eins hænd að vatni og frænka hennar sveipköngulóin (Larinioides cornutus). Vefurinn er hjóllaga, tengdur milli greina inni í runnum eða utan í þeim eða á milli steina. Hér á landi hafa maurköngulær fundist kynþroska í júlí og ágúst. Almennt Maurkönguló er lítt áberandi þar sem lítið er af henni og hún dylst vel í kjörlendi sínu. Auk þess er vefurinn fíngerður og óáberandi, varla nema um hálfur metri í þvermál ef aðstæður leyfa. Maurkönguló er mjög lík sveip- könguló, þó heldur minni, og er stundum vissara að aðgæta kynfæri til að aðgreina þessar frænkur með vissu. Oftast er afturbolur þó dekkri á maurkönguló og ekki ljós rönd aftur eftir honum miðjum. Miðbakið er að mestu dökkt en ljóst þverbelti sker dökka flekkinn í tvo hluta rétt framan miðju á kvendýrum. Þetta getur þó verið breytilegt. Neðan á afturbol eru tveir svigalaga ljósir blettir eins og á sveipkönguló, og fætur eru sömuleiðis rauðleitir eða rauðgulir með dökkum beltum. Í heiminum eru þekktar um 44.000 tegundir köngulóa, á Íslandi 91 tegund auk slæðinga. /PF Köngulóin sveipar melgresið silki Áfall næturinnar í sólargeislum árdagsins Þessa skemmtilegu mynd tók Ingólfur Sveinsson sl. mánudagsmorgun af maurkönguló sem hafði strengt vef milli melgresisstráa. Sagði hann vefina hafa verið fjölmarga á svæðinu og sagði slíka breiðu vefja sem baðaðir eru næturdögginni kallaða vetrarkvíða. Sáust þeir vel í morgunsárinu áður en döggin hvarf með hækkandi sól. MYND: INGÓLFUR SVEINSSON velaval@velaval.is 453 88 88 www.velaval.is Vefverslun velavalehf Sv rtá ruddi sig seint á mánudagskvöldið Mikið tjón á vegi og brú yfir í Barkarstaði Svartá í Svartárdal ruddi sig seint á mánudagskvöldið með miklum látum og víða fór áin upp á veg með ruðning, segir í frétt á Húnahorninu en stór stífla hafði myndast við brúna yfir í Barkarstaði. „Brúin er stórskemmd eða jafnvel ónýt, að sögn Jakobs Sigurjónssonar, bónda á Hóli. Hann segir að sambandslaust sé við ljósleiðarastreng framan Barkarstaða en strengurinn liggur yfir Svartá á brúnni, fyrir alla bæi framar í dalnum. Ljóst sé að mikið tjón er á túnum og girðingum í dalnum. En þetta skýrist nánar í birtingu,“ er haft eftir Jakobi á Húni.is í morgun. Höskuldur Birkir Erlingsson, lögreglumaður, var á ferðinni í Svartárdalnum í gær og segir hann um gríðarlegt jakahlaup að ræða og eyðilegginguna mikla. Vegurinn heim að Barkarstöðum sé í sundur og brúin stórskemmd og þar með er sjö manna fjölskylda nú einangruð en um brúna er eina leiðin yfir Svartá heim að bænum. /PF Eins og sjá má hefur mikið gengi á þegar Svartáin ruddi sig á mánudagskvöldið. Vegur í sundur og brúin heim að Barkarstöðum í sundur. MYND: HÖSKULDUR BIRKIR ERLINGSSON.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.