Feykir


Feykir - 15.02.2023, Síða 4

Feykir - 15.02.2023, Síða 4
Húnabyggð www.hunabyggd.is FASTEIGNAGJÖLD 2023 Álagning fasteignaskatts: A-hluti fasteignaskatts (íbúðarhúsnæði) er 0,50% af hús- og lóðarmati. A-hluti fasteignaskatts (hesthús og gripahús í þéttbýli) er 0,50% af hús- og lóðamati. B-hluti fasteignaskatts (opinbert húsnæði) er 1,32% af hús- og lóðarmati. C-hluti fasteignaskatts (atvinnuhúsnæði og annað en að neðan greinir) er 1,65% af hús- og lóðamati. Vatnsgjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 0,275% af hús- og lóðarmati. Holræsagjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 0,25% af hús- og lóðarmati. Rotþróargjald er lagt á fasteignir sem tengjast rotþróm og fer gjaldtakan eftir stærð þeirra. Lóðarleiga fyrir A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði) er 2% af fasteignamati lóðar, fyrir ræktunarlóðir 7.900 kr. á hektara, að lágmarki kr. 10.550,-. Sorpgjöld: Innheimt á hverja íbúð vegna sorphirðu með 240l tunnu: kr. 31.000,- Innheimt á hverja íbúð vegna sorpeyðingar með 240l tunnu: kr. 31.000,- Þar sem eru stærri tunnur en 240l þá eru gjöldin eftirfarandi: Almennur úrgangur 660 lítra tunna kr. 124.000,- Almennur úrgangur 1.100 lítra tunna kr. 195.000,- Auka ílát fyrir almennan úrgang 240 lítra kr. 31.000,- Innheimt á sumarhús, hesthús og gripahús í þéttbýli vegna sorpeyðingar: kr. 24.200,- Reglur um afslátt af fasteignaskatti árið 2023 1. gr. Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Húnabyggð er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. 2. gr. Þeir aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði eiga rétt á afslætti á fasteignasköttum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar: a) Ellilífeyrisþegar 67 ára á álagningarárinu eða eldri eða örorkulífeyrisþegar sem hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkar. b) Þeir sem eru úrskurðaðir 75% öryrkar á álagningarári eiga rétt á hlutfallslegri lækkun frá því að örorkumat tók gildi. c) Viðkomandi búi í eigin húsnæði og hafi ekki af því leigutekjur. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði í allt að þrjú ár dvelji viðkomandi aðili á öldrunarstofnun og að íbúð í eigu hans sé ekki leigð út eða nýtt af skyldmennum. d) Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- eða örorkulífeyrisþegi. 3. gr. Upplýsingar um tekjur vegna útreiknings fasteignaskatts eru sóttar vélrænt á vef Skattsins í gegnum álagningarkeri Fasteignaskrár Íslands. Ekki er þörf á sérstökum umsóknum vegna afsláttar. 4. gr. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 88.000 á árinu 2023. Afsláttur er reiknaður út frá álagningu 2022 vegna skatttekna ársins 2021, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10). 5. gr. Tekjumörk eru sem hér segir: Fyrir einstaklinga: a) Með tekjur allt að kr. 4.525.858 – fullur afsláttur skv. 4. gr. b) Með tekjur yfir kr. 5.883.615 – enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) Með tekjur allt að 5.657.322 – fullur afsláttur skv. 4. gr. b) Með tekjur yfir kr. 7.354.519 – enginn afsláttur. Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur. Reglur þessar voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar þann 13. desember 2022. Gjalddagar álagðra fasteignagjalda umfram kr. 25.000,- eru: 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember & 1. desember. Gjalddagi álagðra fasteignagjalda undir kr. 25.000,- er 15. maí. Hægt er að óska eftir því að greiða öll gjöld á einum gjalddaga sem er 15. maí. Sækja þarf um gjalddaga- breytingu á bæjarskrifstofu fyrir 15. mars 2023. Eindagi gjalddaga eru 30 dagar. Álagningarseðlar eru rafrænir og eru aðgengilegir á www.island.is. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðskiptavina. Hægt er að óska eftir útprentuðum álagningarseðli og greiðsluseðli og skal senda beiðni um þar á netfangið hunabyggd@hunabyggd.is. Frekari upplýsingar um álagninguna er hægt að fá á skrifstofu Húnabyggðar í síma 455 4700. Eftirfarandi gjaldskrá var tekin fyrir og samþykkt á fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar 15. desember 2022. Sveitarstjórinn í Húnabyggð, 15. desember 2022 Pétur Arason Hún barst nokkuð seint febrúarspáin frá Veðurklúbbi Dalbæjar að þessu sinni og segir Bergur Jónsson, ritari klúbbsins, það skrifast að öllu leyti á hann. „En við skulum reyna af öllum mætti að sparka ekki fast í leggina á honum fyrir það,“ segir í skeyti spámanna til fjölmiðla. Mættir á fund voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson og Kristján Loftur Jónsson. Þeir segja spá janúar reyndar vera alveg fyrirmynd febrúar, með áframhaldandi umhleypingum en ekki afgerandi miklum snjóum. Hitastig þó eitthvað hækkandi eins og gera mátti ráð fyrir. „Við fórum yfir ýmsa veðurboða og hjátrú svona til upprifjunar og möguleika á viðbótum og rákumst á einhverja hjátrú sem hafði ekki komið fyrir augu okkar áður. Þá gerðum við tilraunir til að komast í heimsókn til veðurglöggra manna í nágrannasveitum en veður hamlaði okkur það. Við gefumst þó ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Með kveðju Dalbæinga fylgir vísa sem endranær. Væta sig á veðurglögg vildu ýmsir reyna. Til þess þyrfti væna dögg, þú veist hvað ég meina. Höf. Bjór. Vaxandi sunnanátt Engin lognmolla er í kortum Veðurstofunnar næstu daga því þar er spáð suðlægri átt 8-13 og éljagang í dag en á Veðurklúbbur Dalbæinga opinberar febrúarspána Áframhaldandi umhleypingar með hækkandi hitastigi Í Kelaskúr var Kristján Sveins, kallaður Stjáni blái, krafti búinn kjarnafleins, kappinn dæmafái. Annar var þar Ægis þór, Oddur sterki af Skaga. Hann á sjóinn fullur fór flesta róðrardaga. Þriðji svaðinn Sæmundur sífulli þar reri. Yfir höfuð aldrei þur, ógn í hverju veri. Ráðskonan var rösk og frjáls, reynd úr mörgu prófi. Lauga hét hún, létt til máls, lausgirt fram úr hófi. Liðið krýndi ferli frægt, fullur sást þar dampur, það var allt af röskri rækt en rakadrægt sem svampur! Rúnar Kristjánsson Rúnar Kristjánsson Sjómennska fyrir austan morgun, fimmtudag, verður vestlæg átt 5-13 m/s, og él, en bjart norðaustan til. Hiti um eða undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg eða breytileg átt 5-13 og víða dálítil él en yfirleitt bjart suðaustan til. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8, og sums staðar lítilsháttar él. Frost um mestallt land. Vaxandi sunnanátt með snjókomu eða slyddu og hlýnandi veðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn. Á sunnudag: Sunnan hvassviðri eða stormur með rigningu og hiti 5 til 11 stig en suðvestanátt með éljum og kólnar um kvöldið. Lengst af þurrt norðaustanlands. Á mánudag: Útlit fyrir minnkandi vestlæga átt með éljum og kólnandi veðri. /PF Það er stundum talað um veðurglugga þegar róleg stund skapast milli óveðursáhlaupa en hér er annars konar veðurgluggi á ferðinni. Þessi myndar sprungur í glerinu þegar eitthvað fýkur á hann en það var einmitt það sem gerðist í lægðagargi helgarinnar á Kálfsstöðum í Hjaltadal. Inni í blaðinu er að finna fleiri myndir af veðurtjóni í Skagafirði. MYND: ÓLAFUR SIGUR-GEIRSSON. 4 07/2023

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.