Feykir - 15.02.2023, Blaðsíða 9
ERLENDIR TUÐRUKASTARAR
Taiwo Badmus | lítill framherji í liði Tindastóls
„Það er óútskýranlega
frábær stemning hérna“
Taiwo Badmus er 29 ára gamall
írskur landsliðsmaður, ættaður
frá Kongó, sem hefur glatt
stuðningsmenn körfuboltaliðs
Tindastóls síðustu misserin.
Kappinn slagar í tvo metrana
en er engu að síður snöggur og
fimur og jafn líklegt að sjá hann
troða með tilþrifum eða skella í
eina eldflaug utan 3ja stiga
línunnar.
Þó Taiwo hafi að sjálfsögðu mest
dvalið á Sauðárkróki síðustu tvö
árin þá býr hann í London en
ólst að miklu leyti upp á Írlandi.
Hann hefur ekki bara spilað
körfu því Tai hefur náð sér í
gráðu í tölvunarfræði. Áður en
hann kom til Íslands hafði hann
spilað á Spáni í þrjú ár í Leb
gulldeildinni. Nokkur íslensk lið
höfðu samband við umboðs-
manninn hans og var Tindastóll
eitt þeirra.
Hvað hefur komið mest á óvart
síðan þú komst til? -Veðrið var
ekki eins slæmt og ég hélt. Ég
bjóst við að það myndi snjóa
hérna stanslaust, 24/7. Þá talar
fólk hér mjög góða ensku, það
er ekki mikil tungumálahindrun
þegar kemur að samskiptum. Ég
þurfti til dæmis að læra spænsku
til að geta átt samskipti við
liðsfélaga mína þegar ég var að
spila á Spáni.
Er eitthvað sem hefur komið
þér á óvart varðandi Tinda-
stólsliðið eða Subway-deild-
ina? -Ég hafði ekki miklar
væntingar áður en kom fyrst í
deildina en ég varð mjög hissa á
hæfileikum leikmanna, getustig-
inu og hraðanum í deildinni. Mér
líkar vel við leikstílinn hérna. Að
vera hluti af liði Tindastóls er
mögnuð upplifun, hvort sem við
erum að tala um liðið eða stuðn-
ingsmennina, það er óútskýran-
lega frábær stemning hérna.
Hver er uppáhalds liðsfélaginn
þinn eða skemmtilegastur?
-Mér kemur vel saman við alla
liðsfélaga mína og tel mig vera
góðan félaga þeirra allra. Allt frá
eldri strákunum til jafnvel yngri
strákanna, við skemmtum okkur
vel, grínumst í hver öðrum og ég
held að ég gæti ekki valið einn
þó ég vildi.
Hverjar voru vonir þínar fyrir
tíma þinn hér á Íslandi? -Nú á
öðru ári mínu hér á Íslandi er
markmið mitt að ná í titil og ég
held að við séum með lið og
stuðningsmenn til að ná því
marki.
Hvaða körfuboltamaður hefur
veitt þér innblástur á ferlinum?
-Kobe Bryant er ein af mínum
stóru fyrirmyndum. Keppnis-
harka hans og drifkraftur var
engu lík. Hann leitaðist alltaf við
að verða betri á hverjum einasta
degi, sama hvað, og það eru þeir
eiginleikar sem ég myndi vilja
þróa með sjálfum mér.
Hvað gerir þú á Sauðárkróki
UPPÁHALDS SNAKKIÐ:
Lambið hérna er ótrúlegt!
UPPÁHALDS LAG: Það eru
nokkur íslensk lög sem ég
hef heyrt í útvarpinu sem ég
hef fílað en veit ekki nöfnin
á þeim. Tindastólslagið gæti
verið í uppáhaldi hjá mér.
SKRÝTNASTI MATURINN
SEM ÞÚ HEFUR BRAGÐAÐ Á
ÍSLANDI: Ég var að hugsa
um að prófa hákarlinn en ég
skipti um skoðun á síðustu
stundu vegna þess hversu
sterk lyktin var.
UPPÁHALDS KÖFRUBOLTA-
LIÐIÐ: Mér líkar við Lakers
vegna þess að ég er mikill
Lebron aðdáandi.
dripplið
stöðum Íslands eða er aldrei
tími - eða veður á veturna - til
að njóta þess að fara í ferðir?
-Ég hef haft tíma til að skoða
nokkra baðstaðanna í kringum
landið. Ég hef líka haft tækifæri
til að heimsækja nokkra fossa.
Ég elska náttúruna á Íslandi.
Geturðu skemmt þér vel utan
körfuboltans, verið í félagsskap
þeirra sem eru í körfunni eða
fótboltanum? -Mér líkar við
samfélagið hér, ég eyði tíma
með körfuboltamönnum en ég
hef líka kynnst mörgum úr
fótboltanum og alls konar fólki
innan samfélagsins.
Hvað hefur verið erfiðast við
dvöl þína á Íslandi? -Dimmir
vetur eru sennilega erfiðastir.
Ertu spenntur fyrir restinni af
tímabilinu undir stjórn nýs
þjálfara og heldurðu að liðið
geti náð langt í úrslita-
keppninni? -Þetta hefur verið
upp og niður tímabil en auðvitað
er ég alltaf jákvæður og trúi því
að við getum náð þeim
markmiðum sem við settum
okkur. Pavel er ekki bara frábær
þjálfari heldur er hann frábær
náungi og var frábær leikmaður.
Ég ber mikla virðingu fyrir
keppnisskapi og sigurvilja hans
sem ég fann þegar ég spilaði
gegn honum í fyrra og finnst ég
upplifa aftur núna hjá honum
sem þjálfara. Hann þekkir
deildina og liðið okkar mjög vel.
Ég er svo sannarlega spenntur
fyrir því hvert við getum farið í
þessa ferð ásamt allri þekkingu
hans og reynslu. /ÓAB
fyrir utan að spila körfubolta?
-Flesta daga á Sauðárkróki er ég
í ræktinni tvisvar á dag, nánast
daglega. Mér finnst gott að eyða
extra tíma í að hugsa um líkama
minn. Þetta felur í sér lyftingar,
teygjur, heitan pott, köld böð.
Þegar ég er ekki að spila
körfubolta finnst mér líka gaman
að halda mér við í tölvunáminu
svo ég gleymi ekki því sem ég
hef lært. Þegar ég er ekki að
gera neitt af þessu þá finnst mér
gaman að slaka á og annað
hvort horfa á kvikmyndir eða
sjónvarpsþætti.
Hefur þú getað heimsótt ein-
hverja af helstu ferðamanna-
Taiwo bregður á leik.
MYND: DAVÍÐ MÁR
07/2023 9