Feykir


Feykir - 15.02.2023, Side 10

Feykir - 15.02.2023, Side 10
Það hefur blásið hressilega á landinu síðustu daga og vikur enda hver lægðin af annarri vaðið yfir hauður og haf. Þrátt fyrir það voru útköll björgunar- sveita á Norðurlandi vestra í lágmarki síðustu helgi en á Skagaströnd slitnaði einn bátur upp sem hékk þó á einum enda þegar að var komið og á Fremri- Kotum í Norðurárdal fauk gafl upp og hurðir af bragga á laugar- daginn sem Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sinnti. Þar voru þak- plötur einnig festar og þær sem höfðu losnað tryggðar niður. Yfir tuttugu bárujárnsplötur fuku af gamla fjósinu á Hólum aðfararnótt mánudags og dreifðust víða, um biskupagarð, bílastæði og ein í kirkjugarðinn, skrifar Broddi Freyr Hansen, starfsmaður Háskólans á Hólum, á Facebook-síðu sína. „Fundum nokkrar liggjandi lausar á fjósþakinu og nokkrar að losna,“ útskýrir Broddi. „Hér urðu laufvindarnir heldur snarpir þessa nóttina. Gamla hestamiðstöðin lét á sjá og íbúðarhús varð fyrir aðkasti. 4 hestar voru fegnir að komast út og hverfa út í nóttina. Þeir hafa það fínt núna,“ skrifar Ólafur Sigurgeirsson, sam- starfsmaður Brodda Freys, á sína Facebook-síðu. Hesta- miðstöðin sú arna er staðsett á Kálfsstöðum og er að sögn Ólafs gömul hús. „Það var feiknalega hvasst í fjallabylgjunum, ekki stætt og grjót og drulla á flugi. Líklega hefur vindhraðinn farið vel yfir 50m/sek. þegar verst lét,“ sagði Ólafur við Feyki. Þá fréttist af gámi sem fauk á hliðina á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki og kerrur ultu á Nöfum. Engin lognmolla er í kortunum næstu daga því Veðurstofan spáir suðlægri átt 8-13 og éljagangur í dag en á morgun, fimmtudag, verður vestlæg átt 5-13 m/s og él, en bjart norðaustan til. Hiti um eða undir frostmarki. /PF Kári í veðurham Þakplötur fuku í óveðri helgarinnar Foktjón á Kotum í Norðurárdal MYND AÐSEND Björgunarsveitarmaður að störfum á Kotum. MYND AÐSEND Íbúðarhúsið á Kálfsstöðum. MYND ÓLAFUR SIGURGEIRSSON. Gamla fjósið á Hólum. MYND AMBER CHRISTINA Hin unga frjálsíþróttakona, Stefanía Hermannsdóttir á Sauðárkróki, fékk á dögunum afhentan minningarbikar um Stefán Guðmundsson fv. stjórnar- formann KS og konu hans, Hrafnhildi Stefánsdóttur. Um farandbikar er að ræða sem oftast hefur verið veittur samhliða athöfn Menningarsjóðs KS. Að þessu sinni fór athöfnin fram í aðal húsakynnum Kaupfélagsins undir stjórn Bjarna Maronssonar, stjórnar- formanns KS, sem afhenti Stefaníu afreksbikar og fjárstyrk. Í umsögn um afrek Stefaníu segir að hún sé ung frjálsíþróttakona sem æfi hjá frjálsíþróttadeild Tindastóls og keppi undir merkjum UMSS. „Hennar aðal keppnisgreinar eru spjótkast og kringlukast. Stefanía hefur náð bestum árangri í spjótkasti og er orðin einn besti spjótkastari landsins þó hún sé enn ung. Hún setti til að mynda glæsilegt héraðsmet í sínum aldursflokki síðasta sumar með kasti upp á 41,75 metra. Hún varð í öðru sæti bæði í kringlukasti og spjótkasti á Meistaramóti Íslands 15-22 ára í júní á liðnu ári. Nú í desembermánuði var Stefanía svo valin í landsliðshóp FRÍ eftir árangur sumarsins.“ Þó aðalgreinar Stefaníu séu spjótkast og kringlukast þá hefur hún æft og keppt í kúluvarpi en segist hafa dregið sig pínu frá því. Eins og að framan greinir hefur henni vegnað vel á keppnisvellinum en segist verða sáttari með meiri bætingar og stefnir hún á það í sumar. „Ég hef ekki keppt í vetur, keppi aðallega utan húss á sumrin. Á veturna æfi ég með því að styrkja mig, tek af og til kastæfingar en er aðallega að styrkja,“ segir Stefanía sem að sjálfsögðu stefnir á að kasta lengra á komandi keppnistímabili. Hennar stærsta markmiðið er náttúrulega að komast á Ólympíuleikana einhvern daginn en hún komst með árangri sínum í landsliðshópinn fyrir þetta ár. En það er fleira en íþróttir sem verið er að stunda því hún nemur rafvirkjun í FNV. „Það gengur bara mjög vel. Fín kennsla og aðeins fjölbreyttara en að vera bara í bóklega náminu á stúdentsbrautinni. Ekki alveg búin að ákveða framhaldið en hef áhuga á rafeindafræðinni og stefni líklega í þá átt.“ Fyrir þau sem ekki koma Stefaníu fyrir sig gæti hjálpað að nefna foreldrana en þau eru Hermann Einarsson, stýrimaður, og Kolbrún Þórðardóttir, kennari. /PF Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur Keppir aðallega utan húss á sumrin Stefanía með afreksbikar og viðurkenningarskjal. MYND PF Þakplötur fuku á Kálfsstöðum MYND ÓLAFUR SIGURGEIRSSON. 10 07/2023

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.