Vinnuveitandinn - 23.07.1939, Blaðsíða 3

Vinnuveitandinn - 23.07.1939, Blaðsíða 3
Reykjavík, 23. júlí 1939 I. árg., 1. fölublað FJELAGSBLAÐ VINNUVEITENDAFJELAGS ÍSLANDS VlNNUVEITENDAFJELAG ÍSLANDS, VONARSTRÆTI 10, REYKJAVÍK. SÍMI 1171. MuniS eptir — og íariS eptir — 16. gr. fjelagslaganna. Fjelagsmenn eru beðnir að geyma blaðið, byí síðar mun oft verða tilefni til að vísa í fyrri tölubiöð. Til fjelaga Vinnuveifendafjelags Islands Framkvæmdanefnd fjelags vors hefur ákveðið að hefja úfgáfu blaðs fyrir fjelagið, sem senf verði öllum fielagsmönnum. Tilgangur blaðsins er fyrsf og fremsf sá að flytja fjelagsmönnum tilkynningar um fjelagsmálefni. En auk þess er ætlast til þess að blaðið verði vetfvangur fyrir skýrslur og umræður viðvíkjandi öllu því, er varðað getur hagsmuni vinnuveitenda. Væri mjög æskilegt að fjelagsmenn sendu blaðinu greinar um áhugamál sín í þessum efnum. I byrjun mun blaðið koma út á ýmsum tímum og með mismunandi stærð eptir þvi, sem tilefni verður til. Pað hefur þótt vel við eigandi að blaðið hefji göngu sína á fimm ára afmæli fjelagsins Vinnuveitendaíjelag Islands 5 ára. Hinn 23. júlí 1934 var Vinnuveit- endafjelag íslands stofnað. Það hafði farið hjer á landi eins og átt hafði sjer stað annarsstaðar á Norðurlöndum, að vinnuveitendur komu ekki á almennum samtökum sín á milli fyr en löngu síðar en verka- lýðurinn stofnaði allsherjarsamtök sín. Þannig var Samband verkalýðs- fjelaganna í Danmörku stofnað árið 1885, en Vinnuveitendafjelag Dana var ekki stofnað fyr en árið 1896. Svipað var um Noreg, Svíþjóð og Finnland. Allsstaðar í þessum löndum höfðu vinnuveitendur að vísu haft með sjer fjelög í einstökum atvinnu- greinum, en allsherjarf jelög þeirra voru ekki stofnuð fyr en svo var hart að þeim gengið af hendi verklýðsfje- laganna, að þeir töldu atvinnulífinu stofnað í voða sakir þess, hversu ó- bærilegar kröfur voru gjöi’ðar af hendi verkalýðsins, og krept svo að vinnuveitendum, að þeir gátu eigi lengur talist húsbændur á sínu eigin heimili. Því miður drógst alt of lengi hjer á landi, að almennur fjelagsskapur yrði stofnaður meðal vinnuveitenda. —- Verkalýðurinn myndaði allsherj- arf jelagsskap sinn árið 1916 með stofnun Alþýðusambandsins. Það liðu þannig 18 ár frá því að þau samtök komust á, þangað til vinnuveitendur stofnuðu allsherjarfjelag sitt, Vinnu- veitendafjelag Islands. 011 þessi ár stóðu vinnuveitendur dreifðir og varn- arlitlir gagnvart kröfum verkalýðs- ins. Fáein vinnuveitendafjelög voru þó til á þeim árum og má víst með sanni segja, að Fjelag ísl. botnvörpu- skipaeigenda var hið eina þeirra, sem starfaði með verulegum árangri. Þetta var ástand, sem gat ekki stað- ist til lengdar. Eins og við mátti bú- ast voru kröfur verkalýðsins ekki sniðnar eftir því, hvað atvinnuvegir landsins gætu borið uppi. Verkalýður- inn, eða foringjar hans, gættu þess ekki, að grundvöllur vellíðunar verka- lýðsins hlýtur ávallt að vera velgengni atvinnuveganna. Því aðeins getur ver- ið mikil atvinna fyrir verkalýðinn, og borguð svo vel að verkalýðurinn geti lifað sæmilegu lífi, að atvinnuvegirn- ir sjeu ekki sligaðir af óbærilegum byrðum. Þetta á að sjálfsögðu ekki aðeins við um kaupkröfur verkalýðs- ir.s, heldur einnig um skattabyrði þá, stm lögð er á atvinnuvegina. Það virðist því eiga að vera sameiginlegt áhugamál verkalýðs og vinnuveitenda, að byrðunum á atvinnuvegunum sje stillt svo í hóf, að þeir geti borið þær. En hjer á landi virðist foringja verka- lýðsins hafa skort nægilegan skilning á þessu. Það er reynsla alstaðar, að í þess- um efnum stoðar ekkert annað en allsherjarsamtök vinnuveitenda. Stofnun Vinnuveitendafjelags ís- lands var því hið mesta nauðsynjamál fyrir þjóðina. Að stofnun fjelagsins di’ógst svo lengi, hefir verið ómetan- legt tjón fyrir landið. Hefði fjelagið verið stofnað ái’atug fyrr, er líklegt að atvinnuvegir landsmanna væru nú ekki svo illa komnir sem þeir eru. Að sjálfsögðu þarf nokkur ár til þess að slíkt fjelag sem Vinnuveit- endafjelag Islands verði sterkt og á- hrifamikið. Vegna undanfarins sam- takaleysis vinnuveitenda vantar mjög mikið á nauðsynlegt fjelagslyndi og fjelagsþroska meðal þeirra. Slíku verður ekki náð, nema með margra ára fjelagsstarfi. í verkalýðsfjelög- unum er á undanförnum árum búið að mynda aðdáunarvert fjelagslyndi meðal manna, og samtök vinnuveit- enda verða ekki nægilega sterk fyrr en þeir hafa sannfærst um að það er lífsnauðsyn fyrir þá að standa sam- an. Þegar það liggur fyrir, að jafn nauðsynlegt er fyrir vinnuveitandann að vera í vinnuveitendaf jelaginu eins og það er nú fyrir verkalýðinn að vera í sínum fjelagsskap — þá fyrst er f jelagsskapur vinnuveitenda búinn

x

Vinnuveitandinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnuveitandinn
https://timarit.is/publication/1931

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.