Allt um íþróttir - 20.05.1968, Blaðsíða 5

Allt um íþróttir - 20.05.1968, Blaðsíða 5
ALLT UM ÍÞRÓTTIR — 5 ÞJÁLF- FRÆDI 1. ÞÁTTUR 1 rúma tvo áratugi, — hin síðari ár a.m.k. af og til —, hafa íslenzkir íþróttamenn og konur náð íþróttaafrekum, sem vakið hafa athygli á íslending- um víða um heim og í dag eru íslenzk handknattleikslið, sérí- lagi landsliðin, talin til fremri Iiða í heimi. Þessar ánægjulegu staðreyndir breyta þó engu um þá staðreynd, að þjálf- un íslenzks íþróttafólks hefur hingað til verið fremur bág- borin og ekki verið nægilega grundvölluð á vísindalegri þekk- ingu. Oft hefur vanþjálfun verið orsök þess, að ekki náð- ist sá árangur sem efni stóðu til. Vitanlega eru ástæðurnar fyrir því að þjálfun íþrótta- fólks okkar er í mörgu ábóta- bant fjölmargar, en þó verður því tæplega á móti mælt, að höfuðástæðan er sú, að hér til lands hefur ríkt vanþekking á sviði íþróttafræða og þá að sjálfsögðu líka í þjálffræði sem einum þætti þeirra. Þrátt fyrir gífurlegar framfarir á sviði í- þróttavísinda frá stríðslokum í Evrópu, Ameríku og reyndar víðar, þá hafa íþró.ttavísindi enn ekki fest rætur hér hjá okkur. Aðeins lítið eitt hefur verið skrifað eða þýtt á ís- lenzku um þessi mál og þá fyrst og fremst um hin al- mennustu atriði. Fram yfir þetta er ekkert til og mennt- unarmöguleikarnir eru eftir því. Rannsóknir eiga sér ekki stað svo talandi sé um og verða sennilega að bíða langs tíma ef að líkum lætur. Við erum að þessu tteyti miklir eftirbátar annarra þjóða. • Það á að vera hlutverk þessa þáttar í „Allt um íþróttir“ að Icggja fram einhvern skerf til þess að bæta ríkjandi ástand í þjálfmálum okkar. Þátturinn mun flytja fræðandi efni um almenna þjáWun og einnig um sérhæfða þjálfun í hinum ýmsu íþróttagreinum. Er það von blaðsins að því takist á þennan hátt, að efla íslenzkar afreks- íþróttir og hefja vísindalega þekkingu til vegs og virðingar. ALLT UM ÍÞRÓTTIR Ritstjóri og útgefandi: Dr. Ingimar Jónsson. Ritstjórn og auglýsingar Skólavörðustíg 19. Sími 17504 Pósthólf 310. Lausasöluverð kr. 15. Prentsmiðja Þjóðviljans. Þess ber að geta í upphafi þessara þátta, að það er ekki með öllu vandalaust að rita um íþróttaþjálfun. Hún er ekki laus við að vera allfflókin. Þar fyrir utan gerir skortur á hug- tökum og nákvæmri skilgrein- ingu á inntaki þeirra á ís- lenzfcri tungu, verkefnið enn erfiðara viðfangs en ella. Þetta gerir hinsvegar nauðsynlegt að hefja þætti þess á undirstoðu- atriðum þjálffræðinnar t>g skul- um við snúa okkur að því að skilgreina hugtakið þjálfun. Hvað er þjálfun og hvert er takmark hennar? Hugtakið íþróttaþjáifiuin er bæði notað í þröngri og víðri merkingu. I þröngrí merkingu er þjálfun visis tilhögun eða form á að búa íþróttamamminn undir að ná góðum íþróttaaf- rekum til dæmis á aiþjóða- mælikvarða. Á þessum undir- búningi eru að sjálfsögðu marg- ar hliðar og má til hans telja m.a., fræðilega kennslu, skyn- samlega lifnaðarháttu og það að draga ályktanir af afstað- imni keppnisþátttöku. Ennfrem- ur má telja venjulega þátttöku í keppni til þessa undirbúnimigs. f þessari merkingu er þjállfun sérstök tilhögun eða sérstakt form íþróttaæfinga og kemur það fraim og felst í hugtökun- um þolþjálfun, vöðvakraftþjálf- un, hraðaþjálfun o. s. frv. og líka í hugtökunum þjálfaðferð, intervallþjálfun o.s. frv. 1 víðj-i merkimgu hinsvegar er í íþróttaþjálfun allur sá skipulagði undirbúingur íþrótta- mannsins að því marki að ná fráhærum afrekum. Nær þá hugt&ikið yfir öll þau uppeldis- áhrif sem íþróttir og þjálfari geta haft á íþróttamamninn og auk þess sjálfþjálfun hans, sem m.a. felst í því, að hann tekur á sig sjálfviljugur að lifa lifn- aðarháttum íþrót-tamannsins. Takmark þjálfunar er að búa íþróttamanninn undir að ná sem beztum 'árangri (hámarks- áramigri) í eimhverri íbróttagrein í keppni og að sjálifsögðu að setja met. Þetta takmark er í fullu samræmi við það tafcmark almenns likamsuppeldis að ná líkamilegri fu'llkwnnun, en hið sérstæða í þessu sambamdi ligg- ur í því, að sanna með íþrótta- afrekuim það stig líkamlegrar fullkommunair sem náð hefur verið. Við skilgreinum því hugtakið íþróttaþjálfivn þannig: Iþrótta- þjálfun er sérhæfður og skipu- lagður þáttur alhliða líkams- uppéldis. Hún stefnir að því að búa íþróttamanninn undir að ná sínum hámarksárangri í þeirri íþróttagrein sem hann hefur valið sér. Hver eru höfuðein- kenni íþróttaþjálfunar? Takmark íþróttaþjálfunar leiðir það af sér að höfuðein- kenni hennar er nokkuð annað en t.d. líkamsuppeldis í skólum eða almennra íþróttaiðkana. Þau eru þessi: a) Höfuðtakmark íþróttaþjálf- unar er, að íþróttamaðurinn nái sínum bezta árangri í einni keppnisgrein. Allar æfingar og líka þátt- taka I keppnum í öðrum í- þróttagreinum verða að þjóna þessu takmarki. b) Þjálfun er jafnan einstakl- ingsbundin og verður því að miða fyrirkomulag og upp- Eins og kunnugt er af frétt- um standa þrjú einvígi yfir í undankeppninni um heims- meistaratitilinn í skák. Einvíg- inu milli Gligoric og Tals er sennilega lokið þegar þetta er skrifað en ekki höfðu borizt fréttir af úrslitum. Áttundu skákinni lauk með jafntefli og stóðu leikar þá svo, að Gligoric hafði 3Vz vinning en Tal 4%. Einvígi Larsens og Portisch stendur nú sem hæst og hafði Larsen forustuna að fjórum skákum loknum. Af einvígi Reshevskís og Kortsnojs er það að segja að leikar stóðu 2 gegn 1 Kortsnoj í vil eftir 3 skákir. Hvítt: Gligoric. Svart: Tal. 8. skákin. 1. d4 Rf6, 2. c4 e6, 3. Rc3 Bb4, 4. e3 0—0, 5. Bd3 c5, 6. Rf3 d5, 7. 0—0 Rd6, 8. a3 dxc4, 9. Bxc4 Ba5, 10. Dd3 a6, 11. Hdl b5, 12. Ba2 c4, 13. De2 De8, 14. Bbl e5, 15. d5 BxRc3, 16. bxBc3 Ra5, 17. e4 Rb3, 18. Ha2 RxBcl, 19. HxRcl, Bg4, 20. h3 BxRf3, 21. DxBf3 De7, 22. a4 Hfb8, 23. Bc2 b4, byggingu þjálfálagsins svo cg valið á aðferðum við það, þ. e. einstaklinginn. Og þetta verður að koma fram í ná- kvæmum þjálfáætlunum. c) Með þjálfun er stefnt að því að þroska og efla líkamlega og sálræna krafta íþrótta- mannsins svo þeir komi að notum til þess að ná miklum afrekum. I þessum tilgangi og til þess að þróun af- reksgetu íþróttamannsins verði æskilega hrcð, verður að beita hámarksálagi eða á- lagl því sem næstu. d) Lifnaðarhættir íþróttamanns- ins verða að vera í samræmi og Iúta takmarki þjálfunar svo þeir stuðli að æskilegri þróun afreksgetunnar. e) Þjálfunin tekur mörg ár og verður jafnan að fara fram að staðaldri. Næsti þáttur mun fjalla um höfuðverkefni íþróttaþjálfun- KflK 24. cxb4 Hxb4, 25. Ha3 a5, 26. Hc3 Re8, 27. DhS. Hér tók Tal jafnteflisboði Gligoric. Hvítt: Larsen. Svart: Portisch. 4. Skákin. 1. c4 e6, 2. Rc3 d5, 3. d4 Be7, 4. Rf3 Rf6, 5. Bg5 0—0, 6. e3 Rbd7, 7. Dc2 h6, 8. Bh4 c5, 9. cxd5 cxd4, 10. Rxd4 Rxd5, 11. BxBe7 RxBe7, 12. Be2 RÍ6, 13. 0—0 Db6, 14. Hfdl Bd7, 15. Db3 DxDb3, 16. RxDb3 Hfd8 (í þessari stöðu bauð Portisch jafntefli en Larsen hafnaði). 17. Kfl Kf8, 18. Hacl Be8, 19. Bf3 Bc6, 20. BxBc6 RxBc6, 21. Rc5 HxHdlý 22. HxHdl Ke7, 23. Rxb7 (Þessi leikur er upp- haf að rangri áætlun Lársens. Betra var að leika 23. Hcl og þá verða möguleikar beggja jafn- ir) 23. — Hb8, 24. Rd6 Hxb2, 25. Rc8t Ke8, 26. Hd6 Re5, 27. Ha6 Rd3, 28. Rd6ý Kf8, 29. h3 Hxf2t, Kgl Hc2, 31. Rcb5 Rd5, 32. Ha3 Hd2, 33. Hxa7 Hdlt, 34. Kh2 Rxe3, 35. Hxf7t Kg8, 36. a4 Hd2, 37. Kg3 Hg2t, 38. Kh4 Re5, 39. Hb7 Rg6t, (Hér gafst Larsen upp). íþróttabækur fyririiggjandi Útvegum allar fáanlegar íþróttabækur. Snsxbj örn3cms$0ii& Co.h.f. THE ENGLISH BOOKSHOP Hafnarstræti 9 Sími 11936 - 13133

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1932

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.