Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2022, Blaðsíða 12
12 | Sjómannablaðið Víkingur
hafa betri klefafélaga. Hann kvartaði aldrei
yfir hrotunum í mér, sem stundum fóru
fram úr öllu hófi að sögn þeirra í næstu
klefum.
Svona var liðið skipað fyrsta sumarið mitt á
Ísleifi og með þessum eðaldrengjum var
svo gaman að vinna og vera með að í hvert
skipti sem síldarvertíð lauk í Norðursjón-
um var ég farinn að hlakka til þeirrar næstu
og þá ekki síst vegna samfundar við félaga
mína.
Seinna komu svo nýir menn í hópinn og
stoppuðu mislengi. Þarna voru til dæmis
synir Kára Birgis, þeir Ágúst og Kristján,
Bergmundur Sigurðsson og Valur Oddsson
(Valur í Dal), Sigurgeir Jónsson í Þorlaugar-
gerði, Árni Óli, Pétur Harðarson og Snorri
Óskarsson. Allir saman hinir bestu menn
og góðir félagar.
Sögur af Ísleifsmönnum
Eitt sumarið ákváðum við Gunnar skip-
stjóri, sem reyktum þá vindla, að hætta
reykingum þegar Ísland hyrfi sjónum okk-
ar. Við stóðum aftur í hvor með sinn vind-
ilinn og um leið og við sáum landið hverfa
köstuðum við þeim í hafið og reyktum ekk-
ert allt sumarið. En … við keyptum 1000
vindla hvor áður en við lögðum af stað
heim og byrjuðum báðir aftur að reykja
þegar Ísland birtist okkur á ný.
*
Gunnar skipstjóri var aðeins einn sextíu og
eitthvað á hæð og þurfti oft að þola glósur
vegna smæðar sinnar.
Eitt sinn lá færeyskur dallur utan á Ísleifi í
höfninni í Hirsthals. Eins og gefur að skilja
þurftu Færeyingarnir að ganga yfir dekkið
á VE-63 þegar þeir ætluðu í land og eins
um borð aftur. Þeirra á meðal var auðvitað
skipstjórinn. Varð Gunnari mjög starsýnt á
þennan kollega sinn sem bar skipstjórahúfu
og skar sig því frá öðrum, þegar hann í
fyrsta skiptið klöngraðist á milli skipanna.
Íslenski kapteinninn lyftist bókstaflega all-
ur upp þar sem hann stóð við einn brúar-
gluggann. Vissu skipverjar hans ekki um
ástæðuna fyrr en hann benti út á dekkið og
sagði skælbrosandi um leið:
„Hann er nú ekki hár í loftinu, þessi!“
Það var ekki oft sem Gunnar gat tekið sér
þessi orð í munn.
*
Eiginkonur skipverjanna á Ísleifi fengu ein-
hverju sinni kveðju frá þeim í óskalaga-
þætti sjómanna í Ríkisútvarpinu. Þeir
höfðu þá verið lengi að veiðum, þráðu
orðið að hitta þær og sýndu það með því að
velja með kveðjunni Bítlalagið „Help“.
Viku seinna fengu þeir kveðju í sama þætti
frá eiginkonum sínum með Tom Jones-
laginu „Help Yourself“.
*
Eitt sinn á leiðinni í Norðursjóinn ákváðu
meðlimirnir á Ísleifi að fara í megrun og
koma heim að hausti tággrannir og nettir,
konum sínum og kærustum til mikillar
gleði. Um keppni yrði að ræða og þegar Ís-
land hvarf sjónum sægarpanna mættu þeir
allir upp í brú og athöfnin hófst.
Við vorum með snærisspotta og mældum
mitti hvers og eins. Sá feitasti – nefnilega
ég – var fyrstur og svo koll af kolli. Bund-
inn var hnútur við mælinguna og hann ein-
kenndur með mismunandi lit eftir því hver
átti í hlut. Svo var spottinn hengdur upp í
brú á áberandi stað og það tilkynnt að
næsta mæling yrði að þremur vikum liðn-
um.
Menn lögðu sig virkilega fram í þessu, enda
minntir á keppnina á hverjum degi og ekki
spillti fyrir að sigurvegarinn fengi bjór að
launum, en hann var ekki fáanlegur á Ís-
landi á þessum tíma – og reyndar ekki fyrr
en löngu síðar.
Svo voru þrjár vikur liðnar og allir mættu í
brúna. Menn voru spenntir, en það breytt-
ist fljótt í algjört áfall þegar í ljós kom að
þeir sverustu, sem fyrst voru mældir, höfðu
heldur betur bætt á sig þrátt fyrir mikið að-
hald, sem kostaði suma blóð, svita og tár.
Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt og menn
skildu hvorki upp né niður í þessu, þangað
til … stærðfræðingurinn í hópnum fann
það út að vitaskuld hafði spottinn styst við
hvern hnút og var því ekki jafnlangur og
þegar fyrst var mælt. Mönnum létti mjög
við þessa uppgötvun, enda kom svo í ljós,
þegar rétt var að farið, að mittismál flestra
hafði minnkað frá upphafi túrsins.
*
Bjarni Ólafsson kokkur kvartaði eitt sinn
undan því að einhver úr áhöfninni væri að
taka matvæli úr ísskápnum að nóttu til og
það í fullkomnu leyfisleysi. Jón Berg sagðist
skyldu venja þann óprúttna af þessu og
þegar enginn sá til sprautaði hann laxerolíu
í tómatana. Daginn eftir var Svenni Tomm
illa haldinn af magakveisu!
*
Síldin var oftast veidd á nóttunni og þá var
rólegra að deginum hjá okkur. Þarna var
mikið um Rússa og þeir voru með verk-
smiðjuskip eða móðurskip með sér, sem
tóku aflann hjá veiðiskipunum. Því gátu
þau nánast veitt án afláts.
Við dóluðum stundum að þessum skipum,
ræddum við skipverjana og áttum við þá
viðskipti. Poki í spotta var látinn síga milli
skipa, við fengum vodka, en þeir amerískar
sígarettur.
Svenni Tomm – komminn á Ísleifi! – skildi
ekkert í því að Rússarnir girntust þessar
amerísku sígarettur og fullyrti að þær rúss-
nesku væru síst verri. Þetta varð til þess að
við fengum handa honum rússneskar sígar-
ettur. Bara reykjarlyktin af þeim var
ógeðsleg, hvað þá að reykja þennan fjanda
ofan í sig. Við sáum til þess að Svenni
reykti þær allar í „anda flokksins“! Mikið
vorkenndi ég honum meðan á því stóð, en
hann kláraði kartonið og blés reyknum um
allan messann, félögum sínum til hinnar
mestu armæðu.
*
Sigurgeir Jónsson, lengi kennari í Vest-
mannaeyjum og afkastamikill rithöfundur í
seinni tíð, var skipsfélagi minn sumarið
1974. Þá henti það hann að slasa sig og
fylgdi ég honum upp á spítala í Hirsthals.
Reyndar fengum við okkur nokkra öllara á
leiðinni þangað, en á meðan læknirinn
gerði að sárum félaga míns sveif á mig
svefn frammi á biðstofunni og lét ég undan.
Þarna hraut ég víst svo hátt að heyrðist um
alla ganga.
Þetta fór auðvitað ekki fram hjá Sigurgeiri.
Hann taldi og það réttilega að fólkinu mínu
heima fyrir þætti þessi kvilli minn hvim-
leiður. Því útbjó hann síðar meir verkfæri
til þess að ráða mætti bót á hrotunum, þó
ekki í eitt skipti fyrir öll, heldur í hvert
skipti sem keyrði um þverbak í þessum
efnum. Verkfærið kallaði hann „hrotukjuð-
ann“ og það færði hann konu minni, Birnu
Blomsterberg, að gjöf! Var til þess ætlast að
hún notaði kjuðann á mig þegar hrotur
mínar færu yfir eðlileg hávaðamörk.
*
Norðursjórinn er yfirleitt mjög grunnur og
því getur aldan þar orðið mjög kröpp þegar
gerir vind að einhverju ráði.
Ísleifur var gott sjóskip og sjaldan gerði vit-
laust veður. En einu sinni í brjáluðu veðri
losnaði blökkin aftur á og fór að slást til.
Ég var á vakt með Jóni Berg og hann fékk
mig með sér út – til aðstoðar! Hlutverk
mitt var að halda á verkfærunum og rétta
honum þau eftir þörfum, en hann klifraði
upp í blökkina og slóst með henni til og
frá, langt út fyrir borðstokkinn. Ég hef
aldrei orðið jafnhræddur á ævinni og þegar
ég horfði á Jón Berg sveiflast þarna í óveðr-
inu. Einhvern veginn tókst honum þó að
festa blökkina og forða okkur frá miklum
vandræðum. Þetta var ekki fyrir hvern sem
var. Í rauninni engan. Samt held ég að Jóni
Berg hafi bara fundist þetta gaman.
*
Við vorum lengi að heiman í hverri lotu,
flestir með fjölskyldur og ung börn. Auð-
vitað saknaði maður þeirra, en varð að
sætta sig við þessa fjarveru frá þeim, þetta
var sumarvinnan og hún var bara svona.
Yfirleitt var siglt heim fyrir þjóðhátíð og þá
var nú fjör. Í Eyjum var sagt að hálftíma
eftir að Ísleifur kom úr Norðursjónum hafi
öll börn Ísleifsmanna verið komin niður í
ísbúð!