Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2022, Blaðsíða 45
Verra þótti mér þegar þeir voru að senda
mig eftir hinum ýmsu tækjum og tólum á
hina ýmsu staði skipsins sem sum hver
voru ekki einu sinni til.
Einu sinni báðu þeir mig að fara með fötu
fulla af ís, þeim sama og fiskurinn er ísað-
ur með upp í brú til skipstjórans því það
þyrfti alltaf færa honum ísprufu, hann
yrði dæma um hvort ísinn væri í lagi eður
eigi. Ég fór með prufuna upp í brú og
rétti skipstjóranum.
Hvað ertu með spurði hann?
Ísprufu sagði ég, þeir sendu mig.
Þá hló hann og sagði: Láttu þá nú ekki
spila með þig, ég skoða aldrei ísprufur.
Þegar ég kom aftur í hópinn hellti ég úr
skálum reiði minnar yfir þá en það var
eins og að skvetta vatni á gæs, þeir hlógu
bara og hlógu.
Í annað sinn báðu þeir mig að fara upp í
brú og sækja þangað melspíru. Ég hafði
aldrei í mínu lífi heyrt talað um melspíru
og harðneitaði að verða við óskinni svo
þeir urðu að sækja hana sjálfir. Eftir það
hættu þeir að reyna að spila með mig. Á
Rauðanúpi var ég eitthvað lengur en einn
túr fór meðal annars í sölutúr með skip-
inu til Hull í Skotlandi þá sigldum við í
gegnum Pentilinn, þar var mjög slæmt í
sjóinn, svo mikill veltingur að ég varð al-
veg drullusjóveik, en meðan skipið var að
veiðum fann ég aldrei fyrir sjóveiki.
Það var auðvitað farið í land í Hull þegar
færi gafst og ég þvældist með körlunum á
helstu búllurnar, sem fóru þangað til þess
að drekka bjór eða að kíkja pínu á
stelpurnar en af þeim var sko sannarlega
nóg þarna við höfnina. Mér fannst að
dömurnar líta mig hornauga, litu greini-
lega á mig sem samkeppnisaðila um hylli
karlanna.
Á Núpi BA – sjóveikin að drepa mig
Í framhaldi af veru minni um borð í
Rauðanúpi ÞH, réði ég mig sem kokk á
Núp BA-69, enda orðinn alvöru sjóari að
eigin mati, hafði meira að segja siglt til
annarra landa og kynnst lífinu í hafnar-
borg með allar sínar knæpur og freistingar.
Skipið var í eigu Odda á Patreksfirði og
gert þaðan út á línu, með beitningarvél.
Af ástæðu sem ég man ekki lengur fór ég
um borð á Grenivík, sennilega vegna þess
að skipstjórinn, Sævar Sigurðsson, var
þaðan og báturinn komið þar við af
ástæðu sem ég kann heldur ekki að skýra
og skiptir til viðbótar engu máli í þessu
samhengi. Skemmst er frá að segja þá var
ég alveg óskaplega sjóveik þarna um borð
sem fer nú ekki vel saman við kokkaríið.
Til þess að gera nú lífið ögn bærilegra þá
gekk ég alltaf með sjóveikiplástur sem ég
límdi fyrir aftan annað eyrað á mér, það
vinstra þar sem jafnvægisskynjunin er.
Sjómannablaðið Víkingur | 45
Af Rauðanúpi fór Erla sem kokkur yfir á Núp BA-69. Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Við sendum
landsmönnum öllum
hugheilar jóla-
og nýárskveðjur
með þökk fyrir árið
sem er að líða.