Ávarp til félagsmanna í Kaupfélagi Siglfirðinga - 18.06.1945, Síða 1

Ávarp til félagsmanna í Kaupfélagi Siglfirðinga - 18.06.1945, Síða 1
ÁVARP tii félagsmanna í Kaupfélagi Siglfirðinga 18. þ. m. gáfu Otto Jörgensen, Þóroddur Guðmundsson, Guðbrandur Magnússon og Krist ján Sigtryggsson út ávafp til félagsmanna í KFS. 1 ávarpi þessu er sannleikanum svo stórlega hallað, að eigi verður hjá því komizt að rekja gang málanna í stórum dráttum og leiðrétta mestu ósannindin. Svo sem kunnugt, urðu kommúnistar stórlega undir í síðustu kosn- ingum fulltrúa til aðalfundar KFS, fengu þeir 17 fulltrúa af 63 eða tæpan 1/3 hluta fulltrúanna. Orsakir þessa ósigurs kommúnistanna voru þær, að á s.I. starfsári höfðu þeir einir farið með stjórn félagsins og hagað henni þannig, að fremur líktist stjóm einkafyrirtækis en fé- lagsskapar mörg hundruð manna. Hér er eigi rúm til að rekja stjórnar- feril kommúnistanna ítarlega, og skal því aðeins bent á nokkur alkunn atriði, er sanna framangreindar fullyrðingar, t. d. Gilslaugarbraskið, kaup á gömlum vöruleifum venzlafólks varaformanns stjórnarinnar, kaup á söltunarstöð Ingvars heit. Guðjónssonar og kaup á úreltum kvenkápum, sem fest hafa 30—40 þúsundir króna fyrir KFS. Þessar og fleiri slíkar ráðstafanir hafa bakað félaginu tjón og stofnað því I áhættu, sem bæði var óþörf og orkar mjög tvímælis Sumar af þessum ráðstöfunum voru auk þess eðlis, að sjálfsagt var af stjórninni að bera þær undir félagsmenn áður en í þær var ráðist. Svona stóðu sakir, er yfirstandandi aðalfundur hófst, og hugðist því meirihluti fulltrúanna reyna að tryggja að lengra yrði eigi haldið á slíkri ógæfubraut. Ráðið, sem meirihlutinn ætlaði að nota til þess að ná tilgangi sínum var aðallega í því fólgið að bera fram lagabreyt- ingar, þannig að stjórnarnefndarmönnum, yrði fjölgað úr 5 í 7 og stjórnin yrði öll kosin á yfirstandandi aðalfundi, svo núverandi meiri- hluti félagsstjórnar færi eigi með völd áfram og að ENGINN EINN PÓLITÍSKUR FLOKKUR YRÐI ÞAR I MEIRIHLUTA FRAMVEGIS. Þegar stjórnin og fidltrúar hennar sáu hvert stefnt var, tóku þeir til þess ráðs að láta formann hindra framgang lagabreytinga þessara og ýmsra annarra tillagna, sem miðuðu að því að koma fram vilja meiri- hluta fulltrúa. Neitaði formaður algjörlega að bera tillögur þessar upp. Þetta ofríki fundarstjóra gat meirihlutinn (rúmlega % fulltrúa) ekki sætt sig við og ákvað því að neyta réttar þess, sem fundarsköp KFS heimila í 14. gr., og eru þannig: „Afbrigði frá fundarsköpum þessum getur fulltrúafundur gert I ein- staka tilfellum þegar nauðsyn þykir til bera, ef það er samþykkt af % allra fulltrúa, sem á fundi eru.“ Á framhaldsaðalfundi, sem haldinn var 10. þ. m. var lögð fram dag- skrártillaga í fundarbyrjun, undirrituð af 44 fulltrúum, svohljóðandi: „Með skírskotun til 14. gr. fundarskapa KFS, samþykkir fundurinn eftirfarandi dagskrártillögu: „Þar eð formaður félagsstjórnar, Otto Jörgensen, hefur beitt ofríki, úr fundarstjórasæti og neitað að bera undir atkvæði skriflegar til- lögur, er fulltrúar hafa fram borið, vítir fundurinn harðlega fundar- stjórn formanns og samþ. að kjósa nú þegar annan fundarstjóra.“ Þegar hér var komið sögu, sá stjórnin og fulltrúar hennar, að full alvara var á ferðum, því þegar formaður hafði neitað að bera upp til- löguna, tóku fulltrúar til sinna ráða og framkvæmdu vil.ja fundarins og kusu nýjan fundarstjóra. Eftir nokkurt þvarg og háreysti, er þeir stóðu fyrir Þóroddur Guð- mundsson og Otto Jörgensen, flutti meirihlutinn fund sinn á annan stað í húsinu og hélt fundurinn þar áfram störfum sínum óhindrað. Þegar stjórnin sá, að hún haföi beðið ósigur tók hún það til bragðs, samkv. tillögu Guðbr. Magnússonar, að senda nefnd á fund meirihlut- ans, og bar G. M. þar fram þau tiimæli, að meirihlutinn kysi 5 manna nefnd til að ræða um allsherjarsamvinnu og samkomulagsgrundvöll allra fulltrúa KFS. Þessum tilmælum var vel tekið af meirihlutanum og kjöii hann þegar 5 menn af sinni hálfu til sameiginlegra viðræðna. Að því loknu samþ. meirihlutinn eftirfarandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að fresta aðalfundi enn á ný til 21. þ. m., og felur framkvæmdastjóra og fundarstjóra að auglýsa dagskrá með framkomnum lagabreytingum.“ Á þetta hlýddu fulltrúar minnihlutans og var því fullkunnugt um frestun fundarins og fyrirhugaða auglýsingu á framkomnum laga- breji;ingum. Viðræðufundir nefndanna Á fyrsta viðræðufundi nefndanna var aðallega af hálfu meirihlutans rætt tnn þann grundvöll er nefndirnar skyldu starfa á. Kom þegar í ljós að minnihlutanefndin vildi aðallega ræða um ágreining aðalfundar- ins, en síður um framtíðarsamkomulag. Lagði minniblutinn fram á fundi þessum tillögu þess efnis, að stjórnin yrði skipuð 7 mönnimi, þremur frá meirihlutanum og fjórum frá minnihlutanum. Hér átti að hafa þá einkennilegu aðferð, að minni- hlutinn réði yfir meirihlutanum. Á þessum fyrsta fundi komu báðir aðilar sér saman um eftirfarandi tillögu: „Fundurinn telur, að framtíð KFS verði bezt borgið með friðsamlegu samstarfi þeirra flokka og manna, sem í kaupfélaginu eru og telur, að því marki verði bezt náð með samningum til fleiri ára, og samþykkir því að gera tilraun til slíkra samvinnu. Sé þá samið um það áhvern hátt beri að tryggja viðskipti félagsmanna við félagið og þau verkefni, sem fyrir félaginu liggja á þeim árum, sem samningurinn nær til, það er að segja, að svo miklu leyti sem vald og umboð mættra fulltrúa nær til.“ Var samkomulag um að báðir aðilar leggðu fram á næsta viðræðu- fundi drög að samningum, er gengu í þessa átt. Á næsta viðræðufundi, fimmtudaginn 14. júní, lögðu fulltrúar meiri- hlutans fram eftirfarandi samningsuppbfest: „SÁTTMÁLI UM MÁLEFNI KFS Undirritaðir fulltrúar á aðalfundi KFS 1945 koma sér saman um eftirfarandi atriði í samning, og lofa að vinna að því, að þau séu haldin í öllum greinum: UM STJÓRN KFS OG FULLTRÚAVAL 1. Að nauðsyn beri til, að friður ríki um málefni KFS meðal meðlima þess, og að enginn einn pólitískur flokkur hafi meirihluta aðstöðu innan stjómar félagsins. 2. Allir 4 pólitisku flokkamir eigi fulltrúa í stjóm KFS og skiptist þeir þannig: Alþýðuflokkurinn eigi 2 fulltrúa Framsóknarflokkurinn eigi' 2 fulltrúa Sósíalistaflokkurinn eigi 2 fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn eigi 1 fulltrúa Aldrei skulu tveir f ulltrúar frá sama f lokki ganga úr st jórn í senn. Varastjórnendur skulu vera frá þeim flokkum, er tvo menn eigi í stjóm, en stjórnarnefndarmaður Sjálfstæðisflokksins skal ráða hver af varastjómamefndarmönnum mætir í forföllum hans. Endurskoðendur og varaendurskoðendur skulu kosnir eftir hæfni en ekki eftir pólitískum skoðunum. Kaupfélagsstjórann skal jafnan kjósa á Sambandsfund. 3. Deildarstjóm skal skipuð 4 mönnum, einum frá hverjum samnings- aðilja. Deildarstjórnir gera tillögu um val fulltrúa á aðalfund, eigi síðar en viku áður en aðalfundur deildar er haldinn. Tilnefna skal 1/3 fleiri fulltrúa en kjósa á. Fulltrúarnir skulu valdir sem næst einum fjórða frá hverjum samningsaðilja með tilliti til félagsáhuga og hollustu. Unnið skal að því, að teknar verði upp hlutfaUskosn- ingar innan félagsins.“ Um hag og starfssvið KFS Samningsaðilar eru sammála um að stuðla sameiginlega að bættum hag félagsins og auka starfsemi þess á sem flestum sviðrnn, og telja æskilegt að stjórn félagsins hafi frumkvæðið í þei mefnum. Þó skal eigi farið inn á nýjar leiðir á starfrækslu félagsins án þess að félagsmönn- um hafi gefizt kostur á að ræða og taka afstöðu til þeirra, enda starfi deildarstjómir sem nefndir í þessum kaupfélagsmálum og kami saman með stjórn KFS til athugunar og ályktana eigi sjaldnar en tvisvar á ári. III. Viðurlög Rifti einhver samningsaðili griðasáttmála þessum, skulu hinir aðil- arnir ganga sameinaðir til kosninga gegn honum til þess að vemda hagsmuni félagsins. IV. Fulltrúar á aðalfundi eða nefnd, kosin af þeim, skulu árlega.yfir fara og endurbæta sáttmála þenna eftir þvi, sem þeir telja þörf á. Þegar rætt er um pólitíska flokka í samingi þessum er eingöngu átt við þá flokksmenn, sem eru kaupfélagsmeðlimir.“ Þessum tillögum tók minnihlutinn heldur fálega, en kvaðst þó mundu leggja þær fyrir fulltrúa sína og var ráðgert að koma saman aftur til viðræðna að 3—4 dögum liðnum. Daginn eftir sendu fulltrúar minni- hlutans fulltrúum meirihlutans eftirfarandi tillögur: \ „DRÖG AÐ MÁLEFNASAMNINGI 1. Setja skorður við því, að menn geti verið í félaginu án þess að láta það njóta viðskipta sinna. 2. Auka umsetningu félagsins með því m. a.: a. að stofna fleiri deildir, svo sem bóka- og ritfangadeild, deild með rafmagnstæki og búsáhöld, koma upp fleiri matvörubúðum, og getur komið til mála í því sambandi að kaupa verzlanir ef hag- kvæmt þykir, einnig að auka og fullkomna vefnaðarvörubúðina og koma upp saumastofu. b. Til að ávaxta innstæður félagsmanna kaupi kaupfélagið arðbær- ar eignir, er jafnframt megi verða til þess, að bæta og tryggja lífsafkomu félagsmanna og alþýðunnar í bænimi. 3. Hvetja félagsmenn eindregið til að ávaxta sparifé sitt í innláns- deild KFS.“ Þannig stóðu sakir, að hvorugur samningsaðilinn hafði sagt sitt lokaorð, og því ekki vonlaust um samkomulag, þegar félagsstjóm minnihlutans kom saman á fund á laugardagsmorgun 16. þ. m. og samþykkti að reka úr félaginu 29 menn, flest fulltrúa meirihlutans, er sæti ættu á yfirstandandi aðalfundi og þar á meðal siuna úr samn- inganefnd meirihlutans, er hún var að semja við. Skal þess sérstaklega getið, að Guðbrandur Magnússon stjórnar- nefndarmaður átti sæti í samninganefnd minnihlutans og lét sem sér væri mjög annt um, að samningar næðust, og samþ. að nefndirnar hitt- ust aftur til írekari viðræðna, en áður en það tækist hafði hann lagt blessun sína yfir brottrekstur þeirra manna, er hann hugðist að semja við. Tveim dögum síðar ráku svo fjórmenningar einræðisstjórnar KFS 42 félagsmenn í vðbót. Þannig stóðu máhn, er einræðisherrarnir gáfu út ávarp sitt til félagsmanna, þar sem þeir hörmuðu að ekkert hefði orðið af samningum. Hér hefur verið reynt að skýra stuttlega frá staðreyndum, sem gerst hafa í þessum máliun, og geta nú kaupfélagsmenn og aðrir Siglfirð- ingar dæmt um það sjálfir, hverjir hafa valdið þeim friðslitum, sem hér’hafa orðið. \ Síðasta afrek liinna nýju einræðisherra er það, að þeir ráku kaup- félagsstjórann frá störfum fyrirvaralaust um miðja nótt. Loks hafa þeir gripið til þess örþrifaráðs að skapa sér gerfifulltrúa og ætla að boða þá á fund til að leggja blessun sína yfir hinar einstæðu oíbeldi§- ráðstafanir sínar. Má því segja, að einræðisstjórnin hafi staðfest þau ummæli Alþýðublaðsins s. 1. vetur, að KFS væri í ræningjahöndum. Hinir löglega kosnu fulltrúar á yfirstandandi aðalfundi hafa þegar fordæmd allar aðgerðir einræðisherranna, og svift þá öllu umboði og munu kjósa nýja Iöglega stjórn á framhaldsaðalfundi þeim, er þegar hefur verið auglýstur og fram fer í Sjómannaheimilinu kl. 5 e. h. á morgun. Siglufirði, 20. júní 1945. í SAMNINGANEFND MEIRIHLUTANS Jóhann Þorvaldsson H. Kristinsson Har. Gunnlaugsson Gísli Sigurðsson Bjarni Jóhannsson __j

x

Ávarp til félagsmanna í Kaupfélagi Siglfirðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ávarp til félagsmanna í Kaupfélagi Siglfirðinga
https://timarit.is/publication/1934

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.