Vestfirðingur - 23.06.1959, Blaðsíða 1

Vestfirðingur - 23.06.1959, Blaðsíða 1
VESTFJÖRÐUM VESTFIRÐI KOSNIN GABLAÐ ALÞYÐUBANDALAGSINS á 1. árgangur. ísafjörður, 23. júní 1959. 1. tölublað. Einu síjórmnálasamtðkin sem er treystandi Örlog Alþýðuflokksins eru hið sárasta harmsefni fjölda alþýðu- manna, sem muna þá tíð er þessi Isfiröinpr! x flokkur var sverð og skjöldur ís- lenzks verkalýðs í baráttu hans við vald atvinnurekenda og íhalds. Það þarf sjálfsagt ekki að minna Isfirðinga á það. Sú var sem sé tíðin, að Alþýðuflokkurinn var annað og meira en nafnið tómt. Sú var tíðin, þegar auðvaldið í krafti yfirráða sinna yfir atvinnu- tækjunum og þjóðfélagsáhrifa í- haldsflokksins, ætlaði sér að gera íslenzkan verkalýð að skjálfandi ræksnum og auðsveipum þýjum sínum, þá var nafn Alþýðuflokks- ins sá eldstóipi sem lýsti íslenzk- um verkalýð brautina, við tilkomu hans skynjaði verkalýðurinn mátt pólitískra samtaka, til hans sótti verkalýðurinn baráttuþrek og þann kjark, sem nú hefur gert verkalýðshreyfinguna að úrslita- valdi í íslenzkum stjórnmálum. Þessa sannmælis skulum við þó alltaf láta Alþýðuflokkinn njóta. En einmitt vegna þessa, einmitt þeim mun fórnfúsari og óeigin- gjarnari sem hún var barátta hinna gömlu og gengnu forustu- manna Alþýðuflokksins, þeim mun meiri ljómi sem stendur af nafni Alþýðufiokksins frá byrjunarárum íslenzkrar verkalýðshreyfingar, þeim mun átakanlegra er að horfa upp á sérhagsmunabrölt núver- andi forustumanna hans, þeim mun svívirðilegri er sá blettur, sem þeir setja á nafn Alþýðu- flokksins með því svikamakki sem þeir standa í með atvinnurekenda- valdinu gegn verkalýðshreyfing- unni. Því að það skyldu menn hafa hugfast, að enda þótt eðli Alþýðu- flokksins hafi breytzt, þá er eðli atvinnurekendavaldsins enn hið sama. Þetta vald, sem forðum daga hikaði ekki við að beita hinum fólskulegustu meðulum, atvinnu- ofsóknum, sveltihótunum, jafnvel fangeisunum og kylfubarsmíð, í viðleitni sinni til að kúga verkalýð- inn, þetta vald er í eðli sinu enn hið sama, og mundi með sama ofsa og áður beita þessum meðul- um aftur, ef það fengi aðstöðu til þess. Og spurningin er þá þessi: Hvað á íslenzkur verkalýður að gera til að komaa í veg fyrir að atvinnurekendavaldið fái aftur slíka aðstöðu? Nú eru kosning'ar framundan, verkalýðurinn velur sér fulltrúa til Alþingis eftir Jónas Árnason nokkra daga. Hvernig fær íslenkur verkalýður bezt beitt atkvæðum sínum í þeim kosningum til að koma í veg fyrir að hinir gömlu kúgunartímar atvinnurekenda- valdsins endurtaki sig á íslandi? Það þarf væntanlegá ekki að reikna með því að nokkur skyni borinn og stéttvís verkamaður eða sjómaður láti sér til hugar koma að slíkt verði gert með því að kjósa fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem er yfirlýstur einka- fyrirtæki atvinnurekendavaldsins á stjórnmálasviðinu. Nei, við þurf- um sem betur fer ekki að eyða tíma okkar í að ræða svo fráleitan möguleika. Hitt gæti aftur á móti hugsazt, að einhverjir slíkir verka- menn eða sjómenn létu enn leiðast til að kjósa fulltrúa Alþýðuflokks- ins af gamalli tryggð, af því að sú var tíðin, að þessi flokkur bar nafn með rentu. Og þannig gætu þessir menn sem sé orðið þess ó- beint valdandi, að atvinnurekenda- valdið efldist aftur til þeirrar að- stöðu sem það forðum hafði meðan vilji þess réði einn um hagsmuni verkalýðsins. Ég skil það vel, að menn taki Kristján Gíslason: Einn samstílltnr llokknr Alþýðnnnar Kristján Gíslason Fyrsti áfangi. Alþýðubandalagið tekur nú þátt í kosningaátökum í annað sinn. í fyrstu kosningum sínum, árið 1956, átti bandalagið að fagna stuðningi nær 16 þúsund kjósenda — varð annar stærsti flokkur þjóðarinnar að atkvæðatölu —■ og sýndi sig að vera sterkasta and- stöðu.afl íhaldsins. Þetta var vel af slað farið — og hvetjandi fyr- ir málefnalega baráttu bandalags- ins og einingarmarkmið þess. Það er gleðilegt að geta nú, eft- ir þriggja ára tímabil harðrar bar- áttu við andstæðinga cdþýðuhags- muna, bent á ómetanlega sigra, er Alþýðubandalaginu tókst að vinna í krafti þess valds, sem alþýðu- stéttirnar skópu því í kosningun- um 1956. — Þó ekki væri öðru til að dreifa en hinni lífsnauðsynlegu útfærzlu landhelginnar, væri það eitt ærin ástæða til að fagna — og fyrir bjartsýni í áframhaldandi baráttu. En sannanlegt er, að án óbilandi og djarfrar forustu Al- þýðubandalagsins væri stækkun landhelginnar ennþá aðeins draum- ur þjóðarinnar. En fleira má minna á: Alþýðubandalaginu tókst, sem aðila að vinstri stjórninni, að koma fram stórfelldri atvinnu- og fram- Barðstrendinoar! leiðsluaukningu víðsvegar um landið, með öflun nýrra atvinnu- tækja. Þetta var ný stefna, sem gaf alþýðu landsins von um bjart- ;ari tíma — glæddi enn trú henn- ar á landið — þá trú, sem her- námsbrask og hernámsgróði hafði, fyrir tilstilli hernámsflokka, siævt svo mjög ,að mörgum fannst um sinn sem erfitt mundi að lifa í LANDSBDKASAFN 226577 ÍSLANOS það sárt að segja skilið við fiokk, sem þeir hafa lengi fylgt að mál- um, jafnvel alla sína tíð. Tryggð er mannlegur eiginleiki^ góður eiginleiki. En tryggð í þessum efnum er því aðeins góður eigin- leiki, að hún sé bundin því sem gott er. Það er líka til nokkuð sem heitir ábyrgðartilfinning. Þeir verkamenn og sjómenn, sem hing- að til hafa fylgt Alþýðuflokknum, hljóta því nú að gera upp við sig þá spurningu, hvort er þyngra á metunum, tryggð þeirra við þann flokk sem svikið hefur hugsjónir þeirra, eða ábyrgðartilfinningin gagnvart stéttarsamtökum þeirra og ganvart f jölskýldum þeirra. Þéss er að vænta, að þeir geri sér það fyllilega ljóst, áður en þeir ganga að kjörborðinu þann 28. þ. m., að með því að kjósa frambjóð- endur Alþýðuflokksins, kynnu þeir að opna hliðin á virkisgarði ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar fyrir þeim trjóuhesti atvinnurekenda- valdsins, er mundi leiða yfir þá og fjölskyldur þeirra miskunnar- lausa lífskjaraskerðingu og aftur- hvarf til þeirra tíma þegar at- vinnurekendavaldið taldi sér fært að svara kaupkröfum alþýðunnar með atvinnuofsóknum, sveltihót- unum, jafnvel kylfubarsmíð og fangelsunum. En til að fyrirbyggja slíkt er aðeins ein leið til, aðeins ein leið, og hún er sú að efla þau einu stjórnmálasamtök sem sem er treystandi til að berjast svikalaust fyrir málstað ís- lenzks verkalýðs og annarar al- J)ýðu, gera sigur Alþýðubanda- lagsins í þessum kosningum mikinn og glæsilegan. (Úr ræðu Jónasar Árnason- 'ar á stjórnmálafundi á Isa- firði 10. júní 1959). landinu, ef hernámsgull hætti að renna í landssjóðinn. Fleira mætti nefna, þó þetta sé stærst. x Hristján Gísiason Tryggð.við gamla flokka má ekki tefja förina. En, vestfirzk alþýða! Enda þótt styrkur Alþýðubanda- lagsins nægði til framgangs dýr- mætum málum á þessu tímabili, reyndist hann hvergi nærri nógu mikill. Það vantaði miklu sterkara stjórnmálalegt afl til þess að Framhald á 2. síðu.

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.