Vestfirðingur - 23.06.1959, Side 3

Vestfirðingur - 23.06.1959, Side 3
VESTFIRÐINGUR 3 % Vaxand! fylgi Alþýðubandalagsins i Vestur-ísafjarðarsýslu Guðbjartur Gunnarsson Framboðsfundum í Vestur-ísa- fjarðarsýslu er lokið. Hafa þeir verið ágætlega sóttir sérstaklega fundurinn á Flateyri s.l. sunnu- dagskvöld, en þangað komu bæði Súgfirðingar og Dýrfirðingar auk Önfirðinga og Flateyringa, sem fjölmenntu mjög á fundinn. Á öllum fundunum hefur mál- flutningur frambjóðanda Alþýðu- bandalagsins, Guðbjarts Gunnars- sonar, vakið almenna eftirtekt og undirtektir. Hafa andstæðingar Alþýðubandalagsins óspart veitzt að honum í umræðum, en hann gefið þeim góð svör og gegn. Einn- ig hafa heimamenn talað máli Al- þýðubandalagsins á fundunum. Það vakti sérstaka athygli á Flateyrarfundinum, að þrír for- vígismenn Framsóknarflokksins úr héraðinu töluðu þar með Eiríki og minntust ekki á kjördæmamálið. Sýnir það bezt flótta Framsóknar- flokksins í þessu máli, sem hann segir iað eingöngu sé kosið um. Ef dæma má eftir framboðs- fundunum og almennum undir- tektum héraðsmanna, þá á Al- þýðubandalagið vaxandi fylgi að fagna í Vestur-ísafjarðarsýslu. Þetta kjördæmi er að verulegum hluta byggt verkamönnum og sjó- mönnum, sem vita og skilja að Alþýðubandalagsins. Hvort því takmarki verður náð í næstu fram- tíð, það er að nokkru á þínu valdi. — Margir hafa þegar lagt hönd að verki, en margra er enn þörf. Komið þessvegna með, þið sem enn hikið. Víkið sundrunginni til hliðar — og sigurmarkið mun nálgast. — Alþýðubandalagið vís- ar veginn. Alþýðubandalagið hefur þegar sýnt að það er eini flokkurinn, sem berst fyrir hagsmunamálum þeirra, sama gildir einnig um bændur. En alþýðustéttir þessa héraðs hafa í undanförnum kosn- ingum verið í úlfakreppu milli tveggja nokkurnvegin jafn stórra flokka, og þar af leiðandi neyðst til að kjósa þann skárri af tveim- ur illum. Enn er þessu þannig far- ið, en nú mun koma í Ijós, að al- þýðan í Vestur-ísafjarðarsýslu ætlar ekki að láta halda sér í þess- ari úlfakreppu lengur, er það góð- ur fyrirboði þess sem verða mun við kosningarnar í haust. Það skyldu Vestur-Isfirðingar leggja sér ríkt á hjarta, að hvert atkvæði, sem Alþýðubandalagið bætir við sig í kjördæminu eykur möguleika þess að fá fleiri uppbót- arþingmenn og þar með sterkari aðstöðu á Alþingi. En á því hvort afstaða Alþýðu- bandalagsins verður sterk eða veik á Alþingi eftir þessar kosn- ingar geta oltið afdrif mesta vel- ferðar- og hagsmunamáls þessa héraðs og þjóðarinnar allrar — landhelgismálsins. -0O0- Sigur Alþýðubandalagsins Framhald af 4. síðu. við hermang, en slík gróðahyggja getur aldrei samrýmst hagsmun- um bænda né annara framleiðslu- stétta. Eins og nú horfir er vinstra samstarf um áframhaldnandi upp- byggingarstefnu í atvinnulífinu því aðeins hugsanlegt að Alþýðu- bandalagið komi það sterkt út úr kosningunum 28. þ.m. að það geti í samvinnu við bændur, er vel mættu skilja hvað í húfi er, úti- lokað einræðisvald gróðabraskara Reykjavíkur.. ■— Sigur Alþýðubandalagsins er ykkar sigur. Norður-Isfirðingar! Með því að kjósa Alþýðubandalagið í þessum kosningum, kjósið þið áframhald- andi atvinnuaukningu í byggðum landsins og vaxandi framleiðslu. Sigur Alþýðubandalagsins trygg- ir það, að ekki verður slegið af í landhelgismálinu né gengið til samninga við erlendar þjóðir í því máli. Stórsigur Alþýðubandalagsins tryggir áframhaldandi vöxt at- vinnulífsins í kauptúnunum Bol- ungarvík, Hnífsdal og Súðavík. Atvinnan dregur fólkið til sín, og með vaxandi íbúafjölda í kauptún- unum, vex markaður í nágrenninu fyrir afurðir bændanna við Isa- fjarðardjúp. Þannig þjóna hags- munir vinnandi fólks í bæ og sveit hvor öðrum ef rétt er á haldið. Þessi stefna örfar síðan til félagslegra átaka í innanhéraðs- málum. Aukin framleiðsla bænd- anna við Djúp og vaxandi afurða- sala til kauptúnanna knýr á um að fá hraðskreiðan nýtízkubát til á- ætlunarferða um Djúpið. Raf- magnsmál héraðanna fengi nýjan byr. Hagstæðari verzlunarskilyrði með aðstöðu til viðskipta á hag- kvæmum stað við Djúpið rynni í kjölfar uppbyggingarstefnu at- vinnulífsins. Bændur mundu þá einnig knýja á um endurreisn sláturhúss í byggðinni sjálfri, og með því skapa sjálfum sér vinnu við slátrun fjár á haustin og spara í því efni mikið umstang og út- gjöld. Ég hefi hér minnst á nokkur mál, sem eiga framtíð sína að mestu leyti, ef ekki alveg, undir því, að Alþýðubandalagið sigri og auki fylgi sitt hér í kjördæminu eins og annars staðar í komandi kosningum. Heilir hildar til — heilir hildi frá. Ég hefi að ósk ýmissa kjósenda boðið mig fram til Alþingis fyrir Alþýðubandalagið í Norður-lsa- fjarðarsýslu í trausti þess, að ég sem verkamaöur uppalinn í sveit, hafi þann einn málstað að flytja ykkur, sem sé ykkur heiðruðu kjósendur jafn kær og mér. Og í Ijósri vitund þess að mál- staður og stefna Alþýðubandalags- ins er málstaður og stefna alls þess fólks, sem yrkir landið og aflar auðsins úr djúpum hafsins, þá beini ég þeirri ósk til ykkar allra kjósendia í Norður-ísafjarðar- sýslu að styrkja framboð Alþýðu- bandalagsins og leggja með því ykkar lóð réttu megin á þær meta- skálar, sem ráðið geta úrslitum um það, hvort íslenzkt atvinnulíf í blómlegum byggðum á enn um langa framtíð að tryggja sjálf- stæði vort og lífshamingju, eða hvort vér eigum að ginnast á út- nes í þjónustu erlends hers sem gustukamenn framandi þjóðar og týna með því gimsteinum ham- ingju vorrar og sjálfstæðis, sem fólgnir eru í reynslu íslenzkra kyn- slóða, sögu þjóðar vorrar, bók- menntum hennar og tungu. Valið er auðvelt. Ég segi því við Norður-ísfirðinga það sama, sem ég vildi segja við alla aðra Islend- ing(a: Kjósið Alþýðubandalagið, ekki mín vegna sérstaklega, held- ur vegna okkar allra í sameiningu, vegna málstaðar Islands, okkar ennþá frjálsa föðurlands. Heilir hildar til Norður-ísfirð- ingar 28. júní n.k. og heilir hildi frá eftir kosningar til farsæls sam- starfs um áhugamál ykkar heima í héraði og á Alþingi. * * * Ábyrgðarmaður: Pétur Pétursson. Yfirlýsing Við undirritaðir, er stóðum að og þátt tókum í hátíðahöldum Sjómannadagsins í Bolungavík hinn 7. júní 1959, lýsum því hér með yfir, að gefnu tilefni, að störf Kristjáns Júlíussonar, kenn- ara, Bolungavík, voru með ágætum af hendi leyst. Við mótmæl- um því eindregið, að hann hafi á nokkurn hátt reynt eða vikið að pólitískum áróðri fyrir einn eða annan stjórnmálaflokk með störfum sínum í þágu dagsins. Hörmum við því, að hann skuli þurfa að bíða óþægindi og jafnvel pólitískar ofsóknir fyrir störf sín í þágu umrædds Sjómannadags. Jafnfraint lýsum við megnustu andúð okkar á hvern þann, sein á einn eða annan hátt, leyfir sér að draga starfsemi og til- gang Sjómannadagsins inn á pólitískar brautir. Bolungavík, 16. júní 1959. Geir Guðmundsson, formaður Sjómannadagsráðs. Sigurjón Sveinbjörnsson, ritari Sjómannadagsráðs. Jón Kr. Elíasson. Gísli Jón Hjaltason. Hálfdán Einarsson. Vagn Hrólfsson. Jakob Þorláksson. Gunnar Halldórsson. Hávarður Olgeirsson. Guðmundur Jónsson, rafv.m. Kristján G. Jensson. Hörður Snorrason. Karvel Pálmason. Sævar Guðmundsson. Benjamín Eiríksson. Matthías E. Jónsson. Vestnr-ísfirOingar x Gnðbjartur Gunnarsson Kristján Gíslason. Prentstofan ISRÚN h.f.

x

Vestfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.