Vestfirðingur - 13.01.1960, Síða 1
070
Vt4
II. árgangur.
ísafjörður, 13. janúar 1959. !0(pQ 1.—2. tölublað.
Hannibal Valdimarsson:
Araniótahiisleiðing
1959 - 1969
I. Friðarhorfur um áramóí.
FLESTUM ber saman um, að frið-
arhorfur séu bjartari í heiminum
um þessi áramót, en lengi hefur
verið. — Kalda stríðinu milli stór-
veldanna hefur slotað a. m. k.' í
bili. Andrúmsloftið í alþjóðamálum
er miklum mun mildara en verið
hefur um margra ára skeið. ,Það,
sem batanum hefur valdið og dreg-
ið úr ,,kuldanum“, virðist mér
einkum þetta: Bréfaskipti Bulgan-
ins við Eisenhower, för Mikojans
til Bandaríkjanna í byrjun þessa
árs. Andlát John Foster Dulles, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna og
tilkoma Christians Herters, för
MacMillans forsætisráðherra Breta
til Rússlands, viðræður Krústjoffs
forsætisráðherra Rússa við ýmsa
stj órnmálaieiðtoga Vestur-Þýzka-
lands, heimsókn verkalýðsfornngj-
anna brezzku, Gatskills og Bevans
til Moskvu, för Krústjoffs til
Bandaríkjanna, og afvopnunartil-
lögur Rússa, afvopnunarráðstefn-
an í Genf, heimsreisa Eisenhowers
forseta og samkomulagið um fund
æðstu manna nú með vorinu.
Þessi þróun málanna er senni-
lega eitt almennasta fagnaðarefni
maima um víða veröld um þessi
áramót.
II. Árferði innanlands.
Innanlands hefur verið hið bezta
árferði. Seinasta vetrarvertíð skil-
aði á land meira aflamagni en
nokkurntíma áður. Síldveiðarnar
norðanlands gengu betur en mörg
undanfarin ár. Þessi góði árangur
var einkum því að þakka, að nú
er veiðitæknin komin á það stig,
að sjómenn vorir geta nú náð til
síldarinnar, þótt hún haldi sér í
djúpinu og ,,vaði“ ekki. En þetta
þýðir, að héðan af má reikna með
sumarsíldveiðum sem miklu ár-
vissari atvinnugrein en verið hef-
ur.
Togurunum hefur hinsvegar yf-
irleitt gengið miður en árið á und-
an.
En nú hefur það einnig gerzt á
þessu hausti, að vetrarsíldveiðar
með hringnót virðast vera að kom-
ast af tilraunastigi Suðvestan-
lands. Og það, sem meira er: Síld-
veiðar með flotvörpu hafa nú í
fyrsta skipti skilað glæsilegum
árangri. — Gæti þar verið um
tímamótaatburð að ræða.
Með stækkaðri landhelgi, vax-
andi fiskiflota og aukinni veiði-
tækni eru vaxandi vonir um, að
þjóðin geti stóraukið gjaldeyrisöfl-
un sína og þannig leyst með eðli-
legum hæíti þann þátt efnahags-
málanna, sem mest hefur verið
fjargviðrast út af.
Þjóðartekjurnar hafa aldrei ver-
ið jafn miklar. Öryggi sjávarút-
vegsins, aðalatvinnuvegar þjóðar-
innar er meira en nokkru sinni.
Fjárhagsafkoma ríkissjóðs og Út-
flutningssjóðs virðist vera góð.
En samt er hrópað í sífellu —
næstum æðisgengið: Þjóðin lifir
um efni fram. — Vér erum stadd-
ir á brún hengiflugs. — Aliir verða
að fórna, því að allt er í voða.
Og samt er heilt ár liðið, síðan
þær ráðstafanir voru gerðar, sem
sötðva áttu alia verðbólgu og
lækna þjóðfélagsmeinin.
Lækkun á nýumsömdu fiskverði
til hlutasjómanna. Tuttugu og sjö
vísitölustiga lækkun á öllu kaup-
gjaldi o. s. frv. — Til hvers var
þetta gert í byrjun ársins, sem nú
er að líða? Með hverju voru þess-
ar árásir á lífskjör almennings
réttlættar?
Þetta er ill nauðsyn sögðu spá-
mennirnir og spekingarnir. En til
þess gerð að bjarga þjóðinni. Með
þessu skyldi verðbólgudraugurinn
kveðinn niður fyrir fullt og allt.
Og er þjóðinni þá ékki borgið?
Hefur verðbólgudraugurinn ekki
verið kveðinn 'niður fyrir fullt og
allt? — Menn skyldu ætla það.
Fyrir kosningar hét það líka
svo, að lækningin hefði heppnazt
til fulls. Það þyrfti enginn að
harma kauplækkunina. — Verð-
bólgan hefði verið stöðvuð.
En hver varð svo fyrsti boð-
Hannibal Valdimarsson
skapur Ólafs Thórs sem forsæits-
ráðherra til þjóðarinnar?
Allur niðurgreiðslureikningurinn
er enn óborgaður. Ástandið er
jafnvel enn geigvænlegra en
nokkurn mann hafði órað fyrir.
óðaverðbólga er framundan, ef
ekki verða gerðar nýjar róttækar
ráðstafanir í efnahagsmálum. Og
þannig var söngurinn áfram.
Nú bíða menn þess, sem koma
skal og búast við engu góðu.
III. Tilelnislausar árásir á
lífskjörin.
Ríkisstjórn Alþýðuflokksins
stofnuð og studd af íhaldinu varð
til fyrir jólin í fyrra. Hún lá undir
feldi um jólin þá, eins og stjórn
Ólafs Thórs nú. Og er hún varpaði
af sér feldinum, tilkynnti hún
þjóðinni boðskapinn um að allir
yrðu að fórna. Kaupgjaldsvísitalan
var 202 stig. En nú skyldi með
lögum ákveðið, að allt kaupgjald
í landinu yrði reiknað út og greitt
eftir vísitölunni 175. Tuttugu og
sjö vísitölustig skyldu niður felld.
Við þetta lækkaði almennt verka-
mannakaup um kr. 3,19 á klst. —
Fimm þúsund króna mánaðarkaup
lækkaði um 668 krónur. Sex þús-
und króna mánaðarkaupið um 802
krónur. Sjötíu þúsund króna árs-
kauþ var lækkað með lögum um
nærri 9000 krónur.
Þannig var hin fyrsta ganga Al-
þýðuflokksstjórnarinnar. Og þeg-.
ar launamenn kveinkuðu sér und-
an þessum þungu búsifjum, var,
svarið: Verðið á kjöti og mjólk
Framhald á 4. síðu.
íyrsta spilakvOld
ALIi.BANDSLAGSINS
Ákveðið er að fyrsta spilakvöld
Alþýðubandalagsins á ísafirði
verði í Templarahúsinu n. k.
sunnudag, 17. þ. ni. kl. 9 e. h.
Er ætlunin að fleiri spilakvöld
en þetta verði í vetur, en að þessu
sinni er ekki hægt að segja hve
mörg þau verða. Verðlaun verða
veitt eftir hvert spilakvöld og enn-
fremur verðlaun eftir þriggja
kvölda spilakeppni, tvenn verðlaun
í livert skipti, önnur fyrir dömur
og hin fyrir lierra.
Það þarf áreiðanlega ekki að
minna alþýðubandalagsfólk á að
sækja þessi spilakvöld og að fá
aðra til þess. Munið að fyrsta
spilakvöldið verður á sunnudaginn
kemur, 17. þ. m. Fjölmennið þang-
að. Verið með frá byrjun.
Oerist áskrifendnr
VESTFIBÐINGS
En vantar mikið á að Vestfirð-
ingur hafi fengið þann áskrifenda-
fjölda, sem þarf til þess að útgáfa
hans sé íjárhagslega tryggð. Sér-
staklega eru áberandi fáir áskrif-
endur hér á Isafirði. Til þess að
bæta úr því, verður þetta og næsta
blað borið til nokkurra manna í
bænum, sem líklegt er að vilji ger-
ast áskrifer.dur. Ef einhverjir
þeirar vilja aftur á móti ekki fá
blaðið eftirleiðis, eru þeir beðnir
að láta telpuna, sem ber blaðið til
þeirra, vita það, eða þá ritstjóra
blaðsins. Þeir, sem það gera ekki,
eftir að næsta blað hefur verið
borið til þeirra, verða taldir áskrif-
endur og krafðir um gjald fyrir
blaðið. Séð verður um, að kaupend-
ur fái blaðið eins fljótt og reglu-
lega og mögulegt er.
Þeir, sem búsettir eru utan Isa-
fjarðar og fengið hafa blaðið sent
að undanförnu, eru beðnir að end-
ursenda það, ef þeir óska ekki að
fá það áfram. Þeir, sem það hafa
ekki gert fyrir miðjan næsta mán-
uð, verða taldir áskrifendur og
kraíðir um áskriftargjald.
LEIÐRÉTTINGAR
1 skýringum með jólakrossgátu
Vestfirðings eru tvær villur, sem
nauðsynlegt er að leiðrétta. Lárétt
skýring 37. dýrum les dýr. Lóð-
rétt skýring 36. Fjallsnafnið er í
aukafalli eintölu.
Þá hefur setningin: „Ekki er
gerður greinarmunur á . . . “ mis-
prentast. Rétt er hún þannig:
„Ekki er gerður greinarmunur á a
og á, i og y, í og ý eða s og i.“
LANDS80KASAFN
231172
ÍSLANDS