Vestfirðingur


Vestfirðingur - 13.01.1960, Síða 3

Vestfirðingur - 13.01.1960, Síða 3
ísafjörður, 13. janúar 1960. VESTFIRÐIN GUR 3 Bolvíkingar sýndu skopleikinn S tubb Þann 8. og 9. þ. m. fengu Is- firðingar góða og gamalkunna gesti í heimsókn, þar sem var leik- flokkur frá Kvenfélaginu Braut- inni og U.M.F.B. í Bolungavík, er sýndi hér í Alþýðuhúsinu skopleik- inn Stubb eftir Arnold & Bach í þýðingu Emils Thoroddsen. Með aðalhlutverkið, Þorgils Balagils, verksmiðjueiganda (Stubb), fór Halldór Halldórsson. Halldór er talsvert vanur á leik- sviði og gerði þessari kostuglegu persónu ágæt skil. Vakti leikur hans mikinn fögnuð áhorfenda. Af öðru meirháttar hlutverkum er ástæða til að nefna Ollebröd Gyld- enfalk, greifa, sem Hallur Sigur- björnsson fór með, Magnús Tobías- son, kaupmann og Pétur Mjófjörð, systurson hans, sem þeir Karvel Pálmason og Jón Valgeir Guð- mundsson léku, amtmannsfrú Veinholt, sem Ósk ólafsdóttir lék, og Massi Pedersen,, leikin af Dóru Magnúsdóttur. Allar þessar persónur voru mjög vel leiknar, þó að misjafnar væru þær að gerð og eðli. Það hendir stundum, að skoplegar og ankannalegar persón- ur eru gerðar ennþá kindugri en efni standa til, en enginn þeirra, sem fóru með þessi hiutverk, féll í þá freistni. Meðferð á öðrum og smærri hlutverkum var ekki eins góð, en sum þeirra, t. d. Jósef þjónn, sem Birgir Snæbjörnsson fór með, Siggi pól, fyrrv. yfirlögregluþjónn, leikinn af Jónatan Ölafssyni, voru mjög sómasamlega leikin, sama má einnig segja um leik Öskar Guðmundsdóttur í hlutverki Áróru konu Stubbs. Leikstjóri var Einar Kristjáns- son Freyr. Að endingu skal Bolvíkingum þökkuð koman hingað, ágætur leikur og góð skemmtun. o o o ■ Nýir borgarar. Jón Alberts, fæddur 21. ágúst 1958, Kristinn Gunnar, fæddur 12. ágúst 1959, báðir á ísafirði. For- eldrar: Ólína Ketilríður Jónasdótt- ir og Kristján Hilmar Lingmo Hansen, Seljalandsv. 52, Isaf. Kristinn Sigurjón, fæddur á ísa- firði 26. okt. 1959. Foreldrar: Erla Sigurðardóttir og Gunnar Sigur- jónsson, Hlv. 27, ísafirði. Þórunn Sveina, fædd á ísafirði 10. ágúst 1959. Foreldrar: Kristín Össurardóttir, Isafirði og Leifur Halldórsson, Ólafsvík. Öll skírð 8. nóv. 1959. Friðbjörn, fæddur á ísafirði 14. maí 1959, skírður 30. nóv. 1959. Foreldrar: Fjóla Hannesdóttir og Óskar Aðalsteinn Friðbjörnsson, Hnífsdal. Guðjón, fæddur á ísafirði 5. nóv. 1958. Foreldrar: Sesselja Ásgeirs- dóttir og Ólafur Halldórsson, HIv. 48, Isaf. Einar Karl, fæddur á Isafirði 26. júlí 1959. Foreldrar: Birna Einarsdóttir og Kristján Karl Reimarsson, Fjstr. 27, ísaf. Örn Ægir og Guðmundur Ómar, fæddir á Isafirði 4. ágúst 1959. Foreldrar: Halldóra Guðrún Kar- velsdóttir, Isaf., og Bjarni ívars- son, Stykkishólmi. Haukur, fæddur á Isafirði 24. ágúst 1959. Foreldrar: Magðalena Sigurðardóttir og Oddur Péturs- son, Túng. 3, ísafirði. Hólmgeir Páll, fæddur á ísafirði 15. sept. 1959. Foreldrar: Karitas M. Pálsdóttir, ísafirði og Baldur Björn Geirmundsson, Hnífsdal. Gestur, fæddur á ísafirði 24. sept. 1959: Foreldrar: Jóhanna Guðmundsdóttir og Þorlákur Hall- dór Arnórsson, Hlv. 18, ísaf. Grétar, fæddur á ísafirði 5. okt. 1959. Foreldrar: Erna Magnús- dóttir og Helgi Ól. Hörður Geir- mundsson, Hnífsdal. Dagný Björk, fædd á ísafirði 17. júní 1959. Foreldrar: Stefanía Arndís Guðmundsdóttir og Pétur Valdimarsson, Hlv. 38, Isaf. Sigríður Inga, fædd á Isafirði 16. júlí 1959. Foreldrar: Sigrún Sigurgeirsdóttir og Sverrir Hall- dór Sigurðsson, Hnífsdalsv. 8, Isa- firði. María Sveinfríður, fædd á Isa- firði 16. ágúst 1959. Foreldrar: Steingerður Ingadóttir og Halldór Helgason, Sundstr. 29, ísafirði. Kristín Björk, fædd á Isafirði 20. ágúst 1959. Foreldrar: Olga M. Ásbergsdóttir og Jóhann Bjarna- son, Suðureyri. Bryndís, fædd á Isafirði 9. sept. 1959. Foreldrar: Lára Stefáns- dóttir og Bragi Magnússon, Hlv. 33, Isafirði. Guðbjörg Jóna, fædd á Isafirði 12. sept. 1959. Foreldrar: Sólveig Hulda Jónsdóttir, Isaf. og Gunnar Valdimarsson, Flateyri. Guðrún Brynja, fædd á ísafirði 20. sept. 1959. Foreldrar: Hjaltlína S. Agnarsdóttir og Jóhannes Bjamason, Brunng. 12, ísaf. Öll skírð 25. des. 1959. Átta þessara barna skírði séra Ragnar Benediktsson við messu á jóladag. Kristinn Lárus, fæddur í Hlíð í Álftafirði 2. okt. 1959. Foreldrar Erla Ragnarsdóttir, Hlíð, og Brynjólfur Kristinsson, Isafirði. Katrín, fædd á Isafirði 11. ágúst 1959. Foreldrar: Hjálmfríður Guð- mundsdóttir og Sigtryggur Jör- undsson, Silfurg. 8a, ísafirði. Bæði skírð 26. des. 1959. Edda, fædd á ísafirði 10. okt. 1959, skírð 27. des. 1959. Foreldr- ar: Svanhildur Þorbjörnsdóttir og Arinbjörn G. Arinbjörnsson, Pólg. 5, ísafirði. Samúel, fæddur á Isafirði 1. okt. 1959, skírður 30. des. 1959. For- eldrar: Kristín Árnadóttir og Grímur Samúelsson, Seljalandsv. 58, Isafirði. Hólmfríður, fædd á ísafirði 15. sept. 1955. Kjartan Jón, fæddur á ísafirði 13. júlí 1959. Foreldrar: Anna Jónsdóttir og Lúðvík Kjart- ansson, Krók 2, ísafirði. Jón Ingigeir, fæddur á Isafirði 21. nóv. 1958. Foreldrar: Sigríður Aðalsteinsdóttir og Jón Kristján Jónsson, Hlv. 26, Isaf. Kolbeinn Sumarliði, fæddur á Isafirði 20. okt. 1959. Foreldrar: Kristín J. Kolbeinsdóttir og Gunn- ar H. Sumarliðason, Tangag. 22, ísafirði. Bryndís, fædd á Isafirði 8. júlí 1959. Foreldrar: Guðný Magnús- dóttir og Vilberg Vilbergsson, Hafnarstr. 11, ísafirði. Öll skírð 31. des. 1959. Nýir borgarar á Suðureyri. Steinþóra, fædd 5. ágúst 1957. Foreldrar: Sigríður Kristjánsdótt- ir og Guðmundur Hermannsson, Aðalg. 36, Suðureyri. Sigurbjörg, fædd 14. maí 1959. Foreldrar: Sigríður Kristjánsdótt- ir og Þorleifur Hallbertsson, Hjallaveg, Suðureyri. Óðinn, fæddur 15. júní 1959. Foreldrar: Solveig Kristjánsdóttir og Gestur Yngvi Kristinsson, Brekkustíg 7, Suðureyri. Öll voru börnin skírð í Suður- eyrarkirkju á jóladag. Hjúskapur. Eftirtalin brúðhjón hafa verið gefin saman í hjónaband: Astrid Hammersland og Sigurð- ur Árni Jónsson, Eyri Skötufirði. Giftingardagur 12. des. 1959. Framhald á 7. síðu. U M EFNISH YGGJU Framhald af 2. síðu. hyggju er nefnilega vélræn efnishyggja, sem svo er nefnd, og margir álíta alla efnishyggju vélræna, en svo er ekki. Að áliti hinnar úreltu, vélrænu efnishyggju var veröldin einber samsetn- ingur fastra, óbreytanlegra hluta með fasta óbreytilega eigin- leika, hluta, er væru hreyfingarlausir og þyrftu því utanaðkom- andi kraft til hreyfingar. Með aðferð hinnar díalektísku efnis- hyggju komumst vér hinsvegar að raun um, að grundvöllur alls eru hinar sífelldu breytingar, sem allir hlutir verða fyrir. Ekki eru heldur sjáanlegir neinir fastir eiginleikar, því sérhver hlut- ur ákvarðast af öðrum hlutum og er tengdur þeim, og eiginleik- ar breytast því eftir afstöðu hans eða þeirra. Þannig er ekki, eins og að framan er getið, til neitt eilíft, óbreytanlegt mann- legt eðli, heldur eru mannlegar athafnir endurspeglun og svar við þjóðfélagslegum aðstæðum. Með aðferð hinnar díalektísku efnishyggju höfum vér einnig komizt að því, að hreyfing er hinn raunverulegi tilveruháttur efnisins, eðlisbundinn eiginleiki þess. Ekki er hægt að aðgrein efni og hreyfingu, og efni án hreyfing- ar er óhugsandi, það er, hreyfing er fólgin í efni. Við athugun á orsökum fyrirbæra, er því ekki nóg að leita ytri verkanna, held- ur fyrst og fremst innri hreyfiafla, innri þróunarhvata hlutanna sjálfra. Það er því ljóst, að orsaka þjóðfélagsþróunar er ekki að leita í athöfnum mikilla manna, sem framkvæmt hafa vilja sinn á þjóðfélaginu, heldur er orsakanna að leita í þróun innri hreyfi- afla þjóðfélagsins, það er, þróun framleiðsluháttanna. Það er ástæða til að taka fram, að díalektisk efnishyggja er engin trúarjátning, engin fjötruð kredda, heldur aðferð til skiln- ings og skýringar á vandamálum vorum. Hún er tæki okkar til skilnings þess, er gerir okkur fært að sækja markvisst fram til sósíalistiskra framleiðsluhátta. Hún er algjör andstæða hinna ýmsu kerfa borgaralegrar heimspeki, sem flest hafa hafnað í endalausum mótsögnum. Hin borgaralega heimspeki endurspegl- ar mjög vil hina óleysanlegu kreppu auðvaldsins, og hún er ein- mitt að blekkja, og þar með viðhalda þessari kreppu. Á yfirstand- andi sturlungaöld auðvaldsins er vísindalegur skilningur hinnar díalektísku aðferðar réttnefnd hringabrynja hins vinnandi fjölda. ÁS.

x

Vestfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.