Vestfirðingur - 13.01.1960, Blaðsíða 4
4
VESTFIRÐIN GUR
ísafjörður, 13. janúar 1960.
Aramóíahugleiðing Hannibais
Framhald af 1. síðu.
verður lækkað sótrkostlega. Þið
verðið gerðir skaðlausir. — Nú er
að vísu upplýst, að sá reikningur
— niðurgreiðslureikningurinn —
er óborgaður. Og það eiga launþeg-
arnir svo sannarlega að gera að
sínum hluta af lækkaða kaupinu
sínu.
Þannig kaupránið óumdeilan-
legt. — Svikin fullkomnuð.
En svo illt sem sjálft kaupránið
var, taldi verkalýðshreyfingin
samt hálfu verra að una því, að
frjálsum samningum milli atvinnu-
rekenda og verkalýðssamtaka
hafði verið rift með lögum. —
Annað og lægra kaup, eu hið um-
samda ákveðið af ríkisvaldinu.
Traðkað á samningsrétti verka-
lýðsfélaganna.
Og þetta er meginatriði málsins.
Þetta er það, sem verkalýðshreyf-
ingin og launastéttimar yfirleitt
munu aldrei fyrirgefa ríkisstjórn
Emils Jónssonar og Alþýðuflokks-
ins — sízt af öllu þegar frá líður
og kastljósi sögunnar verður varp-
að á þessa atburði.
Nú blasir líka sú staðreynd við
öllum, að kauplækkunarleiðin var
röng. 1 henni var ekkert vit. Allur
vandi efnahagsmálanna er óleyst-
ur eftir sem áður.
Það, sem eftir stendur, er þetta,
að kauplækkun launafólksins var
skilin eftir í kassa atvinnurekenda.
Sá, sem hafði 100 menn í þjónustu
sinni, átti eftir í kassa sínum 700
—800 þúsund krónum meira, en
verið hefði samkvæmt kaup-
greiðslu að réttum lögum og samn-
ingum. — Það, sem frá launastétt-
unum var tekið, var atvinnurek-
endum fengið og meira þó, því að
þeim voru réttir nokkrir milljóna-
tugir að auki sem hækkaðar upp-
bætur.
Þetta varð framkvæmdin á
kenningunni um, að allir yrðu að
fórna.
En verðbólgan hefur aldrei ver-
ið betur nærð: Vinnuaflið, sem var
ærið eftirsótt fyrir, var nú orðið
ódýrara. Það ýtti af stað aukinni
fjárfestingu bæði hjá einkafram-
taltinu og opinberum aðilum. Sjóð-
um þeim, sem safnazt höfðu í tíð
vinstri stjórnarinnar, var nú eytt.
Fjárlög voru með halla og liærri
en nokkru sinni. Fóru í fyrsta
sinn í sögunni yfir milljarð króna.
Og verðbólguvaldurinn mikli:
Keflavíkurflugvöllur, færðist
drjúgum í aukana. Framkvæmdir
voru auknar á vallarsvæðinu og ný
radarstöð reist vestur á Snæfells-
nesi. Þessi aukna innspýting er-
lends fjármagns utan allrar fram-
leiðslustarfsemi þjóðarinnar olli
aukinni röskun í okkar litla efna-
hagskerfi. Heimtaði aukið vinnu-
afl frá framleiðsluatvinnuvegun-
um, dró úr framleiðslumætti
þeirra, herti samkeppnina um
vinnuaflið o. s. frv. Enda er nú
aftur farið að leggja togurunum
vegna mannaleysis. — Auk þess
tóku tollsvik og gjaldeyrisbrask
mikinn fjörkipp á ný.
Nei, verðbólgan hefur aldrei átt
betra blómaskeiði að fagna en á
árinu 1959. Það mátti öllum aug-
Ijóst vera, að 4—5 þúsund króna
mánaðakaup verkafólks væri ekki
höfuðorsök verðbólgunnar. Og að
hún yrði því ekki að velli lögð með
því einu að lækka tekjur láglauna-
stéttanna. — Enda er það nú á-
þreifanlega komið á daginn.
IV. Réttlætismáli borgið
í höfn.
Kjördæmabreyingin verður óef-
að talin einn af höfuðatburðum
þessa árs.
Landinu var skipt í 28 kjördæmi
með mjög mismunandi íbúafjölda.
Árið 1956 voru 426 kjósendur í fá-
mennasta kjördæminu, en 37603 í
því fjölmennasta.
Þingmenn voru 52. Þar af 41
kjördæmakosinn, en allt að 11
landkjörnir til jöfnunar milli
flokka.
Tuttugu og einn þingmaður var
kjörinn að viðhafðri meirihluta-
kosningu í jafnmörgum einmenn-
ingskjördæmum. Þessir þingmenn
höfðu enga varamenn.
Tólf þingmenn voru kjörnir í
6 tvímenningskjördæmum að við-
hafðri hlutfallskoningu. Þeir
höfðu jafn marga varamenn.
í Reykjavík voru kjörnir 8 þing-
menn að viðhafðri hlutfallskosn-
ingu og jafn margir til vara.
Loks voru svo landkjörnu þing-
mennirnir 11 og jafn margir vara-
menn þeirra.
Þrátt fyrir uppbótamennina til
jöfnunar milli flokka var þó siíkt
ósamræmi orðið milli kjörfylgis og
þingmannatölu stjórnmálaflokka,
að löngu var orðið óþolandi —
enda alger skrípamynd alls lýð-
ræðis og þingræðis. Þannig hafði
einn stjórnmálaflokkur eftir kosn-
ingarnar 1956 12000 kjósendur og
19 þingmenn í umboði þeirra, en
annar 16000 kjósendur og aðeins
8 þingmenn. Ef sá fyrmefndi hefði
haft þingmenn í samræmi við þann
síðarnefnda, bar honum ekki að
hafa nema 6 þingmenn (hafði 19).
Þá hefðu verið 2000 kjósendur að
baki hverjum þingmanni hjá þeim
báðum.
Eins má segja, að til þess að
síðarnefndi flokkurinn hefði þing-
mannatölu í samræmi við þann
fyrrnefnda, þurfti hann að fá 25
þingmenn (hafði 8).
Slíkt og þvílíkt var ranglætið
orðið. Og því varð auðvitað ekki
unað lengur.
Nú er landinu öllu skipt í 8 kjör-
dæmi. Þingmenn eru 60 að tölu —
8 fleiri en áður var. Af þeim eru
11 landskjörnir til jöfnunar milli
flokka, og hafa þeir allir vara-
menn, ef einhver þeirra forfallast.
Hinir, 49, eru allir kjörnir að
viðhafðri hlutfallskosningu og
hafa allir varamenn, ef á þarf að
halda. — Er þetta miklu einfald-
ara og hreinlegra, eins og allir sjá.
í það eina skipti, sem kosið hef-
ir verið samkvæmt hinni nýju
kjördæmaskipan, náðist nokkum-
veginn jöfnuður milli flokka. Þ. e.,
þeir hafa allir þingmannatölu
nokkurn veginn í réttu hlutfalli við
kjörfylgi sitt. — Þingið ætti því
að vera réttari mynd af þjóðarvilj-
anum, eftir kjördæmabreytinguna
en áður, og hvaða lýðræðissinni
mundi ekki fagna því ?
Engar líkur finnst mér til þess
benda, að hin nýja skipan verði
óhagstæðari dreifbýlinu, en gamla
kjördæmaskipanin. Sambandið
milli kjósanda og þingmanna á að
geta verið eins náið. Það verður
meir en áður á valdi kjósenda að
velja sér frambjóðendur. Mun
varla koma til kasta flokksstjórna
að skipa framboðslista, nema
heimamenn, eða þeirra fulltrúar
geti með engu móti komið sér sam-
an. Þá mun hvert kjördæmi nú
eiga fulltrúa á þingi frá mörgum
stjórnmálaflokku m, og ætti það að
vera til bóta með tilliti til þess að
tryggja framgang héraðsmála.
Bezt er þó að láta reynsluna
skera úr um þetta. Hennar dómi
verða allir að hlíta, hver sem
fyrri afstaða hefur verið. En víst
hljóta menn að vera sammála um
það, að kjördæmabreytingin verð-
ur að teljast til stóratburða þess
árs, sem nú er að líða.
V. tsland og norræn
samvinna.
Fyrir nokkrum árum var það
von norrænna stjórnmálamanna,
að takast mætti að koma á sam-
eiginlegum norrænum markaði og
norrænu tollabandalagi.
Á árinu 1959 hafa þessi stórmál
norrrænnar samvinnu verið moldu
ausin — gefin upp á bátinn a. m.
k. í bili.
Til hafa orðið tvær viðskipta-
samsteypur Evrópuríkja. Önnur
þeirra nefnist „Sex ríkja samband-
ið“, og eru í því Vestur-Þýzka-
land, Belgía, Holland, Frakkland,
Italía og Luxemburg. í þessari við-
skiptasamsteypu eru 165 milljónir
manna. — Það eru einkum hags-
munir kola- og stálframleiðslunnar
í álfunni, sem þarna leita saman
I einskonar hring.
Hin viðskiptablokkin, saman-
stendur af sjö ríkjum: Þau eru
England, Danmörk, Noregur, Sví-
þjóð, austurríki, Sviss og Portú-
gal. — Hafa þau verið kölluð „Hin
ytri sjö“.
Menn taka sjálfsagt eftir því, að
þama hafa skandinavísku löndin
— þ. e. bræðraþjóðir okkar: Danir,
Norðmenn og Svíar tengzt Bret-
um bróður böndum viðskiptanna
með tollfrelsi og öðrum góðum
fríðindum. En Norðurlöndin tvö,
Island og Finnland eru ekki með.
— Hvað skyldi nú vera orðið af
hinni hálofuðu norrænu samvinnu ?
Sú spurning verður þó e. t. v. enn
nærgöngulli við okkur íslendinga,
þegar við rif jum upp margra ára
tregðu Svía til að veita íslenzkum
flugvélum lendingarheimild í Sví-
þjóð. Og þó versnar enn, ef við
leiðum hugann að afstöðu frænd-
þjóðanna til baráttu Islendinga
fyrir lífi sínu, þ. e. til landhelgis-
málsins:
Norðmenn hafa verið hlutlausir,
þó tilkynnti íslenzka útvarpið í
kvöld, að þeir í Álasundi hefðu
dýpstu samúð með brezkum tog-
arasjómönnum, sem nú væri mein-
að (af vondum Islendingum) að
fiska á „sínum gömlu miðum“l!
— Svíar sendu strax opinbera mót-
mælaorðsendingu gegn stækkun
fiskveiðalandhelginnar í 12 sjó-
mílur. Þá vissu menn hvoru meg-
in þeir voru í lífshagsmunamáli Is-
lendinga. Og Danir komu í bakið
á okkur með sérsamningi við Breta
um 6 sjómílna fiskveiðalandhelgi
við Færeyjar. — Verri óleik var
naumast hægt að gera okkur, með-
an baráttan var sem allra tvísýn-
ust milli okkar og Breta.
En þarna höfum við myndina af
norrænni samstöðu og samvinnu
í okkar stærsta efnahags- og sjálf-
stæðismáli. — Hún er sannarlega
ekki á marga fiska.
Norðurlandaráðið átti að tengja
Norðurlöndin öll nánar og fastar
saman. Því hefur mistekizt hlut-
verk sitt í meginmálum. Sumir
kenna það nú helzt við „skemmti-
klúbb“ eða ferðafélag. Og sannast
sagna fæst það nú helzt við sam-
hæfingu löggjafar- og fram-
kvæmdaatriða ýmissa smærri
mála, er aðallega snerta þrjú
Norðurlandanna, þ. e. Danmörku,
Noreg og Svíþjóð. — ísland og
Finnland koma þar sjaldnast við
sögu.
En nóg um það. Hitt er ærið
íhugunarefni að Norðurlöndin þrjú
hafa myndað „viðskiptablökk“
með Bretlandi, Austurríki, Sviss
og Portúgal. En Island stendur eitt
sér og reynir að bjarga „lambi fá-
tæka mannsins" undan vopnuðu
ofbeldi Breta. En þótt ótrúlegt
megi virðast, er það nú orðið víst,
að í þeim ójafna leik einhuga smá-
þjóðar og hernaðarstórveldis, mun
Davíð sigra Golíat.
VI, Verkalýðshreyfmgin
og kaupránið.
Tvö verkalýðsfélög, Hið íslenzka
prentarafélag og Félag mjólkur-
fræðinga gátu sagt upp samning-
i