Vestfirðingur - 13.01.1960, Side 5
Isafjörður, 13. janúar 1960.
VESTFIRÐIN GUR
5
Agætur afli og næg atvinna í
Tálknafirði
um sínum á s.l. vori. Þetta gerðm
þau, þar sem þau vildu ekki una
kjaraskerðingu kaupránslaganna.
Bæði félögin fóru fram á verulega
kauphækkun. Hóf Prentarafélagið
verkfall 1. júní, er samningar tók-
ust ekki, en mjólkurfræðingar
frestuðu boðuðu verkfalli og
ákváðu að vinna ekki eftirvinnu.
Vegna prentaraverkfallsins
komu engin blöð út nokkuð fram
eftir kosningabardaganum í vor.
En er kosningar nálguðust, tókust
samningar, og telja prentarar sig
hafa náð ca. 7% kjarabót. —
Kauphækkunarkrafa þeirra var
15%.
Þegar nokkuð kom fram á sum-
arið tóku mjólkurfræðingar málið
upp aftur, og náðu þeir samning-
um um 10,6% grunnkaupshækkun.
Vikgukaup þeirra hækkaði úr 1211
krónurn í 1339'krónur og 36 aur,a.
Gefur þetta nokkra vísbendingu
um örlög kaupránslaganna, þegar
verkalýðssamtökin telja almennt
tímábært að hefja gagnráðstafan-
ir vegna þeirra og hinna boðuðu
,,bjargráða“ nú eftir áramótin.
Samkvæmt ákvæðum gildandi
kjarasamninga gátu flest verka
lýðsfélögin ekki sagt þeim upp
fyrr en 1. september — nokkur
raunar ekki fyrr en 1. desember.
Þann 30. ágúst í sumar boðaði
Alþýðusambandið til ráðstefnu um
kaupgjaldsmálin. Mættu á henni
fulltrúar flestra þeirra stéttarfé-
laga, sem lausa höfðu samninga
og sagt gátu upp samningum á ár-
inu.
Ráðstefnan var fjölsótt og ríkti
á henni mikill einhugur um kjara-
málin.
Að umræðum loknum var eftir-
farandi ályktun samþykkt með at-
kvæðum allra fulltrúanna:
„RÁÐSTEFNA Alþýðusam-
bands Islands haldin í Reykjavík
29. og 30. ágúst 1959 telur nauð-
synlegt, að samningum verði
sagt upp af þeim sambandsfélög-
um, sem er það kleift á næstunni,
vegna uppsagnarúkvæða samn-
inga.
Jafnframt telur ráðstefnan
rétt, að miðstiórn sambandsins
boði til nvrrar ráðstefnu með
fulltrúum þeirra félaga, er þá
hafa sagt upp samningum, þegar
frekari vitneskja liggur fyrir um
verðlagningu landbúnaðarafurða
og aðra þróun efnahagsmála
þjóðarinnar.“
Samkvæmt þessari ábendingu
ráðstefnunnar sögðu flest verka-
iýðsfélög upp samningum sínum
og hafa nú lausa samninga. Allir
bjuggust við, að línur myndu skír-
ast í efnahagsmálunum fljótlega
eftir að þing kæmi saman og ný
ríkisstjórn hefði verið mynduð. —
En þingið kom saman. Sjö manna
ríkisstjórn íhalds og Alþýðuflokks-
ins komst á laggirnar. Forsætis-
ráðherrann tilkynnti að sérfræð-
ingar væru að reikna og rannsaka
og þegar þeir væru búnir, myndi
ríkisstjórnin leggja fram tillögur
sínar. Þó væri þegar vitað, að á-
standið væri mjög alvarlegt og
krefðist róttækra aðgerða. Það
eitt lét hann uppi, að gamalmenn-
um og öryrkjum mundi verða
hjálpað til að stanaast afleiðing-
ar aðgerðanna. — Af því mátti
ráða, að mikils ills væri von fyrir
alþýðu manna.
Samkvæmt lögum og venjum
átti fjármálaráðherra í þingbyrjun
að halda framsöguræðu fjármála
og gefa þingi og þjóð jafnframt
skýrslu um ástand og horfur í
fjárhags- og efnahagsmálum þjóð-
arinnar. Þetta var ekki gert nú.
Fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
1960 var kastað þegjandi inn í
þingið. Ekkert orð togaðist úr hin-
um nýja fjármálaráðherra, nema
hvað hann tilkynnti, að upp yrði
tekið nýtt efnahags- og fjárhags-
kerfi — hvorki meira né minna!!
VII. Lifðu ekki urn efni
f ram!
Síðan var tilkynnt, að þingið
yrði sent heim. Stjórnin vildi hafa
frið — vinnufrið! — Og þetta
varð. Alþingi var rekið heim, og
skal ekki koma aftur til starfa fyr
en í janúarlok. — Þannig hafa þeir
tryggt sér næðið og vinnufriðinn.
— Síðan hefur ekki heyrzt stuna
eða hósti til stjórnarherranna sjö.
Þeir liggja undir feldi, segja Morg-
unblaðið og Alþýðublaðið.
Og hverju hafa þeir lofað? Það
er raunar ekkert smáræði: Nú
/
skal afnema bæði uppbótakerfi og
niðurgreiðslukerfi. — Öll höft og
bönn skulu hverfa eins og dögg
fyrir sólu. Frelsið skal halda inn-
reið sína í verzlun og viðskiptum.
Beinum sköttum skal létt af fólk-
inu. Þeir skulu hverfa með öllu. 1
staðinn á aðeins að skattleggja
eyðsluna, og hver skyldi vera á
móti því?
Og að síðustu á svo enn að
leggja verðbólgu og dýrtíð að velli.
Það er sem sé ekkert nema ein-
tóm dýrðin framundan.
Reyndar má þó ekki alveg
gleyma fyrsta og síðasta atriðinu
í boðskap Ólafs Thors og Emils
Jónssonar — íhaldsins og Alþýðu-
flokksins.
Þjóðin lifir um efni fram og hef-
ur lengi gert það. En nú skal
kenna henni hófsamlegri lifnaðar-
háttu, ráðdeild og sparsemi. Þarf
víst enginn að efa, að kennslan sú
er í réttum höndum, þar sem
skólameistarinn er Ólafur Thórs,
yfirkennarar höfuðleiðtogar stór-
útgerðar og stórkaupsýslu, að ó-
gleymdum foringjum Alþýðu-
flokksins í aðstoðarkennarastöð-
um. — Þessir kunna nú sitt fag í
sparneytni og hófsemd allri.
Og það, sem auðvitað skiptir
öllu máli er að venja fjölmennustu
stéttir þjóðarinnar af allri eyðslu
og óspilunarsemi. Það verður að
★ HÉÐAN eru gerðir út tveir
vélbátar, Guðmundur á Sveinseyri
og Tálknfirðingur.
★ HAUSTRÓÐRAR byrjuðu
10. nóvember s.l., og fóru bátarn-
ir 21 róður hvor til áramóta. Afli
mátti heita góður. V/s Guðmund-
ur á Sveinseyri fékk 183 tonn og
v/s Tálknfirðingur 185 tonn.
Mikil vinna hefur verið í hrað-
frystihúsinu hér, oftast unnið fram
til kl. 11 og 12 að nóttu. Nokkuð
af aðkomufólki sækir hingað vinnu
einkum frá Patreksfirði, en þar
hefur verið lítið um vinnu sökum
þess, að eini báturinn, sem þar var
byrjaður róðra, v/s Sæborg, varð
að hætta og fara til viðgerðar í
Reykjavík, en báðir bátarnir héð-
an fóru í „slipp“ í Reykjavík í
haust til viðgerðar og eftirlits. Var
það allumfangsmikil viðgerð, m. a.
var skipt um skrúfu í Tálknfirð-
ingi.
★ HLUTIR á sílldarvertíð í
sumar urðu á Tálknfirðingi kr.
38.819,00, en á Guðmundi á Sveins-
eyri kr. 60.284,00.
★ TÍÐARFAR hefur verið
nokkuð risjótt í haust. Um helg-
ina 8. nóvember gerði hríðarveður
og teptust vegir hér á milli fjarð-
anna, en mokað var nokkru síðar
til Patreksfjarðar, enda þurfum
við mikið á þeim vegi að halda;
m. a. eru öll bein flutt þangað, því
að ennþá vantar hér beinamjöls-
verksmiðju, einnig er allmikið flutt
í skip af fiskflökum. Þann 29.
taka verkamönnum og verkakon-
um ærlegt sparnaðartak. Það
verður að stöðva lúxuslifnað
bændastéttarinnar og fólksins í
sveitunum. Nær nokkurri átt að
láta sjóara og svoleiðis fólk vaða
í peningum? Iðnverkafólk og opin-
berir starfsmenn svo og vinnulýð-
ur verzlunarstéttarinnar verður
líka að hætta öllu bruðli — allri
óhófseyðslu — verður að læra að
spara.
Geta menn ekki orðið sammála
um, að þarna sé gripið í höfuð-
meinsemd þjóðfélagsins. Hefta ó-
hófslifnað vinnustéttanna til sjáv-
ar og sveita svo að frjáls fjár-
magnsmyndun geti öðlazt meira
olnbogarúm?
Þetta er a. m. k. ,,ideal“ ríkis-
stjórnar vorrar.
VIIL Erum við að farast?
Nú er ég ekki í minnsta vafa
um það, að ef þjóðin væri í nauð-
um stödd, mundu vinnustéttirnar
nóvember s.l. tók Goðafoss um
1000 kassa af Ameríkufiski, var
sá fiskur fluttur á bílum til Pat-
reksfjarðar.
★ SJÁVARFLÓÐ óvenju mik-
ið varð hér að morgni 3. nóv. s.l.
Skemmdir urðu á vegum og sjór
flæddi inn í kjallara kaupfélagsins,
urðu nokkrar skemmdir á vörum.
Flóð eins og þetta hefur ekki kom-
ið hér í manna minnum.
★ UNNIÐ er enn að því að
fullgera hið nýja hraðfrystihús. 1
sumar var það múrhúðað utan að
nokkru leyti og er því ekki lokið
enn, einnig er verið að ljúka við
ísgeymsluna, setja á upp ísgerðar-
vél auk margs annars, sem ógert
hefur verið til þessa. Verður þetta
vel búið og vandað frystihús. Mik-
ils er líka um það vert að skapast
hefur aðstaða til að taka á móti
aðkomufólki, þar sem góð herbergi
eru í húsinu og aðstaða til heim-
ilishalds, þ. e. fyrir mötuneyti.
★ VETRARRÓÐRAR byrjuðu
hér undir eins á áramótum. Var
farið í fyrsta róðurinn á nýárs-
dagskvöld og 9. þ. m. hafði verið
róið alla virka daga. Afli hefur
verið mjög góður, 8, 9 og allt upp
í 12 lestir í róðri.
★ RÉTT fyrir áramótin voru
teknar í notkun 4 íbúðir í tveimur
nýbyggðum tveggja íbúða húsum,
timburhúsi og steinhúsi. Þá má
geta þess, að s.l. ár fluttust þrjár
fjölskyldur í hreppinn. Fréttarit.
sízt af öllu reynast öðrum stéttum
ófúsari til að leggja á sig erfiði og
fórnir. — En í hvaða háska er
þjóðin nú stödd? Hver eru rökin
fyrir því, að nú verði að herða
sultarólina ?
Það er hinn ægilegi vandi efna-
hagsmálanna, segir ríkisstjórnin
og spámenn hennar. Og í hverju
er hann fólginn?
Er ríkissjóður íslands kominn i
fjárþrot? Getur Útflutningssjóð-
ur ekki staðið við skuldbindingar
sínar? Hlaðast máski upp gjald-
eyrisskuldir frá ári til árs. Er rík-
ið sokkið í óbotnandi skuldir er-
lendis ?
Ef fyrstu spurningunni, um
fjárþrot ríkissjóðs yrði svarað ját-
andi, þá kæmi það heldur illa heim
við upplýsingar Guðmundar í.
Guðmundssonar fyrrverandi fjár-
málaráðherra réttfyrir kosning-
arnar. Og þá hefði hagur hans a.
m. k. versnað ískyggilega á þessu
Framhald á næstu síðu.