Vestfirðingur


Vestfirðingur - 13.01.1960, Page 6

Vestfirðingur - 13.01.1960, Page 6
6 VESTFIRÐIN GUR Isafjörður, 13. janúar 1960. ári, því að vitað er, að hagur hans stóð með blóma í ágústlok 1958. Nei, sannleikurinn er sá, að það er ógerlegt að hræða nokkurn mann með bágborinni fjárhagsaf- komu ríkissjóðs. Enda væri það ó- hugnanlegt í öðru eins góðæri beztu aflabragða sem yfir þjóðina hafa komið — á ári hæstu þjóð- artekna í sögu Islands. Þá er það Útflutningssjóðurinn. — Engin rök hníga að því, að hann sé í nokkrum vanda staddur. Hann hefur borgað upp svikahalla bátagjaldeyriskerfisins, og enginn hefur heyrt, að hann standi ekki í fullum skilum við útgerðarmenn. Þannig er enga grýlu hægt að gera úr efnahagsástandi útflutn- ingssjóðs. — Og allir vita, að at- vinnulífið er í fullum gangi. Þá er eftir að athuga tvær sein- ustu spurningarnar, um gjaldeyris- stöðuna og skuldir út á við, og er ekki óeðlilegt að athuga svörin við þeim í einu lagi. Það mun rétt vera, að allmörg seinustu árin höfum við ekki átt neina gjaldeyrissjóði. Sjálfsagt er að viðurkenna, að þetta er í veik- asta lagi, ef eitthvað skyldi út af bera. En ekki er þó vitað, að ís- lenzkir bankar hafi fengið á sig óorð fyrir vanskil erlendis, og ekki er heldur vitað, að gjaldeyr- isstaðan hafi versnað neitt sein- ustu árin. Þessu mun undireins svarað með því að segja. Gjaldeyrishalli hefur verið allmörg ár, en hann hefur verið jafnaður með erlendum lán- um. — Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Er þessi halli þá svo mikill og þessar erlendu lántökur svo stór- kostlegar, að í þeim felist einhver þjóðarvoði? Ég tel fjarstæðu að halda því fram. Það er engan veginn sjálfgefið, að einstaklingur, sem skuldar tvö hundruð þúsund krónur, sé ver efnum búinn en annar, sem ekkert skuldar. Til þess að geta dæmt um það, hvor sé betur stæður, þurf- um við að vita um eignir beggja, um arðsemi eignanna og ýmislegt fleira. Höfum við ekki eignazt áburð- arverksmiðju, sem sparað hefur milljóna fúlgur í áburðarkaupum, höfum við ekki eignazt sements- verksmiðju sem einnig sparar tugi milljóna í gjaldeyri árlega, er ekki Sogsvirkjunin og yfirleitt rafvæð- ing landsins gjaldeyrissparandi, spara ekki ný farskip okkur gjald- eyri? Er ekki alkunna, að fiski- skip okkar skila gjaldeyrisverð- mæti sínu á einu til þremur ár- um? — Þannig mætti lengi telja. Og hver getur ætlazt til, að slíkt sem þetta, að ógleymdum nýju flugvélunum, sé greitt af ár- legum tekjum? Er nokkuð óeðli- legt eða skelfandi við það, þótt lán séu tekin til slíkrar uppbygg- ingar? Auðvitað er ekkert óeðli- legt við það. Það ætti því ekki að vera hægt að trylla þjóðina með því einu að segja, að hún skuldi mikið. Hitt er aðalatriðið hvort hún sé betur eða ver á vegi stödd fjárhagslega eftir þessar lántökur, en vera mundi, ef hún hefði ekki tekið þessi lán, og þá heldur ekki komið upp þeim framtíðarfyrirtækjum, sem hún hefur eignazt vegna láns- fjárins. Það er sannast sagna, að það mun verða erfitt að samræma það sannleikanum, að nokkurt gjald- eyrislegt eða fjárhagslegt hengi- flug sé framundan. Og þess vegna verði vinnandi stéttir þjóðfélags- ins enn á ný að skerða lífskjör sín. Hrunkóngarnir og hörmunga- spámennirnir eru bara í þjónustu þeirra þjóðfélagsafla, sem heimta, að skiptareglum þjóðfélagsins sé enn breytt. Það var gert í íyrra, og það vilja þeir líka gera í ár. Það hyggjast þeir nú gera með gengislækkun. — Launþegarnir skulu fá smærri krónur og helzt ekki fleiri en áður. — Þannig á enn á ný að rýra lífskjör Iauna- stéttanna með yfirbreiðslu geng- islækkunar. Og hrópin um þjóðar- voða og yfirvofandi ófarnað eiga að fá fórnarlömbin til að sætta sig við fórnirnar. Verkalýðshreyfingin mun vissu- lega ekki hrapa að neinu. Hún vill skýra sem sannast og réttast frá raunverulegu ástandi þjóðarinnar í efna hagsmálum. Hún vill sjá aðgerðir ríkisstjórnarinnar, áður en hún dæmir þær út af fyrir sig. Ef til vill er nauðsynlegt, að fólk fái líka að kynnast áhrifum að- geraðnna á lífskjör stéttanna, áð- ur en hafizt sé handa. — En þá er líka kominn tími alþýðustétt- anna til aðgerða, ef réttlætis hefur ekki verið gætt og spor til ófarn- aðar hafa verið stigin. Enda er það staðreynd, að launastéttirnar yf- irleitt langt út yfir vébönd verka- lýðsfélaganna, treysta á það, að hin skipulagða, róttæka verkalýðs- hreyfing sé og verði sá brimbrjót- ur, sem holskeflur kaupráns og kjaraskerðingar brotna á. - - Hjá ýmsum gætir þegar nokkurrar ó- þreyju. Finnst hún jafnvel sein- þreytt til vandræðanna. IX. Fánýt leið eða farsæl leið. Það veit þjóðin og skilur til fulls, að gengislækkun bætir ekki eyrisvirði við þjóðartekjurnar. Hún er því ekki lausn á neinum vanda. Þetta vita forsvarsmenn gengisfallsins ekki síður en aðrir. En gengislækkunin ýtir undir ó- hófseyðslu innan lands og skapar vantraust útávið — og hún auðg- ar eignamenn og skuldakónga þjóðfélagsins, jaínframt því, sem hún féflettir sparifjáreigendur og launamenn alla. — Og þetta er líka hinn raunverulegi tilgangur, þó að fögur orð um fórnir og bjargráð séu höfð á vörunum. En er þá nokkur önnur leið? Áður hefur verið vikið að vax- andi tækni og auknu öryggi sjáv- arútvegsins. Megum við svo ekki á þessu og næstu árum vænta ávaxtanna af aukinni friðun fiski- miðanna? Eða er ekki öllum ljóst, að landhelgismálið er ekki aðeins sjálfstæðismál, lieldur einnig gild- ur þáttur efnahagsmála okkar? Hafa ekki skipin, sem vinstri stjómin veitti leyfi fyrir, verið að streyma til landsins allt fram á þessi áramót? Þau verða undir- staða aukinnar framleiðslu. Vitum við ekki ,að við getum aukið árlegar gjaldeyristekjur okkar um tugi milljóna með skyn- samlegri hagnýtingu flatfiskstofn- anna við strendur landsins. Betri og meiri vinnsla sjávaraf- urðanna — m. a. með lýsisherzlu og niðursuðu — felur í sér stór- kostlega gjaldeyrismöguleika. Getur nokkur lokað augunum fyrir þeim stórfenglegu iðnaðar- möguleikum, sem vatnsafl og jarð- hiti opnar okkur í sífellt vaxandi mæli frá ári til árs. Það er betri hagnýting þessara möguleika allra, sem getur aukið trúna á íslenzka peninga útávið og innávið, ýtt undir iðjusemi og sparneytni, leyst úr gjaldeyris- skortinum, skotið hinuin traust- ustu stoðum undir allt efnahags- kerfi lands og þjóðar og jafnframt bætt lífskjör hins vinnandi manns. Getur nokkruin dulizt, að þetta er rétta leiðin í efnahagsmálum fs- lands í dag? X. Löðum vinmiafíið til framleiðslustarfanna. Nú liggur við, að togararnir stöðvist hver af öðrum vegna mannaleysis. Sýnir það þá ekki, að leið Alþýðubandalagsins — fram- leiðslustefnan — sé óframkvæman- leg? Síður en svo. — En þetta sýnir einmitt berlega, að kjaraskerðing- arstefnan er leið til glötunar. Hún rekur fólk frá framleiðslustörfun- um. Hún lamar gjaldeyrisöflunina. Hún æsir og magnar þann ógnar- vanda, sem hrunadansarar ríkis- stjórnarinnar þykjast ætla að leysa með gengisfalli!! Hvers vegna ganga hásetar og yfirmenn unnvörpum í land af tog- urunum? Hvernig er hægt að stöðva slíkt? Er leiðin til þess e. t. v. aukin kjaraskerðing ?! Eða er hægt að stöðva þessa óheilla- þróun með lagaboði? Fásinna. — Hér dugar ekkert slíkt. Hér dugar aðeins eitt: Kjarabætur. Orsökin til þess, að togararnir eru að stöðvast vegna mannaleysis, er sú og sú ein, að Sjómannafélag Reykjavíkur hefur sofið of fast. Kjör togarasjó- manna eru lakari en annara við sambærileg störf. Ef stéttarfélög sjómanna rumska ekki, munu tog- araeigendur sjálfir lagfæra kjörin, svo að þeir haldi mannskapnum, og þurfi ekki að binda togarana við hafnarbakkana. Það er bókstaflega ósæmilegt, við auknar þjóðartekjur að skila ekki aftur kaupráninu frá því í fyrravetur. — Viðurkenning á fullu launajafnrétti kvenna mundi líka bæta verulega úr vinnuafls- skortinum og efla framleiðslumátt atvinnuveganna. — Allt vinnuafl, sem losað verður frá hernáms- þjónkun og aftur tekið til fram- leiðslustarfa, stuðlar ennfremur að heilbrigðri lausn efnahagsmálanna eftir leiðum framleiðslustefnunnar. Þetta er leið alþýðunnar — og á einnig að verða leið íslenzku þjóðarinnar allrar til bættra lífs- kjara og öruggara efnahagslegs sjálfstæðis. „Þetta Iand á ærinn atið, ef menn kynnu að not ’ann.“ Gleðilegt ár, 1960. Reykjavík, 31. des. 1959. Hannibal Valdimarsson. o o o Afiabrögð . . . Framhald af 8. síðu. um, Víkingur 87 lestir í 16 sjóferð- um, Hugrún 77,5 lestir í 12 sjó- ferðum og Einar Hálfdáns 56,5 lestir í 11 sjóferðum. Allur aflinn veginn slægður. V.b. Einar Hálf- dáns var frá veiðum í nær 2 vik- ur vegna vélbilunar og Hugrún nær því jafn lengi. Togarinn Guð- mundur Péturs fór á veiðar í tvo daga í byrjun mánaðarins og fékk einungis 5300 kg. Hætti þá veiðum, en mun bráðlega hefja veiðar aft- ur. Vb. Gullfaxi var á rækjuveið- um fram yfir miðjan desember. Hnífsdalur. Páll Pálsson 98,5 lestir í 15 sjó- ferðum, Rán 94 lestir í 17 sjóferð- um. Fiskurinn veginn slægður. o o o Rausnarleg gjöf. Skömmu fyrir jól gaf kvenfélag- ið Hlíf Elliheimili Isafjarðar 9 vönduð rúmstæði með ágætum dýnum. Jafnframt gaf Guðmund- ur L. Þ. Guðmundsson, húsgagna- smiðurí Reykjavík, en hann er gamall Isfirðingur ,eitt rúmstæði með dýnu, til minningar um móð- ur sína, Guðbjörgu Friðriksdóttur,. með ósk um að einhver gömul kona á elliheimilinu gæti notið góðs af gjöfinni. Bæjarstjóri hefur þekkað þessar rausnarlegu gjafir, og allir bæjar- Bæjarstjóri hefur þakkað þessar

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.