Vestfirðingur - 13.01.1960, Síða 8
Þrír nýir vélbátar
FYBIK og um hátíðarnar bættust þrír nýir vélbátar við skipastól
Vestfirðinga. Tveir 94 lesta stálbátar, annar til ísafjarðar og hinn til
Hnífsdals, og einn 76 lesta eikarbátur til ísafjarðar. Eru þeir allir byrj-
aðir veiðar.
Aílabrogð á
í desembermánuði s.l. var afli
skipa sem gerð voru út frá Vest-
fjörðum, sem hér segir:
ísafjörður.
Gunnvör 144 lestir. Gunnhildur
140 lestir, Víkingur II. 130 lestir,
Ásúlfur 113 1. Fóru 17 sjóferðir
hver. Tveir bátar fóru 16 sjóferðir
hvor: Gylfi (áður Mímir) aflaði
112 lestir, og Sæbjörn, aflaði 100
lestir. Þessi síðasttaldi bátur hætti
fyrir jól. Einn bátur, Hrönn (áður
Guðbjörg) fór 18 sjóferðir og fisk-
aði 117 lestir. Afli allra bátanna
veginn óslægður. Rækjubátamir
voru að veiðum fram undir jól, en
hófu veiðar aftur 1. janúar. Afli
þeirra ofast góður. Togararnir Is-
borg og Sólborg seldu afla sinn í
Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi.
Súðavík.
Trausti fékk 98,2 lestir og
Hringur (leigubátur frystihússins
Frosta) 85,5 lestir. Fóru hvor 20
sjóferðir. Aflinn veginn slægður.
Steingrímsfjörður.
Tveir bátar frá Hólmavík Guð-
mundur og Hilmir, fóru 10 sjó-
ferðir og fengu 40—45 lestir hvor.
Átta bátar frá Hólmavík og
Drangsnesi voru að veiðum, flest-
ir með þriggja manna áhöfn.
Fengu þeir allt að 3000 kg. í sjó-
ferð. Sjóferðatala svipuð og hjá
stærri bátunum. T'ogarinn Stein-
Vestfjorðum
grímur trölli var slitrótt á veiðum
fram undir miðjan desember og
aflaði í mánuðinum 40 lestir.
Patreksf jörður.
Togararnir þar seldu báðir afla
sinn erlendis, annar í Englandi,
hinn í Þýzkalandi. Sæborg, eini
báturinn, sem þaðan gekk, var
mestan hluta mánaðarins frá veið-
um. Fór aðeins 4 sjóferðir og afl-
aði vel, fékk 24 lestir í tveimur
þeirra, en nokkru minna í hinum,
alls nær 40 lestir.
Bíldudalur.
Togskipið Pétur Thorsteinsson
var slitrótt að veiðum. Lagði upp
í heimahöfn 40 lestir í byrjun
mánaðarins og aftur 40 lestir um
miðjan mánuðinn, en hætti þá í
bili. Vb. Jörundur Bjarnason fór
aðeins 8 sjóferðir í mánuðinum og
aflaði alls nálega 50 lestir af
óslægðum fiski. Þrír bátar voru á
rækjuveiðum fram yfir miðjan
desember, en hættu þá í bili.
Þingeyri.
Vb. Flosi og Þorbjörn fengu 96
lestir hvor af óslægðum fiski í 15
sjóferðum. Vb. Fjölnir byrjaði
róðra 10. des. Afli hans var hlut-
fallslega svipaður og hjá Flosa og
Þorbirni.
Flateyri.
Bv. Gyllir fékk 191 lest í þrem-
Stálbátarnir eru báðir smíðað-
ir í Brandenburg og Stralslund í
Austur-Þýzkalandi eftir teikning-
um Hjálmars Bárðarsonar skipa-
skoðunarstjóra.
Heitir annar þeirra Straumnes,
en eigandi er Kögur h.f., Isafirði.
Báturinn er gerður út frá Isafirði.
Skipstjóri er Haukur Helgason.
Hinn báturinn heitir Mímir, er
eign samnefnds hlutafélags í
Hnífsdal og gerður út þaðan.
ur veiðiferðum. Bv. Guðmundur
Júní fór eina veiðiferð og fékk 73
lestir. Engir vélbátar reru frá
Flateyri.
Suðureyri.
Friðbert GuCmundsson 94 lestir,
Freyja 94 lestir, Draupnir 92 lest-
Þessir bátar komu báðir á Þor-
láksmessu.
Eikarbáturinn er smíðaður í
Vestur-Þýzkalandi, eftir teikningu
Egils Þorfinnssonar, skipasmíða-
meistara. Hann heitir Guðbjörg.
Eigandi er Hrönn h.f., Isafirði,' en
skipstjóri er Ásgeir Guðbjartsson,
aflakóngur Vestfirðinga undanfar-
in ár.
Þessi bátur kom 28. des. s.l.
Hann er gerður út frá ísafirði.
ir, Freyja II. 89 lestir, Freyr 84
lestir. Bátarnir fóru 16—17 sjó-
ferðir hver. Aflinn var veginn
slægður.
Bolungavík.
Þorlákur 120 lestir í 18 sjóferð-
Framhald á 6. síðu.
ið Poirot snæddum oft miðdegisverð sam-
an í litlu veitingahúsi í Soho. Kveld eitt, er
við vorum þar staddir, komum við auga á
einn af vinum okkar. Hann sat við borð
skammt frá okkur. Þetta var Japp lögreglu-
fulltrúi, og þar eð nóg rúm var við okkar
borð, flutti hann sig yfir til okkar. Það var
orðið alllangt síðan við höfðum séð hann.
„Þú ert hættur að líta inn til okkar,“ sagði
Poirot ásakandi. — Við höfum ekki hitzt síð-
an málið út af gulu jasmínunum var á döf-
inni fyrir tæpum mánuði.
— Það er af því, að ég var fyrir norðan.
En hvernig gengur það hjá þér? Eru ,Hin-
ir fjórir stóru“ alltaf í fullum gangi?
Poirot lyfti ásakandi að honum fingri.
-— O, hlæðu bara að mér. „Hinir fjórir
stóru“ eru nú samt raunveruleiki.
— Já, það efast ég heldur alls ekki um.
En þeir eru samt ekki eins yfirmáta merki-
legir og þú vilt vera láta.
— Þér skjátlast algjörlega, vinur minn.
Helzta, stærsta og máttugasta verkfæri illsk-
unnar á vorum tímum eru „Hinir fjórir stóru“.
Enginn veit, hvað það er, sem þeir eru fyrst
og fremst að sækjast eftir. En það hefur aldr-
ei fyrr þekkzt afbrotafélagsskapur, sem lík-
ist þessum. Forsprakkinn er mesta „höfuðið“
í öllu Kínaveldi, og meðal félagsmanna eru
bandarískur milljónamæringur og frönsk
vísindakona, en sá fjórði er.
— Ég veit það, ég veit það. Þú ert blátt
áfram búinnn að fá þetta á heilann, þetta er
ein af þessum „smá hugmyndum“ þínum, og
Agatha Christie:
i SKÁKÞRAUT
í hreinskilni sagt orðið að áráttu hjá þér,
Poirot. Þykir þér gaman að tefla?
— Já, ég hef stundum teflt.
— Lastu merkilega frásögn, sem birtist í
fyrradag? Keppni milli heimsfrægra skák-
snillinga, og annar þeirra dó, meðan á keppni
stóð?
— Já, ég sá smágrein um þetta. Rússneski
skáksnillingurinn dr. Savaronoff, var annar
þeirra. Hinn var ungur Bandaríkjamaður,
mjög miklum hæfileikum búinn, og lézt af
völdum hjartasjúkdóms.
— Alveg rétt. Savaronoff vann Rubinstein
og var Rússlandsmeistari nokkur ár eftir það.
Wilson er sagður annar Capablanca.
— Einkennileg tilviljun, sagði Poirot hugs-
andi. — Ég efa ekki að þú hafir alvegs sér-
stakan áhuga fyrir þessu máli ?
Japp hló dálítið vandræðalega.
— Þarna hitturðu naglann á höfuðið,
Poirot. En ég er í stakasta vanda. Wilson var
við hestaheilsu og bar ekki minnstu einkenni
hjartasjúkdóms. Dauði hans er alveg óskýr-
anlegur.
— Þú grunar dr. Savaronoff ef til vill um
að hafa rutt honum úr vegi spurði ég.
— Tæplega, svaraði Japp þurrlega. — Ég
trúi því ekki einu sinni upp á Rússa, að hann
grípi til þess úrræðis að myrða mann til þess
að tapa ekki fyrir honum í skák. Og eftir því,
sem ég hef heyrt, var Rússinn meiri skákmað-
ur. Hann er talinn mjög erfiður viðfangs, sá
snjallasti næst Lasker er sagt.
Poirot kinkáði hugsandi kolli.
— En hvert er þá álit þitt á málinu?, spurði
hann. — Hver ætti að hafa gefið Wilson eit-
ur og hversvegna? Því að ég tel sjálfsagt, að
myrt hafi verið með eitri. Grunar þig það ekki
líka?
— Vitanlega. Hjartabilun þýðir, að hjartað
hættir að slá, það er allt, sem um þetta atriði
er að segja. Læknirinn gaf strax þann úr-
skurð, en einslega hefur hann gefið okkur í
skyn, að hann sé ekki alveg viss.
— Hvenær á líkskoðunin að fara fram?
—- I kveld. Wilson dó óvenju snögglega.
Hann virtist ekki kenna sér neins meins venju
fremur, en einmitt á því augnabliki, sem hann