Vestfirðingur


Vestfirðingur - 21.09.1960, Blaðsíða 1

Vestfirðingur - 21.09.1960, Blaðsíða 1
BLAÐ ALÞfÐUBANDALAGSINS Á VESTFJÖRÐUM H. árgangur. ísafjörður, 21. september 1960. 27. tölublað. Landbelgin Á fundi 7. þ.m. samþykkti bæjar- stjórnin eftirfarandi einróma: „í tilefni þess að ríkisstjórn ís- lands hei'ur tekið upp viðræður við brezk stjórnarvöld um landhelgis- málið, ítrekar bæjarstjórn Isa- f jarðar fyrri samþykktir í því máli og skorar eindregið á ríkisstjóm- ina að hvika í engu frá núgildandi reglugerð um 12 mílna fiskveiði- lögsögu.“ Ávarp til íslendinga frá Þingvalia- fnndinum 1960 VÉR höfum komið hér saman til að andmæla dvöl framandi liers í landi vom og vara þjóð vora við hinni geigvænlegu tortímingarhættu, sem stafar af herstöðvunum. I RÚM tuttugu ár höfum vér búið að landi voru í tvíbýli við er- lenda hermenn, öllu þjóðlífi voru til meins. Erlend herseta er ekki sam- boðin frjálsu þjóðfélagi. Áhrif hennar eru djúptæk á mál, menningu og siðferði þjóðarinnar, og má greinilega sjá merki þess í aukinni lausung, fjármálaspillingu og málskemmdum. Amiarlegar tekjur af dvöl hers- ins og viðskiptum við hann hafa komið gjörvöllu fjármálakerfi lands- ins úr skorðum. Stórfelld gjaldeyrissvik og smyglmál, sem rekja má beint eða óbeint til víghreiðursins I Keflavík, eru orðnir svo hversdags- legir viðburðir, að almenningur er hættur að bregðast við þeim sem skyldi. Siðgæðisvitund þjóðarinnar er að verða liættulega sljó, og æ fleiri ánetjast spillingunni og gerast samábyrgir um hana. ÍSLENZK ÞJÓÐ og erlendur her geta ekki búið sanian í landinu til frambúðar, annarhvor aðilinn hlýtur að víkja, nema báðum verði útrýmt samtímis. ÍSLENDINGAR hafa aldrei borið vopn á neina þjóð, né lotið her- aga. Þá sérstöðu vora meðal þjóða heimsins er oss annt um að varð- veita. Sjálfstæði vort unnum vér án vopna, og án vopna munum vér bezt tryggja öryggi vort á tímuin sem þessum, þegar langdrægar eld- flaugar og vetnisvopn hafa gert allar varnir úreltar. ERLEND HERSTEP'NA býður heim geigvænlegri tortímingarhættu ef til átaka kemur milli stórvelda. Á einni svipstundu er unnt að granda Framhald á 2. síðu. Hannibal Valdimarsson: Hæg er leið . . . Þegar ég var á ferð um Vestfirði fyrir skömmu, kom blaðið Skutull út, en það er nú orðinn fremur sjaldgæfur atburður. Auðvitað lék mér nokkur forvitni á að sjá, hvaða boðskap þetta gamla mál- gagn mitt hefði nú að flytja vest- firzku' verkafólki. Að sjálfsögðu staldraði ég við forustugreinina, sem auðvitað er eftir ábyrgðarmanninn, Birgi Finnsson. Hún hét: „Stjórnarandstaðan missir marks.“ 1 greininni var því haldið fram, að stjórnarandstaðan væri í sára- litlum tengslum við staðreyndir — ekki uppbyggjandi, eða til stuðn- ings við framfaramálin. — Henni sé ætlað göfugra hlutverk, en að rífa niður. Síðan sagði í greininni, að það væri gott dæmi um öfga- fullan málflutning kommúnista að telja niðurfærslu vísitölunnar í fyrra (um 27 stig) og riftun allra kjarasamninga í landinu, vera kjaraskerðingu, jafnvel kauprán og ofbeldi. Já, hvílík fjarstæða! Að áliti Birgis Finnssonar á vísitölulækkunin og árás ríkis- valdsins á samninga verkalýðsfé- laganna, ekkert skylt við slíkt. Sennilega telur hann þetta kjara- bót og vinahót við' verkalýðssam- tökin. — Já, það má nú segja, að ýmislegt er nú breytt orðið frá því um 1930, þegar Finnur heitinn Jónsson stóð í eldlínu kaupgjalds- baráttunnar á Vestfjörðum. Sem alveg sérstaklega sannfær- andi dæmi um þessa öfgafullu stjórnarandstöðu, er svo sé fjar- læg öllum staðreyndum, að hún hljóti að missa marks, tekur Birg- ir svo tilvitnun í grein eftir mig frá 13. janúar í fyrra. Tilvitnunin var á þessa leið: „Annað og lægra kaup, en hið umsamda ákveðið af ríkisvaldinu. — Traðkað á samningsrétti verka- lýðsfélaganna. (Leturbr. Skutuls). Og þetta er meginatriði málsins. Þetta er það, sem verkalýðsfélögin og launastéttirnar yfirleitt munu aldrei fyrirgefa ríkisstjórn Emils Jónssonar og Alþýðuflokksins — sízt af öllu þegar frá líður, og kostljósi sögunnar verður beint á þessa atburði.“ Þetta var tilvitnunin í grein mína. Og nú er spurningin: Eru Framhald á 2. síðu. Hluti af mannfjöldanum á útifundinum, sem hernámsandstæðingar héldu í Reykjavík 11. þ.m. (Ljósm. Sigurður Guðmundsson).

x

Vestfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.