Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 1

Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 1
BLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á VESTFJÖRÐUM XVII árgangur. ísafirði 29. janúar 1975. 2. tölublað. Erfiðasto viðfongsefni þjóðfélngs og einstnklingn: Lausn hiísnæðismála f jölmargra byggðarlaga Kjartan Ólafsson og Lúðvík Jósepsson flytja á alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30 12. maí 1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Lán til kaupa og endurbóta eldri íbúða. Þessi breyting er í fyrsta lagi heimild til húsnæðismála- stjórnar að verja allt að 10% af því fjármagni, sem hún hefur til útlána á ári hverju, til lánveitinga kaupenda eldri íbúða cg til meiriháttar endur- bóta eldri íbúða, sem hag- kvæmt þykir að endurbyggja að mati tæknideildar húsnæð- ismálastjórnar eða mats- manna, sem hún skipar. Ör- yrkjar skulu sitja fyrir við úthlutun viðgerðarlána. Hér er um að ræða rúmlega þrefalda hækkun lána til kaupa á eldri íbúðum, eða úr 80 millj. kr. í um 300 millj. kr. miðað við árið 1974. Lán til meiriháttar endurbóta á eldri íbúðum er aftur á móti algert nýmæli. Flutningsmenn segja um bæði þessi ákvæði: Rökin fyrir því að lána meira en verið hefur til kaupa á eldri íbúðum og til meiri háttar endurbóta eru að dómi flutningsmanna þau, að slákt húsnæði ætti í flestum tilvik- um að geta verið ódýrara en nýbyggingar og því viðráðan- legra fyrir ungt fólk, sem er að byrja búskap, og aðra þá, sem takmörkuð fjárráð hafa. Bæði í Reykjavík og þó enn frekar úti um land, er mikið um eldra íbúðarhúsnæði, sem með góðu viðhaldi er enn hægt að nýta um langa fram- tíð, og hlýtur sMkt reyndar að teljast þjóðhagslegra hag- kvæmara heldur en miða allt við nýbyggingar, en láta eldra húsnæði ganga úr sér án end- urbóta. Ákvæði þessarar greinar frumvarpsins miða að því að auðvelda kaup og sölu á eldra húsnæði og stuðla að betri nýtingu þess, með hagsmuni þeirra, sem lítið fjárráð hafa, í huga. Leiguíbúðir sveitarfélaga. í öðru lagi snertir þessi breyting lög, sem sett voru 17. apríl 1973 um byggingu leiguíbúða á vegum sveitar- félaga. Þar er m.a. gert ráð fyrir, að lán til þessara leiguíbúða verði á árinu 1975 1.700 þús. kr. á hverja íbúð. Þessi upp- hæð var á s.l. ári 1.060 þús. kr. og mun láta nærri, að sú hækun sem hér er gert ráð fyrir, samsvari byggingarvísi- tölu, en á s.l. þremur árum hafa lánin hækkað í samræmi við byggingarvísitölu. Þessi lán nema 80% af byggingar- kostnaði hverrar íbúðar. Ennfremur segja flutnings- menn m.a.: í núgildandi lögum er gert ráð fyrir, að lánskjör til þess- ara íbúðabygginga skuU vera hin sömu og á almennum íbúðalánum. Hér er lögð til breyting hvað þetta varðar. Þegar lán þessi til sveitar- félaganna nema 80% af kostn- aðarverði hverrar íbúðar, en ætla má, að það samsvari3-4 millj. kr., og auk þess að nokkru visitölubundin, þá blasir við, að húsnæðiskostn- aður þeirra, sem ætlað er að búa í þessum íbúðum og standa undir kostnaði af þeim, verður hærri en svo, að henti til að leysa vanda þeirra, sem lægst- ar hafa tekjur. Þvá er lagt til, að til þess- ara íbúða verði lánað venju- 'legt húsnæðismálalán, eins og þau eru á hverjum tíma, en viðbótarlán til þess að láns- fjárhæðin í heild nemi 80% af byggingarkostnaði. Viðbótarlánið verði veitt með sömu kjörum og gilda um lán til verkamannabústaða. Breytingin á lánakjörunum, sem hér er gert ráð fyrir, felst í eftirfarandi atriðum: 1. Lánstíminn er nú 33 ár, en lengist samkvæmt ákv- æðum þessa frumvarps í 42 ár, hvað viðbótarlánin varðar, eins og nú er um lán til verkamannabústaða. 2. Vextir á viðbótarlánum, sem nú eru 5% (á almenn- um lánum), lækka í 2%. 3. Vísitölubinding sú, sem ákveðin var á s.l. sumri og nemur 3/10 af lánsupphæð- inni, nái ekki til þessara íbúða. Til að skýra nánar, hvað gildi þetta hefur, skal á það bent, að horfur eru á að á því ári, sem nú er að Ijúka, muni venjulegt húsnæðismálalán hækka um allt að 200 þús. kr. vegna þessarar vísitölubindingar og greiðslubyrði af láninu sem því nemur, Augljóst er, að þar sem gert er ráð fyrir, að láns- upphæð nemi svo verulegum hluta af byggingarkostnaði eins og um er að ræða varð- andi leiguíbúðirnar, þá verður slík greiðslubyrði óviðunandi fyrir fólk með lægri tekjur. Hvað svo sem menn segja um slíka vísitölubindingu á hluta almennra lána, þá á hún hér ekki við. Auk þessa, sem hér hefur verið rakið, er kveðið á um að húsnæðismálastjóm sé skylt að veita lán til þeirra 1000 leiguíbúða, sem um ræðir en í núgildandi lögum er að- Frá Patreksfiriíi: Veiforfærn- Ijón af vöídum togara Rögnvaldur Haraldsson, sjómaður á Patreksfirði, segir frá því d Þjóðviljanum s.l. laugardag, að næstliðinn fimmtudag hafi bátar frá Patreksfirði orðið fyrir veið- arfæratjóni um 25 sjómílur norðaustur af Blakk í grunn- kanti Víkuráls. í fréttinni segir, að veiði hafi verið góð á þessum slóð- um að undanförnu, þegar gef- ið hefur á sjó, en nú hafi tog- arar innlendir og erlendir hnappast þarna saman eins og veggur og valdi bátasjó- mönnum miklum erfiðleikum. Báturinn, sem Rögnvaldur er á, Vestri BA 63 missti sex bala af línu í róðrinum, Garð- ar BA 64 frá Patreksfirði missti heila netatrossu og tveir bátar frá Snæfellsnes- höfnum, Skarðsvík og Hamra- svanur, urðu einnig fyrir veiðarfæratjóni. Ennfremur segir í fréttinni: „Þarna eru nú um 30 togar- ar í hnapp, og voru það bret- ar, sem hirtu lóðimar frá Vestra. Þeir bátar, sem seinna reru í fyrradag (þ.e. s.l. fimmtu- dag), urðu hreinlega frá að hverfa vegna togaranna. Þarna í Víkurálskantinum var friðað bátasvæði um skeið á vertíðinni í fyrra og er það krafa sjómanna, að þeir fái að halda þessum miðum í sæmi- legum friði.” eins um heimild að ræða, en eigi skyldu. Auk þess, sem hér er sagt, skulu lántakendur greiða árlega 1/8% af lánsfjár- Framhald á 2. síðu Hefur óskað iausnar frá störfum í stjórn Rafveitu fsafjarðar „Illa undirbúnir fundir og óhófleg fundarseta samræmist aðeins slæmum vinnubrögðum.. ”, segir Björn Ólafsson, verfræðingur, aðalfulltrúi Alþýðubandalagsins í rafveitustjórn, í bréfi sem hann skrifaði formanni rafveitustjórnar 6. desem- ber sl., þar sem hann „óskar eftir að vera leystur frá störfum í stjórn Rafveitu Isafjarðar frá og með 10. desember 1974”. Bréfið var bókað í gjörðabók rafveitustjórnar á fundi hennar 17. des. sl. og er svohljóðandi: Hr. formaður rafveitustjórnar Guðmundur H. Ingólfisson. Undirritaður óskar eftir að vera leystur frá störfum í stjórn Rafveitu ísafjarðar frá og með 10. desember 1974. Orsakir til þessa eru eftir- f arandi: Á fyrstu þremur mánuðum yfirstandandi kjörtímabils voru haldnir fundir í rafveit- ustjórn að meðaltali vikulega. Til fundanna var að jafnaði boðað með stuttum fyrirvara og ekki látið vita um áætlaða dagskrá, svo ekki reyndist unnt að búa sig undir fundina. Á fundum hafa skriflegar skýrslur um viðkomandi mála- flokka ekki legið á lausu svo ekki var heldur hægt að átta sig á eðli vandamálanna og tafca afstöðu til þeirra. Tvívegis hefur undirritaður óskað eftir að til fundar væri boðað skriflega með viku fyr- irvara, ásamt dagskrá og til- heyrandi upplýsingum, en verið tjáð af formanni rafveit- ustjórnar, að sMkt fengist aldrei. Illa undirbúnir fundir og óhófleg fundarseta samræmist aðeins slæmum vinnubrögðum og í framhaldi af þessu vill undirritaður frábiðja sér öll laun fyrir þá fundi, er hann hefur setið. Bréf þetta óskast bókað. Afrit sent bæjarstjóra. Ísafirði 6. 12. 1974. Virðingarfyllst Björn Ólafsson, verkfr.

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.