Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 2

Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 2
2 VESTFIRÐINGUR Blað Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Ólafsson. Blaðnefnd: Aage Steinsson, Skúli Guðjónsson, Unnar Þór Böðvarsson, Þuríður Pétursdóttir, Gísli Hjartarson. Verð árgangsins kr. 400,00 — Gjalddagi 1. maí. VERÐ í LAUSASÖLU 20 KRÓNUR. „Alltaf að tapa" gögu með þessu nafni skrifaði Einar H. Kvaran í upphafi rithöfundarferils síns og birti í íslensku tímariti. í sögunni segir frá bónda, sem taldi sjálfum sér og öðrum trú um, að hann tapaði á öllu, sem hann kæmi nálægt eða fengist við. Þetta er gamansaga og það kemur í Ijós, að allt tal þessa manns um tap á öllum sköpuðum hlutum, er ímyndun ein, barlómur og blekking. Nú á tímum, þegar viðkvæðið „alltaf að tapa” kveður við úr öllum hugsanlegum áttum dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, kemur manni þessi gaman- saga stundum í hug. Og nú er það heill hópur allskonar fyrirtækja og fyrirbæra,sem eru „alltaf að tapa”.Útgerðar- menn eru „alltaf að tapa”, fiskverkunarstöðvar eru „alltaf að tapa”, iðnrekendur eru „alltaf að tapa”, kaupmenn eru „alltaf að tapa”, heildsalar eru „alltaf að tapa” og þannig má telja svo að segja endalaust. Hér er þó ein undantekning: Það heyrist aldrei að alþýðuheimilin, fólkið sem lifir af vinnu- tekjum sínum einum saman, hvort heldur er á sjó eða landi, sé „alltaf að tapa”. Hagur þess er meira að segja talinn það blómlegur að ætlast er ti!l, að það komi til hjálpar hinum, sem eru „alltaf að tapa”. | Þjóðviljanum 19. þ.m. gerir Svavar Gestsson, annar rit- stjóri blaðsins, grein fyrir hvernig þetta fólk er látið vinna þetta kærleiksverk. Hann sýnir fram á, að aðferðin er ákaflega einföld. Hann ber saman verð á átta algengum neysluvörutegundum eins og það var í sumar, þegar vinstri- stjórnin sat að völdum og eins og það er nú, þegar helminga- skiptastjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr að völdum, og hann ber einnig saman 5ta taxta Dags- brúnar eins og hann var þá og eins og hann er nú. Við þann samanburð kemur í Ijós, að svonefnd „vísitölufjölskylda” verður annaðhvort að borða minna af þessum átta neyslu- vörutegundum en talið er að hún þurfi að borða samkvæmt grundvelli framfærsluvísitölu eða þá, að þeir, sem fyrir þessari fjölskyldu vinna, verða að leggja á sig meiri vinnu, til þess að hún geti borðað það, sem hún þarf af þessum vörutegundum. „Al þú önn fyrir honum”, sagði miskunnsami Samverjinn í dæmisögunni, þegar hann fól gestgjafanum manninn, sem féll í hendur ræningjum. Alið þið önn fyrir oss, segja þeir, sem eru „alltaf að tapa”, við alþýðuheimilin, cg þau eru látin gera miskunnarverkið. Haldi einhver að Svavar sé sérstaklega ósanngjarn í þessum samanburði, þá er það mikill misskilningur. Hann bendir einmitt á erlend áhrif í verðlagsmálum og þann vanda, sem þeim fylgir, en hann mótmælir, að þeim vanda sé varpað á þá eina, sem hafa almennar launatekjur sér til framfæris. „Lausnin á þeim vanda”, segir hann, „er vissulega engin önnur en sósíalisk úrræði”. Um þá lausn hljóta allir sósíalist- ar að vera sammála og verkalýðssamtökin vonandi líka. fjrræðin, sem Svavar bendir á, eru í stuttu máli: Nákvæm úttekt þjóðarbúsins, stöðvun þeirrar sóunar, sem sú úttekt hlyti að leiða í Ijós, aukin hagkvæmni í rekstri atvinnufyrir- tækja, minni reksturskostnaður í innlendri verslun, efling íslenskra atvinnuvega, sérstaklega í iðnaði úr innlendu hrá- efni og aukin hagkvæmni í fjárfestingu. JSfú kann einhver að spvrja: Hefur ekki nýlega komið í Ijós, að vestfirðingar höfðu allra landsmanna hærri meðaltekjur, cg enn er hér blómlegt atvinnulíf? Er þá ástæða til svart- sýni og eru ekki allar ráðstafanir óþarfar? Svarið er augljóst: Jafnvel hæstu meðaltekiur eru fljótar að brenna í því verð- bólgubáli, sem nú logar svo glatt í íslensku þjóðfélagi, og að þeim feigðarósi megum við ekki fljóta sofandi. — Lausn húsnœðismála Framhald af 1. síðu hæðinni til greiðslu kostnaðar við starfræksiu byggingar- sjóðs, ennfremur er óheimilt að selja og endurselja um- ræddar íbúðir, nema viðbótar- lánið sé að fullu greitt, en það eru sömu reglur og gilda um verkamannabústaði. Þá má einnig nefna eftirfarandi ákvæði: „Á árunum 1974-1978 skal húsnæðismálastjórn veita lán til 1000 leiguibúða á vegum sveitarfélaga, ef fullgildar umsóknir berast”. Tvíþættur tilgangur. Frumvarpinu fylgir svo- hljóðandi greinargerð: Um mörg undanfarin ár hafa húsnæðismálin verið eitt erfiðasta viðfangsefnið, sem íslenskt þjóðfélag og einstakl- ingar hafa haft við að glíma. Hér á landi búa flestir í eigin húsnæði eða keppa að því að eignast eigin íbúð og má segja, að fjárfesting í eigin íbúðarhúsnæði hafi um langt skeið verið helsta leið ails almennings til að tryggja verðgildi fjármuna sinna á verðbólgutímum. Fátt ræður meiru um raun- veruleg lífskjör hjá einni f jölskyldu en það, hvort hún hefur ráðið fram úrhúsnæðis- málum sínum og er komin yfir erfiðasta hjallann við að eignast íbúð eða ekki. Þarna er um að ræða bil, sem er miklu breiðara en skyldi og veldur alvarlegu misrétti, er bitnar ekki hvað síst á ungu fólki, sem nýlega hefur hafið búskap. Með starfi Húsnæðismála- stofnunar ríkisins heldur rík- isvaldið uppi umfangsmikilli starfsemi í því skyni að stuðla að byggingu íbúðarhúsnæðis. Bygging íbúðarhúsnæðis samkvæmt lögum um verka- mannabústaði og lögum um hinar svokölluðu Breiðholts- ibúðir á vegum Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar hefur á undanförnum árum átt drýgs'tan þátt í að leysa húsnæðisvanda lágtekjufólks, sérstaklega hér á Stór-Reykj- avíkursvæðinu. Húsnæðisvandamálin hafa löngum verið hvað erfiðust úrlausnar hér í Reykjavík og nágrenni, en nú er í þeim efnum orðin breyting á. Sú mikla atvinnuuppbygg- dng, sem átt hefur sér stað úti um 'land á undanförnum 3-4 árum, hefur leitt til þess, að fólki fjölgar nú á ný í fjöknörgum bæjum og þorpum þar sem íbúum fór áður fækk- andi eða kyrrstaða ríkti. Á mörgum slíkum stöðum hafði bygging nýs íbúðarhús- næðis áður verið í algeru lág- marki um langt skeið og mjög verulegur hluti íbúðarhúsnæð- is orðinn býsna gamall og oft úr sér genginn. Þvi er það, að nú, þegar atvinnulífið stendur með blóma og þörf er á auknu vinnuafli, þá skortir íbúðar- húsnæði mjög tilfinnanlega. Ekki fer á milli mála, að á allra síðustu árum hefur skortur á íbúðarhúsnæði stað- ið í vegi fyrir enn frekari íbúafjölgun mjög víða úti um landið og húsnæðisskorturinn verið eitt alvarlegasta vanda- mál byggðarlaganna. Við hlið áframhaldandi atvinnuupp- byggingar og atvinnuöryggis má segja, að lausn húsnæðis- málanna sé brýnasta hags- munamál fjölmargra byggð- arlaga. Lögin, sem sett voru 17. apríl 1973 um byggingu leigu- íbúða á vegum sveitarfélaga, höfðu þann tilgang að greiða nokkuð úr þessum vanda og veltur á miklu hvernig tekst um framkvæmd þeirra. Augljós er þörfin fyrir nokkurt framboð á leiguhús- næði í þeim bæjum og þorpum úti um landið, sem með tilliti til atvinnulífs og annarra skilyrða geta vænst fólks- fjölgunar, svo fremi að hús- næðisskortur ekki haroli. Fólk, sem ræður sig í at- vinnu á nýjan stað, hefur í fæstinn tilvikum hug á að kaupa þar eigin íbúð í byrjun og þarf því að eiga kost á leigu'húsnæði fyrst um sinn, uns það hefur gert upp hug sinn um að setjast að til frambúðar og festir kaup á eigin íbúð. Tilgangur þessa frumvarps er tvíþættur. Annars vegar er stefnt að því, að húsnæðis- málastjórn verji stærri hluta af ráðstöfunarfé sínu en áður til lánaveitinga vegna kaupa á eldri íbúðum og til endur- bóta á eldra húsnæði. Hins vegar er frumvarpinu ætlað að auðvelda sveitarfél- ögunum að ráðast í byggingu leguíbúða með því að gera hagstæðari þau kjör, sem í þeim efnum eru í boði af hálfu ríkisins. (Leturbreyting og millifyrir- sagnir eru Vestfirðings). Tekur sœti á Alþingi Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari, hefur tekið sæti á allþingi í fjarveru Karvels Pálmasonar sem hefur tekið sér frí frá þingstörfum. Meðan Jón Baldvin situr á þingi gegnir Bryndís Schram störf- um skólameistara. Byggingnlóðir Lokið er úthlutun lóða inn í Firði. Úthlutað var 14 2ja hæða raðhúsum, 16 einnar hæðar raðhúsum og 28 ein- býlishúsum. Framkvæmda- nefnd leiguíbúða fékk öll einn- ar hæðar raðhúsin. Örfáum lóðum var úthlutað annars- staðar í bænum. PHiLIPS-kæliskápar PHILCO-|iurrkarar jivottavélar RAFÞJÓNUSTA RAFTÆKJASALA KIISSL-skíði Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI Lengdir 205 cm — 210 cm — 215 cm HE-skíHaskór EINNIG Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI Stærðir 38 — 42 Takmarkaðar birgðir Verslunin Kjnrton R. Guðmundsson Hafnarstræti 1. Sími 3507, ísafirði

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.