Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 3
VESTFIRÐINGUR
3
Atvinna
Starfsfólk óskast í 2-4
mán., hálfan eða allan
daginn. Upplýsingar á
skrifstofunni.
SKATTSTJÓRINN
VESTFJARÐAUMDÆMI
Nýr borgari.
Atli, fæddur 5. júní 1974,
skírður 26. janúar 1975
Foreldrar: Jónína Jakobsdótt-
ir og Garðar Guðmundsson,
Silfurgötu 1 ísafirði.
Andlát.
Ólafía S. Gísladóttir, kona
Jóns Páls Péturssonar Selja-
landsvegi 46 Isafirði, andaðist
8. janúar s.l. Hún var fædd
23. nóvember 1920.
Hjúskapur.
Þann 11. nóvember 1974
voru gefin saman í hjónaband
af borgardómara í Reykjavík,
Sigrún Gísladóttir, sjúkraliði
frá Lækjarbakka í Gaulverja-
bæjarhreppi, og Sigurður Ei-
rífcsson, lögfræðinemi, ísafirði
Lagmetis-
iðnaður
Nýlega var þess getið í
sjónvarpsfrétt, að á döfinni
væru ýmsar nýjungar í lag-
metisiðnaði og ætluðu niður-
suðuverksmiðjur víðsvegar á
landinu að notfæra sér tæki-
færið, sem þar byðist, sérstak-
lega voru nefndar Niðursuðu-
verksmiðja Kristjáns Jóns-
sonar á Akureyri og Norður-
stjarnan í Hafnarfirði.
Ekki var minnst á ísafjörð
í þessu sambandi. Hér er þó
full þörf að koma á fót slíkum
iðnaði, eða a.m.k. athuga mög-
uleika til þess, þar sem rækju-
verksmiðjumar hafa lítil sem
engin verkefni mikinn hluta
ársins og fjöldi af fólki, sem
þar vinnur, er þá atvinnu-
laust. Er hér ekki vérkefni,
sem atvinnumálanefnd bæjar-
íns gæti vaknað til að íhuga,
eða er hún kannske ekki búin
að sofa út?
— Þjófnaður
Framhald af 4. síðu
Fagranes varð að fresta
fetð vestur á fimmtudag, af
þessum sökum, en fór þangað
á föstudag, en í Djúpið fór
það á laugardag.
Lögreglan fékk málið til
meðferðar og hefur tekist að
hafa hendur í hári þeirra
sem þama voru að verki. Þeir
hafa skilað mestu af þýfinu
en skemmdimar eru ennþá
óbættar.
Freslur
til þess að skila skattframtöium til skattstofunnar
á ísafirði og til umboðsmanna í hreppunum í Vest-
fjarðaumdæmi rennur út 31. jan. n.k. Þeir, sem
hafa atvinnurekstur með höndum, þurfa þó eigi að
skila skattframtölum og rekstursreikningum og
efnahagsreiknigum fyrr en fyrir lok febrúar.
Frekari framtalsfrest er ekki unnt að veita nema
sérstaklega standi á og þá innan marka 35. gr. laga
nr. 68/1971 (skattalaganna) enda hafi verið sott
bréflega um frest til skattstjóra eða umboðsmanns
áður en lögákveðinn framtalsfrestur rann út. Skv.
47. gr. skattalaganna skal reikna viðurlög í fram-
tali, sem skilað er of seint og skv. 2. mgr. 37. gr.
sömu laga skal áætla skattþegni tekjur og eignir,
ef hann telur ekki fram.
Áhersla er lögð á það, að framteljendur geri sjálfir
framtöl sín og skili þeim fullfrágengnum og undir-
rituðum, t.d. að hjón undirriti framtal bæði og
stjórn félags undirriti ársreikninga þá,sem skilaö
er. Folk á skyldusparnaðaraldri á að sanna spari-
merkjaeign sína með því að sýna sparimerkjabækur
í skattstofunni eða hjá umboðsmanni.
Tekið skal fram, að þeir, sem hafa keypt sjávar-
afurðir og landbúnaðarafurðir (fiskvinnslustöðvar,
kaupfélög o.fl.) eiga að auki að skila viðeigandi
afurðamiðum og samtalningsblöðum fyrir 1. mars
n.k.
Skattstofan á ísafirði er opin alla virka daga nema
laugardaga frá kl. 10-12 og kl. 13-15,30 (sími 3788
kl. 8,30-12 og kl. 13-16,30).
27.-30. jan. n.k. er þó opið til kl. 19 og 31. jan. er
opið til kl. 24.
ísafirði, 10 jan. 1975,
SKATTSTJÓRINN VESTFJARÐAUMDÆMI
fsafjarðarkaupstaður
Gjöld til
bæjursjóis 1375
A. FASTEIGN AGJÖLD:
Gjalddagi fasteignagjalda er 15. jan.Xog 15. mars
n.k. og ber að greiða gjöldin að hálfu á hvorum
gjalddaganna.
B. ÚTSVÖR OG AÐSTÖÐUGJÖLD:
gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda er 1. febrúar,
1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní n.k. og ber þá
að greiða í fimm jöfnum greiðslum 2/3 af álögðum
gjöldum 1974.
Eftirstöðvar gjaldanna 1975 ber síðan að greiða
með fimm jöfnum greiðslum, 1. ágúst, 1. sept-
ember, 1. október, 1. nóvember og 1. desember.
Gjaidendur eru hvattir til að greiða skilvíslega.
ísafirði, 10 jan. 1975
BÆJARSTJÓRI
Verðlaunaskákþrautir
Taflfélags Ísafjarðar
og Vesfirðings
Þar sem engar lausnir bárust á jólaskákdæmum T.í. og
Vestfirðings, hefur Taflfélag ísafjarðar og blaðið Vestfirð-
ingur ákveðið að efna til nýrrar samkeppni, með nýju sniði.
Verður skákdæmum skipt í tvo flokka, A og B, og verða
veitt ein bókarverðlaun fyrir hvorn flokk.
Þessar bækur standa til boða:
Flokkur A. Miðtaflið (E.A. Znosko - Borovsky).
Flokkur B. Fiscer gegn Spassky (F. jóhannsson - Friðrik
Ólafsson).
Þrautirnar sem valdar hafa verið eru allar samdar eða
tefldar af meðiimum Taflfélags ísafjarðar.
Flokkur A.
dæmi 1 höf. Ásgeir Överby,
1962.
Hv. Ka8, Df4, Ra2, Rb2.
Sv. Kel.
Hvítur mátar í 2. leik.
dæmi 2. hof. Sigurður Ei-
ríksson, 1965.
Hv. Kh4, Bgl, peð. d4, h5.
Sv. Kh7, Rdl, peð. c6, h6.
Hvítur leikur og vinnur.
dæmi 3. Matth. Kristinsson - Ásgeir Överby (hraðskák 1974)
Hvítt. Kd2, Hfi, Hf2, Bd3, Re6, peð. c3, d5, h3, c2.
Svart. Kgrf, Dbo, Heö, Rgo, peö. a/, c7, e5, g/, h7.
Hvítur leifcur og vinnur.
Flokkur B.
dæmi 1 Frímann Sturluson - Jón I. Jónsson (1973).
Hvítt. Khi, Hal, peð. a5, f2, g3, h4.
Svart. Kh3, Hc6, peð. f3, h5.
Svart tapaði, en gat náð jafntefli. Hvernig?
dæmi2. Sig. Gunnarsson - Guðm. Jóhannsson (1974).
Hvítt. Kh3, Hc2, Rd5, peð. f5, g3, h4.
Svart. Kh5, Hfl, Ha3, peð. f6, g7, h6.
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
dæmi 3. höf. Matthías Kristinsson (1965).
Hvítt. Kg6, Ha6, peð. g4.
Svart. Kcl, Hf2, peð. a2, f6.
a) hvítur leifcur og nær jafntefli.
b) Svartur leikur og vinnur.
Lausnir á jólaskák-
_ r
aœmum T.l. og Vest-
firðings 1974
1. dæmi.
1.... bl = D
2. Dxbl Kxbl
3. Kb4 kb2
4. Kxa4 Kc3
jafntefli.
2. dæmi.
1. Del Kc2
(sv. má ekki þiggja fómina,
eins og síðar kemur í ljós).
2. Dcl Kb3
3. Db2 Kc4
4. Db4 Kd5
5. De6 Kc4
6. Dc5 Kb3
7. Db4 Kc2
8. Db2 Kxb2
9. Rxd3 Kc2
10. Rxf4 og vinnur
3. dæmi
1. c6 b2
2. c7 bl = D
3. c8 = D Ka7
4. Dc7 Ka8
(ekki 4......Ka6 vegna 5.
Bc8 mát).
5. Bg2 Be4
6. Dh7 og vinnur.
ef.... Be4
þá 2. c7 Bb7
3. Bg2 Ka7
4. Bxb7 Kxb7
5. Kd8 og vinnur
4. dæmi.
1. Dal Kh7
2. Dbl Kh8
3. Db2 Kh7
4. Dc2 Kh8
5. Dc3 Kh7
6. Dd3 Kh8
7. Dh3 Bh7
(ekki 7.... Dh7 vegna 8. Dc3
og mátar).
8. Dc3 Kg8
9. Dc8 Kf7
(ef 9... . Bf5 þá 10. Dxf5 og
vinnur.
10. Bc5 og vinnur.
5. dæmi.
1. Rf5 Kxh5
2. Be8 Kg4
3. Re3 Bxe3
4. Bh5 Kxh5
5. Hxd5 Dxd5
Sv. er patt,
jafntefli.
6. dæmi.
1. Rxd5 cxd5
2. Dc7 c4
(2.... Ke3 3.D2 2.... e5
3. Da5....)
3. Kd2 og mátar.
ef 1.... exd5
2. f7Kc4
(2.... Ke3 3. f 8 = D....)
3. Db2 og mátar.
ef 1. ... Kc4
2. Da7 Kd4
3. Dal og mátar.