Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 4

Vestfirðingur - 29.01.1975, Page 4
ÞjófnaBur og spell- í Fagranesinu Aðfaranótt s!. fimmtudags, milli kl. 12 og 3 var framið innbrot í Fagranesið, unnin þar mikil skemmdarverk og stolið peningum, sígarettum, sælgæti og áfengi, sem átti að fara vestur á fjörðu, en þangað ætlaði skipið á fimmtudags- morgun. Skólabörnum í Hnífsdal sýnt furðuiegt tillitsleysi: Bíða skólabílsins í algerðri ó- vissn í irosti og roki ú kersvæði Kristján Jónasson, forstjóri Djúpbátsins hf. skýrði Vest- firðingi þannig frá þessum atburði sl. föstudagsmorgun: í fyrrinótt, einhvem tíma milli 12 og 3 hafði innbrotið verið framið og stolið því sem stolið var. Þjófarnir höfðu byrjað á að brjóta hengilás, sem er fyrir ystudyrum, til þess að komast inn í bygg- inguna að aftan og inn í gang- inn þar, og þaðan komust þeir upp í brú, þar brutu þeir hurð að kortaklefa skipstjórans, svo að hún er aiveg ónýt, eftir það komust þeir þangað inn, en þar var að vísu ekkert, sem þeir gátu hirt, nema þeir rusluðu eitthvað í apótekinu, en virðist ekkert hafa tekið þaðan. Þeir fóru í eldhúsið, tóku þar sígarettur, sælgæti og þá peninga, sem þar voru. Gæti þar verið um að ræða tjón, sem inemur 20-30 þús. kr. en það hefur ekki verið kannað rækilega, sennilega hefur þar verið stolið 8-9 lengjum af sígarettum og ein- hverju af isælgæti auk pen- inganna. Síðan hafa þeir farið frammí ,brotið hengilás og komist þar niður, þar hafa þeir tekið peninga frá stýri- manninum, sem em skila- grein frá ferðum, liklega ekki mikið, kannske 5000 kr. eða rúmlega það. Þar hafa þeir ætlað að fara inn í annan k'lefa í viðbót, en hann var læstur svo að þeir komust ekki inn í hann en brutu hurð- ina mikið. Svigrúm er heldur lítið til að brjóta þar upp, vegna þess hve gangurinn er þröngur og þeir hafa ekki getað tekið tilhlaupa á hurð- ina. Svo hafa þeir farið í lest- ina og tekið þaðan úr póst- sendingu 11 pakka af áfemgi, sem átti að fara vestur, lík- lega 50 flöskur. Þelr hafa látið við það búið standa. í látunum uppi í brúnni skemmdu þeir ratarinn, eitt- hvað en sem betur fer virtist hann vera í lagi að því leyti, að hann sýndi mynd, og er því nothæfur. Magnið, sem þeir hafa hirt þarna, virðast þeir hafa borið upp í ganginn í Edinborg, og staflað því þar, en þar voru för eftir kassa, síðan hafa 'þeir farið með þýfið þaðan, annaðhvort í bíl eða á annan hátt. Auk þessa sagði Kristján, að þeir hefðu opnað gúmmí- bátana, en í ljós kom, að þeir voru, sem betur fór, ekki skemmdir. Það var kl. 3 um nóttina, sem stýrimaður kom um borð og sá hvað orðið var, en hann ætlaði að sofa þar þangað tii báturinn færi vestur. Um kl. 12 hafði vélstjórinn verið um borð til eftirlits, en sá þá engin vegsummerki. Framhald á 3. síðu Dæmalaust sleifarlag og í raun og veru mesta ófremdar- ástand hefur verið á flutningi skólabarna úr Hnífsdal til ísafjarðar, en þar er nær ein- göngu um að ræða börn sem stunda nám í Gagnfræðaskól- anum á ísafirði. Frá því þessir flutningar fyrst hófust, hafa þeir verið meiri og minni vanköntum bundnir, einkum vegna þess að börnin voru ekki látin vita um ferðir skólabílsins, þegar vafi lék á að hann kæmist vegna ófærðar, óveðurs eða af öðrum ástæðum, og þá orðið að bíða hans tímum saman í algerðri óvissu. Óveð- ursdagana 13.-15. þ.m. keyrði þó um þverbak í þessu efni, þá þurftu börnin að bíða á bersvæði í ailt að 9 stiga frosti og 12 stiga veðurofsa, án þess að hafa hugmynd um hvort bíllinn kæmi eða kæmi ekki. Hnífsdælingar, sem börn eiga í skólanum, eru mjög óánægðir með þetta ástand, hafa nokkrir þeirra rætt við þá aðila, sem hlut eiga að máli, en engar úrbætur fengið. Op- inberlega hafa þeir ekki minnst á málið fyrr en nú, að kona í Hnífsdal, sem barn á í skólanum, hefur ekki getað þagað lengur og beðið Vest- firðing fyrir eftirfarandi um- kvörtun. Hún segir: Ég get ekki lengur orða bundist yfir því tillitsleysi sem skólabörnum héðan úr Hnífsdal er sýnt í Gagnfræða- skólanum á ísafirði. Út yfir allit tók í iþvi óveðri sem var dagana 13., 14. og 15. janúar. Á mánudagsmorgun, þann 13., var sagt 9 stiga frost og 12 vindstig. Þá biðu börnin í 20-30 mínútur eftir skólabíln- um, en hanm kom þá og í skólann var farið þrátt fyrir erfiða færð og óveður. Á þrið- judag var veður ekki betra. Þá var beðið eftir að heyra í útvarpi auglýsingu um lokun skólains eða ferðir hingað, en enginn kom. Þá var talið víst að kennsla yrði og eðlilegar ferðir. Börnin fóru þá á venju- legum tíma, sem er kl. 7.40 - 7.45 fh., og biðu til k'l. 8.20, en ekki kom bíllinn og enginn orðsending. Þá var ekki annað að gera en að fara heim, enda ekfci vanþörf á að velgja sér, þar sem bíða þurfti á ber- svæði. Á miðvikudag var kom- ið sæmilegt veður, svo talið var öruggt að kennsla yrði í skólanum og skólabíllinn yrði á venjulegum tíma. Börnin biðu þá til kl. 8.30, en enginn fcom bílinn. Seinna fréttist að hann hefði komið kl. 9.30-10, en það var bara enginn látinn vita af þeirri ferð. Það er engan veginn hægt að fá vitneskju um ferðir bíls- ins eða aninað þar að lútandi, því það er aldrei að vita hver er bílstjóri í það og það skipt- ið. Við skólann er ekki hægt að ná símasambandi fyrr en kl. 8, a.m.k. svaraði enginn er ég reyndi að hringja áður nefndamorgna. Og nú spyr ég: Finnst ekki flestum það dæmalaust tillitsleysi að láta börnin standa þrjá daga í röð í 9 stiga froisti og roki, skýhs- lauis í hálftíma til þrjúkorter, þegar ekki þarf annað en eitt símtai til Reykjavíkur til að koma til þeirra orðsendingu? Það finnst okkur foreldrum þeirra að minnstakosti. vting innlendra orkugjafa stað olíu Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson, hafa lagt fram á alþingi eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi álvktar að skora á ríkisstjórnina að láta fullgera endanlega áætlun um nýtingu inlendra orkugjafa í stað innflutrar olíu og nái áætlunin jafnt til framkvæmda sem fjármögnunar. Verði áætlunin við það miðuð að lokið verði við jarðvarmaveitur, þar sem þær eru hagkvæmar, á árinu 1977, og að fyrir lok þessa áratugs eigi landsmenn kost á nægri raforku til húshitunar og annarra þarfa. í áætluninni verði ákveðnar virkjanir, samtenging allra orkuveitusvæða landsins og brevting á dreifikerfum til að ná þessu marki, enn fremur árleg fjármögnun með innlendum sparnaði og erlendum lántökum. Töldu nýtingu innlendra orkulinda þjóðhagslega óhagkvæma. Á síðasta reglulega þingi flutti þáverandi ríkisstjóm ályktunartillögu um hliðstæð markmið og hér er f jallað um. Tillagan studdist við skýrslu sem á alþingi var flutt um nýt- ingu i'nnlendra orkugjafa í stað olíu, en ýtarleg könnun á því efni hafði verið framkv- æmd af Verfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen og Seðla- bankanum að ósk iðnaðar- ráðuneytisins. Skýrslur þessar báru ljóslega með sér að þessi markmið væru bæði þjóðhags- lega hagkvæm og raunsæ. Ályktunartillaga ríkisstjórn- arinnar varð ekki útrædd, en fulltrúar allra flokka lýstu stuðningi við þau markmið sem þar var gerð tillaga um. Fyrir tæpum áratug var því haldið fram af þáverandi stjórnarvöldum að nýting inn- lendra orkulinda væri að verða þjóðhagslega óhagkvæm, aðrir ódýrari og hagkvæmari orku- gjafar mundu taka við. 1 sam- ræmi við það var meira en helmingi alirar raforkufram- leiðsilu landsmanna ráðstafað til erlends fyrirtækis fyrir afar lágt verð sem haldast skyldi óbreytt til ársins 1997. Reynslan hefur nú stafest hversu fráleitar þær kenn- ingar voru og sú orkusala sem þá var ákveðin. Þetta hefur aldrei orðið augljósara en eftir að olíukreppan hófst, olía og aðrir hliðstæðir orku- gjafar margfölduðust í verði og reynslan leiddi í Ijós að rafarkuframleiðsla í kjarnork- uverum var margfalt áhættu- samari og dýrari en menn höfðu ímyndað sér. Orkulindir íslendinga verða æ dýrmætari. Um það verður ekki lengur deilt að orkulindir íslendinga verða æ dýrmætari og geta á ókomnum áratugum tryggt landsmönnum vaxandi öryggi, veimegun og sjálfræði. Nær- tækasta og brýnasta verkefnið er að tryggja landsmönnum öllum næga orku til daglegra þarfa sinna, þ.á.m. til húsa- hitunar. Slík nýting jafngildir verulegri gjaldeyrisöflun þar sem hún dregur stórlega úr innflutningi á æ dýrara elds- neyti. Hún styrkir efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar, gerir hana óháðari pólitískum átökum sem hlotist geta af sívaxandi orkukreppu. Hún eykur jafnrétti landsmanna og jafnvægi í byggð um leið og aflétt hefur verið því ástandi að verulegur hluti landsins búi við orkuskort. Því telja flutningsmenn að þetta verk- efni verði að hafa algeran forgang á sviði orkumála næstu árin; ráðstöfun orku til annarra þarfa komi ekki til greina ef hún rekst á þau markmið að flýta svo sem vinnuafl, fjármagn og aðrar aðstæður leyfa nýtingu inn- lendra orkugjafa í stað innfl- utts eldsneytis og tryggja jafna aðstöðu almennings í öllum landshlutum. Baráftu- söngvar Bandarískur söngvari, Joe Glaiser var hér á ferð fyrir nokkru ásamt aðstoðarmanni og túlk. Joe Glaiser kom hing- að til lands á vegum Alþýðu- sambands íslands og söng hér baráttusöngva banda- rískra verkamanna. Hér á ísafirði söng hann í báðum frystiihúsunum og hafði auk þesis almenna söngskemmtun í Templarahúsinu. Mörg af lögunum og ljóðunum, sem hann söng, hafði hann sjálfur samið en aðrir voru eldri og eftir aðra. Söngvarinn lék sjálfur undir á gítar. 1 Templ- arahúsinu tóku margir áheyr- endur undir sönginn. Söngv- arnir voru allir á ensku en auk þess söng hann eitt ísleskt kvæði, Nú er frost á fróni. Söngskemmtanirnar voru aug- lýstar á vegum Verkalýðs- félagsins Baldurs. Aðgangur var ókeypis.

x

Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/1936

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.