Margt smátt - 01.04.1989, Page 5

Margt smátt - 01.04.1989, Page 5
LOFTBRÚIN Loftbrúin til Suður-Súdan Þúsundir hafa dáið í Suður- Súdan í sex ára langri borgara- styrjöld, sem nú hefur leitt til hungursneyðar. Ástandið í Suður-Súdan hef- irr verið mjög slæmt undanfar- ið. Talið er að allt að 3 milljón- ir manna hafi orðið að flýja heimkynni sín vegna borgara- styrjaldarinnar milli stjórnar- hersins, sem berst fyrir samein- uðu Súdan og uppreisnarhreyf- ingarinnar SPLA, sem berst fyr- ir meira sjálfstæði handa Suð- ur-Súdan. Það eru aðeins 33 síðan Súd- an fékk sjálfstæði, en á þessum stutta tíma hafa tvær langvinn- ar borgarastyrjaldir verið háðar í landinu. Sú fyrri stóð yfir allt til ársins 1972, en sú síðari braust út árið 1983. Skýringa á styrjöldinni er að leita í átök- um milli arabískrar menningar mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi í Norður-Súdan og afrískrar menningar í Suður-Súdan. Sömuleiðis milli múslíma í norðri og kristinna og afrískra trúarbragða í suðri. Og milli hinna efnameiri í norðri og hinna fátækari í suðri. Síðast en ekki síst snúast átökin um miklar náttúruauðlindir í suð- urhluta landsins. Stjórnarherinn hefur tögl og hagldir í stærri bæjum og borg- um í S-Súdan, en SPLA eru ráð- andi í dreifbýlinu. Báðir aðilar hafa gerst sekir um ofbeldi og hryðjuverk. Flóttamennirnir sem streyma til flóttamanna- búðanna hafa margir hverjir orðið fyrir og orðið vitni að morðum, ránum, nauðgunum og barsmíðum í þorpunum. Flóttinn frá sveitum og þorp- um til bæjanna hefur kostað mörg mannslíf. Þúsundir hafa dáið úr hungri og sjúkdómum á leiðinni. En flóttamennirnir eiga ekki annarra kosta völ. Styrjöldin hefur hrakið stöðugt fleiri bændur frá jörðum sín- um, uppskerunni hefur verið spillt og fjöldi þorpa og bæja hafa einangrast og íbúar þeirra geta litla björg sér veitt. Það hefur reynst erfitt að koma matvælum og öðrum nauðsynjum til fórnarlamba borgarastyrjaldarinnar. Land- leiðin er of hættuleg, flutn- ingabflar sem ekið hafa um þjóðvegina hafa orðið fyrir skotárásum. Og nú er regntím- inn að hefjast og þá minnka enn vonir manna um að hægt verði að senda aðstoð landleið- ina. Þess vegna var ákveðið fyrr í vetur að hefjast handa um að flytja hjálpargögn flugleiðis frá í V ■H Nairobi í Kenya til Juba í Suð- ur-Súdan. Fyrsta flugvélin fór 16. nóv. 1988. Það er Lúth- erska heimssambandið sem stendur að baki loftbrúarinnar, en ýmsar kirkjulegar hjálpar- stofnanir taka þátt í kostnað- inum, þar á meðal Hjálpar- stofnun kirkjunnar á íslandi. Hjálpin barst á sfðustu stundu. Síðustu vikurnar áður en loftbrúnni var komið upp, dóu um 20 manns á viku úr hungri í Juba. í bænum eru venjulega um 100.000 íbúar, en nú hafa allt að 150.000 flóttamenn bæst í hópinn. í bænum er alger vöruskortur, hið eina sem kemur í veg fyrir ægilega hungursneyð eru mat- vælin sem berast með Herkú- les-vélum hjálparstofnananna. Flogið er með matvæli tvisv- ar á dag tiljuba. í hverri ferð eru flutt 16 tonn af matvælum. í búarnir sýna mikla samstöðu. Börn og veikburða gamal- menni fá fyrst mat og þeir full- orðnu það sem eftir verður. Hver einstaklingur fær ekki meira en 200 grömm á dag og er það algert lágmark. Nauð- synlegt er að auka matarsend- ingarnar og sömuleiðis að reyna aö koma matvælum til fleiri staða í Suður-Súdan, þar sem ástandið er enn verra en f Juba. Nýjustu fréttir herma að frið- ur milli stjórnvalda og SPLA sé nú í sjónmáli. En íbúar S-Súdan búa áfram við mikinn skort og öryggisleysi um framtíðina. Matarsendingarnar verða því að halda áfram að berast til nauðstaddra í S-Súdan þangað til afkoma þeirra verður tryggð á annan hátt.

x

Margt smátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Margt smátt
https://timarit.is/publication/1939

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.