Ólafsfirðingur - 15.01.1949, Page 2
2
ÓLAFSFIRÐINGUR
Hitt og þetta
IÆtlunin er að í hverju blaði verði
eitthvað rabbað svona um daginn og (
veginn, og er það eindregin ósk J
okkar að lesendur sendi okkur línu í
eins oft og þeir geta og munum við ;
svo koma því á framfæri hér í blað- (
inu undir þessari fyrirsögn. — Þeir
Sigmundur Jónsson og Þorsteinn (
Jónsson, Ólafsfirði, munu taka á
móti bréfum þessu varðandi. (
Píanó, Píanó!
Eins og endranær var mikið um skemmt-
anir og gleðskap um jólin hér í Ólafsfirði.
Menn skemmtu sér með því að fara í „bíó“,
horfa á sprenghlægilegan sjónleik og svo
auðvitað með því að dansa. Var það eink-
um yngra fólkið, sem notfærði sér þá
skemmtun, en þó tók margt af eldra fólk-
inu þátt í þessum dansleikjum um jólin
líka. Þetta eru mjög ánægjulegar skemmt-
anir og mikið fjör oft á tíðum, enda gera
allir sitt til, svo að allir skemmti sér, þrátt
fyrir harla léleg skilyrði á sumum sviðum,
sem samkomuhúsið hefir upp á að bjóða.
Þéð er til dæmis eitt fyrir sig, að ekki
skuli vera þar til neitt, sem hægt væri að
nefna hljóðfæri. Samkomuhúsið hefir aldrei
átt svo mikið sem orgel-ræfil, sem hægt væri
að nota til þess að leika undir á sÖng-
skemmtunum. Alltaf hefir fólk neyðst til að
hlaupa út og suður um allan bæinn og
biðja einhvern góðviljaðan mann eða konu
að gjöra nú svo vel að lána þeim píanó eða
orgel, því að þessi eða liinn hafi lofað að
syngja einsöng, en nú vanti bara eitthvað
hljóðfæri til að leika undir á.
Þetta er alveg óviðunandi ástand.
Samkomuhúsið verður að eignast sitt
píanó, sem það getur leigt með húsinu.
Þegar minnzt var á þetta hérna áður fyrr,
var vanaviðkvæðið, að það væri svo kalt í
húsinu, að ekkert hljóðfæri þyldi það.
(Skárri var það nú kuldinn). En nú er varla
hægt að bera því við, að kuldinn ráði ríkj-
um í samkomuhúsinu, eftir að hin marg-
Hyað líður beinamjöls-
yerksmiðjunni?
í undirbúningi hefur verið að koma upp
beinamjölsverksmiðju hér í Ólafsfirði. Það
er enginn hégómi og hefði fyrr mátt vera
um það hugsað.
En hvað lýður svo þessu nauðsynjamáli,
og hvað hefur verið gert í því?
Spyr sá er ekki veit.
Sofnaði málið í fyrra, þegar Jakob steypti
undan ykkur vélunum? Og er það satt, að
það hafi komið til mála að reist yrði verk-
smiðja, sem aðeins ynni úr beinum, en gæti
ekki unnið úr síld og síldarúrgangi, sem þó
virðist vera stórt atriði í þessu máli?
Vonast eftir svari í næsta blaði.
Fáfróður.
lofaða hitaveita hitar upp hvert hús. Áreið-
anlega er nógu heitt í samkomuhúsinu,
núna að minnsta kosti, hvað sem áður var,
svo að ef viljann ekki vantar er hægt að
búast við því, að á þessu eða næsta ári ljúki
þessari hvimleiðu betlistarfsemi á hljóð-
færaeigendum í Ólafsfirði, og myndu víst
fáir gráta þótt hún legðist niður.
„Heimur versnandi fer“.
„Öllu fer aítur, nú sjást ekki einu sinni
dularbúningar," sagði maðurinn. Hvort
það sé nú beint svo mikil afturför, þótt
menn hafi látið af þeim leik að klæðast
allskyns dulargerfum, þegar rökkva tók, og
reyna að hræða náungann, skal ég ekki fjöl-
yrða um, en hitt er annað mál, hvort ekki
sé nokkuð til í því, að um einhverja aftur-
för sé að ræða í sumum efnum.
Hér fyrir eina tíð, gerðu ungir menn í
Ólafsfirði sér það til skemmtunar, þegar
allmikið hafði snjóað á götur bæjarins, að
þeir tóku sér skóflu í hönd og mokuðu af
götunum í sjálfboðavinnu.
Þetta var mikið verk, en svo mátti heita,
að allir, sem á annað borð gátu mokað,
hafi tekið þátt í þessari vinnu. Það þótti
hrópleg skömm og aumingjaháttur að sker-
ast úr leik, ef um fullfrískan mann var að
ræða.
Það var að sjálfsögðu álit alls þorra ís-
lenzku þjóðarinnar, þá er lýðveldið var
stofnað á Islandi fyrir rúmum 4 árum, að
þjóðin og forráðamenn hennar væru svo
andlega þroskaðir, að þeim tækist í samein-
ingu að yfirstíga smá-erfiðleika, sem að
kynnu að steðja.
Nú eru að sönnu ýms vandamál, sem
liggja við dyr þjóðarinnar og krefjast úr-
lausnar. Samt er ástandið engan veginn svo
slæmt, sem margir vilja vera láta, og firn
eru það, hvað fólk miklar nú fyrir sér smá-
muni eina.
Margt er það samt, sem þarf að breytast
til batnaðar, því að mistök og misfellur
virðast fara vaxandi með hverjum degi sem
líður bæði meðal stjórnenda landsins og
þegna þess.
Sumt af því sem aflaga fer virðist óvið-
ráðanlegt, en án efa er margt sem betur má
fara.
Allir gera kröfur, en enginn uppfyllir hin
allra minnstu skilyrði, til þess að þær nái
fram að ganga, eða nokkuð sé með þær gert.
Fyrsta krafa:
Úr erfiðleikum og vanda verður ekki
komizt með því að gera einhliða kröfur til
annarra.
Ég man að eitt sinn, er verið var að moka
göturnar, fóru menn að tala um, hversvegna
N. N. kæmi ekki í vinnuna, en er menn
voru að ræða þetta sést hann koma sunnan
Aðalgötuna. Hann staðnæmdist við syðsta
hópinn þar og er spurður um ástæðu fyrir
því að hann komi ekki með skóflu, en hann
kvaðst ekki hafa nennt því. Var joá ekki að
sökum að spyrja. Tóku menn hann þar á
loft og „tolleruðu" hann langt út í skafl
svo að rétt sá í fæturna, en hitt allt í kafi.
Ekki voru viðtökurnar betri sem hann fékk
hjá næsta hóp, enda mun honum hafa þótt
nóg um, því að hann snéri heim aftur við
svo búið.
Þetta er aðeins eitt dæmi um, hvernig
fyrir þeim fór, sem ætluðu að humma fram
af sér þessa vinnu. Það þótti enginn maður
með mönnum, sem ekki tók þátt í henni og
smástrákarnir hlökkuðu til, þegar þeir
fengju að vera með.
Þessi sjálfboðaliðsvinna vakti að vonum
athygli ókunnugra, og eitt sinn birtist löng
grein í „Vísi“ eftir Theódór Árnason um
þetta, þar sem hann fór mörgum lofsyrðum
um þann þegnskap, sem Ólafsfirðingar
sýndu með þessu.
En hvernig er nú komið þessum mikla
dugnaði ungra manna í Ólafsfirði?
Hvernig eru göturnar núna?
Varla vantar verkefnið, því að nógur er
snjórinn. Ég ætla ekki að brigzla sveitung-
um mínum um leti eða framtaksleysi, held-
ur ef til vill um gleymsku eða skeytingar-
leysi. Vonandi að þetta sé rétt hjá mér og
nú er ég búinn að minna menn á þetta svo
að allt er í lagi. Það verður ekki dónalegt
að spóka sig úti á götunum næstu dagana.
Þegnarnir verða fyrst og fremst að gera
kröfur til sjálfra sín í samræmi við borgara-
legar skyldur við þjóðfélagið og taka á sig
þá ábyrgð, sem þeim heiðri fylgir að vera
þegn í frjálsu menningarríki.
Þegar einstaklingurinn hefur uppfyllt sín-
ar borgaralegu skyldur við þjóðfélagið, get-
ur hann gert sínar kröfur, og hikar þá ekki
við að gagnrína stjórn og framkvæmdavald
ríkisins, sem í dag er því miður ekki vel að
skapi allra Islendinga.
Onnur krafa:
Ríkisstjórn og Alþingi verða að leggja
niður allt kák og vettlingatök í öllum þeim
málum, sem varða heill og hag ríkis og
þjóðar, ef þessir aðilar hugsa sér að sigrast
á erfiðleikunum og öðlast virðingu þjóðar-
innar á ný, en sú virðing virðist því miður
vera orðin heldur lítil, svo að ekki sé meira
sagt.
Þriðja krafa:
Næst verðum við að gera kröfu til þeirra
stjórnmálaflokka, sem þátt taka í ríkisstjórn
á hverjum tíma og ganga til samstarfs við
aðra flokka um stjórn landsins, að þeir geri
það með einhug og þeim drengskap að þeir
Frh. á bls. 4.
Allir gera kröfur. - Við líka.