Ólafsfirðingur - 15.01.1949, Blaðsíða 4

Ólafsfirðingur - 15.01.1949, Blaðsíða 4
4 ÓLAFSFIRÐINGUR ALLIR GERA KRÖFUR. — VIÐ LÍKA. Frh. af bls. 2. leiki engan loddaraleik meðan stjórnarsam- vinna helzt. Einnig verður að krefjast þess að stjórnmálaflokkarnir leggi niður þann ósið, sem sagt er að þeir hafi tekið upp, og þá vitanlega á kostnað ríkis og þjóðar, það er stofnun hinna mörgu embætta, ráða og nefnda, sem oítast virðast þarflitlar, og skip- aðar mönnum talsvert af handahófi, en ekki af hæfni til starfsins. Þetta verður um lram allt að stöðva, því að í slíkum aðgerðum ligg- ur stór hætta fyrir ríki og þjóð. Þetta verður smánarblettur á íslenzkum stjórnmála mönnum, og á þessu hefur allur almenn- ingur í öllum stjórnmálaflokkum megnustu andstyggð. Fjórða krafa: Starfsmenn ríkisins eru nú orðnir svo margir og hafa svo víðtæk áhrif á allt at- hafnalíf þjóðarinnar, að minnsta krafa, sem hægt er að gera til þeirra, er eitthvað á þessa leið: — Að þeir reyni að koma fram við alþýðu manna, sem til þeirra þarf að leyta, eins og þeir væru af jarðneskum upp- runa, en ekki sem líkamningar í andaheimi, sem guía upp, ef til þeirra þarf að taka í málum, sem heyra undir starfssvið þeirra. Því að hvað höfum við að gera með ríkis- starfsmenn. fyrir ofan stjörnur og tungl? Hér hafa verið bornar fram nokkrar þýð- ingarmiklar kröfur, þær eru fáar og ekki ó- sanngjarnar. Reyndar virðist sem óþarfi sé, að slíkar kröfur þurfi að gera, þar sem það sýnist liggja í augum uppi, að i þeim felist ekki annað en sjálfsagðar skyldur viðkom- andi aðila. Ef kröfurnar eiga rétt á sér, gera þær ekki annað en minna á vanræktar skyldur, og tilganginum er náð, ef áminn- ingin verður til eftirbreytni. A+B * ÚTVEGSMÁL ÓLAFSFIRÐINGA Frh. af bls. 3. á þetta, og þrátt fyrir að trillurnar hafa gert það sæmilegt þessi árin og það efli trú þeirra, sem hana hafa, —• þá vildi ég meira að segja vara við of mikilli bjartsýni á trilluútgerðina og atvinnu þá, sem hún skapar auk annarra byrða, sem útgerð þessa bæjar lilýtur að verða að bera er lengra líður. Þó að ég sé vantrúaður á trilluútgerðina til að standa undir öllum þörfum vorum í sjávarútvegsmálum og veita næga atvinnu til sjós og lands og bera þær byrðar, sem útgerð þessa bæjar kemur til með að þurfa að bera, þá er reynsla þessara ára ekki glæsi- leg af annarri útgerð til að byggja traust sitt á. Það vitum við líka öll, sem vaxið höf- um upp í útgerðarþorpi og fylgzt með gangi útgerðarinnar, að þar skiptast á skin og skúrir. Hitt er svo það, sem mestu máli skiptir, að möguleikarnir hljóta að vera mun meiri fyrir stærri báta, þar sem fjöl- breyttni í veiðiaðferðum, útbúnaður allur og aðbúnaður er slíkur, að skilyrði til sjó- sóknar ef um það væri að ræða er ekki saman að jafna. Óhöpp og aflabrestur þetta árið eða hitt, er ekkert aðalatriði, þegar um stefnu út- vegsmálanna er að ræða, — heldur það, hvaða líkur eru til að þessi stefnan eða hin, þ. e. í þessu tilfelli úgerð trillubáta eða stærri báta, verði heppilegri og happadrýgri þegar til lengdar lætur, ekki einasta fyrir útvegsmenn og sjómenn, heldur og fyrir byggðarlagið. Eg fyrir mitt leyti er í engum vaia, hvor stefnan verður heilladrýgri, og ástandið eins og það er nú má ekki lengi haldast. Framhald í næsta blaði. * Giftingar og trúlofanir. Á jóladag voru gefin saman í hjónaband af séra Ingólfi Þorvaldssyni, ungfrú Helga Eðvaldsdóttir, Siglufirði og Magnús Stefáns- son, iðnnemi, Ólafsf. Heimili ungu hjón- anna verður að Aðalgötu 10 hér í bæ. Á nýjársdag voru gefin saman í hjóna- band af séra Ingólfi Þorvaldssyni, ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir og Gunnlaugur Sig- urbjörnsson, vélstjóri. Heimili ungu hjón- anna er að Vesturgötu 1. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Hall- dóra Gísladóttir, Hóli og Hannes Sigurðs- son, Vémundastöðum. Nýtt félag. Nýlega var stofnað leikfélag hér í bæn- um og nefnist það „Leikfélag Ólafsfjarðar". Mjiig mikill áhugi virðist ríkja hér fyrir leikstarfsemi, sem sjá má af því að 59 manns innrituðust í félagið á stofnfundi. Ætlun fé- lagsins mun fyrst og fremst vera sú, að hafa forgöngu um leiksýningar hér i bæ. Það er gleðilegt til þess að vita, að þetta þarfa menningarfélag skyldi vera stofnað, enda eðlilegt og sjálfsagt, þar sem hér eru til mjög góðir kraftar í þágu leikstarfsem- innar. ( Stjórn félagsins skipa eftirtaldir menn: Formaður: Ragnar Þorsteinsson, kennari. Ritari: Björn Stefánsson, kennari. Gjald- keri: Sigmundur Jónss., málaranemi. Með- stjórnendur frú Dalla Jónsdóttir, Gunnl. Jónsson, framkvæmdastjóri og frk. Hólm- íríður Magnúsdóttir. Fyrsti sjónleikur félagsins mun verða „Saklausi svallarinn", eftir Arnold & Bach. „Ólafsfirðingur" óskar félaginu alls góðs á komandi starfsárum. Höfnin. Unnið hefur verið við hafnargerðina í sumar og haust, en vegna erfiðra veðurskil- yrða hefur ekki tekizt að ljúka því verki, sem ráðgert hafði verið. Árangur hafnarmannvirkisins sjáum við nú glöggt, og þó langt sé í Iand að verkinu verði lokið er munurinn þó mikill og við fögnum því, jafnframt sem við óskum eftir að verkinu verði hraðað svo sem hægt er. ATHUGIÐ! Þeir, sem fá þetta blað sent til sín, eru vinsamlegast beðnir að athuga að end- ursenda blaðið hið fyrsta, ef þeir óska ekki að gerast áskrifendur. Afgreiðsla blaðsins er hjá Ásgrími Hartmannssyni og mun hann ásamt rit- stjórunum og þeim Sigmundi Jónssyni og Þorsteini Jónssyni veita móttöku efni í blaðið og öðru er það varðar. Bókaverzlun Brynjólfs Sveinssonar Ólafsfirði. hýður ykkur ávallt gott úrval af allskonar islenzkum hókum. MUNIÐ, að góð bók er gulls ígildi. aqíslands? annast brunatryggingar á hverskonar innanstokksmunum og innbúi. Enginn veit hvar eldur veldur næst tjóni. Brunat'/yggið eigur ykkar strax i dag, á morgun verður það kannske of semt. UMBOÐSMAÐUR: Brynjólfur Sveinsson, Ólafsfirði Sjóvátnjqqi

x

Ólafsfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.