Dögun - 03.01.1949, Síða 1
I
070
u.
argangur
Akranesi, 3. janúar 1949
tölublaS
TIL LESENDANNA
Vm leið og Dögun hefur göngu sína að nýju, þykir okkur
hlýða að fylgja henni úr garSi meS nokkrum orSum.
Þann 18. janúar 1946, hóf Sósialistafélag Akraness útgáfu
hlciSs, er þaS gaf nafniS „Dögun.“
Fyrsti tilgangur blaSsins var aS vinna aS sigri lista Sósíalista-
U'lagsins viS bœjarstjórnarkosningarnar, sem þá fóru fram, meS
t>ví aS birta bæjarbúum stefnu félagsins í bœjarmálum, en þar
^oru bœjarmálin rœdd af einurS og festu, meS þeim árangri.
dS framboSslisti félagsins vann þann glæsilegasta sigur, sem
^nninn hefir veriS, ' af nokkrum stjórnmálaflokki, viS bæjar-
stjórnarkosningar hér á Akranesi, þaS er aS segja, listinn fékk
Uo fulltrúa kjörna, en þaS var í fyrsta sinn sem Sósíalista-
lélagiS hafSi haft lista í kjöri. BlaSiS kom svo út nokkuS fram
eftir árinu, en þá atvikaSist þaS svo, aS ritstjóri blaSsins flutti
til Reykjavíkur, af ástœSum, sem ekki verSa raktar hér, enda
vnundi þaS ékki verSa Akurnesingum til neinnar ánægju. —
Uokkru síSar fluttu svo samstarfsmenn hans viS útgáfuna einnig
hurtu. Þetta varS því valdandi, aS útgáfa blaSsins stöSvaSist í
hili og munu margir hafa saknáS þess, því blaSiS átti sér marga
lesendur og velunnara, þanniS hafSi þaS kynnt sig viS sína
fyrstu för.
Samtímis stöSugri fylgisaukningu, viS stefnumál Sósíalista í
œjarmálurn, urSu kröfurnar um aS gefa út bláS œ hávœrari.
g töldu margir sig fúsa aS leggja á sig fjárhagslegar byrSai
1 því sambandi. Og í trúnni á góSan málstaS, var samþykkt,
S hefja útgáfu blaSsins á ný.
BlaSiS Dögun mun fyrst og fremst leitast viS aS kynna
hæjarbúum stefnumál sósialista í bæjarmálum yfirleitt. . . .
IÞaS mun verSa reynt aS gefa bœjarbúum yfirsýn yfir þau
ál, scm á hverjum tíma eru til méSferSar hjá bæjarstjórn.
fnframt munu vcrSa birtar tillögur fulltrúa sósíalista í
num ýmsu málum, sem til þessa hafa undantekningarlitiS
eriS felldar, og aS virSist aS yfirlögSu ráSi og fyrirfram
kveSnu samkomulagi andstæSinganna.
Þá mun Dögun opna hverjum þeim rúm, sem rœSa vill
áhugamál sín af drenglyndi og sanngirni, en þau hugtök
rnunu jafnan verSa höfS aS leiSarljósi, þar geta Akurnesingar
hirt smágreinar og athugasemdir án tillits til pólitískrar af-
stöSu, því ,,Dögun“ á aS verSa bláS fólksins, sem byggir þennan
þœ, blaS fólksins, sem á þá ósk heitasta, aS hér rísi upp bœr,
sem getur boSiS afkomendunum mannsœmandi lífskjör, blaS
fólksins, sem vill vinna aS framgangi góSra málefna, fyrir
okkar byggSarlag, fyrir land okkar og þjóS.
MeS þeim ásetning óskar „Dögun“ lesendum sínum gléSi-
fegs komandi árs.
Við erum þjóð sem hlaut Island i arf
Við, núlifandi kynslóð ís-
lendinga erurn arftakar hinna
fornu víkinga, sem frjálsir og
óháðir námu þetta land. Við
erum arftakar þjóðarinnar sem
í þúsund ár barðist við eldgos,
hafís, drepsóttir, fátækt, ánauð
og hungur. Við erum arftakar
þjóðarinnar sem gekk djörf og
sterk móti öllum þessum þraut-
um sínum, sem lifði allar þess-
ar ógnir af og sannaði að henn-
ar líf er eilíft kraftaverk. Því
vek ég máls á þessu nú, að mér
finnst að málflutningur ráð-
andi manna þjóðarinnar bera
vott um, að þeir telji okkur
núlifandi Islendinga úrkynj-
aðri en eðlilegt er, um það fólk,
sem er afkomendur þeirra
manna, sem hér hafa búið og
barizt á undangengnum öldum.
I dag á tuttugustu öldinni,
þegar aldrei hefur verið til
áður annað eins af atvinnu-
tækjum og nú, þegar þjóðin er
menntaðri en nokkru sinni
áður, og þegar þjóðin er ríkari
en nokkru sinni áður, þá er
okkur látlaust sagt af ráðandi
mönnum þjóðarinnar, að við
séum dauðans matur, okkur sé
bezt að gefa allt upp á bát-
inn, baráttuna fyrir sjálfstæði
landsins og baráttuna fyrir Mfi
þjóðarinnar, sem þjóð, ef dutl-
ungafiskurinn okkar, síldin,
vilji nú ekki aumkast yfir okk-
ur og veita okkur ríkulega af
gnægð sinni.
0, jæja, margt hefur nú
breytzt einkennilega nú í
seinni tíð. Áður töldu beztu
menn þjóðarinnar sig trúa á
Guð en grýlur ei, en nú virðist
ríkisstjórn og ráðandi menn
trúa á síld, en ef hún bregst þá
eru það Bandaríki Norður-
Ameríku sem eru næst bezti
dýrðlingurinn að snúa sér til.
Það er ekki óáþekkt og mað-
urinn sagði:
Guð umbuni gott hvað mér
gjörðir máttarlinum
en ef hann bregst þá eigið þér
aðganginn að hinum.
LAMDSBÓKASAFN
vVí < V2Ú.
Tslaníjs
Ég fyrir mitt leyti tp]
þessa síldar og Bandaríkjatrú
lítt sáluhjálplega trú.
Ég vil nú biðja ykkur að
hugleiða með mér á hverju þið
haldið að þjóðin hafi lifað í
gegnum þær ógnir, sem við öll
vitum að hún hefur gengið á
undangengnum öldum. Við
vitum það nú öll að það var
vissulega hvorki á síld né
Marshall-hjálp Bandaríkjanna.
Nei og vissulega getur hún enn
lifað jafnvel þó síldin bregðist
og við ekki tökum við hinni svo-
kölluðu „Marshall-hjálp“.
Það sem bjargaði þjóðinni
gegnum þá erfiðleika og ógnir,
sem yfir hana hafa dunið, var
það að beztu menn þjóðarinnar
mistu aldrei kjarkinn og að
þeir töldu það ómaksins vert
að berjast af alefli fyrir sjálf-
stæði þessa lands og lífi þess-
arar þjóðar, en þeir predik-
uðu ekki eins og valdhafarnir
nú , að þjóðin væri að þrotum
komin og það þýddi ekki leng-
ur að vera að berjast fyrir lifi
hennar, og var þó meiri ástæða
til að menn, fyrr á tímum,
hefðu gefist upp í þeirri ströngu
baráttu sem þeir þurftu að
heyja en að nútimamenn geri
það. Ég tel hiklaust að þeir
menn, sem nú reka þá iðju að
reyna á allar lundir að drepa
niður kjark þjóðarinnar með
því að reyna að hræða hana
með alls konar grýlum og grill
um, og sem reyna að fá hana
með sér í dans þeirra kring
um gullkálf Bandaríkjanna, og
telja hana á að hvm eigi og það
sé sjálfsagt fyrir hana að selja
sjálfsforræði sitt fyrir nokkra
skitna dollara á ári. Ég tel
þessa menn reka gkppsamlega
iðju og tel þá svíkja ættland
sitt í tryggðum, og ég vil beina
því til þeirra, hvort það sé ekki
sómasamlegra fyrir þá, ef þeir
ekki geta snúið við á þessari
braut, að taka þá heldur ráð
Þórðar kakala og drekka,
drekka sig heldur í hel.“
Ég trúi því ekki og skal ekki
trúa að óreyndu, að íslenzka
þjóðin sé svo úrkynjuð að hún
selji sjálfsforræði sitt fyrir lífs-
þægindi. En hitt veit ég jafn-
vel að það þýðir ekki að segja
hinni menntuðu og velgefnu
alþýðu þessa lands, að það sé
hún og hún ein sem eigi að
bera byrgðar þær, sem kunna
að verða á þjóðina lagðar, ef
alvarlega harðnar að, en hinn
ábyrgðarlausa efnastétt þjóð-
félagsins á að halda áfram að
geta velt sér í lífsins gæðum
og skorast undan að taka
sinn hluta af erfiðleikunum,
en það er einmitt þetta sem
við, á undanförnum tímum,
höfum áþreyfanlega komist að,
að er hugsunarháttur núver-
andi ríkisstjórnar, og sá hugs-
unarháttur fær aldrei hljóm-
grunn meðal alþýðu manna.
Það er óyggjandi sannleikur,
að hér er nóg um björg og
brauð, berirðu töfrasprotann.
Þetta land á ærinn auð, ef
menn kunna að nota hann.
Það er ekki auður, í vissum
skilningi, sem okkur vantar,
þó ríkisreikningarnir standi
heldur lélega. Það er réttlát
skipting á gæðum landsins,
sem vantar; það er réttlát
skipting á arðinum af heildar-
búskap þjóðarinnar sem okkur
vantar, og væri hann fyrir
hendi, myndi enginn sannur
Islendingur mögla, þó eitthvað
yrði að leggja hart að sér, til
að rétta við eftir þau aflalaysis
ár, sem hafa gert okkur skrá-
veifur undanfarið. Þá væri
hægt að fá sameiginlegt átak
allrar þjóðarinnar, og ég trúi
því ekki að við, núlifandi Is-
lendingar, séum þeir aukvisar,
að við gætum ekki rétt þjóðar-
skútuna við, án allrar erlendrar
aðstoðar, ef átak allra lands-
manna fengist, en það átak
fæst ekki með því að segja við
alþýðu manna, þið eigið að
neita ykkur um margt af þeim
Framhald <14. síðu.