Dögun - 03.01.1949, Síða 4
-■ —nlm—'j
LesiS ritsmiSina í Framtaki:
Sósíalisminn er hrörnandi
þöll!!!
--------- . .
Mánudagurinn 3. janúar 1949.
Akurnesingar!
HlustuSuS þiS á nýjársboS-
skap forsœtisráSherrans, Stef-
áns Jóh. Stefánssonar?
----11
— Við erum þjóð....
Framhald af 1. síðu.
lífsins gæðum, sem þið hafið
að undanförnu notið, meðan
allstór hópur þjóðarinnar og'
það þeir, sem mest og lengsti
hafa notið alls þess, sem þá
hefur fýst að veita sér, sitja
hjá og neita að taka sínar byrð-
ar og meira segja þyngja ann-
ara manna byrðar að ástæðu-
lausu. Nei, sá hópur mætti
vissulega fara til Bandaríkj-
anna, þar geta þeir lifað á
Marshall-hjálp og sníkjum, og
þeir þurfa víst ekki að vera
smeykir við að þessir dásam-
legu vinir þeirra þar, lógi þeim
án dóms og laga, því bjórinn á
þeim er víst nokkurn veginn
hvtíur, hvað sem er um sálina,
en við hin, sem erum Islend-
ingar og viljum vera Islend-
ingar, munum gera okkar átak
til að rétta þjóðarfleyið við og
sjá hvort það tekst ekki, þótt
Bandaríkin sletti ekki í okkur
sínum dollurum með afarkost-
um.
Við, núlifandi Islendingar,
eigum þetta land og við viljum
eiga þetta land og við hvorki
þurfum né viljum neina er-
lenda íhlutun um stjóm þess
og málefni, og við viljum og
skulum berjast fyrir því af al-
efli, að aldrei, aldrei bindi það
bönd,
nema bláfjötur ægis við klett-
ótta strönd.
NYTT HAPPDRÆTTISLAN
RÍKISSJÓÐS
Bíkisstjómin hefur ákveðið að nota nú þegar heimild laga nr. 82,
13. nóvember 1948 til lántöku handa ríkissjóði. Býður ríkissjóður út í þvi
skyni iý> miljón króna innanríkislán í formi handhafaskuldabréfa, sem öll
innleysast eftir 15 ár frá útgáfudegi bréfanna.
Lán þetta er með sama sniði og hið fyrra happdrættislán ríkissjóðs.
Er hvert skuldabréf að upphæð 100 krónur og sama gerð og á eldri bréf-
unum að öðru leyti en því, að liturinn er annar og þessi nýju bréf em merkt
„skuldabréf B“.
Hið nýja happdrættislán er boðið út í þeim sama tilgangi og hið fyrra
happdrættislán: Að afla fjár til greiðslu lausaskulda vegna ýmissa mikil-
vægra framkvæmda ríkisins og stuðla að aukinni sparifjársöfnun.
MéS því aS kaupa hin nýju happdrœttisskuldabréf, fáiS þér enn þrjá-
tíu sinnum tœkifæri til þess aS hljóta háa happdrœttisvinninga, algerlega
áhættulaust. Þeir, sem eiga bréf í báSum flokkum happdrættislánsins, fá
fjórum sinnum á ári hverju í fimmtán ár aS vera meS í happdrœtti um marga
og stóra vinninga, en fá síSan allt framlag sitt endurgreitt. Það er þvi naumast
hægt að safna sér sparifé á skynsamlegri hátt en kaupa happdrættisskulda-
bréf ríkissjóðs.
Útdráttur bréfa í B-flokki happdrættisins fer fram 15. janúar og 15.
júlí ár hvert, í fyrsta sinn 15. janúar 1949.
Vinningar i hvert sinn eru sem hér segir:
i vinningur 75.000 krónur = 75.000 krónur
1 — 40.000 — = 40.000 —
í — 15.000 — = 15.000 —
3 vinningar 10.000 — = 30.000 —
5 — 5.000 — = 25.000 —
15 — 2.000 — = 30.000 —
25 — 1.000 — = 25.000 —
130 — 500 — = 65.000 —
280 — 250 — = 70.000 — ■
461 vinningur Samtals 375.000 krónur
Vinningar eru undanþegnir opinberum gjöldum, öSrum en eignarskatti.
Samtals eru vinningar í B-flokki 13.830, og er því vinningur á nœstum
tíunda hvert númer. Eigendur bœSi A og B skuldabréfa happdrættislánsins
fá sextíu sinnum aS keppa um samtals 27.660 happdrættisvinninga. Vinn-
ingalíkur eru því miklar, en áhætta engin.
1 Beykjavík greiðir fjármálaráðuneytið vinningana, en utan Reykja-
víkur sýslumenn og bæjarfógetar.
Sölu skuldabréfa annast allir bankar og sparisjóSir, sýslumenn, bæjar-
fógetar og lögreglustjórar, innlánsdeildir kaupfélaga, pósthús, ýmsir verS-
bréfasalar og í sveitum flestir hreppstjórar.
Gætið þess að glata ekki bréfunum, því að þá fást þau ekki endurgreidd.
Fjármálaráðuneytið 5. desember 1948.
Elinborg Kristmundsd.