Dögun - 01.02.1949, Síða 2
2
DÖGUN
Þridjudagurinn 1. febrúar 1949
TÝNDIR
Rautt skal það vera.
1 síðasta tölublaði Framtaks
er útkoma Dögunar á ný, gerð
að umtalsefni. Sér það rautt
og Rússa við lestur henrtar og
virðist heldur heygjulegt í
anda. Þessar angurværu hug-
leiðingar sínar setur blaðið
kyrfilega í smáramma, sern
hengdur er framan á drauga-
pistil Péturs Ottesen, líklega
sem einhvers konar orða, og
fer þetta vel saman. Ef að lik-
um má ráða hefur Dögun vald-
ið Framtaki töluverum hugar-
órum, því aftur er hún tekin
til meðferðar í endir blaðsins.
Er það vísa ein sem á víst að
vera fyndni um blaðið og rit
nefndina. En fyndnin er
hörmulega misheppnuð, því
hversu margir af stórmennum
andans og ritsnillingum á öll-
um tímum, hefðu ekki mátt
kallast „rauðir“ eftir þeirri
merkingu sem yfirleitt er lögð
í það orð? Hvort heldur það
hafa verið karlar eða konur.
Kvenhylli Skagans.
Skaginn flytur alllanga
klausu um Dögun og efni
hennar og er með spekings-
legar vangaveltur yfir því,
hverjir hafi verið hinir fyrri
stuðningsmenn hennar. Sumt
efni hennar telur hann heim-
spekilega draumóra og þykir
ritnefndin vera fremur syfju-
leg, þó heldur hann að hún
kunni kannske að vakna síðar
við einhvem pilsaþyt. Ekki veit
ég hvort þetta á að vera sneið
til blaðsins vegna þess að kven-
maður skrifaði grein í það, en
svo mikið hefur kvenfólkið
ekki haft við Skagann. Eða
kannske það eigi ekki að hafa
á þessum vettvangi jafnrétti á
við karlmenn? Annað mál er
það, að ekki er Skaginn þyt-
mikill, mundi hann hafa gott
af að fá einhvern blástur sér
til hressingar þó ekki væri
nema lítilfjörleg pilsagola.
Góð jólagjöf!!!
Þegar Þorgeir Ljósvetninga-
goði kvað upp úrskurð sinn á
Alþingi forðum, að allir lands-
menn skyldu taka kristna trú,
leyfði hann jafnframt, þeim
er svo vildu, að bera út börn
og eta hrossakjöt, sem hvorugt
var leyft hjá kristnum mönn-
um, ef þetta aðeins væri gert
með leynd. Með þessu vildi
hann koma í veg fyrir að of-
boðið yrði þoli þeirra sem
hefðbundnar venjur og maura-
hyggja átti sér sterkastar rætur
hjá. Hliðstæða undanþágu
hefur lýðræðishyggja og mann
réttindahugs j ón hollenzku
stjómarinnar veitt sjálfri sér,
er hún rétt fyrir síðustu jól réð-
ist fyrirvaralaust á Indónesiska
lýðveldið, fangelsaði forustu-
menn þess og lagði undir sig
alla Indónesíu. En þessi verkn-
aður var ekki gerður með
PENNAR
neinni leynd, heldur frammi
fyrir öllum heiminum, og
notuð til þess helgasta hátíð
Hollendinga, sem og annarra
kristinna manna. Kannske
þeim hafi fundist tilgangur
sinn svo heilagur, að til þessa
verknaðar hæfðu ekki aðrir
dagar.
Frosti
Bókmenntir
Helgafellsútgáfan er nú orð-
in ein af umfangsmestu bóka-
útgáfum hér á landi. Á síðustu
árum hefur Iiún gefið út mörg
af merkustu ritum íslenzkra
bókmennta og jafnhliða kynnt
okkur mörg öndvegisrit út-
lendra höfunda. Flestir eru
sammála um að allur frágang-
ur og búningur nýútgefinna
bóka hafi tekið miklum fram-
förum síðastliðin ár. Bækur
Helgafells bera ekki sizt vitni
um þetta og eru að búningnum
til prýði í hverjum bókaskáp.
Á þesu ári hefur Helgafells-
útgáfan í hyggju að gefa út
þrjár íslenzkar málverkabæk-
ur. Er enginn vafi á að þær
verða mjög eftirsóttar því að
áhugi manna fyrir myndum
er mjög vaxandi.
Þessar þrjár fyrstu bækur
verða um listamennina Ásgrím
Jónsson, Jón Stefánsson og
Jóhannes Kjarval, en þeir eru
eins og kunnugt er, meðal höf-
uðsnillinga íslenzkrar mynd-
listar.
Þá er einnig í undirbúningi
glæsileg útgáfa á verkum Hall-
dórs Kiljan Laxness, eins af
forystumönnum í bókmennt-
um okkar, snjallur stílisti og
róttækasta skáld íslenzkrar al-
þýðu. Fyrsta bókin í þessari
útgáfu er komin út og er það
Vefarinn mikli frá Kasmír,
sem talin er mikilfenglegust
allra æskurita hans. I henni
notar hann söguna um vefar-
ann Malek og koffortið fljúg-
andi úr Þúsund og einni nótt,
sem hliðstæðu, er hann lýsir
íslenzku skáldi og heimspek-
ingi, sem allt leikur í lyndi
hefur veizt auður og frægð,
en innri maður hans er tví-
skiptur milli jarðneskra hluta
og þeirra sem gera allt slíkt að
hégóma.
Helgafellsútgáfan á einnig
heiður skilið fyrir að hafa rutt
braut ungum og efnilegum rit-
höfundum, með þvi að gefa út
fyrstu verk þeirra.
Eins og gefur að skilja, er
oft ekki mikill hagnaður af
slíkri útgáfu, en höfundarnir
munu launa það seinna með
þroskaðri verkum og betri.
í því sambandi vil ég minn-
ast sögu eftir nýjan höfund,
Ása í Bæ. Hún fjallar um ver-
tíðarlífið í Vestmannaeyjum,
og þykir þessi ungi höfundur
fara mjög vel af stað í þessari
fyrstu bók sinni, sem nefnist:
Breytileg átt.
S. f. Þjótur hélt aðalfund sinn 26.
jan. s. 1. Stjórn félagsins var öll
endurkosin að undanskildum Ragnari
Leóssyni, sem baðst undan endur-
kosnjngu. I hans stað var kosinn
Valgarður Jónsson.
Aðalfundur Kvennadeildar Slysa-
varnafélags Akraness var haldinn
18. jan. s. 1. Stjórnin var endurkosin.
Félagatala er nú um goo, var um
300 í fyrra.
Aðalfundur Kvenfélags Akraness
var haldinn í janúar og stjóm öll
endurkjörjn. Félagatala er nú um
80. 6 hafa bætzt við á árinu.
Ástand og horfur.
Vetrarvertíð hófst hér síðar en verið
hefur, eða 26. janúar. Allar vonir
eru til þess að vertíð geti orðið góð
í vetur. Ráðgert er að hraðfrysti-
húsin verki fyrir Ameriku-markað,
a. m. k. fyrst um sinn, og fjskur
fyrir Evrópumarkað, verði í öðr-
um umbúðum en verið hefur. Af-
köst frystihúsanna verða því skiljan-
lega miklu mjnni í vetur en undan-
farið. Aftur á móti mun allmikið
verða saltað af fiski i vetur ef afli
fæst. Söluhorfur með saltfisk eru
góðar.
Ráðið er að 17 bátar stundi fisk-
veiðar héðan í vetur. Töluvert færri
aðkomumenn eru á bátunum en
undanfama vetur.
Verklýðsmál.
Vertíðarsamningar milli sjó- og
vélamannadeilda V. L. F. A. vom
undirritaðjr 22. þ. m. Fá nýmæli
eru í samningunum en sjómenn telja
að sum þeirra orki tvímæli.
Síldveiðisamningum V. L. F. A.
og útgerðarmanna frá 1. júli 1945,
hefur verið sagt upp.
Landvarnarmál.
Sunnudaginn 23. janúar hélt Þjóð-
vamarfélagið fund í Rióhöllinni. —
Ræðumenn vora dr. Rroddi Jóhann-
esson, Láras Rist, Sigríður Eiríks-
dóttir og Ingimar Jónasson. Um-
ræðuefnj Hervemdarsamningur. Var
ræðumönnum vel tekið og í fundar-
lok ákveðið að stofna Þjóðvamarfé-
lag hér. Of fáir voru mættir á fund-
inum, ]:>ar sem nokkur sæti hússins
voru auð. Blaðið Þjóðvöm fæst í
Bókahúðinni, þar getið þið lesið ræðu
séra Jakobs Jónssonar, sem hann
flutti 23. janúar s. 1. og fleira af
rökum Þjóðvamarmanna.
Kirkjuannáll 1948.
I Garðaprestakalli fæddust árið
1948 alls 90 böm, 46 piltar og 44
stúlku. (Fyrir tveim árum, 1946,
vora fæðingar alls 67, 34 drengir og
33 stúlkur. Fyrir 40 áram, 1908, alls
23 höm, íi drengir, 12 stúlkur.)
gi ungmenni var fermt árinu.
Hjóngigslur 30. Dauðsföll 19. Messur
60. Altarisgestir 168.
Leiðréttingar.
Nokkrar leiðinlegar prentvillur
urðu í síðasta töluhlaði Dögunar. Á
forsíðu stóð 4. tölúblað fyrir 1. tbl.
Á annarj síðu, úr bænum, stóð Frið-
rik Bergmann, en átti að vera Bergs-
son. I vísunni til Framtaks varð
orðabrengl í næst siðustu hendingu,
rétt er hún svona: etur hann sína
bræður þrátt. — Þessar villur biðj-
um við lesendur góðfúslega að af-
saka.
Dánardægur.
Hinn 26. jan. lézt af slysförum
Sigrún Halla Magnúsdóttir, Merki-
gerði 4. Hún var aðeins 3. ára.
--------------------------------
ORÐSENDING
Vér viljiun minna félagsmenn vora á að skila
kassakvittunum fyrra árs fyrir 10. febrúar.
KAUPFÉLAGIÐ.
,-------------------------------,
r------------------------------------->
Akurnesingar!
SAMVINNUTRYGGINGAR bjóða yður eftir-
farandi tryggingar með mjög hagkv. kjörum:
Bifreiðatryggingar.
Sjótryggingar.
Brunatryggingar.
Komið og tryggið eigur yðar í dag því á
morgun getur það verið of seint.
Allar nánari upplýsingar í síma 210.
Umboð:
KAUPFÉLAG SUÐUR-BORGFIRÐINGA
,_____________________________________j
t--------------------------------------------
Verkamenn,
sjómenn og verkakonur!
Tímaritið Vinnan er ykkar eigið mál-
gagn. Gerist því strax fastir kaupendur
og stuðningsmenn Vinnunnar.
Afgreiðslumaður ritsins á Akranesi er
Arnmundur Gíslason, Kirkjubraut 17.
Snúið ykkur til hans með öll erindi
varðandi ritið.
Styðjum öll að því marki að Vinnan sé
keypt á hverju alþýðuheimili.
TÍMARITIÐ VINNAN
Hverfisgötu 21, Reykjavík.
Sími 6438.
--------------------------------------------/
Látið oss hreinsa fiður og dún
í gömlu sængunum yðar!
VÉR GUFUHREINSUM FIÐRIÐ
Sœngurnar verSa hlýrri og léttari.
Getum einnig látið ný ver utan um
dún, sem oss er sendur til hreinsunar.
Vönduð vinna
Hreinsunin kostar kr. 20.00 á fiður-
sæng allt að 7 kílógrömmum.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Fiðurhreinsun KRON
Hverfisgötu 52 — Reykjavík — Sími 1727.
------------------------------—-———/