Dögun - 01.07.1949, Page 3
Föstudaginn 1. júlí 1949.
3
DÖGUN
DOGUN
Bœjarbláð Sósíalistafélags Akraness
Ritnefnd:
SIGURDÓR SIGURÐSSON
ELÍNBORG KRISTMUNDSDÓTTIR
HALLDÓR ÞORSTEINSSON (áb.) — Sími 174.
Afgreiðsla:
INGVAR JÓNSSON, Kirkjubraut 21, sími 153.
PRENTVERK AKRANESS H.F.
Fjárhagsáætlunin
Fjárhagsáætlun fyrir árið 1949 hefur nú verið samþykkt.
Það getur ekki farið hjá því, að hún veki fólkið til alvarlegrar
umhugsunar um það ástand, sem skapazt hefur í fjármálum
bæjarins, undanfarm ár.
Þær staðreyndir blasa nú við, að vanrækt hefur verið, af
ráðandi meirihluta bæjarfélagsins, að byggja upp tekjustofna
fyrir bæjarsjóð, sem létt gæti skattabyrgðina á gjaldendum
Tekjur bæjarsjóðs byggjast því eingöngu á útsvörum, og
nii þegar gjaldþol borgaranna minnkar vegna aukinnar dýrtíðar
í landinu og atvinnu'leysi er yfirvofandi, sjá sjömenning-
arnir í bæjarstjórn ekki önnur úrræði en skera niður verklegar
framkvæmdir fyrst og fremst.
Síðan sósíalistar komust í bæjarstjórn hafa þeir beitt sér fyrir
því, að bæjarfélagið eignaðist tekjustofna til að standa undir
rekstri bæjarfélagsins að einhverju leyti ogdraga þannig úr
skattaálögum á almenning, án þess að til niðurskurðar á verk-
legum framkvæmdum bæjarfélagsins þyrfti að koma.
Nú síðast við aðra umræðu fjárhagsáætlunarinnar, fluttu
þeir ýtarlegar tillögur sem miðuðu að þessu marki og eru birtar
á öðrum stað í blaðinu.
Fjármálum bæjarins er nú á þann veg komið, að erfitt er
að þoka til svo verulegu nemi á áætluninni. Flestir liðir hennar
eru ifast bundnir frá ári til árs, afborganir og vextir af 'lánum,
og útgjöld sem ekki verður hjá komizt.
En þrátt fyrir það öngþveiti, sem fjármál bæjarins eru i,
getum við sósíalistar ekki fallist á, að framlag til verklegra fram-
kvæmda sé skorið niður svo gífurlega sem áætlunin ber með
sér, eða úr 933.000 í 390.825, eins og fram er tekið í 15. tlb.
Skagans.
Með tilliti til þess, fluttum við sósialistar tillögu um 100.000
króna hækkun á þessum lið til verkegra framkvæmda til að
bæjarfélagið gæti verið undir það búið að mæta yfirvofandi
atvinnuleysi að hausti komandi. Til þess að mæta þessum lið,
þurfti að gera annað tveggja: skera niður einhverja liði áætl-
unarinnar eða hækka útsvörin, og þó hvorugur kosturinn sé
góður, var tekinn sá síðari kosturinn.
Til þess að gefa nokkra hugmynd um hvað þessi hækkun
til verklegra framkvæmda kæmi til með að nema mikilli hækk-
un á útsvörum bæjarbúa, er rétt að taka það fram, að ef þessi
hækkun yrði lögð ofan á áætluð útsvör í prósentuvís, myndi
hækkunin nema ca. 100 krónum á 2000 króna útsvari.
Þegar þess er gætt, að tillagan til hækkunar verklegra fram-
kvæmda er fyrst og fremst fram komin til að geta létt undir
með þeim, sem erfiðasta aðstöðu hafa til að standast ógnir og
böl atvinnuleysisins, er full vist, að flestir gjaldendur þessa
bæjar myndu fúsir hafa tekið á sig þau auknu gjöld, sem af
samþykkt hennar hefðu leitt.
Ef til þess kemur, að síldin fyrir norðan bregst eitt sumarið
enn og sjómenn koma allslansir heim, þá er það sanngimis-
krafa þeim til handa, að þeir, sem betur bafa orðið úti svo sem
þeir gjaldendur, er taka ákveðin laun án tillits til aflabrests,
taki á sig nokkrar kvaðir til að öryggja atvinnu handa þeim,
sem verst er ástatt fyrir.
Þegar þessar staðreyndir liggja fyrir um hina ömurlegu
afkomu 'bæjarfélágsins, hlýtur það að vera krafa bæjarbúa,
að vinna markvisst að upphyggingu stórvirks fiskiðjuvers í
sambandi við aukna bæjarútgerð. Á þann hátt einan er hugsan-
legt að bæjarfélagið losni úr viðjum þeirra fjárþrenginga, sem
nú heftir allar framkvæmdir þess.
Um leiðara Skagans:
Ranglátt svar og rakalaust
reiðir kratar stíla:
„Á þig set ég allt mitt traust,
elsku Rússagrýla."
Er engin rök þeim eru í vil
afturhalds í hvílu,
þá er í nauðum þrifið til
þægrar Rússagrýlu.
Þó sannleiksorðið sé þeim leitt
sizt þeim ferst að víla,
og þeim gagnar ekki neitt
útþvæld Rússagrýia.
Alþýðuflokksins aumu menn,
— er það sárt að nefna —
þeir hafa svikið og svikja enn
svik eru þeirra stefna.
Skagabúi.
Örlítið ferðasögubrot
Framhald af 1. siðu.
hafði alltaf verið sólskin, hleg-
ið, ort, sögð gamanyrði og sung
ið, þar var ákjósanlegasta fé-
lagslyndi og algert sósíaliskt
lýðræði, og þó veðrið væri ekki
sem bezt virtist fólkið ákveðið
í að láta það ekki á sig fá.
Siðar um kvöldið stytti upp
og veðrið batnaði og þá sáum
við hin fögru og sérkennilegu
fjöll Grundarfjarðar. Mönina,
Kirkjufellið og Mýrarhyrnu
ásamt fleiri fjöllum.
Morguninn eftir fórum við
af stað kl. 9 til Stykkishólms.
Þegar við komum þangað var
glampandi sólskin og hlíðviðri
og þegar búið var að borða fóru
þeir, sem vildu út í eyjar. Eg
og nokkrir fleiri vorum kyrr í
Stykkishólmi á meðan. Eyjarn
ar, sem förinni var heitið út í
heita Klakkar. Þegar fólkið var
ný komið út í eyjarnar fór að
rigna , en það gerði ekkert til
eins og þessi vísa eftir Sigur-
björn Sigurjónsson ber með sér:
Fólkið í bátnum í Klakksferð
var kátt
þar kunnu nú allir að lifa í sátt,
og Siggi fékk hitastraum
hrundunum frá
svo heitt honum var þó að
rigndi hann á.
Klukkan 6j4 var farið heim-
leiðis frá Stykkishólmi og var
nú verið að tala um Klakka-
ferðina, þá orti maður, Þórður
að nafni frá Borgarnesi þessa
visu:
Hélt á Klakka hópur stór
hinir bældu fletið
sagt var mér að Sigurdór
setti göngumetið.
Þessi vísa var kveðin ásamt
hinum visunum en ýmsar mis-
heyrnir urðu í sambandi við
hana og var óspart hlegið. Þá
kvað kona úr hópi Akurnes-
inga:
Oft er skakkur augnaljór
oft er frakkur tungukór
á eyjaflakki flokkur stór
festi á Klakkinn Sigurdór.
Þá kvað Sigurdór:
Framm’í þykir þögnin góð
það er látið nægja,
að skuturinn syngi sígild ljóð
svo að allir hlæja.
Við Akurnesingarnir gerð-
um minna að því að yrkja en
Borgnesingar en til þess að gera
nú tilraun til að rétta okkar
hlut kvað kona úr okkar hópi
þessa vísu:
Á skáldsins óð, við hlustum
hljóð
hirðir þjóðin andans sjóð
yrkir ljóð um ást og fljóð
yljar blóðið kærleiksglóð.
Þessi visa gerði mikla lukku
enda dýrt kveðin. Nú var farið
að athuga hvort ekki væru nú
einhverjir sem settu ljós sitt
undir mæliker og var helzt
veitzt að Árna Ingimundarsyni
en hann kvaðst ekkert skáld
vera og afsakaði sig þessum orð
um:
Það er ekki flóafriður
fyrir skáldum bílnum í,
ég get ekki ort því miður
á því löglegt frí.
Við tókum þessa kurteisis-
legu afsökun gilda.
Þegar við fórum að nálgast
Borgarnes sagði Sólmundur
Sigurðsson að við skyldum nú
koma inn í hótel og fá okkur
kaffi áður en við skildum og
féllumst við á þetta, en þegar
þangað kom beið okkar ágætis
matur. Þegar ég spurði Sól-
mund hvernig á þessu stæði
sagði hann að þetta væri allt
því að kenna að hótelhaldarinn
hefði ekki heyrt til sín í sím-
anum. Eg lét þetta gott heita
þó að mér þætti þetta ekki sem
trúlegast því að Sólmundur er
vel skýrmæltur og mér fannst
hótelhaldarinn ekkert heyrnar-
leysislegur. Ekki fengum við
Akurnesingar að borga þessar
veitingar. Félagar okkar í Borg
arnesi borguðu þetta skilnaðar
samsæti.
Áður en staðið var upp frá
borðum stóð Sigurdór Sigurðs-
son upp og þakkaði félögum
okkar í Borgamesi fyrir sam-
veruna. Sagðist hann vonast
til að þetta yrði upphaf að
meira samstarfi milli félag-
anna. Af Borgnesinganna hálfu
talaði Jónas Kristjánsson. Sagð
ist hann vera á sama máli og
Sigurdór um að meira samstarf
þyrfti að vera milli hinna ýmsu
félaga út um land en verið
hefur. Lauk hann máli sínu
með því að þakka Akurnes-
ingum fyrir samveruna. Að því
loknu kvöddum við Akurnes-
ingar og héldum áfram heim.
Eg hef í margar skemmti-
ferðir farið en aldrei í skemmti
legri og mér finnst ég ekki
geta hætt svo við þetta ferða-
sögubrot að ég þakki ekki öll-
um félögunum sem með mér
voru í förinni fyrir skemmtun-
ina. Sérstaklega þakka ég þeim
Sólmundi og Sigurdór, sem
voru aðal hvatamenn þess að
þessi för var farin.
Að endingu ætla ég að setja
hér þrjár vísur, sem urðu til í
ferðinni. Aðra þeirra gerði
Sigurbjörn. Hann sat á milli
mín og konu úr Borgarnesi,
sem Ingibjörg heitir. Vísan er
svona:
Allvel því ég una kann
og ætti þökk að sýna.
Minn þær ylja innri mann
Ingibjörg og Nína.
Þessa vísu gerði kona úr hópi
Akurnesinga, þegar var verið
að kveða á móti þokunni:
Komdu sól og kysstu mig
komdu og vermdu fætur,
farðu þokan og feldu þig
farðu, jörðin grætur.
Alls voru ortar á milli 30—
! 40 vísur í ferðinni.
Lýk ég hér með ferðasög-
unni þó að mér finnist ég
minnst hafa fært í letur af því,
sem ég heyrði og sá í ferðinni.
Jónína Bjarnadóttir
Iþróttir
Merkasti íþróttaviðburður
ársins „Meistaramót lslands“
í knattspymu er nú senn um
garð genginn.
Frammistaða knattspyrnu-
manna okkar í þvi móti ber
þess ljóslega vott hve hraðstíg-
: ar framfarir þessarar íþróttar
hér eru. Hún ber líka vott um
þann áhuga sem hér ríkir fyrir
þessari íþrótt og er það sannar
legt gleðiefni, þvi segja má, að
engin íþróttagrein samhæfi
i éins ríkum mæli drengskap,
þrótt, djörfung og félagshyggju,
ef rétt er á málunum haldið.
Hún er einnig glæsilegur
vitnisburður um starf hr. Karls
Guðmundssonar, sem með þrot-
lausu starfi og lagni kunnáttu-
mannsins hefur tekizt að láta
verkin tala á jafn glæsilegan
hátt og raun ber vitni um.
Því miðtn hafði ég ekki að-
stöðu til að fylgjast með gangi
leikjanna og má vera, að ein-
hverjum finnist dómur minn
bera keim laxveiðifrásagna, en
sem kunnugt er missa laxveiði
menn oftast stærsta laxinn. En
ég hef fyrir framan mig dóma
hinna færustu gagnrýnenda
sem ætla má að riti hlut-
drægnislaust um málið. Af
þeim dómum verður eigi ann
að séð, en knattspymumenn
okkar hafi staðið Beykvíking-
um fyllilega á sporði og það
svo að miklir möguleikar hafi
verið til sigurs. Það sem mestar
framtíðarvonir vekur er það,
að knattspyrnumenn okkar eru
búnir að fá yfirburði í nokkr-
um grundvallaratriðum svo
sem í hraða og þoli. Þær veilur
sem einkum hefur verið bent
á svo sem ónákvæmar send-
ingar og „veikur skalli“ ættu
að lagast tiltölulega fljótt.
Knattspyrnumenn! Haldið
áfram á sömu braut. Þá kemur
hið stóra augna'blik fyrr en
varir, Islandsbikarinn upp á
Akranes.
En það er ekki nóg að skrifa
lofgreinar um knattspymu-
mennina. Frammistaða þeirra
á að vera okkur sem ekki erum
í „fremstu víglínu“ hvöt til
að vinna markvisst og án tafar
að bættri aðstöðu til þjálfunar.
Með því að enginn Akurnes-
ingur skerist úr leik ætti hið
langþráða takmark fljótlega að
nást, sem er fullkominn íþrótta
leikvangur á Akranesi.
Eg óska knattspyrnumönn-
um á Akranesi til hamingju og
vona, að allt starf þeirra megi
hér eftir sem hingað til verða
Akranesi til sóma.
I. R.