Dögun - 01.07.1949, Qupperneq 4
DÖGUN
er blað allra frjálslyndra
Akumesinga.
........ ..................’«
DOGUN
Föstudaginn 1. júlí 1949.
DÖGUN
styður hagsmuni hins vinn-
andi fólks.
Frá bæjarstjórninni
Framhald af 1. síðu.
hver afstaðan til lánsfjáröflun-
ar er, svo og hvort fyrir hendi
er nægilega eindreginn vilji. Ur
því verður reynslan að skera.
Tillögunni var vísað umL
ræðulaust til bæjarráðs.
Þá báru sósíalistar fram eft-
irfarandi tiilögu:
Bæjarstjórn sambykkir að
fela framkvæmdastjóra bæjar-
útgerðarinnar og togaranefnd,
að kvika ekki frá að innanbæj -
armenn gangi fyrir til starfa á
togaranum. Sérstök áherzla sé
lögð á, að gera skipstjóra tog-
arans skylt að flytja hingað
strax. Að öðrum kosti sé hon-
um sagt upp með löglegum
fyrirvara og fyrsta stýrimanni
boðið að taka við stjóm skips-
ins.
Enn fremur sé hraðað fram-
kvæmdum, er tryggi að af-
greiðsla skipsins geti að öllu
leyti farið fram á Akranesi.
Ingólfm Runólfsson gerði
grein fyrir tillögunni. Aðal rök
hennar væru þau, að það væri
bæjarfélaginu fjárhagslega hag
kvæmt, að allir skipsmenn ættu
hér lögheimili. Þá færðist nokk
ur vinna út úr bænum vegna
þess, að togarinn hefði viðdvöl
í Reykjavík og væri auk þess
óheppilegt fyrir Akumesinga
þá, er að togaranum ynnu að
þurfa þess vegna í sumum til-
fellum að dvelja fjarri heimil-
mn sínum. Þá tapast og eitt-
hvað í hafnargjöldum af þess-
um ástæðum.
Tillögunni var visað sam-
hljóða til togaranefndar.
6 — ■ ----------- -=]
Röðull
blað sósíalista í
Borgarnesi er til
sölu á Sunnubraut
22.
Akurnesingar!
Munið kappreiðarnar
við Berjadalsá, sunnu-
daginn 3. júlí.
NEISTI
Útsvarsskrá
Akraness
kemur út mánudaginn 4. júlí.
Allir þurfa að eiga útsvars-
skrána.
Félagsmenn!
Fyrsta bók ársins, íslenzkar nútíma-
bókmenntir er komin.
Þann 15. júní hefst að nýju almenn sala skuldabréfa í
B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. Vegna margra fyrir-
spurna, skal tekið fram, að öll A-flokks bréf eru seld.
Þar, sem meira en tveir þriðju hlutar skuldabréfa B-
flokks eru þegar seld, verða bréfin nú aðeins til sölu hjá
bönkum, sparisjóðum, póstafgreiðslum, skrifstofum bæjar-
fógeta og sýslumanna og í skrifstofu ríkisféhirðis í Reykja-
vík. Óski aðrir omboðsmenn Happdrættislánsins eftir að fá
bréf til sölu, geta þeir snúið sér til viðkomandi sýslumanns
eða bæjarfógeta eða beint til ráðuneytisins. Færri bréf en 25
verða þó ekki afgreidd frá ráðuneytinu.
í happdrætti B-flokks er eftir að draga 29
sinnum um samtals 13.369 vinninga. Þar af eru
29 vinningar 75.000 krónur hver, 29 vinningar
40.000 krónur hver, 29 vinningar 15.000 hver og
87 vinningar 10.000 krónur hver.
Um þessa og fjölmarga aðra vinninga fær fólk að keppa,
án þess að leggja nokkurt fé í hættu, því að bréfin eru að fullu
endurgreidd, að lánstímanum loknum.
Athugið sérstaklega, að vinningar eru und-
anþegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en
eignarskatti
Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs er öruggur sparisjóð-
ur og geta að auki fært yður háar fjárupphæðir, algjörlega
áhættulaust. Með kaupum þeirra stuðlið þér um leið að nauð-
synlegri fjáröflun til ýmissa framkvæmda, sem mikils verðar
eru fyrir hag þjóðarinnar.
Dregið verður næst 15. júlí
Reykjavík, 10. júní 1949.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ.
_______________________________________________________________J
MÁL&MENNING
Afgreiðsa: Auglýsið í DOGUN
Halldór Þorsteinsson
Sumnubraut 22.