Dögun - 01.05.1953, Blaðsíða 2

Dögun - 01.05.1953, Blaðsíða 2
2 DÖGUN Föstudaginn 1. maí íc,»53 GUNNAR BENEDIKTSSON, rithöfundur: Þegar dgpst v«r sobkið (Eftirfarandi grein er upphafið á lokakapit. bókar Gunnars Benediktss., Saga þín er saga vor. Þegar kapítul- inn hefst, eru þeir ráðherramir þrír, sem flugu til Bandaríkjanna í marz 1949 til að ræða inngöngu Islands i Atlanzhafsbandalagið við bandarísku stjómina nýkomnir heim úr ferð sinni). Þess var áSur getið, að þegar ráðherrarnir komu úr vestur för sinni, höguðu þeir sér eins og þeir byggjust við vopnuðum hóptun manna, sem sætu um líf þeirra, en ekki var þess getið nema um einn þeirra, hæst- virtan utanríkisráðherra, að hann næstu daga þyrði hvorki að vaka né sofa án lögreglu- verndar. Næst ber það til tíð inda í þeim efnum, að þegar rætt var áðurnefnt vantraust á ríkisstjórnina, þá gripur stjórn in til þeirra ráðstafana að loka þinghúsinu fyrir öðrum áheyr- endum en þeim, sem höfðu að- gangskort frá þingmanni, en hverjum þingmanni voru skammtaðir þrír miðar. Og til þess að koma í veg fyrir, að þessir gestir tækju upp á því að drepa þingmennina, þá voru bæði sveitir lögreglumanna og sjálfboðaliða úr Heimdalli hafð- ar innan þinghússveggjanna, á víð og dreif í sölum og göngum. Þó keyrði fyrst um þverbak í þessum efnum, þegar tekið var að ræða tillögu stjórnarinnar um inngöngu í Atlantshafs- bandalagið. Hún var lögð fram sama daginn og umræðumar voru um vantraustið, og var hún svo tekin til fyrri umræðu næsta dag, 29. marz, klukkan 10 árdegis. Þegar að morgni höfðu einkennisklæddir lög- regluþjónar slegið vörð um húsið, höfðu þeir hjálma á höfði og kylfur við belti, en hitt var hulið mannanna sjón- um, hver vopn þeir báru innan klæða. Innan veggja var allt morandi bæði af einkennis- klæddu lögregluliði og óein- kennisbúnu sjálfboðaliði. Hafði Þjóðviljinn orð á því, að lög- reglustjórinn i Reykjavik virt- ist orðinn fastur dvalargestur í þinghúsinu. Þingfundur hófst með því, að einn þingmanna, Lúðvík Jós- epsson, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og beindi þeirri fyrir- spurn til forseta Sameinaðs þings, hvaða vernd þingmenn hefðu. Skýrði hann frá því, að aðaldyr þinghússins hefðu ver- ið sér lokaðar, er hann kom að húsinu klukkan 9 um morgun- inn, og er hann leitaði til bak- dyranna, þá voru þar fyrir lög- regluþjónar, sem neituðu hon- um um inngöngu, nema hann gæti sýnt aðgöngukort. Gerði hann kröfu til þess að fá að ganga út og inn án þess að vera fangelsaður af lögregluliði. For seti, Jón Pálmason, bað afsök- unar á þeim mistökum, sem hér hefðu átt sér stað. En þá brást Ólafur Thors hinn versti við, kvaddi sér hljóðs og kvaðst ekki vita, hvað þessi skrípa- leikur ætti að þýða og hvers vegna forseti væri að biðja „þessa menn“ afsökunar. Utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafði framsögu um tillögu stjórnarinnar. Tal- aði hann i 1 o mínútur, og fyllir ræða hans rúmlega hálfa blað- síðu í þingtíðindunum. Það var fyrsta tilkynningin um, að nú skyldi hafa hraðan á. Kom það líka í ljós, að nú átti ekkert til að spara að koma í kring formsatriðum málsins á sem stytztum tíma, og gerðust brátt hinir óvenjulegustu atburðir og áður óþekktir í meðferð mála á Alþingi. Næstur utanríkis- ráðherra tók Einar Olgeirsson til máls. Hann var í miðri ræðu sinni, er þinghússklukkan sló 12 á hádegi. Sýndi forseti þá tregðu í að veita matarhlé og lét sér ekki segjast, fyrr en Einar hafði lýst því yfir, að þar sem flestir þingmenn væru nú farnir í mat, þá yrði hann að endurtaka mikið af því, sem hann nú segði, þegar þingmenn kæmu aftur, „því að þótt ég hafi gaman af því að ræða við hæstvirtan forseta, hef ég enn þá meiri löngun til að ræða við þingmenn yfirleitt," sagði hann. Þegar tveir aðrir þingmenn, Gylfi Þ. Gislason og Katrín Thoroddsen, höfðu lokið máli sínu, þá tilkynnti forseti, að nú verði ræðutími hvers þing- manns skorinn ni ður í 15 mín- útur. Sat forseti fast við þann úrskurð þrátt fyrir eindregin og rökstudd mótmæli. Um það leyti var komið að kaffitíma, og að gefnu tilefni gaf forseti yfirlýsingu um, að kaffíhlé yrði ekkert veitt, og um sjö- leytið endurtók sig sama sag an, ekkert matarhlé. -— Þing- menn stjórnarflokkanna keppt- ust hver við annan um að sýna umræðunum um málið hina mestu lítilsvirðingu. Lögðu þeir kapp á, að rætt væri gegn hern- aðarsáttmálanum sem mest yf- ir auðum bekkjum. Voru ráð- herrarnir sízt eftirbátar ann- arra í þeirri grein, og varð forseti margsinnis að gera ráð- stafanir til að fá þá inn í Þing- salinn til að hlýða á fyrir spurnir þingmanna. Þegar líða tók á kvöldið, fór það að kvisast, að síðari um- ræða ætti að fara fram þegar að hinni fyrri lokinni, svo að málið væri að fullu afgreitt frá þinginu, áður en lýsti af öðrum degi. Lúðvík Jósepsson gerði fyrirspurn um það, hvort svo væri, en honum var ekki svarað. I lok umræðunnar end- urtók hann fyrirspurn sína, en þá var varaiforseti í stólnum. og kvaðst hann ei vita, hvað aðalforseti hygðist fyrir. Var nú gerð leit að aðalforseta, og gaf hann þau svör, að enn væri ekki ákveðið, hvenær 2. um- ræða yrði, „en ég rænti, að það verði ekki fyrr en á morg- un.“ Þegar málinu hafði svo verið vísað til 2. umræðu á 10. tímanum um kvöldið, þá slít- ur forseti þó ekki fundi, held- ur mælist til, að þingmenn verði í húsinu fyrst um sinn, og býður til kvöldverðar í þing- húsinu. ítrekaði Einar Olgeirs- son þá fyrirspurn Lúðvíks, hve nær næsti fundur yrði, og ósk aði hann þess, að forseti ákvæði fund klukkan hálftvö næsta dag. En forseti kvaðst ekki ákveða fund til 2. umræðu að svo stöddu, en endurtók ósk sína um það, að þingmenn yrðu í húsinu nokkra stund enn. Þá spurði Lúðvik enn, hvort fundur ætti að vera í nótt, og kvað þingmenn eiga ifulla kröfu á áð vita það. For- seti var enn ekki reiðubúinn að gefa svar, sleit ekki fundi, en gaf hlé til snæðings. Fullir kunna flest ráð, segir máltæk- ið. En hin mörgu ráð hins fulla forseta voru enn i því einu fólg- in að lýsa því yfir, að enn yrði beðið með að ákveða tíma næsta fundar og næsti fundur boðað- ur með dagskrá. Siðan var fundi slitið. Og svo var næsti fundur boð- aður næsta dag, miðvikudag- inn30. marz, klukkan 10 ár degis. Og sá fundur hófst á þann einstæða hátt, að forseti lagði það til, að ákveðið yrði, að umræðan alls stæði ekki yfir yfir nema þrjár klukkustundir. Þessu var þegar mótmælt i nafni þingskapa, en forseti bar fyrir sig 37. grein þeirra skapa og hóf lestur sinn á þessum orðum: „Ef umræður dragast úr hófi fram. . . . “ Nú var það álit sumra, að umræður gætu ekki hafa dregizt úr hófi fram, meðan umræðan var enn ekki hafin. En forseti las úr þing- sköpum: „Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir at kvæði“ og neitaði öllum at- hugasemdum á þeim grund- velli. „Ég heimta að ræða hér þing sköp,“ sagði Einar Olgeirsson „Þann rétt getur hæstvirtur for seti ekki tekið af mér.“ En hæstvirtur forseti reynd ist einnig fær um að taka þanri rétt af þingmönnum og söng með sínu Iagi: „Ég ber þetta þá upp.“ „Ég neita, að þessum aðgerð'Um sé beitt og krefst úr- skurðar forseta sagði Sigfús Sigurhjartarson. En forsetaúr- skurð þarf að rökstyðja, svo ac það var ómögulegt að anza svona kröfu. Nafnakall var við haft, og létu 11 þingmenn grein argerð fylgja atkvæði sínu. Þá kom óþol stjórnarliðsins í ljós í allri sinni dýpt og hæð. I greinargerð sinni rakti Áki Ja kobsson meðferð málsins i þing inu, þar sem það hafði verið til umræðu aðeins einn dag með takmörkuðum ræðutima. Tók forsetinn brátt að gefa honum áminningar um, að greinargerðin væri orðin of löng, en hafði ekki tilvitnun í þingsköp við hendina. Við aðra áminningu krafð ist Áki forsetaúrskurðar. „Þing ið hefur enga heimild til að svipta minni hluta málfrelsi,“ sagði hann. „Þegar meiri hluti ætlar að svipta hann málfrelsi, þá á minni hlutinn rétt til þess, að forset.i skeri úr um það.“ Þá greip forseti til bjöll unnar. Áki mælti: „Ég heyri, að hæstvirtur forseti er pkki frjáls maður. Formaður flokks hans situr framan við hann og hefur í hótunum við hann.“ Undir greinargerð Einars 01- geirssonar hafði taugaóstyrkur stjórnarliða nærri leitt til upp- náms. Hann hóf greinargerð sína með tilvitnun í 18. grein þingskapa, þar sem svo er á- kveðið, að eigi megi taka mál að nýju til umræðu, fyrr en að minnsta kosti nóttu eftir að nefndaráliti hefur verið út- býtt, þegar um þingsályktunar- tillögu er að ræða, en bendir á, að enn sé ekki búið að útbýta hans minnihlutaáliti, sem hann skilaði i prentsmiðjuna kl. 8 um morguninn. „Við mótmælum þessum málalengingum,“ hrópaði Sig- urður Kristjánsson. „Ég ræð sjálfur minni grein argerð,“ svaraði Einar. Þá greip forsætisráðherra einnig fram í. „Þegi þú, hirðstjóri,“ sagði Einar og hélt áfram*,Fvi ir fimm árum kom þjóðin sam an á Lögbergi til að endurreisa lýðveldið. . . . En hvað er að gerast í dag hér á Alþingi? Með ofbeldi er ríkisstjórnin að hefja niðurlægingartímabil. ... Það er hafið nýtt niðurlæging- artímabil í sögu Islands í sama anda og þegar erindrekar er- lendra ríkja beittu valdi forð- um til að kúga þjóðina.“ „Vill ekki forseti láta þing- ; mann greiða atkvæði?“ æpti forsætisráðherra. „Þegi þú, þú hefur ekki orð- ið, sagði Einar. . „Atkvæði!“ sagði forseti. ; Einar hélt áfram greinar- ’ gerðinni: „Já, það er byrjað 1 nýtt niðurlægingartímabil, þar . sem forseta alþingis er þröngv- ’ að til að brjóta þingsköp og : þingvenjur.“ ; „Það ert þú, sem alltaf brýt- ] ur þingsköp,“ sagði forsætisráð 1 herra. „Atkvæði!“ sagði forseti. j Einar mælti: „Ég vil biðja ; forseta að vera rólegan og láta j forsætisráðherra þegja, svo að : ég geti lokið minni greinar- ] gerð.“ „Þetta er alltoif löng 1 greinargerð,“ sagði forseti. < „Ég ræð minni greinargerð 1 sjálfur,“ sagði Einar. „Hér er < Alþingi Islendinga, en ekki c stofnun Bandaríkjaleppa." 1 „Þingmaður hlýðir ekki þing <t sköpum. Það á að láta hann ] út,“ sagði samgöngumálaráð- : herra, Emil Jónsson. 1 Einar mælti: „Ég er að ljúka ] minni greinargerð, en fæ það . ekki fyrir ráðherrum, sem eru t orðnir vitlausir menn, sem hafa 5 tekið við mútum frá Bandaríkj- unum óg krafizt þess, að ég yrði 1 settur hér út. Ég vil biðja skrif- ara alveg sérstaklega að bóka það.“ ; Þá tók til máls hinn ófæddi i forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson, og mælti: „Ég . legg til, að þingmaður sé bara látinn út, ef hann hlýðir ekki fundarsköpum.“ „Ut með hann!“ sagði ver- andi margnefndur forsætisráð herra, Stefán Jóhann. „Ég óska enn eftir, að ráð- herrar þegi, meðan ég lýk máli mínu,“ sagði Einar. Og það varð. Urslit atkvæðagreiðslu urðu þau, að tillaga forseta var sam- þykkt gegn atkvæðum Sósía- lista, Gylfa, Hannibals, Páls Zóphaníassonar og annars Þor- steinssonar. Sex Framsóknar- menn sátu hjá. Hér verða ekki raktar um- ræður. Á tilsettum tíma var þeim slitið og gengið til at- kvæða. Tillaga um þjóðarat- kvæðagreiðslu var felld, og greiddu henni atkvæði auk 10 þingmanna Sósíalistaflokksins: Gylfi og Hannibal, Hermann Jónasson, Pálarnir báðir og Skúli Guðmimdsson. Að því búnu var þingsályktunartillaga stjórnarinnar samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13. Greiddu þeir Gylfi og Hannibal atkvæði i gegn ásamt Sósíalistum, einn- ig Páll Zóphaníasson. Hann gerði greln fvrir atkvæði sínu, og hefur þriggja ára saga stað- fest á átakanlegan hátt hvert hans orð. Hann mælti á þessa leið: „Herra forseti. Með þvi að búið er að fella tillögu á þingskjali 508 og þar með neita að lofa þjóðinni að segja álit , sitt á samningi þessum, svo og að neita að gera við hann við- auka, er tryggi rétt okkar Is- lendinga, þá get ég ekkj verið með samþykkt þessarar tillögu. —- Það er margt, sem veldur því, að ég er á móti samningn- um, en þó sérstaklega það, að ég óttast að þjóðin verði ekki spurð, hvað leyft verði eftir honum. — Það er sagt, að einn einvaldur sögunnar hafi sagt: „Þjóðin, það er ég.“ Við höfinn hér á landi átt tvær ríkisstjóm- ir, þá, er mi situr, og þá, er sat næst áður, er hafa sýnt það, að þær hafa hvorki spurt utanríkismálanefnd, Alþingi né þjóðina, um, hvað þær skyldu gera, og ég óttast, að næsta aldarfimmtung getum við átt margar stjórnir, sem segi: „Þjóð in, það er ég,“ og spyrji þjóð- því ekki um, við hvaða ósk- um og kröfrnn frá þjóðasam- steypu þeirri, er að samning- um stendur, hún verður. Hún segir: „Þjóðin, það er ég,“ og spyr þjóðina ekki. — Því segi ég nei.“ — Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson sátu hjá. Hermann gerði grein fyrir sinni hjásetu, og varpa orð hans nokkru ljósi yfir manndóm þessa jötunelfda manns. Hann Framhald á 3. síðu.

x

Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dögun
https://timarit.is/publication/1946

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.