Dögun - 01.05.1953, Síða 4
____J DOGUN
v Akranesi, föstudaginn 1. maí 1953
140 nheyrenriur ó fjölda
fundi" ungbrntn í Reykjavík
um s. I. helgi
F. U. J. í Reykjavík boðaði til f jöldafundar með 10
ræðumönnum um s. 1. helgi. Fundarstaðurinn var
Stjörnubíó, sem tekur um 500 manns í sæti. Þeg-
ar bezt lét, voru fundarmenn um 140, en flestir
þeirra fimmtugir eog eldri.
VERKALYÐSFELAG AKRANESS
efnir til 1. maí-hátíðahalda með skemmtun í Bíó-
höllinni og Dansleik í íþrótahúsinu.
Fundurinn var haldinn gegn
auðvaldi og kommúnisma. —
Baráttan gegn kommúnisman-
um reyndist vera í algleymingi.
Á Ihaldið var vart minnzt.
Þótt það þyki ekki tíðindum
sæta, að Alþýðuflokkurinn
haldi fimdi í hálftómum hús-
um, hefur það þó verið fátitt,
að honum hafi ekki tekizt í
Reykjavík með sínum 60 þús.
ibúum, að ná meira en 140
áheyrendum á fund með 10
ræðumönnum og sem sérstak-
lega hafði verið vandað og
boðað til.
Fundannönnum var vorkunn,
þótt þeir tækju dauflega þeirri
tilkynningu Benedikts Gröndal
bæjarfulltrúa, að annar slíkur
fundur yrði haldinn fyrir kosn-
ingar.
Föður sjóhetjunnar
Carlsens skipstjóra
meinað um að koma til
Bandaríkjanna.
Bandaríska sendiráðið í
Kaupmannahöfn hefur nú end-
anlega neitað föður Kurt Carl-
sen skipstjóra — þess er gat
sér mests frægðarorðs, þegar
hann reyndi einn síns liðs að
bjarga skipi sínu Flying Enter
prise í ársbyrjun 1952 — um
áritun á vegabréf til Banda
ríkjanna til að heimsækja son
sinn. Ástæðan var sú, að Carl-
sen gamli var kommúnisti. f
viðtali við dönsk blöð fyrir
skömmu komst hann meðal
annars svo að orði: „Auðvitað
hefði ég getað sleppt að skrifa
það á skjölin, en slíkt dytti már
aldrei í hug, og þeir hefðu líka
komizt að því, hvort sem var.
Æth þeir hafi ekki sömu spjald-
skrárnar og nazistarnir not-
uðu?“
Verkalýðsfélag Akraness efn
ir til hátiðahalda í tilefni dags-
ins. 1 Bióhöllinni boðar það til
skemmtunar kl. 4 síðdegis.
Ragnar Jóhannesson flytur þar
ræðu, en frú Herdís Ölafsdóttir
les upp. Páll Eggertsson syng
ur gamanvísur. Að lokum verð
ur sýndur leikþáttur, sem nefn-
ist Upp til selja.
Um kvöldið verður dansleik-
Framhald aí 1. síðu.
toun hægri armur Alþýðu-
flokksins, en til hans teljast
allir þingmenn flokksins nema
þeir Gylfi og Hannibal — og
svo mun enn eftir kosningar
eftir framboðum flokksins að
dæma, — fylgja Stefáni Jó-
hanni að málum. Síðast nú 2.
apríl flutti Alþýðublaðið at-
hugasemdalaust grein eftir Val
garð Thoroddsen, þar sem hann
hvetur til þess að innlendu
herliði verði komið á fót. f
niðurlagi greinar sinnar minn-
ist hann á þann „möguleika
að sjálfsvarnir yrðu landsmönn
um ofviða vegna kostnaðar við
varnir sínar. Hver verður að
sníða sér stakk eftir vexti, og
fáir munu halda þvi fram, að
t. d. Danmörk, Noregur eða
Sviþjóð séu fátækari þjóðir á
hvern íbúa en við, þótt þær
hafi fullnægt þeirri frumskyldu
hverrar þjóðar að viðurkenna
skyldur sínar og vilja til sjálfs
varnar.“
Þess vegna bregður óneitan-
lega kynlega við, er Alþýðu-
flokkurinn virðist nú i þann
veginn að gera andstöðu við
herstofnunina að höfuð-kosn
ingamáli sínu. Halda hefði þó
mátt, að mönnum væri enn í
fersku minni kjörorð Alþýðu-
flokksins í kosningunum 1946
og efndirnar að loknum kosn
ingum.
Skömmu fyrir kosningarnar
var mikill borði og langur
hengdur után á Alþýðuhúsið
með kjörorði flokksins: „KJÖS
IÐ MÓTI AFSALI fS
LENZKRA LANDSRÉTT
ur í íþróttahúsinu kl. 9. Á göt-
um bæjarins verða seld merki
dagsins.
Dögun telur ástæðulaust að
leyna því, að Hálfdán Sveins-
son, formaður Verkalýðsfélags
ins neitaði blaðinu um auglýs-
ingu um hátíðahöldin, þótt
væri eina blaðið, er út kæmi
1. maí.
INDA — X A.“ En að kosning-
um loknum hafði Alþýðuflokk-
urinn með stjórn Stefáns Jóh.
forgöngu um afsal landsrétt-
inda. — Nú virðist kjörorðið
hins vegar eiga að vera: KJÖS-
IÐ MÓTIINNLENDUM HER
X A.
En hverjum er ætlað að
gerast svo einfaldir að trúa
þeim öðru sinni?
— Haraldur Jóhannsson
Framhald af 1. síðu
Háskólann í Lundúnum. Prófi
í hagfræði lauk hann við Há-
skólann í Lundúnum vorið
1951. Síðan hefur hann unnið
að ritgerð um hagfræðileg efni.
Haraldur fékk snemma
áhuga á þjóðmálum og tók
virkan þátt í félagslífi ungra
sósíalista frá því að hann gekk
í lið með Sósíalistaflokknum
haustið 1941. Um skeið átti
hann sæti í stjórn Æskulýðs-
fylkingarinnar í Reykjavík og
sambandsstjórn Æskulýðsfylk-
ingarinnar. Frá því 1944 hefur
Haraldur öðru hverju skrifað
greinar i Þjóðviljann, m. a.
sendi hann Þjóðviljanum að
staðaldri frá Lundúnum grein-
ar um alþjóðamál 1951—32,
sem voru all-víðlesnar.
f síðustu Alþingiskosningum
hlaut Sósíalistaflokkurinn 224
atkvæði í Borgarfjarðarsýslu.
Frambjóðanda Sósíalistaflokks-
ins, Sigurdór Sigurðsson, vant-
aði þá einungis 87 atkvæði um-
fram þessi 224 atkvæði flokks-
’ns til að ná kosningu sem land-
kjörinn þingmaður.
Nýr bóknflokkur |
MÁ(s 09 menmnmm |
19H j
me3 frjálsu vali sem áður um níu bœkur:
1. Vestlendingar, eftir Lúðvík Kristjánsson.
2. íslenzka þjóðveldið, eftir Björn Þorsteinsson.
3. Ef sverð þitt er stutt. .. ., skáldsaga eftir Agnar Þórðarson.
4. Hlíðarbræður, skáldsaga eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli.
5. Ljóðaþýðingar, eftir Helga Hálfdánarson.
6. Irskar fornsögur, þýddar og valdar af Hermanni Pálssyni.
Með inngangi eftir þýSanda.
7. Chaplin, eftir Peter Caotes og Thelma Niklaus.
Magnús Kjartansson þýddi.
8. Lífið bíður, skáldsaga eftir Pjotr Pavlenko.
GeirKristjánsson þýddi.
9. Talaðu við dýrin, eftir Konrad L. Lorenz.
Með inngangi eftir Finn GuÓmundsson.
Símon Jóh. Ágústsson þýddi.
Greinargerð fyrir bókunum er í nýju hefti Máls og menningar.
Nýkomin félagsbók HafiS og huldar lendur hefur metsölu allsstaðlar
GEKIZT ASKRIFENDUR I TÆKA TÍÐ j j
RÉTTUR
TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Ritstjórar:
EINAR OLGEIRSSON og ÁSGEIR BL. MAGNUSSON
RÉTTUR kemur út fjórum sinnum á ári, hvert
hefti um 5 arkir, og flytur’ ýtarlegri greinar uni
þjóðfélagsmál frá sjónarmiði Sósíalistaflokksins
en yfirleitt eru tök á í blaðagreinum.
— Innlendur her