Þingey - 01.05.1945, Blaðsíða 3

Þingey - 01.05.1945, Blaðsíða 3
ÞINGEY 3 ÞINGEY MÁNAÐARBLAÐ Utgefendur: Sósíalistafélögin í Þingeyjarsýslu. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Páll Kristjánsson, Valdimar Hólm HallstaS. Afgreiðslumaður: Jóhannes GuSnason. Utanáskrift blaðsins er: Mánaðarblaðið Þingey, Húsavík. Prentsmiðja Björns jónssonar h.f. 1. maí í dag er 1. maí. Um hin sögn- legu rök, sem liggja til grund- vallar því, að þessi dagur sér- staklaga var valinn, sem bar- áttudagur verkalýðs og vinnandi stétta er óþarfi að eyða löngu máli. Aratuga harðsótta bar- áttu hefir það kostað íslenzkan verkalýð að fá þennan dag við- urkenndan af valdhöfum þjóð- arinnar. Saga þeirrar haráttu er þrungin af sigrum og ósigr- um, fórnum og fyrirheitum, sem seint munu fyrnast. A þessum hátíðadegi verka- lýðsins er meiri þróttur í ís- lenzkri verklýshreyfingu en nokkru sinni fyrr, þess vegna er 1. maí að þessu sinni dagur meiri og voldugri fyrirheita og dagur meiri og voldugri verk- efna en nokkur 1. maí hefir verið, síðan íslenzkur verkalýð- ur tók að halda þann dag hátíð- legan. 1 dag skynjar verkalýð- urinn köllun sína og hlutverk í þjóðfélaginu á Ijósari hátt en áður, það hlutverk að vera leið- andi kraftur til sköpunar full- komnara þjóðfélags, meiri far- sældar, meira öryggis. í dag er íslenzkur verkalýður fullur aðdáunar á hreysti og þrautseigju verkalýðs þeirra landa, sem villimennska auð- valdsins hefir gert að ægileg- asta blóðvelli mannkynssögunn- ar og heitir þeim verkalýð að- stoð sinni til að binda um sárin og til að binda auðvaldinu hel- skó. í dag heitir íslenzkur verka- lýður því að varðveita sjálfstæði Islands og tryggja öryggi íslenzkrar alþýðu á ókomnum tíma. í dag heitir verkalýðurinn því að taka höndum saman við smáframleiðendur og aðrar vinnandi stéttir um nýsköpun íslenzkra atvinnuvega og eflingu íslenzks menningarlífs. í dag heitir verkalýðurinn því að gera ísland að landi al- þýðusamtakanna. tR P0KAH0RN1NU Fundafréttir / Þriðjudagskvöldið ]0. apríl s. 1. var að tilhlutun hrepps- nefndar Húsavíkurhrepps hald- inn almennur þorpsfundur í Húsavík. 1. Fundurinn hófst með því, að oddvitinn Karl Kristjánsson gerði grein fyrir viðhorfi hafn- arbótamálsins í Húsavík, en hann hafði falið sjálfum sér að fara til Reykjavíkur undir því yfirskini að vinna að velferð og hraðgengi framfaramála Húsavíkur. -— Annars er al- menningi í Húsavík það vel kunnugt að störf Karls Krist- jánssonar hafa fremur miðað að því að draga úr framkvæmdum framfara- og þorpsins, heldur en þau fram. — I oddvita kom ýmislegt fram, sem vakti athygli og andúð. T. d. skal nefna það hversu mikill seinagangur og sleifarlag virð- ist vera á undirbúningi mála í vitamálaskrifstofunni, þar sem áætlun fyrir framhaldsvinnu hafnargarðsins í Húsavík var ekki fullgerð í marz-hyrjun, þegar oddviti kom suður. Enn- fremur hafði vitamálaskrifstof- an í samráði við oddvita, samið við Kaupfélag Þingeyinga um efniskaup til mannvirkisins, án þess að leita tilboða hjá öðrum, svo vitað sé. Skipti hafnargerð- arinnar við K. Þ. s. 1. sumar virðast þó ekki hafa verið sem hagkvæmust, því sementið var sótt á bílum til Akureyrar og ekki örar en það, að stundum stóð á steypuefninu. Ekki er heldur vitað annað en efnis- kaupin hjá K. Þ. hafi verið með smásöluverði. Um sementsmálið urðu all- langar og heitar umræður. Deildu sósialistar hart á oddvita fyrir skort hagkvæmrar fyrir- hyggju í máli þessu sem öðrum, 2n Karl sem líka er varaform. í újórn K. Þ.'ög'Þörh'alhtr Sig- tryggsson kaupfélagsstjóri, sem einnig er varaoddviti hreppsins reyndu að hera fram varnir fyr- ir málstað sínum, enda þótt þeir væru í miklum minnihluta á fundinum. 2. Næsta mál á dagskrá var bátakaup. í Húsavík eru fáir hátar og smáir og ófullnægjandi. Húsvíkingum er því mikil nauð- syn á hættum og auknum skipa- kosti og því fremur sem ráðast þarf í margar kostnaðarsamar framkvæmdir á næstunni og lielzt allar í einu vegna undan- farandi kyrrstöðu þorpsmála í höndum núverandi oddvita. Hafði Samvinnufélag útgerð- ar- og sjómanna í Húsavík skor- að á hreppsnefndina að panta háta og síðar har Þórður Egg- ertsson fulltrúi jafnaðarmanna í hreppsnefndinni fram svipaða tillögu á hreppsnefndarfundi studda af sósialistum. I tilefui þeirrar tillögu kom nú mál þetta fyrir almennan þorpsfund.Hafði oddviti framsögu og mátti glögg- lega greina að honum fannst lítið liggja á að panta hátana. Kom hann fram með tillögu þess efnis að fresta málinu og leita Idutafjárloforða í bátana áður en ákvörðun væri tekin. Að tillagan er ekki hirt hér vitinn vildi ekki láta formann verkamannafélagsins í Húsavík hafa afrit af henni. Þvi næst har Þórður Eggertsson fram svo- hljóðandi tillögu: „Almennur horgarafundur í Húsavík haldinn að tilhlutun hreppspefndar Húsav íkur- lnepps, þriðjudaginn 10. apríl 1945 samþykkir að skora á hreppsnefnd Húsavíkurhrepps, að senda nú þegar beiðni til Ný- Ijyggingaráðs um tvo 55 lesta háta af hátum þeim, er ríkis- stjórnin hyggst að láta hyggja á þessu og næsta ári.“ Um tillögurnar urðu hvassar umræður, sem stóðu þar til kl. að verða 12 um nóttina, en þá hafði oddviti það fram að fresta fundi eftir að hafa neitað að hera tillögurnar undir atkvæði og sniðgengið venjuleg funda- sköp. Mánudagskvöldið 16. apríl hófst fundur á ný. Gat oddviti þess að tillaga sín væri nú úr sögunni. Hann vildi þó ekki taka hana aftur á fyrri fundinum, en um það hafði konrið ósk frá Páli Kristjáns'syni. Var tillaga Þórðar ein til umræðu, en odd- viti gat þess að hann mundi koma með viðbótartillögu varð- andi hlutafjársöfnun til háta- kaupanna. Vildu Karl og mál- þófsmenn hans að einstaklingar ættu hátana og rækju þá. Þórð- ur Eggertsson lagði aftur á móti til að hreppurinn keypti hátana og annaðist rekstur þeirra og það sagðist hann líka eiga við með tillögunni. Fylgdu álmga- menn þorpsins Þórði fast að máli, enda var tillagan sam- þykkt gegn einu atkvæði. Þá las oddviti eftirfarandi viðhótartillögu, sem hann bar svo undir atkvæði án þess að gefa mönnum kost á að ræða liana: „Jafnframt lýsir fundurinn yfir því, að hann telur rétt, að hreppsnefndin leiti sem allra fyrst hlutafjárframlaga til háta- kaupanna.“ Tillögunni greiddu örfáir at- kvæði. 3. Að lokum var lítilsháttar minnst á rafmagnsmál Húsavík- ur, en það mál verður rakið sér- staklega hér í hlaðinu síðar. II Laúgardagskvöldið 21. apríl s. 1. var haldinn fundur í Verka- mannafélagi Húsavíkur. Voru þar samþykktar lagahreytingar og kosið trúnaðarmannaráð í fyrsta sinn. Kosningu hlutu: Geir Asnnmdsson, Baldur Kristjánsson, Jóhannes Haralds- son og Hallur Jónasson, ásamt nreð stjórn félagsins. A fundinum voru rædd at- vinnumál Húsavíkur og vinnu- miðlun í samhandi við þau. Trúnaðarmannaráð kom sam- an 23. f. m. Var þar samþykkt að senda oddvita eftirfarandi yfirlýsingu: Fundur í trúnaðar- ráði V. H. 23. apríl 1945 lýsir yfir f. h. verkamannafélagsins, að hann leggur rika áherzlu á, að hreppsnefnd Húsavíkur- hrepps gæti þess að heimilis- fastir Húsvíkingar sitji fyrir húsnæði í þorpinu, og enn frem- ur sé þess stranglega gætt að að- komumenn séu ekki látnir hafa vinnu í þorpinu, nema að þorps- húum frágengnum, enda auglýst opinber aðvörun til manna um það að koma ekki hingað í at- vinnuleit. III Mánudaginn 23. apríl s. 1. var haldinn fundur í Húsavík til þess að ræða um húsnæðisvand- ræðin. Stofnað var Byggingar- félag verkamanna í Húsavík og samþykkt lög fyrir það. Stofnendur voru 28. I stjórn voru kosnir: Páll Kristjánsson gjaldkeri, Magnús Jónsson rit- ari, Geir Ásmundsson og Jón Guðmundsson meðstjórnendur. Lagt verður til að Hallur Jón- isson verði af ráðherra skipað- ar formaður félagsins. Nýlega er látin hér í þorpinu Guðrún Jónsdóttir 81 árs að aldri. Guðrún sál. hafði dvalið hér um langt skeið og eignast marga vini og kunningja, sem munu minnast hennar með virð- ingu og þakklæti. AUGLÝSIÐ í ÞINGEY. menningarmála að knýja greinargerð orðrétt er aðeins af því, að odd- Fyrstu bækur HJARTAÁSÚTGÁFUNNAR eru að verða uppseldar. Tryggið yður þær í tíma.

x

Þingey

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingey
https://timarit.is/publication/1947

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.