Species amarae - 31.01.1943, Blaðsíða 1

Species amarae - 31.01.1943, Blaðsíða 1
000. árg. 000. tbl. SPECIES AMARAE (BIIXEBTE) Revk.javík, 31. janúar 1943. Til lesendanna. Vér höfum setið og velt vöngum um hvað leiðari blaðs- ins skuli fjalla, en komumst að raun um, að ákvörðun um það er ekki unnt að taka fyr en samningu hans er lokið. Vér teljum að þegar sé útrætt um ástandið og munum vér því fara nokkrum orðum um viðhorfið, sem óneitan- lega er sízt glæsilegra en ástandið. Sennilega hefur oss aldrei verið meiri nauðsyn á því en nú að horfast í augu við viðhorfið. Lengi getur vont versnað og mun það ekki of mikil forsjálni að gera ráð fyrir því, að einnig viðhorf- ið geti stórlega versnað. Og er oss þó sízt vanþorf á að vera við því búnir að geta horfst í augu við nýtt og verra viðhorf. Já, hvaða viðhorf sem vera skal. Oss ber nauð- syn til að ala upp í oss þá djörfung og þann þegnskap, sem býður öllum viðhorfum byrginn. Séum vér þess megn- ugir, mun jafnvel versnandi viðhorf ala oss upp til þess manndóms, sem engin viðhorf geta brotið á bak aftur. Svo sem þegar er sagt er viðhorfið ekki glæsilegt, en ekki tjáir að sakast um orðinn hlut. Viðhorfið í clag er af- Ieiðing af viðhorfum fortíðarinnar á sama hátt pg það óhjákvæmilega felur í sér orsakir þeirra viðhorfa, sem íramtíðin ber í skauti sínu. Þetta er oss umfram allt nauð- synlegt að gera oss ljóst, því öll framkoma vor í dag og þegnlegur þroski mótar og ákveður viðhorf dagsins og unclirbýr þannig viðhorf framtíðarinnar. Vissulega er það mála sannast, að nýir tímar skapi ný viðhorf. Vér megum því ekki kippa oss upp við það, þótt vér þurfum enn að mæta nýjum og breyttum viðhorfum. Þvert á móti ber oss mönnunum að meta það og þakka, að það skuli vera á voru valdi að fá þar nokkru um þok- að. En þá ríður mest á því að þegnskapur vor, sálarstyrk- ur og þjóðfélagslegur þroski sé vaxinn hinu fyrra við- horfinu, sem er undanfari hins síðara, því á því má hvað helzt hvern mann kenna hvussu hann snýst við hverju viðhorfi. Og að lokum þetta. Setjum oss nú þegar það mark að einbeita sálarþreki voru að hjálpa hver öðrum til þess mannfélagsþroska, sem skapar í oss þá djörfung og þann dug, sem ekki aðeins tekur versnandi viðhoi'fi með festu, kjarki og karlmennsku, heldur einnig, og miklu fremur, býr yfir þeim mætti, sem megnar að snúa þeim til betri og heillavænlegri viðhorfa. • • « • Bóbó Rommel Edwald hefir sótt um undanþágu til að slepþa úr Reykjavíkur Apoteki áður en hann vex upp úr því. Það skal þó tekið fram, að hér er ekki um undanhald samkvæmt áætlun að ræða. Víga-Kols saga. (Framhald.) Æptu nú hvárutveggi heróp, ok flógu kastvápnin svá títt at eigi sá til sólar, ok gerði myrkr svá mikit sem um nátt væri. Ok er fylkingar sigu saman hófsk höggorusta en ógur- ligasta ok eggjaði hver annan ok gerðisk brátt mannfall mikit á báða bóga. Tröllkonan en mikla, hverrar getit var í upphafi sögu þessarar, gekk nú með Kol mjök fram fyrir skjoldu af hálfu þeirra trölla, en Kemius marskálk- ur, Laxinn ok Junkariot, eftir at hann var kominn á fæt- ur, af hálfu puta. Tröllkonan en mikla sókti mjök hart fram ok óð mörg- um sinnum gögnum fylkingar þeirra puta ok hjó hart ok títt ok hafði báðar henclur blóðigar fil axla. Felldi hon margt ágætra manna af liði þeii'ra, en er þetta sér Kemius marskálkur þeirra puta snörisk hann örðigr gegn henni ok var þeirra atgangr bæði langr ok harðr ok hvárir- tveggju herir stóðu sem höggdofa ok horfðu á þeirra viðr- éigh, ok skal nú skýrt frá henni nokkru gerr. Er Kemius marskálkur kemr þar at er flagðit óð gegn- um fylkingar hans, skiptust þau fyrst höggum ok hnýfil- yrðum ok mátti eigí grant sjá hvort hræddara var. Var þar enn mesti vápnaglamr því flagðit hjó bæði hart ok títt, en Kemius sakaði eigi því hann bitu ekki vápn, en svá títt hjó hún í fyrstu at hann mátti eigi nema verjask, en er hon mæddisk jók Kemius hnýfilyrðin bvat mest hann mátti, en hún gat eigi svarat bæði sökum vitsskortar ok mæði, en við þat ærðisk flagðit ok spjó ólyfjan ór glyrnum sínum, en þar sem hon var rangeygð mjök fóru gusurnar báðum megin við Kemius svá hann sakaði ekki, en Laxinn vinur Kemiusar varð fyrir annarri gúsunni ok fell hann samstundis til jarðar ok kvaldisk óskapliga. Er Kemius sá fall Laxins ærðisk hann ok rak upp Öskur óskapligt ok hljóp at flagðinu en hon rann undan svá hratt, sem hon kunni, en Kemius var fóthvatur mjök ok náði hann því von bráðar ok greiddi henni höfuðhögg mikit. Brotnaði hausinn í smá mola, en enginn lá úti heili sem ván var, ok lét hon þar líf sitt ok þótti flestum land- hreinsun að. Æpa putar nú gleðióp mikit, en Kemius snöri aftur til manna sinna ok var móður svá mjök at tungan lafði á kvið niður ok var hann harla ógrligr ásýndum. Putar fagna honum vel ok þykir hróðr hans hafa vaxit mjök við sigr þennan. Nú víkr iögunni að tröllunum. Er þau sjá fall flagðs- ins ens mikla brestr flótti í lið þeirra ok fyrs.tr rann ris- inn enn gamli er fyrr var getit. Kallar Kolr þá til hans j LAdDSBÓKs.SAfö ISLANDS

x

Species amarae

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Species amarae
https://timarit.is/publication/1950

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.