Fylkir - 01.06.2024, Page 2
2 FYLKIR - 1. maí 2024
Útgefandi:
Eyjasýn ehf. fyrir hönd
Sjálfstæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum.
Umbrot: Leturstofan
Prentun: Stafræna Prentsmiðjan.
Upplag: 1800 eintök.
Ritnefnd:
Eyþór Harðarson, ábm.
Arnar Sigurmundsson
Jarl Sigurgeirsson
Thelma Hrund Kristjánsdóttir
Gísli Stefánsson
Fyrirtæki í uppsjávarveiðum og
vinnslu hafa undanfarin misseri
greint tækifæri til nýsköpunar í
sjávarútvegi. Hefur þessi greining
verið unnið af Félagi uppsjávar-
iðnaðarins sem er félag þeirra fyrir-
tækja hér á landi sem eru í útgerð
og vinnslu á loðnu, makríl, síld og
kolmuna. Á sama tíma hafði Þekk-
ingarsetur Vestmannaeyja verið að
vinna að metnaðarfullu þróunar-
verkefni um möguleika á sjóeldi
við suðurströndina , sem er stórt
og mikið framtíðarverkefni. Þessu
ransóknaverkefni sem var styrkt af
Uppbyggingasjóði SASS lauk með
viðamikilli skýrslu haustið 2022 og
síðar kynningu á vegum ÞSV.
Fjölmörg verkefni við að auka virði
sjávarfangs hér á landi eru sífellt
í gangi og ávallt verið að leita að
nýjum tækifærum í sjávarútvegi.
Á síðasta ári voru teknar upp
viðræður milli stjórnenda ÞSV og
forsvarsmanna uppsjávarfyrirtækja
um að vinna að verkefni sem felur
í sér að velja og þróa áfram bestu
tækifærin í uppsjávariðnaði á Ís-
landi. Þessum viðræðum lauk með
samkomulagi í byrjun maí sl. sem
felur ma. í sér að ráða sérstakan
nýsköpunarstjóra sem staðsettur
verður í Vestmannaeyjum. Í aug-
lýsingu sem birst hefur í fjölmiðlum
er greint nánar frá starfslýsingu og
kröfum sem gerðar verða til þess
sem ráðinn verður . Umsóknar-
festur rennur út 30. maí 2024. Hér
um mikið frumkvöðlastarf að ræða
sem krefst í senn mikillar reynslu
við að koma nýsköpunarverkefn-
um frá þróunarstigi til verðmæta-
sköpunar auk eru gerðar kröfur
um drifkraft, hæfileika til að leiða
saman frumkvöðla til samstarfs og
hafa einnig að baki farsælt sam-
starf með fjárfestum og hagaðilum.
Þegar þetta er skrifað var umsóknar-
frestur ekki liðinn en það skiptir
gríðarlegu máli fyrir framhaldið að
vel takist til með ráðningu og þá
vinnu sem framundan er.
Það var ekki sjálfgefið að koma
á þessu samstarfi en mikill áhugi
hagaðila sem koma að verkinu
er sannarlega til staðar . Tryggvi
Hjaltason form. stjórnar Þekkingar-
seturs Vm. og Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson í VSV , form. Félags
uppsjávariðnaðarins leiddu þessa
vinnu ásamt stjórnendum samn-
ingaðila.
AS
Eins og eyjamenn þekkja vel er
kostnaður okkar við hita, rafmagn
og vatn mjög hár og hefur hækk-
að um fjórðung að hundraði á
innan við ári. Rekja má þetta til
orkuskortsins í landinu sem hækk-
að hefur orkuverð sem og þeirra
bilana sem orðið hafa á innviðum
þessu tengdu undanfarin ár.
Flutningsgjöldin og framtíðin
Stór hluti vandans eru þau flutn-
ingsgjöld sem Landsnet, opin-
bert fyrirtæki sem sér um flutning
orkunnar milli landshluta, leggur á
hverja kílóvattstund. Eftir því sem
við flytjum meira rafmagn fáum við
betra verð, en ef við spörum ork-
una eins og gert er í varmadælu-
stöðinni hækkar verðið. Hvatinn
til sparnaðar á orku er því frekar
takmarkaður í þeim orkuskorti sem
kemur til með að vera viðvarandi
næstu ár. Í ofan á lag má reikna með
enn frekari hækkunum þegar orku-
öryggi eyjanna hefur verið bætt
með tveimur nýjum rafstrengjum.
Við það verður ekki í boði að kaupa
skerðanlegan orkuflutning sem
er mun ódýrari en sá öruggi. Það
kemur til með að ýta verðinu upp
enn frekar nema að fjarvarmaveit-
um þvert yfir landið verði tryggð
kjör sem eru í samræmi við rekstr-
arforsendur þeirra og tilgang.
Fullt í gangi en ekkert að frétta
Nýlega héldu HS Veitur íbúa-
fund í Eldheimum, sjálfsagt með
því markmiði að skýra sína hlið á
ástandinu. Undirritaður sat þann
fund og fannst margt ágætt koma
þar fram en eins og á samgön-
gufundinum sem haldinn var í
Akóges fyrr í vor virtist fullt vera í
gangi en samt ekkert að frétta. Það
er verið að athuga þetta og hitt til
að bæta ástandið en ekkert er fast
í hendi.
Úrbætur eða plástrar?
Á fundinum kom fram að von væri
á úrbótum í varmadælustöðinni
sem gætu uppfyllt þarfir okkar
hvað varðar húshitun allt árið og
þannig geti stöðin náð markmið-
um sínum um að lækka húshitun-
arkostnaði í eyjum. Ég hef sjálfur
haft samband við Orkusjóð og
fengið það staðfest þar að fimmta
vélin sé styrkhæf fyrir allt að 33%
af kostnaðinum. Ekki kom þó fram
á fundinum hvenær farið verður í
þessar úrbætur.
Þingið duglegra að setja lög
en að losa úr snörum
Þungir vegatálmar innan lagara-
mmans sem snýr að orkuupp-
byggingu eru ein helsta ástæða
stöðnunarinnar. Þegar horft er í
baksýnisspegilinn er það ljóst að
það hefur verið furðu auðvelt fyrir
þáverandi þingmenn að setja slík
lög. Lög sem hafa þann tilgang
að verja almenning gegn því sem
kalla má skemmdu eplin en reyn-
ast svo á ögurstundu vera fyrst og
fremst heftandi fyrir þann mikla
meirihluta sem ætlað var að verja.
Það er ljóst í mínum augum að
tengja þarf framhjá þessari vitleysu
og það sem allra fyrst og það er aft-
ur hlutverk þingmannanna. Verst
er að ég hef takmarkaða trú á að
það gerist í þessari ríkisstjórn. Við
erum því klemmd í furðulega patt-
stöðu sem ekki sér fyrir endann á.
GISLI STEFÁNSSON
BÆ JARFULLTRÚI OG FOR-
MAÐUR SJÁLFSTÆÐISFÉLAGS
VESTMANNAEYJA
Klemmd inn í furðulega
stöðu í orkumálum
Nýsköpunarstjóri
uppsjávariðnaðarins
Sjómannadagsblað Vest-
mannaeyja var dreift frítt á öll
heimili í Vestmannaeyjum í
vikunni líkt og undanfarin ár.
Blaðið er undir nýrri ritstjórn
Leturstofunnar, sem sér nú í
fyrsta skipti um blaðið frá A til
Ö. Hingað til hefur hún aðeins
séð um umbrot og auglýsinga-
sölu. Ritstjórn var að mestu í
höndum Lindar Hrafnsdóttur
sem einnig braut um blaðið.
Farið er um víðan völl í efnistök-
um líkt og vaninn er. Púlsinn er
tekinn á nokkrum sjómönnum
og sjómannskonum. Dætur sjó-
manna eru spurðar útí hvernig
var að alast upp með pabba á
sjó. Hörður Sævaldsson veltir
fyrir sér hvernig vekja má áhuga
unga fólksins á sjómennsku.
Stefán Jónsson í Skipalyftunni
er í léttu spjalli en hann hef-
ur þjónustað skipaflota Vest-
mannaeyja í tugi ára. Þá er
spjall við hjónin Einar Bjarna-
son og Ester Ólafsdóttur sem
hafa helgað sig sjávarútvegin-
um. Spjall við Gísla Val Gíslason
sem réði sig á skemmtiferða
skip, Eykyndill fagnar 90 ára af-
mæli og margt fleira.
Forsíðuna prýðir mynd úr safni
Harðar Sigurgeirssonar og má
finna fleiri magnaðar myndir frá
honum inni í blaðinu.
Frá tilraunaveiðum Bjarna Sæmundssonar nálægt Eyjum á vegum
ÞSV -Rauðátu ehf. 27. maí sl. - Verið að koma kari með rauðátu í
kælilest skipsins. Ljósm Hörður Bald.
Farið um
víðan völl