Fylkir


Fylkir - 01.06.2024, Síða 4

Fylkir - 01.06.2024, Síða 4
Aðalfundur Sjómannafélags Jötuns var haldinn 27. des. 2023. Á fund- inum var gerð grein fyrir starfsemi félagsins, ársreikningur samþykkt- ur og kosið í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Í stjórn Jötuns eiga nú sæti, Kolbeinn Agnarsson, formað- ur, Ríkharður Zoega Stefánsson, varaform., Árni Þór Gunnarsson, gjaldkeri, Sigurfinnur V. Sigur- finnsson, ritari. Meðstjórnendur eru Ingi Þór Arnarsson, Finnur Freyr Harðarson, Eysteinn Gunnarsson og Ingólfur Svavarsson. Skrifstofa Jötuns er að Heiðarvegi 9 og veitir Hulda Skarphéðinsdóttir henni for- stöðu. Skipstjóra og stýrimanna- félagið Verðandi er með skrifstofu í sama húsnæði. Umfangsmestu og stærstu málin síðustu miss- eri eru kjarasamningar sjómanna við SFS og tókst að lokum að gera langtíma kjarasamning sem var samþykktum hjá félagsmönnum Sjómannasambands Íslands sem Jötunn er aðili að. Vinna við gerð þessa nýja langtíma kjarasamn- ings hafði staðið yfir í langan tíma, en loks tókst að ljúka því verki og taldi Kolbeinn nýja samninginn mjög góðan fyrir sjómenn. Þá hef- ur Jötunn nýlega lokið við gerð nýs kjarasamnings við bryta, undir- menn og þernur á Herjólfi. Tvo stór verkefni eru því að baki hjá Jötni og lokið farsællega. Aðalfundir Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja og fulltrúaráðs flokksins fóru fram í Ásgarði 29. febrúar sl. Á báðum fundum var farið yfir verkefni félaganna á ný- liðnu ári Jarl Sigurgeirsson var endurkjör- inn formaður fulltrúaráðsins og Gísli Stefánsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisfélagsins. Aðrir í sameiginlegri stjórn Sjálf- stæðisfélaganna og fulltrúaráðs eru Thelma Gunnarsdóttir, rit- ari, Bjarni Ólafur Guðmunds- son, varaform, Sigurbergur Ármannsson, gjaldkeri og aðrir í stjórn Arnar Gauti Egilsson, Rut Haraldsdóttir, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir og Hannes Kristinn Sigurðsson Aðalfundur Eyverja fór fram 28. febrúar sl. í Ásgarði. Arnar Gauti Egilsson var endurkjörinn for- maður Eyverja. Aðrir í stjórn eru Anika Hera Hannesdóttir, Garðar B. Sigurjónsson, Reynir Egilsson og Guðný Rún Gísladóttir. Á öllum fundunum var umfjöll- un um bæjarmálin eðlilega fyr- irferðamikil Þá var einnig fjall- að um málefni kjördæmisins og landsmálin í heild. Nú er kjör- tímabil núverandi bæjarstjórnar hálfnað og rúmlega eitt ár til næstu Alþingiskosninga. Aðalfundur Skipstjóra og stýri- mannafélagsins Verðandi í Eyjum var haldinn 20 desember 2023. Mæting var góð á fundinn og var þar fariđ yfir helstu verkefni fé- lagsins. Viðamesta verkefnið var vinna við gerð langtíma kjarasamnings milli Félags skipstjórnarmanna og Verðandi annars vegar og SFS - Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hinsvegar. Það hafði sannarlega tekið sinn tíma að ljúka þessu brýna og stóra verkefni og var undanfari þess að loks tókst á þessu ári að ljúka kjara- samningum við aðra sjómenn á fiskiskipum. Á milli jóla og nýárs 2023 var haldið uppá 85 ára afmæli ss/ Verð- andi með pompi og prakt. Í stjórn Verðandi eiga sæti, Berg- ur Guðnason formaður, Þorbjörn Víglundsson varaformaður, Andrés Þorsteinn Sigurðsson, gjaldkeri, Ómar Steinsson, ritari og Sigurður Konráðsson, meðstjórnandi. Skrifstofa félagsins er ađ Heiðar- vegi 9 og deilir félagið húsnæði með Sjómannafélaginu Jötni . Starfsmađur Verðandi er Ómar Steinsson og er skrifstofan opin mánudaga og miðvikudaga frá kl 10-12. Viđ teljum framtíðina bjarta hjá fé- laginu með öflugri stjórn og flott- um félagsmönnum sagði Bergur Guðnason, formaður Verðandi að lokum. EH. Aðalfundur Verðandi Aðalfundur JötunsAðalfundur Full- trúaráðs og sjálf- stæðisfélaganna í Vestmannaeyjum 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamars- bryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar og fleira. 13.00 Sjómannafjör á Vigtartorgi Séra Viðar blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur. Blaðrar- inn mætir á svæðið. Hoppukastalar. ÍBV verður með poppkorn, Kjörís gefur ís og Bylgjuhraðlestin verður á svæðinu ásamt matarvögnum. 14-18 Myndlistasýning í Akóges Viðar Breiðfjörð og Andrea Fáfnis Ólafs sína málverk sín í Akóges. 16.00 ÍBV-Fjölnir / Lengjudeild karla Upphitun kl 15:00 grill og léttar veitingar. 20.00 Sjómannadagsball Vestmannaeyja Glæsilega dagskrá og frábær matur frá Einsa kalda. Veislustjórar kvöldsins verða Auddi og Steindi. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar verða með frábært tónlistaratriði. Eyjahjónin Kristín og Sæþór Vídó mæta. Kristó tekur nokkur lög. Þá mun ballband kvölds- ins, Bandmenn, líta við á borðhaldið. 23.00 Dansleikur með Bandmönnum F Ö S T U D A G U R 3 1 . M A Í 2 0 2 4 L A U G A R D A G U R 1 . J Ú N Í 2 0 2 4 S U N N U D A G U R 2 . J Ú N Í 2 0 2 4 08.00 Opið Sjómannagolfmót Ísfélags Vestmannaeyja Skráning í síma 481-2363 og golf.is. Vegleg verðlaun í boði. 12-14 Eldri borgarar í kúluhúsinu Sjómannadagsráð og Súlna- salur bjóða eldri borgurum til matar í Súlnasal (Kúluhúsinu). 17.00 Lífið á sjónum Ljósmyndasýning Hlyns Ágústssonar opnar í Einarsstofu, Safnahúsi 21.00 Nýdönsk alelda í Eyjum Þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafs, Stefán Hjörleifs og Óli Hólm hafa sannarlega engu gleymt og flytja sitt besta efni frá ferlinum og er aldrei að vita nema ein og ein saga læðist með. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast kl. 21.00. 10.00 Fánar dregnir að húni 13.00 Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningar- athöfn við minnisvarða hrap- aðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög og Drengjakór Reykjavíkur syngur. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Guðni Hjálm- arsson stjórnar athöfninni. Að lokinni athöfn býður Drengjakór Reykjavíkur uppá fría 30 mín. tónleika í Landa- kirkju. 14-17 Eykyndilskaffi í Akóges 14-18 Myndlistasýning í Akóges Viðar Breiðfjörð og Andrea Fáfnis Ólafs sína málverk sín. 15.00 Hátíðardagskrá á Stakkó Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigur- geirssonar. Heiðraðir aldnir sægarpar. Valmundur Valmundsson stjórnar. Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Matthíasar Harðarsonar. Ræðumaður Sjómannadagsins er Gísli Matthías Sigmarsson. Verðlaunaafhending fyrir keppnir helgar innar, Fimleika- félagið Rán, hoppukastalar og popp. V I N S Æ L T T Ö K U M Þ Á T T M I Ð A S A L A Á T I X . I S M I Ð A S A L A Á T I X . I S Þeir sem ætla að taka þátt í kappróðrinum og öðrum dagskráratriðum vinsamlegast hafið samband á Facebook síðu Sjómannadagsráðs eða í síma ráðsins: 869-4449, 697-9695 eða 898-7567 S J Ó M A N N A - 3 1 . M A Í - 2 . J Ú N Í 2 0 2 4 D A G S H E L G I N

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.