Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Page 5

Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Page 5
5 JÓN P. EMILS, stud. juris : Stúdentagarðarnir Svo sem alkunnugt er, eru tveir stúdenta- garðar hér á háskólalóðinni. Annar þeirra, Gamli Garður, var fullgerður haustið 1934, en hinn, Nýi Garður, var vígður síðla sum- ars 1943. Forsaga beggja þessara stofnana er hin merkasta og getur um mikinn dugn- að og mikla drenglyndi ýmissa forustu- manna í félagsmálum stúdenta, bæði innan Háskólans og utan. Verða störf þessara ágætismanna vafalaust seint metin að verð- leikum af ungum stúdentum, sem nú koma til náms í Háskólann og hljóta vist á stúdentaheimilunum. Þegar Gamli garður hóf starfsemi sína, var stofnuninni sett skipulagsskrá, sem stað- fest var af menntamálaráðueytinu og þar ákveðið, að yfirstjórn hans væri í höndum 5 manna, skyldu tveir þeirra kjörnir af há- skólaráði, tveir af stúdentaráði og einn af ráðuneytinu. Samkvæmt skipulagsskránni skyldu nánari ákvæði um garðinn sett með reglugerð, sem garðsstjórn semdi, en leita þyrfti samþykkis háskóla- og stúdentaráðs. Var reglugerð þessi sett og þar kveðið á um fyrirkomulagið á garðinum. Skyldi garðsstjórn skipa sérstakan prófast, eins- konar fulltrúa sinn í daglegum rekstri garðs- ins. Garðbúar skyldu hins vegar kjósa in- Útgáfa tímaritsins Garðs hefur ekki geng- ið sem skyldi. í stúdentaráðinu hefur verið rætt um að koma útgáfunni á traustari grundvöll. Fulltrúi Stúdentafélags lýðræðis- sinnaðra sósíalista hefur lagt áherzlu á þá skoðun, að öll stúdentasamtök í landinu eigi að standa að útgáfunni, og eðlilegt sé, að Stúdentasamband íslands hafi þar veg og vanda af. En þetta mál er ennþá óleyst. Það hefur verið einróma álit stúdenta- ráðs, að því sé nauðsynlegt að koma upp skrifstofu fyrir sig. Stúdentaráðið kaus tvo menn, formann ráðsins og fulltrúa Stúdenta- félags lýðræðissinnaðra sósíalista, til að sjá um málið. Þeir hafa átt viðræður um þetta við menntamálaráðherra, háskólarektor og aðra aðila, en málið mun ekki enn útkljáð. spector domus, sem kæmi fram fyrir hönd stúdentanna gagnvart prófasti og garðs- stjórn. Garðprófastur fór með fjármál garðs- ins. Síðan Nýi Garður kom til sögunnar hafa engar breytingar verið gerðar á skipulags- skránni né reglugerðinni, heldur hafa þær verið látnar gilda analogist fyrir þá stofnun. Garðprófastur á Gamla Garði fyrir her- nám hans var Gústaf Pálsson, verkfræðing- ur. Hann hafði til afnota fyrst eitt, en síðar tvö herbergi. Á fyrsta starfsári Nýja Garðs var prófastur þar Magnús Jónsson, þá stud. jur., og bjó hann í einu herbergi. Á öðru starfsári var prófastur þar mag. art. Kristján Eldjárn og notaði hann sömuleiðis eitt herbergi. Báðir þessir prófastar fóru með fjármál garðsins. Haustið 1945 losnaði Gamli Garður úr hers höndum. Þá var ráðinn sérstakur gjald- keri fyrir garðana ,sem einnig átti að hafa vfirumsjón með rekstri Mötuneytis stúdenta, sem garðsstjórn tók þá að sér að reka. Létti þetta eðlilega miklum störfum af próföst- unum, þar sem þeir nú þurfa ekki að hafa nein afskipti af fjármálunum. Þetta sama haust voru ráðnir nýir prófastar að görðun- um, cand. jur. Páll S. Pálsson á Nýja Garð, en Matthías nokkur Jónasson á Gamla Garð. Ég hef aðeins drepið hér á nokkur atriði sem snerta störf fulltrúa Stúdentafélags lýðrææðissinnaðra sósíalista í stúdentaráði s. 1. ár. Það er ekki hægt í einni blaðagrein að lýsa þeim til hlítar, en ég vona, að stú- dentum megi vera enn betur ljóst en áður, að hann hefur ekki setið auðum höndum í ráðinu. Og ég veit, að þeir verða enn ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að veita félaginu öflugt kjörfylgi, svo að það geti haldið áfram baráttu sinni fyrir þeim hags- munamálum, sem það ýmist þegar hefur komið fram með, eða mun gera síðar. Á laugardaginn kemur fylkja stúdentar sér því um A-Iistann og gera sigur hans glæsilegan. Hann er sagður hafa lagt stund á uppeld- isfræði í Þýzkalandi á síðustu stríðstímum. Báðir þessir menn voru fjölskyldumenn og þurftu því á að halda meiru húsnæði en fvrirrennarar þeirra. Fékk hvor um sig til afnota 4 herbergi auk eldhúss á þeirri hæð, er þeir höfðust við. Hér var um allundar- lega ráðstöfun að ræða, að embættismönn- um garðanna skyldi ætlað aukið húsnæði á sama tíma, sem störf þeirra voru minnk- uð. Umsóknum um garðsvist hefm að und- anförnu ávallt farið fjölgandi. Hefur orðið að ganga lengra í því en ella að neita stii- dentum um garðsvist og jafnframt hafa stú- dentar á þremur fyrstu námsárunum verið látnir tvíbýla í herbergjum, er byggð eru fyrir einn. Grundvallast gat þessi ráðstöf- un garðstjórnar því ekki á því, að gnótt væri húsnæðis á görðunum. Óánægja stúdenta viðvíkjandi nýtingu húsnæðisins fór stöðugt vaxandi, sérstaklega vegna þess, að maður sá, sem valist hafði af illkynjuðum forlögum í prófastsstöðuna á Gamla Garði, revndist í flesta staði hinn óheppilegasti. I nóvember 1946 létu garð- búar opinberlega í ljós álit sitt á skipun þessara mála með fundarsamþykkt. Sendu þeir stúdentaráði erindi um mál þessi og fólu því að gera reka að því, að breytingar vrðu hér á gerðar, sérstaklega hvað em- bættisskipuninni viðkom. Töldu þeir, að málunum væri nú á þann veg farið, að próföstum væri alveg ofaukið, inspector- um væri treystandi til að sjá um þá hlið, er að húsaga og almennri reglu viðkæmi. Stúdentaráð skipaði nefnd til að endur- skoða öll gildandi fyrirmæli um stiidenta- garðana, en margt var orðið úrelt frá því er þau voru fyrst sett. í nefndinni áttu sæti báðir inspectorar garðanna, formaður stúdentaráðs, stúdentaráðsfulltrúinn Þor- valdur G. Kristjánsson og sá, er grein þessa ritar. Þáverandi fulltrúar stúdentaráðs í garðsstjórn störfuðu og með nefndinni. Samkomulag var hið bezta í nefndinni og ýmsar tillögur um breytingar á skipulags- skránni og reglugerðinni gerðar, sérstaklega um embættismannaskipunina. Stúdentaráð

x

Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista
https://timarit.is/publication/1964

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.