Stúdentablað lýðræðissinnaðra sósíalista - 15.10.1947, Síða 7
7
skoðun hans, geta sjálfir gert grein fyrir
vilja sínum og áliti, en aðeins ekki í nafni
félagssamtakanna. Ekki er þetta neitt neyð-
arúrræði í okkar þjóðfélagi, þar sem minni-
hlutin er hvorki sviptur málfrelsi né prent-
frelsi.
Þótt fylgjendur samningsins hefðu þannig
uppi óframbærilegar málsástæður fyrir kröfu
sinni um samningsmann í ræðustólinn 1.
desember, gengu þeir nú fram fyrir skjöldu
í málinu. En með því að þeir voru ekki
nema þriðjungur stúdentaráðsins, þurftu
þeir liðsauka.
Var þá leitað liðsinnis þeirra Vökufull-
trúa, er voru andstæðir samningnum, og
höfðu gefið sérstakar yfirlýsingar í ráðinu
um þá stefnu sína. Tregir voru þeir lengi
vel til verksins og stungu við fótum. En svo
fór um síðir, að þeir létu tilleiðast. Færðu
þeir fram sér til afsökunar, að þeir misstu
formann ráðsins, ef þeir fylgdu sann-
færingu sinni í þessu máli. En formaður
hafði hótað afsögn, ef ákveðinn alþingis-
maður, fylgjandi samningsins, yrði ekki val-
inn ræðumaður fyrir stúdenta 1 desember.
Rétt er það, að formannsskiptin hefðu
verið slæm að öðrum fulltrúum Vöku ó-
löstuðum. En þung var sú kvöð, er for-
maður lagði á þessa Vökufélaga, og
mvndi flestum þykja um of.
Þannig tókst þriðjungi stúdentaráðs að
knýja fram ræðumannavalið að sínum geð-
þótta, þótt þær málsástæður, er voru hafðar
frammi, væru markleysur. En hinu varð
ekki neitað, að þessum athöfnum mátti
finna gott samræmi í hagsmunum Sjálf-
stæðisflokksins, sem meginábyrgð bar á
flugvallarsamningnum.
Síðan var pólitískur meirihluti Sjálfstæð-
isflokksins í háskólanum látinn á almenn-
um stúdentafundi leggja blessun sína yfir
það, sem gerzt hafði.
#
A frumstigi umræðnanna í stúdentaráð-
inu benti ég á, að raunhæfara verkefni væri
fyrir stúdenta að taka afstöðu til uppsagn-
ar samningsins en deila um sjálfa samn-
ingsgerðina, sem um garð var gengin.
Þeir stúdentar, sem höfðu í biíi sætt
sig við samninginn, vildu yfirleitt segja hon-
um upp við fyrsta tækifæri. Allir gátu því
sameinast um slíka afstöðu.
Með þeirn hætti mátti binda endi á það
fáhn og stefnuleysi, sem ríkti í ráðinu um
þetta mál. Þar var hver höndin upp á móti
annarri. Vökumeirihlutann hafði brostið
getu til nokkurrar raunhæfrar forustu um
malið sakir ágreinings meðal fulltrúa sinna.
Með tilliti til þessa bar ég frarn á stú-
dentaráðsfundi 16. nóvember eftirfarandi
tillögu til ályktunar :
„Stúdentaráð Háskóla íslands lýsir yfir,
að það álítur að segja beri upp samningi
þeirn, sem Island nýverið gerði við Banda-
ríki Norður-Ameríku um rekstur Keflavíkur-
flugvallarins, svo fljótt sem uppsagnará-
kvæði hans leyfa.
Telur ráðið, að íslendingar geti ekki un-
að því lengur en nú er nauðsynlegt, að
menn ráðnir af erlendum stjórnarvöldum
annist svo mikilvæg störf fyrir þá, sem
hluttaka í rekstri þessa flugvallar er.
Ráðið álítur, að slíkt ástand geti skaðað
hagsmuni og sjálfstæði Islands, enda ósam-
boðið fullvalda þjóð til frambúðar.
Leyfir ráðið sér að beina þeim tilmælum
til hins háa Alþingis og ríkisstjórnar að
vinna markvisst að því, að íslendingar verði
sem bezt undir það búnir að annast þenn-
an flugvallarrekstur einir, strax og þeim
gefst kostur á því samkvæmt uppsagnar-
ákvæðum samningsins“.
Þótt fulltrúar stúdentaráðs væru sam-
þykkir tillögunni, varð ekki hlaupið á að
fá þá til að sameinast um hana, vegna þess
ófriðarástands, sem ríkti í ráðinu út af ræðu-
mannakjörinu. En þetta tókst þó um síðir,
og var tillagan samþykkt á fundi ráðsins
29. nóvember með 6 samhljóða atkvæðum.
Tveir þeirra, er sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna, gerðu þá grein fyrir afstöðu
sinni, að þeir teldur óþarft að stúdenta-
ráð samþykkti tillöguna, vegna þess að
almennur stúdentafundur, sem því væri
æðri, hefði þegar gert samskonar ályktun.
I þessari yfirlýsingu fólst því samþykki
á efni og anda tillögunnar, en aðeins ekki
á formhlið hennar, og var það aukaatriði.
Hér var skírskotað til almenns stúdenta-
fundar, er hafði verið haldinn 20. nóvem-
ber. Hafði ég þar borið fram tillögu, er
gekk í sömu átt og sú, sem ég hafði þá lagt
fram í stúdentaráðinu fjórum dögum áður.
Meðflutningsmenn að tillögunni voru frá
hverju hinna pólitísku félaga í skólanum.
Þessi almenni fundur, sem var mjög fjöl-
mennur, samþykkti tillöguna samhljóða.
Nú hafði tekizt að sameina háskólastú-
denta í málinu. Eklcert atkvæði hafði ver-
ið greitt gegn tillögunum, hvorki í stú-
dentaráði né á almenna fundinum.
Ályktunin frá 29. nóvember var síðan
send Alþingi og ríkisstjórn og birt 1. des-
ember í öllum dagblöðum bæjarins, sem
stefnuyfirlýsing stúdenta.
Það hafði nú tekizt að forða því, að stú-
dentar yrðu algjörlega viðskila við fortíð
sína í málinu.
Með þessu urðu stúdentar og fyrstir allra
félagssamtaka í landinu til að marka og
bera fram þá stefnu, að flugvallarsamn-
ingnurn bæri að segja upp, svo fljótt sem
ákvæði hans leyfa. Síðan hafa fleiri sam-
tök komið á eftir og lýst yfir samskonar áliti,
svo sem t. d. ungmennafélögin.
Er nú stúdenta að halda við stefnu sína
í málinu.
3,
r a m
locbó íló ti
STÚDENTAFÉLAGS LÝÐRÆÐISSINNAÐRA SÓSÍALISTA VIÐ
STÚDENTARÁÐSKOSNINGARNAR 1. NÓV. 1947
1. Jón P. Emils, stud. jur.
2. Árni Gunnlaugsson, stud. jur.
3. Sigurjón Jóhannesson, stud. mag.
4. Þórdís Þorvaldsdóttir, stud. mag.
5. Steíán Hilmarsson, stud. jur.
6. Bragi Nielsson, stud. med.
7. Björn Tryggvason, stud. jur.
8. Sigurbjörn Árnason, stud. polyt.
9. Magnús H. Ágústsson, stud. med.
10. Þorvar&ur Örnólísson, stud. oecon.
11. Móses Aðalsteinsson, stud. polyt.
12. Gunnar Helgason, stud. jur.
13. Björgvin F. Magnússon, stud. theol.
14. Þórey Kolbeins, stud. phil.
15. Jón Ingimarsson, stud. jur.
16. Þórhallur Ólaísson, stud. med.
17. Tryggvi Þorsteinsson, stud. med.
18. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, stud. jur.