Mannbjörg - 15.06.1946, Blaðsíða 3
REYKJAVlK, JÚNÍ 1946
í aprílmánuði síðastliðnum héldu konur í Reykjavik íumíi með sér til þess að mótmæla áfengisneyslu þjóðarinnar. Þær samþykktu að leitast við að koma á allsherjarsamtökum
kvenna um baráttu gegn áfengisbölinu. Kjörin var sjö kvenna nefnd til framkvæmda. Einn liður í starfsemi nefndarinnar er útgáfa þessa blaðs. í ritnefnd eru: Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, Sigríður Ingimarsdóttir og Jóhanna Knudsen og bera þær einar ábyrgð á efni blaðsins.
Á öldurn hinnar dönsku undirokunar var örbirgðin
eitt sárasta mein Islendinga. Þó drógu hungur,
kuldi og myrkur dáft úr umkomulausri smáþjóS
hér út við hin yztu höf. Þessar meinvættir rændu
hana óteljandi mannslífum. Og jafnframt sviftu
þær hana því, sem hún mátti sízt án vera: starfs-
þreki, gáfum og lífshamingju mikils hluta þeirra
dýrmætu einstaklinga, sem af lifðu. Þeir urðu
henni byrði, en ekki stoð. Þjóðin hefði liðið undir
lok, ef ótrúleg seigla almennings og hetjubarátta
örfárra fullhuga hefði ekki haldið henni uppi.
Langflestir forvígismannanna lögðu aðaláhersluna á
hina efnalegu viðreisn. Þeir töldu hana höfuðskil-
yrði fyrir því að þjóðinni auðnaðist að hrista af sér
hlekkina, svo að hún gæti lifað frjáls í frjálsu
landi. En að því inarki stefndu þeir allir.
Nú höfum við slitið síðustu böndin, sem tengdu
okkur við Danmörku. Þó eruin við enn ekki frjáls.
Island er hernumið land.
Með hinum nýju fjötrum barst okkur óvænt auð-
legð. Margir Islendingar era nú vellauðugir og al-
menn velmegun svo mikil, að enginn þyrfti að búa
við skort.
Jón Sigurðsson hefur sjálfsagt ekki órað fyrir
slíkum undrum. Ef honum hefði verið sagt það
fyrir, árið 1846, að eftir hundráð ár mundi inn-
eign íslendinga í erlendum bönkum skipta hundr-
uðum miljóna, þá hefði hann orðið allshugar feg-
imi og talið að þarmeð hlyti þjóðinni að vera
borgið. En ætli gleðin hefði ekki orðið skainm-
vinn, cf liann þefði jafnframt fengið vitneskju um
orsök velsældarinnar, meðferð fjárins í höndum
okkar og áhrif þess á þjóðlífið?
Mundum við kæra okkur um að bjóða Jóni Sig-
urðssyni að litast um á meðal okkar?
Mundu stjórnmálamennirnir vilja kynna hon-
um bardagaaðferðir sínar, alþingismenn bjóða hon-
um þátttöku í útvarpsumræðum, blaðritstjórar
senda honum síðustu árganga af blöðum sínum,
gróðamenn skýra fyrir honum verzlunarháttu sina,
almennir borgarar lýsa fyrir honum hófsemi sinni,
fyrirhyggju og þjóðlegum metnaði, foreldrar og
yfirvöld koma honum í skilning um uppeldisskil.
yrði æskulýðsins, Þingvallanefnd bjóða honum
með sér til lielgistaðarins, ríkisstjórnin biðja hann
um að líta í reikninga áfengiseinkasölunnar?
Mundum við hafa kjark til að horfast í augu við
hann á meðan við segðum honum sögu herstöðva-
málsins?
Og hvað mundi Jón Sigurðsson sjá? Hvernig yrði
þjóðlíf okkar á að líta undir smásjá hans?
Til allrar hamingju væri þar að finna margan
góðan og þróttmikinn gróður: Geysilega atorku
og stórhug í verklegum efnum, mikla mannfjölg-
un, sílækkandi dánartölu, líkamsfagran og hraust-
byggðan æskulýð, mikla og margþætta menntun
fjölmargra æskumanna, vaxandi tryggð við þjóð-
leg verðmæti, einlægan vilja til verndar tungunni,
merkilegar bókmenntir, nýjar, blómlegar listir, og
anda Einars Þveræings enn lifandi víða um byggðir.
En ætli hann áttaði sig á þessu við fyrstu sýn?
Er ekki hætt við að hávaxið og gróskumikið illgresi
yrði til að skyggja á?
Hann sæi þegar í stað, að hinna gildu sjóða hefði
ekki verið aflað fyrir elju og ástundun okkar. Þá
hefur að mestu rekið á land af tilviljun og gullið
er mengað blóði og tárum stríðandi og sveltandi
veraldar. Á meðan flestar aðrar þjóðir, sem nokkurs
eru megnugar, leggja að sér til að reyna að bjarga
einliverju af þeim milljónum manna, sein eru að
verða hungurmorða, þá bæram við ekki á okkur.
Við friðum samvizkuna með því litla, sem við höf-
um lagt af mörkum, og látum jafnvel í veðri vaka,
að sú viðleitni liafi verið heimskuflan, því að ekk-
ert dragi um okkar litla skerf hvort sem er. Mála
sannast mun þó vera, að hungraður munnur grípur
feginn við hverjum bita, sem að lionum berst, án til-
lits til veldis eða smæðar veitandans. Og að fáir
eða engir í þessu landi munu hafa lagt hin minnstu
þægindi sín í sölumar til að rétta hjálpandi hönd,
því síður að forráðamenn okkar hafi heft eyðslu
þjóðarinnar nokkuð í þessu skyni.*
Hann sæi, að bæði þegnar og þjóðarheild sóa
hinu fundna fé blygðunarlaust. Eftir margra ára
skort og meinlæti liefur þjóðin ekki þolað hinn
ríka verð, sem skyndilega var að henni rétur. Hami
hefur orðið eitur í beinum hennar, lamað samvizku
hennar og stungið margar dyggðir hennar svefn-
þomi.
Hann sæi, að stjórnmálin okkar, sem í hans aug-
um voru heiiagt stríð, eru nú orðin auðvirðileg eig-
inhagsmunastreita, oftast byggð á lygi og lógs-
iðju.
Hann sæi, að blaðakostur okkar, sem átti að
lyfta þjóðinni á æ hærra menningarstig, kappkost-
ar nú að draga hana niður í sorpið.
Hann sæi, að þrátt fyrir allt tal um verndun hins
þjóðlega arfs, þá látum við það viðgangast svo að
segja umyrðalaust, að innlendur og erlendur óþjóða-
iýður svívirði helgasta sögustað okkar.
Hann sæi, hvernig við gætum fjöreggs þjóðar-
innar, hinnar upprennandi kynslóðar. Hún hefur að
líkindum orðið fyrir meiri siðferðisþrekraun af
völdum styrjaldarinnar en æskulýður nokkurs ann.
ars lands. En við komum henni ekki til hjálpar. Við
létum eins og við vissum ekki, að fjöldi lítilla
stúlkna og drengja urðu úti rétt við túngarðinn hjá
okkur, og að enn fleiri komust með naumindum
undan og með kal í lijarta. Við vorum að dansa í
kringum gullkálfinn.
Og hann sæi þá dæmalausu fyrirmunun, að ís-
lenzkir valdamenn skuli ekki koma auga á annað
úrræði til að standa straum af útgjöldum ríkissjóðs,
þrátt fyrir peningaflóðið, en að hella sem mestu
áfengi ofan í þegnana.
Jón Sigurðsson sæi undir eins, að það stendur
vá fyrir dyram. Hin lijartfólgna þjóð lians er sjúk
og hún þarf lækningar við.
Hann mundi harma það framar öllu öðru, að
enginn leiðtogi skyldi upprísa þegar mest reið á
og forða henni frá þeim óheillasporum, sem hún sté
í byrjun hins brezka hernáms. Ef, henni hefði verið
* Eftir að grein þessi var rituð, hefir ríkisstjórnin látið
dagblöðin birta áskoranir til abnennings um matvörusparn-
að vegna hungursneyðarinnar. Kveðst hún gera þetta eftir
beiðni Breta.
Ber sannarlega að fagna þessu fyrsta spori, þótt ákjósan-
legra hefði verið, að það hefði verið stigið fyrr og að eigin
frumkvæði. Vonandi verður næsta sporið skömmtun þeirra
matvæla, sem mestur hörgull er á, og hið þriðja ný og mynd-
arleg peningasöfnun.
Fljótvirkasta ráðið til að knýja fram góða þátttöku, er að
skapa mannúðlegt almenningsálit. Það stendur fyrst og
fremst á valdi húsmæðranna. Ef þær telja sér skömm að
hlöðnu veiziuborði á meðan hungrið herjar úti fyrir og
fyrirverða sig fyrir íburðarmikinn klæðnað heimilisfólks
síns, þegar fregnir eru að berast uin, að börn krókni úr
kulda, þá fer þetta vel.
Tökum málið' að okkur! Ein eða tvær kökutegundir á
kaffiborðið er nóg. Peningagjöf handa öreiga er skeminti-
iegri afmæliskveöja en dýrindis blóni eða konfektkassi.
komið í skilning um það frá öndverðu, liver gín-
andi háski gulli borin, „vinsamleg“ herseta frá
voldugu ríki hlýtur að vera hverri smáþjóð, livað
þá hinni smæstu meðal þjóða, þá væri hún betur
á vegi stödd en raun er á. Þá hefði hún staðið vörð
um sóma sinn. Þá hefði engum komið til hugar,
að hún mundi selja frumburðarrétt sinn fyrir bauna-
disk.
Það er liætt við, að „ástmögur íslands“ sneri dap-
ur í huga úr heimsókn til eyjarinnar hvítu. Að von-
um þættist hann svikinn í tryggðum. Lítil fróun
mundi honum vera það, þó lýðveldi okkar væri
í upphafi tengt minningu hans, ef hugsjónir hans
eru þar að engu hafðar.
Viljum við bregðast honum?
Óskum við ekki heldur að uppræta illgresið úr
garði okkar, svo hinn góði sáðmaður fái að sjá
ávöxt elju sinnar?
Afmælishátíð hans verður í þetta sinn lielguð
vöm okkar gegn erlendri ásælni. Þegar svo langt
var komið á glötunarveg, að landsréttindi voru
föluð af okkur svo að segja í sömu andrá og okkur
var fjálglega fagnað meðal fullvalda þjóða, að er-
lendur her situr í landinu eins og hann hafi þegar
fengið það á leigu, og að innlendir menn ganga opin
skátt í lið með hinuni erlendu liöfðingjum, þá vökn-
uðu vitrir menn þjóöarinnar við illan draum. Að
þessu sinni munu þeir bægja hættunni frá, að því
leyti sem það er á valdi íslendinga.
En er það nóg?
Sagt er að sjálfstæðisbarátta smáþjóðanna sé ei-
líf. Það á ekki sízt við um okkur síðan heimurinn
koma auga á hernaðargildi lands okkar. Við verð-
um því að halda áfram að vaka.
Fyrst og fremst verðum við að berjast gegn því
með oddi og egg, að upptaka okkar í félagsskap
hinna sameinuðu þjóða verði greidd því verði, að
erlendur her fái hér aðsetur. Reynslan liefur sýnt
að við þoldum ekki slíka sambúð í sex ár, hvað þá
um alla framtíð.
Þvínæst þurfum við að græða sár okkar. Til þess
þarf þolinmæði og þrautseigju. Þá eiginleika höfð-
um við í ríkum mæli á hættutímum fátæktarinnar.
Vonandi bregðast þeir ekki á hinum viðsjálu dög-
um allsnægtanna.
Við höfum í mörg horn að líta. Tvennt er það
þó, sem í fyrirrúmi verður að sitja:
Við verðum að hætta að sóa manngildi þegn-
anna, hætta að ala upp flón og fáráðlinga, sem fyrr
eða síðar verða þjóðinni að falli.
Og við verðum að liætta að drekka frá okkur ráð
og rænu. Við stöndum nú og munum um sinn standa
í þeim hættusporum, að okkur veitir ekki af öllu
viti okkar og manndómi. Dýrkeypt reynsla er feng.
in fyrir því, að við kunnum ekki að neyta áfengis
í hófi. Enginn ávinningur er sýnilegur af notkun
þessarar vörutegundar, nema ef vera skyldi vafa-
söín stundargleði hinna fáu, sem neyta þess eins
og siðaðir menn. Afbrotatala og ódæða eykst nú
með ógnandi liraða í þjóðfélagi okkar. Orsakir
þessa eru ýmislegar og óvíst um margar, en efalaust
á áfengisnautnin þar einn drýgstan þátt, bæði beint
og óbeint. Þeirri orsök getum við okkur að meina-
lausu kippt í burt. Hví skildum við ekki gera það?
Við bönnum innflutning ýmislegra eiturtegunda,
sem minna tjón liafa gert okkur en vínandinn.
Látum hann fara sömu leið!
Hinn seytjánda júní munum við stæla vilja okk-
ar til að verjast hvers konar tilraunum útlendinga
til yfirráða í landi okkar. Ef okkur er þetta sann-
arleg alvara, þá hefjumst við jafnframt handa um
að uppræta allt það í fari okkar, sem fjandsam-
legt er þessu takmarki.
Heitum því í nafni Jóns Sigurðssonar, og efn-
um það einnig í nafni hans!