Mannbjörg - 15.06.1946, Blaðsíða 9
MANNBJÖRG
9
Alfred Gíslason, læknir:
Útvarpserindi, flutt 4. maí 1945.
Fyrir rúmlega einu ári flutti ég stutt útvarps-
erindi um ofdrykkju. Þar leitaðist ég við að lýsa
einkennum þessa sjúkdóms og læknismeðferðinni,
eins og henni er hagað á góðu og gildu drykkju-
mannahæli. Að þessu sinni geri ég sama sjúkdóm
að umtalsefni, en mun reyna að forðast endurtekn-
ingar frá fyrra erindi sem bezt ég get.
Ofdrykkja (alcoholismus chronicus) er langvinn
áfengiseitrun. Hana mætti líka nefna drykkjusýki.
Milli hennar og hófdrykkju, eða einfaldrar ölvuuar,
er í rauninni engin glögg markalína. Það er aðeins
stigmunur á þessu tvennu. 1 sumum tilfellum getur
því reynst erfitt að úrskurða, hvort um ofdrykkju
sé að ræða eða ekki, og eins er það oft ógerlegt, að
tímagreina byrjun sjúkdómsins hjá ótvíræðum of-
drykkjumönnum. Allur drykkjuskapur hefst á hóf-
drykkju, eykst smátt og smátt, og áhrif hans mót-
ast hægfara í líkama og sál.
Læknar greina þessa veiki eftir ákveðnum, lík-
amlegum og sálarlegum einkennum. Gerði ég lítil-
lega grein fyrir þeim í fyrrnefndu erindi, og orð-
lengi það efni ekki frekar nú. Hinsvegar mætti sem
snöggvast renna augum yfir ævi og athafnir sjúkl-
ings af þessu tæi.
Hann neytir áfengis dag eftir dag, oft í marga
daga samfleytt, stundum jafnvel vikum saman.
Þann tíma er liann ölvaður, einatt ölóður, og þannig
á sig kominn líkamlega og andlega, að um sjúk-
legt ástand verður ekki efast. Að jafnaði er hann
með öllu óstarfhæfur þenna tíma, vart mælandi
málum og á stundum ósjálfbjarga með öllu. Hann
lifir og hrærist í sálsjúkum heimi vímunnar.
Þegar drykkjunni loks lýkur, vaknar hann við
vondan draum. Þá liefst tímabil timburmannanna,
sem títt varir dögum saman, og finnur það enginn
betur en sjúklingurinn sjálfur, að þá er hann ekki
heill heilsu.
Þriðja tímabilið hefst, þegar verkana áfengisins
á líðanina hættir að gæta. Þá tekur hann upp eðli-
lega lifnaðarháttu sína, gengur óskiptur að störf-
um og hegðar sér, fljótt á litið, í einu og öllu, sem
heilbrigður maður. Eftir lengri eða skemmri tíma
lýkur þessu sældartímabili með því, að hann á ný
felhir fyrir freistingum Bakkusar. Árum saman
skiptast svo þessi tímabil á í lífi sjúklingsins, — |
um af áfengissölunni, að ég hygg. Menn stingast út
um glugga, hrapa ofan stiga, drukkna í baðkerum, |
eða þarf að benda á umferðarslysin? — Ég gæti |
trúað, að mannfallið af völdum vínsins gangi næst
sjálfum sjóslysunum, og þá er ekki lítið sagt. Áfeng-
issalan virðist vera hæpin hagsýni, hvað sem hún
kann að hafa sér til málsbóta að öðru leyti. Og þó
er öllum vitanlegt, að líkamsslysin eru ekki al-
varlegustu slysin, þjóðin bíður annað manntjón,
sem er enn alvarlegra og óbætanlegra en dauðs-
föllin.
Einu sinni kom sendimaður á fund erlendrar
frelsishetju og þjóðarleiðtoga og tjáði lionum, að
alvarleg og illkynjuð vandamál væru komin upp
meðal fylgismannanna og spurði hann ráða um
lausn þessa vanda. Leiðtoginn, sein var aldurhnig-
inn og mikill guðsmaður, tók af sér beltið, hnýtti
einfaldan hnút á það, rétti sendimanni og sagði:
Geturðu leyst þennan hnút? Sendimaðurinn gerði j
það auðvitað án minnstu fyrirhafnar og umsvifa- |
laust. Þá sagði leiðtoginn: Það er svona, sem við j
verðum að leysa deilumál mannanna. Gestinum j
fannst fátt um og sagði eitthvað á þá leið, að það j
væri sannarlega nokkru erfiðara við þau að fást
en svo. Þá sagði öldungurinn: Þú hefðir ekki held-
ur getað leyst þennan hnút, ef við hefðum togast
á um beltið, togað í sinn endann hvor, og það er
einmitt það, sem mennirnir alltaf gera.
Það er einmitt það, sem við mennirnir gerum
alltaf, togum í sinn endann hver. Samfélag okkar
er sundurvirkt, okkur skortir sameiginlegan grund-
völl og sameiginlegt markmið. Saga áfengismálanna
er sagan um þá togstreitu, sem hefur hert hnútinn
í stað þess að leysa hann. Mundi það ekki vera
vinnandi verk að leysa hnútinn nú, ef við næm-
um staðar og horfðum á það eitt, hvers af okkur er I
krafizt sem ábyrgra manna, sem Islendinga ? |
kia.
tímabil ölvunar, timburmanna og svokallaðrar heil-
brigði.
Samkvæmt þessari lýsingu gæti virzt, sem of-
drykkjan gripi menn í köstum og að þeir væru al-
heilir heilsu að köstunum hjáliðnum, en raun.
verulega er þetta ekki svo. Þessir sjúklingar eru
aldrei fullkomlega heilbrigðir, ekki heldur á milli
„kastanna“. Venslafólk þeirra verður þessa oft-
lega vart og hefur orð á því. Það finnur, að sjúk-
lingurinn er aldrei sá sami maður og hann áður
var. Máske tilnefnir það stirðari geðsmuni, lausari
skapgerð, sljóvgaðan áhuga eða eitthvað annað.
Ekki er vert að gera lítið úr skaðlegum áhrifum á-
fengisins á líkamann og þá fyrst og fremst á tauga-
kerfið. Verkanir þess koma greinilega í Ijós í ölvun-
inni og timburmönnunUm. En auk þessara beinu eit-
uráhrifa, hefur langvinnur drykkjuskapur í för með
sér aðrar veigamiklar breytingar, sem eru sálrænar
að uppruna og miða að því að brjóta niður and-
legan mótstöðukraft. Um þessi áhrif, sem margt
skýra í hinu brenglaða sálarlífi ofdrykkjumannsins,
skal ég nú fara nokkrum orðum.
Hver sá, sem hneigizt til drykkjuskapar, finnur
sárt til þess með sjálfum sér, að hann stendur höll-
um fæti gagnvart samfélagi sínu. Hann kennir sekt-
ar gagnvart vandamönnum sínum, og honum er
vel ljós vanþóknun manna á háttalagi hans. Hann
veit, að óreglan er honum fjötur um fót í öllum
viðskiptum við aðra. Það gremst honum, en hann
fær ekki rönd við reist.
Þessi veika aðstaða þróar með honum sterka til-
finningu fyrir eigin vanmætti. Sú tilfinning er að
vísu ekki einkaeign ofdrykkjumanna. Margir aðrir
þekkja haiia af eigin raun. Hún getur verið sprottin
upp af ýmsu öðru en drykkjuskap, en það breytir
engu um áhrif hennar á drykkjumanninn.
Iíeilbrigt er það, að mönnum líði þá bezt, er
þeir lifa í sátt við sjálfa sig og samlyndi við aðra.
Vitundinni um, að maður ræki allar skyldur sínar
eða skari fram úr og njóti þar á móti virðingar
og vinsælda, fylgir sálarleg vellíðan. Að því marki
stefnir metnaður hvers eins, oftast blandinn nokk-
urri hégómagirnd og drottununarlöngun. Þessar
kenndir eru máttugar og eiga djúpar rætur í sálar-
lífi okkar. Öndverð þeim er vanmáttartilfinningin.
Vantraust á sjálfum sér, tilfinning um eigin lííil-
mótleika, óhagstæður samanburður á sér og öðrum,
raskar sálarfriði og orsakar andlega vanlíðan.
Þar sem þessum sterku kenndum metnaðar og
vanmáttar lendir sainan, verður sálarleg barátta,
sem oft er bæði hörð og langvinn. Hún er að mestu
háð í fylgsnum hugans og ekki nema að noikru
leyti á yfirborði vitundarlífsins. Þess vegna er
persónunni eða yfirvitundinni mikið til ósjálfrátt
um gang hennar. Hjá mörgum manninum sigrar
rnetnaðurinn og vanmáttarkenndin flýr af hólmi.
En oft heidur þetta sálarstríð áfram árum sarnan
og getur þá valdið andlegu heilsutjóni. Tilfinmng-
arnar leita sér útrásar eftir óeðlilegum leiðum og
birtast í sjúklegum einkennum. Er slík barátta
ósamrýmanlegra kennda algeng orsök starfrænna
taugasjúkdóma eða taugaveiklunar, eins og þeir
eru venjulega nefndir.
Þannig er baráttan, sem ofdrykkjumaðurinn á í
við sjálfan sig. Öviðráðanleg drykkjuhneigð og allt,
sem henni fylgir, skerðir sjálfsvirðingu hans og
sjálfstraust, rýrir hann í eigin augum. Gegn þessu
rís heilbrigður metnaður hans öndverður og berst
sem ljón móti ofureflinu. Annað aflið rífur niður,
hitt leitast við að halda' í horfinu.
Tvískinnungurinn í fari drykkjumanna og hin
tíðu veðrabrigði í tilfinningalífi þeirra eru afleið-
ing þessarar baráttu. Vitandi og óvitandi eru þeir
alltaf að reyna að klóra í bakkann, skynjandi það
undir niðri, að drykkjufýsnin er þeim ofjarl. Þeir
afsaka drykkjuhneigð sína með einu í dag og öðru
á morgun. Þeir saka aðra um skilningsskort í sinn
garð, þeir séu alltaf teknir röngum tökum og rang-
lega metnir. Það þarf fjarska lítið til að særa þá
og móðga, en um eigin ávirðingar fást þeir rninna.
Stolt eiga þeir, en ekki ávalt sem heilbrigðast.
T. d. getur forfallinn drykkjumaður hafnað hoði
um hælisvist af þeirri ástæðu, að það yrði honum
álitshnekkir síðar, að hafa verið þar. Jafnvel hjá
greindum mönnum snúast röksemdirnar í hring,
þegar rætt er um drykkjuskapinn. I öllu, er hann
varðar, eru þeir hálfvolgir, tvískiptir, — þeir vilja
og vilja ekki. Þeir leita allskonar undanbragða og
blekkinga til að bjarga heiðri sínum, slá ryki í
augun á sér og öðrum og gæta þess í hverjum góð-
um ásetningi, að brjóta ekki allar brýr að baki sér.
I viðræðum eiga þeir nógan kraft til að hætta
drykkjuskap, en í reyndinni falla þeir fyrir fyrstu
freistingu.
Þessi tvískinnungsháttur er sameiginlegt einkenni
ofdrykkjumanna, hversu ólíkir sem þeir annars
eru að greind og geðslagi. Hann er sjúklegs eðlis,
afleiðing þeirrar innri baráttu, sem ég lýsti. Hér
er um að ræða starfræna taugabilun, sem vex upp
úr jarðvegi margendurtekinnar áfengiseitrunar og
myndar ásamt henni sjúkdóminn ofdrykkju.
Þegar reynt er að skýra fyrir sér eðli þessarar
erfiðu veiki, er vert að minnast eins atriðis, og það
er máttur vanans. Öll erum við þrælar vanans í
okkar daglega lífi og þekkjum það, að oft er erfitt
að smeygja sér úr viðjum hans. Drykkjuvenjan
skapast smám saman og styrkist við endurtekning-
una. Hver ofdrykkjumaður heldur sinni sérstöku
venju. Áfengislöngunin grípur hann við sérstakar
aðstæður, t. d. þegar hann kemur á vissa staði,
liittir að máli ákveðna menn, eða liðinn er einliver
tiltekinn tími frá því hann .neytti áfengis seinast.
Með þeim hætti hefir neyzlu þess venjulega borið
að í byrjun, oft fyrir einhver ytri atvik, og vaninn
er liér skjótur að ná tökum. Það er óhætt að telja
hann snaran þátt í drykkjufýsninni.
Eitt mikilvægt mál í sambandi við sálarlíf
drykkjumanna hef ég ekki minnzt á áður, — máL
sem að minnsta kosti leikmenn greinir talsvert á
um. Það er sálarástand þeirra eða andlegt heilsu-
far, áður en þeir urðu drykkjusýkinni að bráð.
Staðreynd er það, að fæstir þeirra mörgu, sem
áfengis neyta uin dagana, verða ofdrykkjumenn.
Af þessu draga ýmsir þá ályktun, að ofdrykkju-
menn verði þeir einir, sem fyrirfram séu haldnir
einhverri sálarlegri veilu. Hennar vegna leiðist þeir
æ lengra út á braut drykkjuskaparins.
Við athugun á sjúklingum þessum og þá sérstak-
lega forsögu þeirra, þ. e. a. s. lífi þeirra áður en
þeir fóru að drekka, kemur í Ijós, að ekki er um
einlita hjörð að ræða í þessu tilliti. Um nokkurn
hluta þeirra verður það bersýnilegt við slíka at-
hugun, að þeir eru haldnir geðveiki á lágu stigi, ~
geðveiki, sem brotist hefur út á unglings- eða mann-
dómsárum þeirra, og á elckert skylt við áfengis-
nevzlu. Oftast er þá um langvinnan geðsjúkdóm
að ræða, sem er byrjaður á undan áfengisneyzlunni
og varir, þótt sjúklingnum sé haldið frá áfengi
árum saman. Stundum getur það verið geðveiki, sem
gengur í mánaðalöngum köstum, með heilbrigðum
tímabiluin á rnilli, og að drykkjuskapurinn sé þá
háður þeim sveiflum. En hver sem tegundin er,,
þá er veikin oft á svo lágu stigi, að það kostar
jafnvel lækna mikla fyrirhöfn og tíma að ganga úr
skugga um eðli hennar. Þessir geðsjúkdómar eru
þá orsök ofdrykkjunnar að öllum jafnaði, en aldrei
afleiðing hennar.
Önnur tegund sálsýki er til en sú, sem í daglegu
tali er nefnd geðveiki eða brjálsemi, nefnilega með-
fædd geðveila (psycliopathia). Hennar gætir hjá
verulegum hluta ofdrykkjumanna. Eins og nafnið
bendir til, er þessi veila meðfædd eða þá til orðin
fyrir eitthvert sjúklegt áfall í fyrstu bernsku. Ein-
kennin eru aðallega ýmsir skapgerðar- og siðferðis-
brestir, sem ekkert uppeldi fær úr bætt. Þessa menn
vantar andlega kjölfestu. Alla tíð láta þeir stjórnast
af einhliða tilfinningum; vitsmunir, þótt góðir
kunni að vera, fá engu ráðið fyrir ofríki þeirra.
Eins og stjórnlaust skip velkjast þeir á öldum lífsins.
I æsku teljast þeir til vandræðabarna. Síðar veltur
á ýmsu fyrir þeim og margir finnast í hópi afbrota-
manna, lausingjalýðs og drykkjumanna.
Þessir tveir hópar manna, sem ég nú hefi nefnt,
eru ótvírætt innan takmarka þess sálsjúka, að of-
drykkjunni frátalinni. Þeir lenda í taumlausum
drykkjuskap vegna andlegra vanheilinda. Eftir
verður samt verulegur hluti ofdrykkjumanna, sem
ekki er unnt að flokka á þennan hátt. Það eru
menn, sem engum datt í hug að kalla sálsjúka,
áður en ofdrykkjan altók þá. Sumir voru ósköp
hversdagslegir miðlungsmenn, aðrir sérkennilegir
hæfileikamenn, en enginn þannig, að orðið sálsýki
væri viðhaft í sambandi við þá. Samt urðu þeir
drykkjumenn, með öllum þeirra sjúklegu einkenn-
um.
Drykkjusýkin er erfið viðfangs, en ekki ólækn-
andi, og er batavonin einmitt mest hjá þessum síð-
astnefnda hópi sjúklinga. Margur þeirra læknast
að fullu og skipar siðan sinn sess í þjóðfélaginu
með prýði, engu veilli andlega en ahnennt gerist.